Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 B 5 Shiseido á íslenskan markað „Rolls Royce snyrtivöru- heimsins “ JAPANSKA snyi'tivörufyrirtækið Shiseido, fjórða stærsta snyrtivöni- fyrirtæki heims, mun hefja innreið sína á íslenska markaðinn í næsta mánuði og munu vörur þess verða fáanlegar í þremur búðum til að byrja með. Innkoman á íslenska markaðinn hefur verið undirbúin af kostgæfni og þrjú ár eru síðan heildverslunin Halldór Jónsson, sem er með einka- umboð íyrir vörana, sótti fyrst um að fá að ganga til samstarfs við fyr- irtækið. Að sögn Pórnýjar Jónsdóttur, deildarstjóra í snyrtivörudeild Hall- dórs Jónssonar, fóru hjólin að snú- ast árið 1997 eftir að fyrirtækið hafði skilað þremur ítarlegum skýrslum um fyrirtækið og íslenska markaðinn ásamt hugmyndum sín- um um markaðssetningu vörunnar hér á landi. Akveðið var að byrja rólega en fjölga svo útsölustöðum og segir Pórný að fulltrúar fyrirtækisins hafí sjálfír komið og valið þær búðir sem varan verður seld í til að byrja með, en þær eru Hygea, á Laugavegi og í Kringlunni, og Sigurboginn á Laugavegi. Ai-ið 2000 verður útsölu- stöðunum fjölgað um einn. Fara ekki geyst „Við erum búin að sækja um síð- an árið 1995, en þeir hafa ekki verið tilbúnir að opna á nýjum mörkuðum fyrr en núna. Peir vinna mjög yfir- vegað og rannsaka hlutina vel áður en þeir framkvæma, ólíkt mörgum öðrum merkjum fara þeir ekki geyst,“ sagði Þómý um japönsku samstarfsaðilana. Aðspurð af hverju Halldór Jóns- son hafi fengið heildsöluleyfið, en ekki einhver hinna 30 aðilanna sem hafa sótt um það hér á landi, segir Pómý að líklegast hafi fyrirtækið fengið góðar umsagnir og meðbyr frá aðilum í snyrtivörubransanum erlendis, enda er fyrirtækið með langa reynslu af innflutningi og sölu snyrtivara. „Halldór Jónsson er líka traust og stöðugt fyrirtæki og t.d. eram við búin að vera með Wella- hársnyrtivörur í nær 40 ár og það er jafnan góður vitnisburður ef fyr- irtæki ieggja rækt við sama merkið í svo langan tíma og efla það og styrkja á markaðnum." Halldór Jónsson selur jafnframt Yves Saint Laurent, Jean Paul Gaultier í snyrtivörum og Sebasti- an-hársnyrtivörar svo einhver merkja íýrirtækisins séu nefnd. Þegar er á íslenska markaðnum annað japanskt merki í snyrtivör- um, Kanebo, sem hefur vegnað vel. Um hugsanlegt gengi Shiseido á markaðnum segist Þórný ekki þora að spá. Pau muni byrja smátt en auka svo við söluna jafnt og þétt. „Við ætlum að hlú verulega að þessu merki. Þetta er svona Rolls Roycinn í snyrtivöraheiminum. Merkið verður aldrei í mjög víðri dreifmgu, enda er meira lagt upp úr fagmennsku við sölu þess.“ Morgunblaðið/Þorkell STARFSMAÐUR snyrtivörufyrirtækisins Shiseido ásamt vörum fyrirtækisins sem kynntar verða í móttöku í Listasafni íslands í dag. Sérstakur starfsmaður mun hafa yfírumsjón með þjálfun söluaðila sem hefur nýlega sótt námskeið úti í París, í höfiistöðvum fyrirtækisins í Evrópu. Eins og fyrr sagði er Shiseido nú fjórða stærsta snyrtivörafyrirtæki heims og segir Þórný að fyrirtækið stefni á að verða númer eitt um aldamótin. En þekkja íslenskar konur eitt- hvað til þessa merkis? „Við höfum fengið fjölda símtala eftir að ljóst var að við mundum bjóða upp á þetta merki og ég tel að mjög margar konur bíði eftir því, enda kaupa margir þetta í stóram stfl erlendis. Það er mikil trygggð við þetta merki, þegar farið er að nota það á annað borð. Aðspurð um væntanlegt verð á vöranni sagði Þórný að það yrði það sama og annars staðar í Evrópu. í dag klukkan 18 mun verða haldin móttaka í Listasafni íslands til að kynna vöruna en Þórný segir að það hafi verið eini staðurinn sem til greina kom, enda leggur fyrir- tækið mikið upp úr stuðningi við listir og menningu og rekur það m.a. listagallerí í Japan. Til mót- tökunnar koma fulltrúar fyrirtæk- isins bæði frá Japan og París. „Þeir eru mjög miklir stuðningsaðilar við unga og upprennandi listamenn og því var listasafnið kjörinn vett- vangur fyrir þessa kynningu og í raun eini staðurinn sem til greina kom.“ í 27 löndum Evrópu Shiseido var stofnað árið 1872 og var þá fyrsta apótekið í vestrænum stfl sem opnað var í Japan en er í dag stærsta snyrtivörufyrirtæki Japans og stefnir á ört aukin umsvif erlendis. Auk þess hefur fyrirtækið ýmsa aðra starfsemi undir sínum hatti, eins og t.d. hárgreiðslustofur, veitingastaði sem og lyfjabúðir. Fyrirtækið hóf sölu á snyrtivör- um sínum, á Evrópumarkaði, í Ítalíu árið 1963 og í dag eru vörur Shiseido seldar í 27 Evrópulöndum þar sem þeim hefur alls staðar verið vel tekið, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu. Þar kemur einnig fram að salan á íslenska snyrtivörumarkaðnum nemi um 1,2 milljörðum króna á ári og vaxi árlega að meðaltali um 3%.; Hins vegar er vöxtur meiri á því sviði sem er sérgrein Shiseido, húð- vörum, eða 7%. í tilkynningunni segir að Shiseido hafí valið Halldór Jósson til sam- starfs vegna reynslu fyrirtækisins í sölu snyrtivara og sérfræðiþekking- ar í markaðssetninu snyrtivara. Auk þess hafði það áhrif á val fyrir- tækisins að Halldór Jónsson er dreifingaraðili fyrir Beauty Prestige International S.A , dóttur- félags Shiseido sem framleiðir og selur ilmvötn, og fyrirtækið er því kunnugt alþjóðlegum umsvifum Shiseido. Landsbanki Islands hf. Hluthafar 12. mars 1999 Hlutur Hlutfafi 1. Ríkissjóður íslands 84,62% 2. Eignarh.f. Brunabótaf. ísl. 2,63% 3. WÍB hf, Sjóður 6 0,49% 4. Samvinnulífeyrissjóðurinn 0,43% 5. Lífeyrissj. Norðurlands 0,41% 6. Lífeyrissj. bankamanna 0,38% 7. Lífeyrissj. verkfræðinga 0,27% 8. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 0,24% 9. Lífeyrissj. Austurlands 0,20% 10. Lífeyrissj. sjómanna 0,19% Aðrir 10,14% Samtals 100,00% Kynningarfundur um 5.rammaáætlun ESB UPPLÝSINGATÆKNISAMFÉLAGIÐ Lykiisvið II Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti Föstudaginn 26. mars 1999, Borgartúni 6. kl. 8:30-10:30 DAGSKRÁ Leiðrétting RANGT var farið með nafn ann- ars stærsta hluthafans í Lands- banka Islands hf. í töflu sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær, mið- Nýtt hugbún- aðarfyrirtæki HUGSANDI menn er nýtt fyrir- tæki á sviði upplýsingatækni hér á landi. Að fyrirtækinu standa átta nemendur úr Viðskiptaháskólanum í Reykjavík. Samkvæmt fréttatilkynningu mun félagið leggja áherslu á sér- lausnh- fyrir önnur hugbúnaðarhús og tölvudeildir fyrirtækja og stofn- ana. Jafnframt mun fyrirtækið þróa og markaðssetja eigin hugbúnað. vikudag. Hér er taflan birt aftur með réttum upplýsingum og er beðist velvirðingar á mistökun- um. opu •Hlíðasmári 12 •200 Kópavogur •sími: 540 3000 •fax 540 3001 •www.hugur.is 08:30-08:40 Upplýsingatæknisamfélagið yfirlit Snæbjörn Kristjánsson, Rannsóknarráði íslands 08:40-10:00 Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti Óskar Einarsson, starfsmaður framkvæmdastjórnar ESB, DGXIII 10:00-10:30 Fyrirspurnir Kynningarfundurinn er ætlaður þeim sem hyggjast sækja um í IST áætlun ESB, (Information Society Technologies, IST). Bæði þeim sem hafa reynslu af rammaáætlunum ESB en þó ekki síður þeim sem eru að koma að umsóknum í fyrsta sinn. Nánari upplýsingar um IST áætlunina eru á http://www.cordis.lu/ist/ Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í síma 5621320. RAIUNÍS Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 Netfang rannis@rannis.is • Heimasíða http://www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.