Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður sparisjóðanna jókst um 392% milli ára Aherslan á aukningu útlána Hagnaður sparisjóðanna varð 675,7 millj- ónir króna á árinu 1998, en árið áður nam hagnaður þeirra 137 milljónum króna og jókst hann því um 391,8% milli ára. Hallur Þorsteinsson kynnti sér álit þriggja fjár- málasérfræðinga á afkomu sparisjóðanna. SPARISJOÐIRNIR Úr reikningum 1998 Upphæðir í milljónum kr. Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyt. Hreinar vaxtatekjur, þús. kr. 3.447,0 3.085,4 11,7% Hreinar rekstrartekjur 5.378,1 4.525,5 18,8% Önnur rekstrargjöid (3.784,9) (3.169,5) 19,4% Framlag á afskriftareikning útlána (674,2) (955,4) -29,4% Hagnaður ársins 675,7 137,4 391,8% Efnahagsreikningur 31.12. 1998 1997 Breyt. Heildareignir, þús. kr. 91.898,9 70.414,6 30,5% Eigið fé 8.346,0 7.440,1 12,2% Kennitölur 1998 1997 Breyt, Hreinar vaxtat./ meðalstaðu heildarfjárm. 4,2% 8,8% -51,5% Hreinar rekstrart./ meðalstaðu heildarfjárm. 6,6% 12,9% -48,4% Önnur rekstrargjöld/ hreinar rekstrartekjur -70,4% -70,0% 0,5% Framlag á afskriftarr. útlána/ hreinar rekstrart. -12,5% -21,1% -40,6% Hagnaður ársins/ hreinar rekstrartekjur 12,6% 3,0% 313,8% Arðsemi eigin fjár 9,0% 2,0% 359,7% Eiginfjárhlutfall (CAD) 12,2% 13,7% -10,9% MIKIL aukning varð á síðastliðnu ári í umsvif- um sparisjóðanna og Sparisjóðabankans hf. á öllum sviðum viðskipta, en Spari- sjóðabankinn er viðskiptabanki sparisjóðanna 26 í landinu og eru þeir allir hluthafar bankans. Inn- lán, verðbréfaútgáfa og önnur lán- taka sparisjóðanna jókst um 11.862 milljónir króna á árinu og nam samtals 68.860 milljónumn króna í árslok 1998, sem er 20,8% aukning frá fyrra ári. Markaðshlutdeild sparisjóðanna í árslok var 24,3% miðað við innlán og verðbréfaútgáfu, sem er sama hlutfall og í árslok 1997. Útlán juk- ust hins vegar talsvert meira en innlán, eða í 65.262 milljónir króna í árslok 1998, sem er 35,3% aukn- ing frá fyrra ári. Heildareignir sparisjóðanna í árslok 1998 voru 91.899 milljónir króna borið saman við 70.415 milljónir króna árið á undan. Eigið fé sparisjóðanna nam 8.346 milljónum króna í árslok 1998 og hafði aukist um 906 millj- ónir króna, eða 12,2% frá fyrra ári. Misjöfn afkoma I Morgunblaðinu hafa að undan- .fömu birst fréttir um rekstraraf- komu nokkurra einstakra spari- sjóða, og þar kom m.a. fram að hagnaður Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar á árinu 1998 var 183 milljónir króna fyrir áætlaða skatta, saman- borið við 181 m.kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 119 milljónum í fyrra en var 105 millj- ónir króna árið 1997. Eigið fé sparisjóðsins nam 1.465 m.kr. í árs- SHARP F-1500 • Faxtæki,sími, símsvari * Windows prentari, skanni og tölvufax fyrir stæroina A4. lok 1998 og nam hækkunin 137 milljónum á árinu eða 10,3%. Arð- semi eigin fjár var 8,9% á síðasta ári en 8,5% árið áður. Eiginfjár- hlutfall sparisjóðsins 13,4% í árisok 1998. Umsvif Sparisjóðs vélstjóra juk- ust verulega á síðasta ári og var hagnaður sparisjóðsins eftir skatta 114.3 milljónir króna en var tæpar 83 milljónir árið 1997 og jókst því um 38% milli ára. Vaxtatekjur voru 885,8 milljónir króna og höfðu vax- ið um 23,6% frá árinu 1997. Vaxta- gjöld voru 473,2 milljónir og var aukning þeirra 11,8%. Aðrar rekstrartekjur voru 207,3 milljónir og höfðu vaxið um 11,7% á árinu. Tekjur af hlutabréfum og öðrum eignarhlutum hækkuðu mjög mik- ið, eða úr 43,6 milljónum árið 1997 í 63,1 milljón, eða um 44,7%. Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 448.3 milljónir króna á síðasta ári og höfðu þau vaxið frá fyrra ári um 32,2%. Afskriftir rekstrarfjármuna og viðskiptavildar voru 28,8 millj- ónir króna sem er 56% hækkun frá fyrra ári og framlag í afskrifta- reikning útlána hækkaði úr tæpum 34 milljónum árið 1997 í 56,1 millj- ón, eða um 65,2%. Eigið fé Spari- sjóðs vélstjóra var í árslok 1998 1.138.3 milljónir króna og hækkaði frá fyrra ári um 136,4 milljónir, eða 13,6%. Hagnaður SPRON, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, á árinu 1998 nam 50,6 milljónum kr. eftir skatta og er hann nokkru minni en áætlað var og 49,7% lakari en árið áður þegar hagnaður nam rúmum 100 milljónum króna. Meginskýr- ingin á þessu felst í hærra framlagi í afskriftareikning útlána sem var 128.3 milljónir króna, en var 53,4 milljónir á árinu 1997. Innlánsaukning ársins var 33,1% og mun það vera besti árangur stærri innlánsstofnana á landinu öllu. Hlutur SPRON af innlánum viðskiptabanka og sparisjóða var 6,5% í samanburði við 5,7% árið áð- ur. Eigið fé sparisjóðsins var 1,3 milljarðar króna í lok ársins og hafði aukist um 97 milljónir kr. á árinu. Hagnaður Sparisjóðsins í Kefla- vík á síðasta ári nam 80 milljónum króna að teknu tilliti til skatta, en hagnaðurinn fyrir reiknaða skatta LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fox 557 4243 Heldur þú að Hvítlaukur sé nóg ? NATEN - er nóg! nam 111 milljónum króna. Árið 1997 var 55 milljóna króna tap af rekstri sparisjóðsins eftir reiknaða skatta. Framlag í afskriftareikning útlána var 52 milljónir króna á síð- asta ári, samanborið við 186 millj- ónir árið 1997. Námu vaxtatekjur sparisjóðsins 871 milljón króna á síðasta ári og vaxtagjöld voru 500 milljónir. Aðrar rekstrartekjur voru 215 milljónir á árinu og önnur rekstrargjöld 423 milljónir. Útlán sparisjóðsins ásamt mark- aðsskuldabréfum námu 7,6 millj- örðum króna í árslok 1998 og höfðu aukist um 990 milljónir frá fyrra ári, eða um 14,9%. I árslok var nið- urstöðutala efnahagsreiknings 9,3 milljarðar króna og hafði hún hækkað á árinu um 899 milljónir eða 10,6%. Sparisjóður Vestmannaeyja skil- aði tæplega 27 milljónum króna í hagnað að teknu tilliti til skatta. Heildartekjur sparisjóðsins námu 260 milljónum króna og rekstrar- gjöld að meðtöldum afskriftum voru tæplega 220 milljónir króna. Innlán og verðbréfaútgáfa nam í árslok tæplega 1.798 milljónum króna og höfðu aukist um tæp 10% á árinu. Heildarinnlán sjóðsins voru í árslok tæplega 1.613 milljón- ir króna og höfðu aukist um 28% á árinu. Eigið fé sparisjóðsins nam í árslok liðlega 285 milljónum króna og hafði aukist um rúmlega 12%. Mikill vöxtur útlána varasamur Bjarni Adolfsson, sérfræðingur hjá viðskiptastofu Islandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að ef einhver einn þáttur stæði upp úr í starfsemi sparisjóðanna þá væri það gífurlegur vöxtur í útlánum. Að meðaltali var vöxturinn um 36% á síðasta ári, en einstakir sjóðir hafa vaxið mun meira. Þannig hefðu t.d. útlán Sparisjóðs vél- stjóra aukist um 44% á milli ára. „Vöxtur útlána getur ekki verið markmið út af fyrir sig í starfsemi sem stefnir að hámarksarðsemi. Svo mikill vöxtur útlána er í raun varasamur þegar tekið er tillit til mjög hagstæðs efnahagsumhverf- is. Hættan er sú að undirrót út- lánatapa framtíðar verði til við slík- ar aðstæður. Það er því eðlileg af- leiðing þessarar aukningar að framlag í afskriftarreikning aukist. Afskriftahlutfallið þarf að taka mið af eignasamsetningu og eðli útlána og því er ekki hægt að tala um ein- falda reglu varðandi afskriftahlut- fallið,“ sagði Bjarni. Hann bendir á að eðli útlána- starfsemi sumra sparisjóða hafí verið að breytast og aukin áhersla verið lögð á lán til stærri fyrir- tækja, en hefðbundin starfsemi felst í þjónustu við smærri fyrir- tæki og einstaklinga. „Almennt séð er afskriftahlut- fallið lægi-a en hjá viðskiptabönk- unum. Aukningin í afskriftum er mest hjá SPRON en þeir auka framlag sitt um 75 milljónir króna, sem er um 0,65% af meðalstöðu heildarfjármagns. Þetta aukna framlag kemur fram í afkomu bankanna, en til að mynda er af- koma SPRON verri en á síðasta ári. Aðrir sparisjóðir hafa ekki breytt afskriftaframlagi sínu eins mikið og því er afkoma þeiira skáni. Arðsemi eigin fjár sparisjóð- anna er almennt lægri en við- skiptabankanna, en hún er einna hæst hjá Sparisjóði vélstjóra, eða 12%, en framlag hans í afskrifta- reikning er mun lægra en hjá SPRON. Sé litið á yfírlit yfir rekstur sparisjóðanna í heild þá er arðsemi eiginfjár þeirra á síðasta ári í kringum 9% sem er mun betra en 1997 en þá var arðsemin ekki nema 2%. Nýlegar aðgerðir Seðlabankans sem miða að minni vexti útlána ættu að hafa töluverð áhrif á rekstur sparisjóðanna á þessu ári vegna mikils vaxtar út- lána þeirra,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þar sem arðsemi sparisjóðanna væri almennt minni en bankanna beindi það athyglinni að rekstrarformi þein-a. Með samnýtingu fjárfestinga og starf- semi næðu bankamir fram aukinni hagræðingu í rekstri og starfsemi útibúa. „Sparisjóðirnir eru sjálfstæðari einingar og hafa t.d. ekki rekið sameiginlega viðskiptastofu. Það er alveg ljóst að ef sparisjóðirnir væru sameinaðir með einhverjum hætti væri hægt að ná fram ýmsu hagræði. Einstakir sparisjóðir eru það litlir að þeir hafa ekki sama tækifæri og bankarnir til að taka þátt stærri verkefnum á fjár- magnsmarkaði, auk þess sem auknu rekstrarhagræði má ná með stærri einingum. Með stofnun Sparisjóðabanka Islands virtust sparisjóðirnir ætla að samræma krafta sína, m.a. í sameiginlegri fjármögnun, en engu að síður er samvinna sparisjóðanna almennt takmörkuð. Eignarform sparisjóð- anna er óheppilegt og ekki í takt við þá þróun sem hefur verið í átt til hlutafélagavæðingar á íslandi. Töluverð óvissa er um framtíð þess forms og í raun ekki vitað hvernig á að framkvæma breytingar á þessu kerfi,“ sagði Bjarni. Minni hvati til hagræðingar Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður markaðsviðskipta á við- skiptastofu Landsbanka Islands, sagði að miðað við þær tölur sem birst hefðu frá sparisjóðum virtist rekstur þeirra, líkt og annarra fjár- málastofnanna, á síðasta ári bera mjög keim af þeiiri þenslu sem verið hefur í hagkerfinu og minnk- andi vaxtamun vegna mjög aukinn- ar samkeppni á fjármálamarkaði. „I heild einkennist rekstur spari- sjóðanna af mikilli útlánaaukningu, minnkandi vaxtamun, miklum kostnaði og fremur lítilli arðsemi. Þetta er sérstaklega áberandi hjá stærstu sjóðunum, SPRON og Sparisjóði Hafnarfjarðar. Hagnað- ur allra sparisjóðanna 26 var 675 milljónir króna árið 1998, sem er verulegur bati miðað árið 1997 sem var sparisjóðunum erfitt. Þessi af- koma samsvarar 8,5% arðsemi eig- infjár sem hlýtur að teljast fremur lágt við þær aðstæður sem ríkt hafa. Eignarformsins vegna má ætla að minni hvati sé til hagræðingar og aukinnar arðsemi hjá spari- sjóðunum en hlutafélaga í almenn- ingseigu. Aherslan virðist fremur hafa verið á aukningu útlána en síður á arðsemi og hagnað," sagði Tryggvi. Hann sagði það vekja athygli að mikil aukning umsvifa Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á síðasta ári væri ekki að skila sér í bættri rekstrarafkomu. Afkoman versnaði mikið og arðsemi eiginfjár hrapaði niður fyrir 4%, sem hlyti að vera áhyggjuefni í því mikla „bankagóð- æri“ sem ííkt hefði. 41% útlána- aukning hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar væri heldur ekki að skila sér í bættri afkomu, en hjá Spari- sjóði vélstjóra væri mun jákvæðari þróun og virtist sem mikil aukning umsvifa væri að skila sér í bættri afkomu og arðsemi. Þá væri mikill viðsnúningur í rekstri Sparisjóðs Keflavíkur sem skilar rúmlega 80 milljóna króna hagnaði samanborið við 55 milljóna tap 1997. Eignarformið gæti orðið sparisjóðunum til trafala Jafet Olafsson, forstjóri Verð- bréfastofunnar hf. segir að staða sparisjóðanna sé sterk og eigin- fjárhlutfall þeirra mjög gott. Hagnaður flestra sparisjóðanna sé góður, en arðsemi þeirra mjög mis- munandi. „Mikla athygli vekur afkoma Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Spari- sjóðsins í Keflavík. Hins vegar lækkar arðsemi SPRON nokkuð. Hagnaður SPRON lækkar um 50 milljónir króna milli ára, sem skýrist nær eingöngu af 65 milljón- um króna hærra framlagi í af- skriftareikning. Ekki er við því að búast að hér sé um viðvarandi hækkun á framlagi í afskriftareikn- ing að ræða, þannig að hagur SPRON ætti að vera mun betri á þessu ári. Sparisjóðirnir hafa mjög aukið umsvif sín og er hækkun rekstrar- tekna um 17%, sem er sambæri- legt við það besta hjá viðskipta- bönkunum. Ekki má gleyma því að sparisjóðirnir eru eigendur að Kaupþingi hf., sem sýndi besta arðsemi verðbréfafyrirtækjanna á árinu 1998. Þá eru sparisjóðirnir stærstu eigendur að Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins fyrir utan ríkið, og fyrir liggur yfirlýsing frá þeim um að sameina FBA og Kaupþing. Eignarformið getur orðið sparisjóðunum til trafala á næstu árum, og eins hlýtur að vera æskilegt að þeir sameini krafta sína meira en þeir gera nú, til dæmis með samruna fjögurra sparisjóða á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Jafet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.