Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 B 7 VIÐSKIPTI NOKKRIR íslensku sýningaarðilanna á CeBIT að þessu sinni með starfmönnum Útflutningsráðs. SHARP kynnti nýja skjátækni, Continuous Grain Silicon, sem á hugs- anlega eftir að valda straumhvörfum í þeirri framleiðslu. smiðju sem síðan er nánast úrelt eftir þrjú til fjögur ár. Kristalsskjár byggist á milljónum smára sem límdir eru á skjáinn sjálf- an, sem er seinlegt og erfitt verk. A CeBIT mátti sjá hugmyndir sem eiga hugsanlega eftir að valda straum- hvörfum í þeirri framleiðslu, meðal annars það sem Sharp kallar Cont> inuous Grain Silicon, en einnig nefndu sumir lífræna liti sem mjög eru rannsakaðir nú um stundir. Skeggjaðir furðufuglar A síðustu CeBIT-sýningu tók nokkum tíma að finna fyrirtaeki sem væri að kynna Linux, en Caldera fannst eftir nokkra leit. Að þessu sinni komu allmargir fram undir Lin- ux-heitinu, SuSe, Red Hat, Caldera, Linux Intemational og svo má telja, og mikil þröng á þingi við bása þeirra. Þai- var aftur á móti enga þjónustu að fá og fáir nenntu að svara spurning- um forvitinna, þama sátu skeggjaðir furðufuglar í lopapeysum og gerðu hvað þeir gátu til að hrekja gesti í burtu. Linux jók markaðshlutdeid sína um rúm 200% á síðasta ári, óx hraðar en nokkurt stýrikerfi, og var að von- um víðar að finna en á Linux-básum, því öll stórfyrirtæki, að Microsoft frá- töldu reyndar, kynntu Linux-lausnir. Varla nema von að fyrirtæki eins og HP, IBM, Oracle og Siemens kynni Linux-þjóna og útgáfur af hugbúnaði, en merkilegt upplifun var að sjá SAP R/3 keyra á Linux. Umsjónai-maður þeirrar vinnu, í rúllukragabol og snjáðum jakka, vai' að vonum stoltur yfir verkefninu, sem hann sagði reyndar að væri ekki alveg tilbúið, en það hefði reyndai' ekki tekið nema hálft mannár að gera Linux-útgáfu af SAP R/3 og reyndai- hefði ekki þurft að skrifa upp nema sáralítið; mestur tími hefði farið í að bíða eftir nýjum viðbótum í Linux. fslensk fyrii-tæki á CeBIT íslensk fyrirtæki sýndu nokkur á CeBIT, átta fyrirtæki, þar af sex á bás sem Útflutningsráð hefur haft á leigu á sjðustu nokkrum CeBIT sýn- ingum. A básnum voru Landsteinar, Hugbúnaður, sem sýndi undii' heitinu HB Intei-national, Netverk, sem var reyndar með aðalaðstöðu innan um gervihnattamenn í annairi sýningar- höll, Fakta, Hópvinnukerfi og Innn, sem var með bæklinga á staðnum en ekki aðra aðstöðu. Tæknival var svo með sýningaraðstöðu annars staðar og OZ.com í samvinnu við Ericsson símaframleiðandann. Á síðustu CeBIT-sýningu voru öllu fleiri íslensk fyrirtæki, fimmtán alls, en að sögn Katrínar Björnsdóttur forstöðumanns sýningardeildar Út- flutningsráðs finnst sumum þeirra fyrirtækja sem hún hafði tal af vegna undirbúnings sýningarinnar að þessu sinni sem hún sé orðin of stór um sig og vænlegra að stefna á sérhæfðarí sýningar. Margir hafa aftur á móti haft orð á því að miklu skipti fyrir fyrirtæki að vera með; að sögn þeirra sem sýnt hafa á CeBIT hefur það styrkt fyrirtæki þeirra í augum manna úti í heimi að geta vísað í þátt- töku á CeBIT eða geta boðið mönn- um að hittast á sýningunni. Katrín segir að almenn ánægja sé meðal sýnenda að þessu sinni með þátttökuna, nokkrir hafi gert samn- inga og aðrir náð sér í mikilsverð sambönd, en að hennar mati er mest um vert að menn taki þátt til að verða sýnilegri og stefni síðar jafnvel á að sýna í samfloti við samstarfsaðila eða hagsmunaaðila, eins og Netverk gerir að þessu sinni. Mörgum þykir einnig gott að vera með bás á báðum stöð- um, þ.e. að vera með Útflutningsráði og síðan innan um álíka fyrirtæki eða þjónustur. Ekki má síðan gleyma því að íslensk fyrirtæki græða ekki bara á því að komast í samband við hugs- anlega viðskiptavini heldur fá þau einnig gott færi á að sjá hvað keppi- nautamir eru að gera og kannski ekki síst að komast í samband við aðila sem ekki eru augljósir samstaifsaðil- ar. Talsvert er um að lönd eða lands- hlutar taki sig saman um bása á CeBIT og þannig mátti til að mynda sjá samsteypur tævanskra fyrir- tækja, indverskra og írskra, svo dæmi séu tekin, en einnig landshluta, til að mynda var Kalifomíufylki með sýningaraðstöðu og nýtti að hluta undir kynningu á fylkinu almennt og ferðalögum. Katrín segir að í íslenska básinn rati líka mai'gir sem áhuga hafi á Islandi en ekki bai'a íslenskri tækni; kannski er vænlegt að koma upp aðstöðu fyrir ferðaupplýsingar á básnum. Það kostar sitt að taka þátt í CeBIT-sýningunni og Katrín segir að það væri varla hægt ef ekki kæmi til styrkur frá Nýsköpunarsjóði sem hún segir gera kleift að halda jafn góðri staðsetningu og tekist að koma íslenska básnum á, þvi slegist er um hvern fersentimetra á innsvæðum sýningarhallanna; enginn vill vera út- undii' vegg. Útflutningsráð leigir bás- inn af sýningarhöldurum og framleig- ir síðan til þeirra sem vilja. Það skiptir eðliiega verulegu máli að íslensk fyrirtæki tald þátt í CeBIT og regnhlífarskipan Útflutningsráðs virðist hafa heppnast vel hvað þetta varðar. Sjálfsagt er að reyna að gera landið enn sýnilegra á CeBIT, stækka básinn og leggja jafnvel undir sig heila „eyju“ í sýningarsalnum. Enn slegið aðsóknarmet Samkvæmt upplýsingum frá sýn- ingarhöldumm var enn slegið að- sóknarmet á CeBIT. Alls komu ríf- lega 700.000 manns á sýninguna að þessu sinni og börðu augum það sem 7.341 sýnandi hafði upp á að bjóða. Það em rúmlega 20.000 fleiri en á síð- ustu sýningu. Sýningarplássið sjálft var tæplega 400.000 fermetrar sem gerir CeBIT ekki bara stærstu tölvusýningu heims heldur stærstu fagsýningu sem um getur. Þó mannhafið hafi oft verið heldur mikið vora sýnendur almennt ánægðir með sitt, 95,6% sýnenda lýstu ánægju sinni með hvemig til hefði tekist. CeBlT er þýsk sýning að miklu leyti og gestir flestir þýskir sem von- legt er. 126.000 manns komu frá öðr- um löndum og að sögn varð mjög mikil fjölgun gesta frá Austur-Evr- ópu og heldur fjölgaði Asíubúum í hópi gesta. Þetta hlutfall gefur reynd- ar ekki fyllilega raunhæfa mynd af samsetningu gesta því almennir gest- ir eru velflestir þýskir, en að utan koma helst faggestir og blaðamenn. 2.859 þýsk fyrirtæki tóku þátt í CeBIT að þessu sinni, en þar næst komu bresk fyrirtæki, 310 alls. Hollensk vora 123, frönsk 117, sviss- nesk 111 og ítölsk 92. Að frátöldum Þjóðverjum keyptu Bretai- mest sýn- ingarsvæði, rúmlega 10.000 fermetra, en Frakkar fylgdu á hæla þeima með 5.039. Af Asíubúum voru Tævanir áber- andi sem fyiT, 509 sýnendur komu þaðan, samanborið við 443 frá Banda- ríkjunum. Kemur kannski ekki á óvai-t í ljósi þess að Tævan er þriðji mesti vélbúnaðarframleiðandi heims, á eftir Japan og Bandaríkjunum. Næsta CeBIT-sýning hefst 24. febrúar og lýkur 1. mars árið 2000. Skattframtöl - Ársreikningar - Bókhald Einkahlutafélög, Hlutafélög og aðrir Rekstraraðilar - Bókhald, Ársuppgjör og Skattskil félaga og rekstraraðila. - Stofnun og Sameining félaga ásamt Rekstrarráðgjöf. &A Reiknir Rekstrarverkfræðistofan nnarjit Reikningsskil & Rekstrartækniráðgjöf Suðurlandsbraut 46 Póstnúmer 108 Bláu húsunum Sími: 568 10 20 Fax : 568 20 30 Kortið sem einfaldar allan rekstur á bílnum þlnum Mánaðarlegur reikningur og yfirlit Öruggt kostnaðareftirlít tiH'’é'x Allur bílakostnaður á einn reikning Afsláttur hjá um 60 fyrirtækjum Þú færð upplýsingar um Olískortið í síma: 515 1241 Aðalfundur Sjóvá -Almennra verður haldinn íostudaginn 26. mars 1999 að Grand Hótel Reykjavík Fundurinn hefst kl. 16 síðdegis. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Önnur mál, löglega borin upp. Aðgöngumiðar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Kringlunni 5,5. hæð, frá 19. mars til kl. 12.00 fundardaginn. S]QVá6íBáLMENNAR Sjóvá-Almennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 • Sími 569 2500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.