Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 3
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 C 3
ÍÞRÓTTIR
Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, spáir í úrslitakeppni karla sem hefst í kvöld
„Liðin koma öðruvísi
undirbúin til leiks“
ÚRSLITAKEPPNIN í handknattleik karla hefst í kvöld með
tveimur leikjum. Deilda- og bikarmeistarar Aftureldingar fá
HK í heimsókn í Mosfellsbæ og ÍBV fær Hauka til Vestmanna-
eyja. Hinir tveir leikirnir, Fram-KA og Stjarnan-FH, eru á dag-
skrá annað kvöld. Tvo sigra þarf til að komast í undanúrslit
keppninnar. Morgunblaðið fékk Jón Kristjánsson, þjálfara ís-
landsmeistara Vals, til að spá í einvígi liðanna og eins styrk
og veikleika liðanna átta.
Jón segist búast við spennandi
úrslitakeppni eins og reyndin
hefur verið undanfarin ár. „Öll mis-
tök í úrslitakeppni
ValurB. geta reynst mjög
Jónatansson dýrkeypt. Liðin koma
shifar öðruvísi undirbúin
fyrir þessa keppni.
Pjálfari og leikmenn hafa haft góð-
an tíma til að kortleggja andstæð-
inginn. Þeir eru búnir að mæla út
allar hreyfingar liðs andstæðing-
anna og eins hreyfingar einstakra
leikmanna. Þau reyna að útiloka
alla óvænta þætti,“ sagði Jón. „Af
reynslu minni í keppninni kann það
ekki góðri lukku að stýra, að vera
með miklar breytingar á leikstíl.
Það eru helst þau lið sem hafa van-
trú á því sem þau hafa verið að
gera í vetur sem fara út í örvænt-
ingarfullar breytingar," sagði
hann.
Afturelding gegn HK
„Eðlileg úrslit í þessu einvígi er
sigur Aftureldingar. HK hefur ver-
ið að leika flata 6-0-vörn í vetur og
það hentar sóknarleik Afturelding-
ar ágætlega. Afturelding er með
gott sóknarlið og klárar vel skotin
fyrir utan. HK gæti reyndar strítt
bikarmeisturunum, en ég tel lið
Aftureldingar mun sterkara og því
ætti þessi viðureign að fara aðeins í
tvo leiki. Afturelding hefur verið
með jafnbesta liðið í vetur og spilað
mjög skynsamlega. Það er gott
varnarlið og sóknin er vel skipu-
lögð. Liðið er með góðan leikstjórn-
anda sem vinnur mjög vel fyrir lið-
ið. Þá hefur Bjarki blómstrað í vet-
ur og það má segja að allar stöður
séu vel mannaðar.
Helsti styrkur HK er baráttan
og síðan er liðið með öfluga skyttu
sem er farin að eldast. Sóknarleik-
ur liðsins snýst mikið til í kringum
Sigurð Sveinsson og það gæti kom-
ið niður á liðinu í öðrum og jafnvel
þriðja leik því þá fer aldurinn að
segja til sín. Vörnin er ágæt og
markvarslan hefur oft verið fín.
Besta vörnin gegn Aftureldingu er
framliggjandi vörn en HK hefur að
mínu mati ekki burði til þess að
spila þannig vörn. Afturelding valt-
ar ekki auðveldlega yfir HK, en
getumunurinn á liðunum er full
mikill. Það hjálpar líka Aftureld-
ingu að minni pressa er á liðinu eft-
ir að hafa landað tveimur titlum í
vetur.“
ÍBV gegn Haukum
„Fyrirfram reikna ég með að
ÍBV klári einvígið 2:1 því liðið er
mjög sterkt á heimavelli. Það er
mikil stemmning í herbúðum Eyja-
manna og heimavöllurinn getur
ráðið úrslitum. Það er mikilvægt
fyrir IBV að Guðfinnur Krist-
mannsson leiki vel því hann hefur
verið helsta ógnun liðsins í vetur.
Þá hefur línuspilið verið sterkt
vopn. Varnarleikur liðsins hefur
verið góður og eins markvarslan.
Haukar hafa það umfram ÍBV að
vera með breiðari hóp, nánast tvo
leikmenn í hverri stöðu. Þeir þola
því frekar áföll en ÍBV. Það er eng-
inn einn leikmaður sem getur skipt
sköpum heldur er það liðsheildin
sem ræður ferðinni. Helsta vanda-
mál Hauka í vetur hefur verið vam-
arleikurinn. Þeir hafa verið að
breyta varnarleiknum töluvert á
milli leikja og greinilega ekld fund-
ið réttu lausnina á honum. Eins
hefur stöðugleikinn í markvörsl-
unni ekki verið nægur.“
Fram gegn KA
„Ef Framarar ná að stilla upp
sínu sterkasta liði hef ég trú á að
þeir vinni KA 2:1. Þeir hafa verið
nokkuð brokkgengir í vetur vegna
meiðsla lykilmanna. Þeir fóru flest-
ir í gegnum úrslitakeppnina í fyrra
og urðu fyrir ákveðnum vonbrigð-
um. Þeir ættu að vera reynslunni
ríkari og koma betur tilbúnir í
þessa keppni. Það er lykilatriði hjá
Fram að vinna fyrsta leikinn, tap á
heimavelli í fyrsta leik gæti slegið
liðið út af laginu. Það sem getur
skipt sköpum fyrir Fram er að rétt-
hentu skytturnar, Gunnar Berg eða
Magnús, leiki vel. Þá er mikilvægt
að Björgvin nái að sýna sitt rétta
andlit. Ef Tiov er í lagi verður vörn-
in góð og Sebastian hefur verið að
verja ágætlega.
KA er ekki með áberandi veik-
leika í sókninni og hefur ágæta
leikmenn í flestum stöðum. Vörnin
hefur verið lakari í vetur en und-
anfarin ár. Eg veit ekki hvort
bróðir minn er að breyta einhverju
þar, en hann var kallaður inn til að
stoppa í varnarnetið. Það hefur
líka háð liðinu að það er að keyra á
ungum og óreyndum markverði og
það veldur oft óstöðugleika. Þeir
sem þurfa að skila sínu hjá KA eru
Daninn Lars og Sverrir. Þá er
mikilvægt að Leo nýtist liðinu vel
á línunni. Leikur KA byggist mikið
á því að sóknin gangi upp því ekki
er hægt að treysta varnarleiknum
um of.“
Stjarnan gegn FH
„Eg veðja á að Stjarnan taki
þetta 2:0. Stjarnan er með gott sjö
manna lið. Oflugar skyttur og mjög
sterka, hávaxna, flata vöm.
Markvarslan hefur einnig verið góð
í vetur. Rússinn hefur náð að binda
saman vörnina og gert góða hluti
fyrir liðið. FH kemur til með að
leika framliggjandi 3-2-1-vörn og
það má segja að það sé draumavörn
fyrir sóknarleik Stjörnunnar. Garð-
bæingar eru sterkir maður á móti
manni, sérstaklega Heiðmar, Kon-
ráð og Arnar. Það er líka spurning
hvort það losni ekki of mikið um
rússneska línumanninn þegar FH
er með vörnina framarlega.
Lykillinn að góðum árangri FH
er að hraðaupphlaupin gangi upp.
FH-ingar eiga í erfiðleikum með að
leysa sóknarieikinn gegn vörn
Stjömunnar. Þeir verða því að
treysta á að skora sem mest úr
hraðaupphlaupum, áður en varnar-
mennirnir ná að stilla sér upp. FH-
liðið er ekki með nægilega stórar
og öflugar skyttur fyrir utan. Það
mun væntanlega mæða mikið á
Guðjóni Arnasyni og Val Arnarsyni
í sóknarleik liðsins og eins að
Gunnar Beinteinsson nái að nýta
hraðaupphlaupin. Þá er mikilvægt
fyrir liðið að markvarslan verði
góð,“ sagði Jón.
ATLI Eðvaldsson, þjálfari 21 árs
landsliðsins í knattspyrnu karla, hef-
ur valið 16 leikmenn fyrir leikinn
gegn Úkraínu, sem fram fer í und-
ankeppni EM í Kænugarði næsta
þriðjudag.
Markverðir:
Ólafur Þór Gunnarsson, ÍA
Fjalar Þorgeirsson, Þróttur.
Aðrir leikmenn:
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Þorbjörn Atli Sveinsson, Bröndby
Valur Fannar Gíslason, Strömgodset
Bjarni Guðjónsson, Genk
Jóhann B. Guðmundsson, Watford
Heiðar Helguson, Lilleström
Haukur Ingi Guðnason, Liverpool
Fylgst
með
Indriða
á Ítalíu
ENSKA úrvalsdeildarliðið
Tottenham sendir „njósnara"
á alþjóðlega knattspyrnumótið
sem hefst á Italíu nú á sunnu-
dag. Utsendari liðsins á að
fylgjast með varnarmanninum
Indriða Sigurðssyni í íslenska
piltalandsliðinu sem tekur að
venju þátt í mótinu.
Islenska liðið leikur í riðli
með Belgum, Slóvenum og
Rúmenum á mótinu og hyggj-
ast forráðamenn Tottenham
nota tækifærið og fylgjast
með Indriða í leikjum liðsins í
riðlakeppninni og í úrslitum
komist liðið þangað.
Indriði hefur um skeið ver-
ið eftirsóttur af enskum lið-
um, enda stóð hann sig mjög
vel í vöm KR á síðustu leiktíð.
Þannig hafa forráðamenn Li-
verpool gengið út frá því að
hami ljúki stúdentsprófi nú í
vor og gangi í raðir félagsins
eftir Ieiktíðina í efstu deild
hér á landi. Forráðamenn
Tottenham eru hins vegar
ekki tilbúnir að gefa varnar-
manninn eftir án frekari at-
hugunar og því verður út-
sendarinn sendur út af örk-
inni, en íslenska liðinu hefur
oft gengið afar vel á mótinu á
Ítalíu, m.a. unnið til gullverð-
launa.
Davíð Ólafsson, FH
Sigurður Elí Haraldsson, FH
Reynir Leósson, ÍA
Bjöm Jakobsson, KR
Edilon Hreinsson, KR
Amar Jón Sigurgeirsson, KR
Freyr Karlsson, Fram
Þrír leikmenn, sem léku síðustu
landsleikma í fyrra, verða ekki með
gegn Úkraínu. Eiður Smári
Guðjohnsen, Bolton, óskaði efth-
leyfi til þess að sleppa leiknum, en
hann er að ná sér á strik eftir að hafa
meiðst í landsleik með liðinu. Þá er
ívar Ingimarsson, IBV, í banni og
Andri Sigþórsson, KR, að ná sér eft-
ir meiðsl.
KNATTSPYRNA
Tíu tíma ferðalag til Úkraínu framundan hjá ungmennaliðinu
Leikmenn koma
frá sex löndum
Atli velur ung-
mennalandsliðið
LEIKMENN íslenska 21 árs landsliðsins í knattspyrnu koma víða
að fyrir leikinn gegn Úkraínu, sem fer fram í Kænugarði næsta
þriðjudag. Leikmennirnir eru staddir í sex Evrópulöndum, en
hittast allir í Munchen í Þýskalandi áður en haldið verður til
Úkraínu á sunnudag.
rír leikmenn, Bjöm Jakobsson,
Edilon Hreinsson og Arnar Jón
Sigurgeirsson, frá KR, fara frá ís-
landi ásamt Atla Eðvaldssyni, þjálf-
ara, og fararstjórn. í liðinu eru
einnig sjö atvinnumenn sem koma
frá Danmörku, Noregi, Belgíu og
Englandi. Þrjú lið, Fram, Þróttur
og IA, eru stödd í æfingabúðum á
Spáni og þaðan koma fjórir leik-
menn. Að endingu eru Davíð Ólafs-
son og Sigurður Elí Haraldsson,
FH, staddir hjá Lokeren í Belgíu
við æfingar.
10 klukkustunda ferðalag
Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins,
segir að ferðalagið til og frá Úkra-
ínu verði erfitt. Hluti hópsins haldi
frá íslandi næsta sunnudag. Flogið
verði til Frankfurt og þaðan haldið
til Munchen, þar sem allur hópurinn
kemur saman. Því næst verður
haldið til Kænugarðs í Úkraínu.
Ferðalagið frá Kænugarði á mið-
vikudaginn tekur 10 klukkustundir.
Hópurinn flýgur til Munchen, en
þaðan halda nær allir atvinnumenn-
imir aftur til sinna liða. Þorbjörn
Atli Sveinsson, hjá Bröndby, fylgir
hópnum hins vegar áfram til Ham-
borgar og síðan til Kaupmanna-
hafnar. Frá Danmörku heldur hluti
hópsins til Islands. Atli sagði að
leikmenn Fram, í A og Þróttar færu
ekki aftur til liða sinna á Spáni held-
ur fylgdu hópnum til Islands.
Atli sagði að erfitt væri að fylgj-
ast með öllum leikmönnum lands-
liðsins þar sem margir þeirra væru
atvinnumenn með liðum í Evrópu.
„Knattspyrnusambandið hefur ekki
bolmagn til þess að senda menn út
til þess að fylgjast með þessum
strákum. Leikmennirnir voru flestir
í 18 ára landsliðinu og við viljum
halda þessum hóp saman því sumir
þeirra verða lykilmenn í A-landslið-
inu þegar fram líða stundir."
Atvinnumenn í mótbyr
Atli sagði að andlegt ástand at-
vinnumannanna væri misjafnt, sum-
ir hefðu lent í mótbyr og lítið fengið
að spreyta sig með liðum sínum.
„Heimur atvinnumennskunnar er
harður og því er nauðsynlegt að fá
leikmennina til liðs við liðið og
byggja upp sjálfstraust þeirra.
Leikmennirnir nutu velgengni með
21 árs liðinu í undankeppni HM og
ég efast ekki um að þeir munu
standa sig gegn ÍJkraínu," segir
Atli.
Atli sagði að hann ætti von á að
Úkraína væri með gríðarlega sterkt
lið í þessum aldurflokki. „Þessi leik-
ur verður án efa sá erfiðasti í
keppninni, bæði verður ferðalagið
erfitt og eins er umhverfið okkur
framandi. Við höfum enn ekki feng-
ið stig í keppninni en við látum þá
[Úkraínumenn] hafa fyrir hlutun-
um,“ sagði Atli.
Félaga- og fyrirtækjakeppni
KR og Domino s í knattspyrnu
Fer fram föstudaginn 2. apríl og laugardaginn 3. apríl.
Keppt verður í salarkynnum KR við Frostaskjól.
Vegleg verðlaun eru í boði m.a. pizzuveistur frá
Domino's og glæsilegur bikar.
Þátttökugjald er 13,000 kr.
Allar nánari upplýsingar gefur Magnús Gylfason i síma 894 7700.