Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/3 - 27/3 v'jgr/INNLENT ?ISAL og Landssími Islands hf. skiluðu bæði rúmlega 2 miUjarða króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður ISAL nam 2.146 milljónum króna, sem er 11% aukning frá ár- inu 1997. Landssíminn skilaði 2.181 milljóiiiiiii í hagnað, sem er 11,6% meiri hagnaður en hjá Pósti og Síma hf. árið áður. ?RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hækka grunnlíf- eyri almannatrygginga um 7% eða um 1.100 krónur frá og með næstu mánaðamót- um. Jafnframt ákvað hún að hækka vasapeninga lífeyris- þega sem dvelja á stofnunum um 34% eða um 4.000 krón- ur. Geir H. Haarde sagði hækkanirnar kosta ríkissjóð um 520 miUjónir á ári. ?TILLAGA um sameiningu Vinnuveitendasambands Is- lands og Vinnumálasam- bandsins í ein heildarsamtök atvinnurekenda er til um- ræðu í stjórnum samtakanna. Ef af sameiningu verður munu samtökin hafa meira en helming íslensks vinnu- markaðar innan sinna vé- banda. ?HALLDÓR Ásgrímsson lýsti því yfir á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins að flokkurinn væri tilbúinn til að vinna að nýrri sátt um sjávarútveginn og skoða hvaða tillögu sem kæmi upp á borðið í því efni. Hann sagði að lög um fiskveiði- sljóriiuii þyrftu að vera í takt við réttlætiskennd fólks. ?ÓLAFUR Ólafsson forsrjóri Samskipa var kjörinn stjórn- arformaður Islenskra sjávar- afurða á aðalfundi á föstu- dag. Fyrirtækið var rekið með 668 milljóna króna tapi í fyrra en gert er ráð fyrir því að fyrirtækið verði rekið með hagnaði á þessu ári. Nóatún, KÁ og 11-11 sameinast STJÓRNIR Kaupfélags Árnesinga, Nóatúns og 11-11 hafa samþykkt að sameinast og mynda keðju 33 verslana undir nafninu Kaupás á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurlandi frá og með 1. maí. Kaupás verður næststærsta keðj- an á landinu með um 9 milljarða veltu á árinu. Stærsta keðjan er Baugur hf., sem veltir um 18 milljörðum á ári. Stjórnarflokkar halda meirihluta SAMKVÆMT könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Islands, myndu 41,3% úr hópi þeirra sem afstöðu taka kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 33,5% Sam- fylkinguna, 16,3 Framsóknarflokkinn, 6,3% Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð og 2,5% Frjálslynda flokkinn. Könnunin fór fram dagana 18. til 24. mars og var úrtakið 1.500 manns, en 69% aðspurðra svöruðu. Samfylkingin gefur út stefnuyfírlýsingu SAMFYLKINGIN vill ná þjóðarsátt um breytt stjórnkerfi fiskveiða í síðasta lagi árið 2002. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu sem flokkurinn kynnti á miðvikudaginn. Flokkurinn vill að frá og með næsta hausti verði sá hluti afla- heimilda, sem nemur aukningu frá fyrra ári, leigður til eins árs á opinberu uppboði og frá haustinu árið 2000 aukist þessi leigukvóti árlega um 5 til 10% af úthlutuðum kvóta Loftárásir NATO á Júgóslavíu LOFTÁRÁSIR NATO-ríkjanna á Júgóslavíu hófust á miðvikudag en þá hafði Slobodan Milosevic, forseti lands- ins, skellt skollaeyrum við áskorunum um að fallast á friðarsamninga um Kosovo og hætta ofsóknum gegn íbúum héraðsins. Var stýriflaugum skotið á loftvarnakerfl serbneska hersins og virðist sem tekist hafi að gera það óvirkt. Arásunum hefur síðan verið haldið áfram daglega og skipta skot- mörkin mörgum tugum og eru aðallega hernaðarmannvirki. Rússar, banda- menn Serba frá fornu fari, hafa brugð- ist mjög ókvæða við árásunum og hafa þeir slitið öllu sambandi sínu við NATO, kallað heim fulltrúa sinn í Brussel og rekið burt tvo fulltrúa NATO í Moskvu. Heimafyrir hafa þeir verið hvattir til að styðja Serba hernaðarlega og Moskvu- stjórnin hefur í hyggju að taka upp ým- islegt hjálparstarf í Serbíu. Stjórnvöld í Ukraínu hafa hins vegar boðist til að reyna að miðla málum og fóru utanrík- isráðherra og varnarmálaráðherra landsins til Serbíu á föstudag. Ljóst er, að loftárásirnar hafa valdið serbneska hernum gífurlegu tjóni en nú fyrir helgi var þó engan bilbug að finna á Milosevic forseta. Hermenn hans héldu áfram of- sóknum sínurn á hendur Kosovo-Albön- um og fréttir voru um það á föstudag, að þeir hefðu skotið til bana 20 kennara og skólastjóra að nemendunum ásjá- andi. Munu NATO-flugvélarnar ekki ráðast til atlögu við einstakar herdeildir fyrr en búið verður að eyðileggja allt loftvarnakerfi Serba svo öruggt sé. A.m.k. fimm MiG-flugvélar Serba hafa verið skotnar niður og þar af tvær yfir Bosníu. Er talið, að þær hafí ætlað að ráðast á eftirlitssveitir NATO þai-. Miklar eiturgufur lagði yfir úthverfí í Belgrad á laugardag og er talið, þær hafi stafað af árásum á eldflaugasmiðju og af brennandi eldflaugaeldsneyti. Wesley Clark, yfirmaður NATO, sagði fyrir helgi, að nú yrði árasum beint gegn serbneska landhernum, einkum í Kosovo. ?AÐ MINNSTA kosti 35 manns fórust er eldur kom upp í flutningabifreið í jarð- göngíim undir Mont Blanc. Barst eldurinn í um 30 bif- reiðar aðrar og talið er, að hitinn inni í göngunum hafi komist í l.OCjp gráður. Bráðn- aði allt í nániunda við hann og gangaloftið hrundi. Lést fólkið ýmist vegna hitans eða kafnaði í reyknum og þar á meðal a.m.k. tvær fjölskyld- ur. Göngin eru 11 km löng á milli Frakklands og ítahu og 34 ára göimil. ?SAMIST hefur um veruleg- ar umbætur í fjármálum Evr- ópusambandsins, ESB, og mega útgjöld þess ekki fara fram úr 6.500 miUjörðum, ís- lenskra króna. Er þetta raun- ar minni árangur en að var stefnt en þó er ljóst, að fram- lög og niðurgreiðslur til land- búnaðarmála munu minnka alhnikið. Þjóðverjar, sem bera hitann og þungann af útgjöld- um ESB, ætluðu að reyna að létta sér byrðarnar eitthvað en útkoman varð þó sú, að það er þýskt fjármagn, sem heldur sambandinu gangandi. Þessar umbætur voru ekki síst nauðsynlegar vegna stækkunar sambandsins. ?LÁVARÐADEILDIN, æðsti dómstóll Bretlands, úrskurð- aði á miðvikudag, að unnt væri að sækja Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, til saka þar í landi þött hann væri fyrrver- andi þjóðhöfðingi. Hins vegar gilti það aðeins um afbrot, sem frauiiii væru eftir 1988 þegar Bretar fullgiltu al- þjóðasamninga um pynding- ar. Líta jafnt andstæðingar sem stuðningsmenn Pin- ochets á niðurstöðuna sem áfangasigur fyrir sig. FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Gunnarsson oddviti mundar kortið við nýopnaðan hraðbanka Fyrsta úttektin í rúma öld SPARISJOÐUR Hafnarfjarðar opnaði hraðbanka við athöfn í íþróttamiðstöðinni við Blámýri í Bessastaðahreppi í gærmorgun. Opnun hraðbankans er m.a. merkileg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sfðan árið 1884 að starfsemi sparisjóðs eða banka er í Bessastaðahreppi. Þór Gunnarsson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar opnaði bankann formlega en Guðmundur Gunnarsson oddviti Bessastaðahrepps var fyrsti við- skiptavinurinn. Fram kom í ræðu Þórs að við stofnun Spari- sjóðs í' Hafnarfirði árið 1884 hafi starfsemi Sparisjóðs Alfta- neshrepps, sem stofnaður var 1875, flust formlega yfir í Garðahrepp. Þar með hvarf bankastarfsemi úr Bessastaðahreppi. Alftanes- hreppi var skipt í Bessastaða- hrepp og Garðahrepp 1878, en samþykktum Sparisjóðs Álftanes- hrepps ekki breytt fyrr en 15. jamíar 1884. Hinn eiginlegi Sparisjóður Hafnarfjarðar tók síðan við starfseminni við stofn- un árið 1902. Hraðbanki Sparisjóðsins f fþróttamiðstöðinni við Blámýri er opinn mánudaga til föstudaga frá 7:00 til 23:00 og frá 10:00 til 17:00 á laugardögum. Rætt við Samtök iðnaðarins og Samiðn um nýjar reglur við lóðaúthlutanir í borginni Litlar sem engar kröfur gerðar til byggingaraðila BORGARRAÐ hefur samþykkt að teknar verði upp viðræður við Sam- tök iðnaðarins og Samiðn um að- ferðarfræði við lóðaúthlutun í borg- inni. í greinargerð með tillögu byggingarnefndar er bent á að í byggingariðnaði séu litlar eða engar kröfur gerðar til byggingaraðila sem fá úthlutað lóðum og fara með fjármuni fólks og fjölskyldna. Ófá dæmi séu um að fólk tapi veruleg- um fjármunum eða aleigu sinni í hendur óvandaðra byggingaraðila. Því þurfi að vanda betur úthlutanir og nauðsynlegt sé að taka tilliti til sjónarmiða kaupandans frekar en umsækjanda við lóðaúthlutun. I greinargerð með tillögunni seg- ir enn fremur að gerðar séu kröfur til allra iðnmeistara um að þeir hafi lokið námi og fengið löggildingu til að mega starfa við iðn sína í borg- inni. í bankastarfsemi sé gerð krafa um að bankaeftirlitið fylgist með stofnunum sem fara með peninga fólks. Jafnframt séu gerðar miklar kröfur til fasteignasala sem koma á viðskiptum með fasteignir en í byggingariðnaði séu litlar eða engar kröfur gerðar til byggingaraðila sem fá lóðaúthlutun. „I dag er ekk- ert markvisst úthlutunarkerfi í gangi og í raun aðeins gerð krafa um að fyrirtæki séu skuldlaus við gjaldheimtuna," segir í greinar- gerðinni. Lagt er til að sömu reglur verði látnar gilda og hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur þ.e. að umsækjandi leggi fram endurskoðaða ársreikn- Vinsælasta listasaga í hrimi Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich er vinsælasta listasaga allra tíma og hefur verið þýdd á um 30 tungumál. „Þarf helstaö vera til á hverju heimili." Morgunblaðið Mál og menning Laugavegi 18 • Sinni 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 inga með umsókninni ásamt um- sögn viðskiptabanka. Einnig mætti afhenda lista yfir tækjabúnað sem nota ætti við bygginguna og sjálf- sagt væri að láta fylgja útprent frá gjaldheimtunni. Kanna mætti gæðamál Jafnframt segir að: „Ef bygging- araðili hefur styrk til að byggja fasteignir og selja ætti hann að geta greitt lóðagjöld hraðar en gert er í dag." Greiða mætti helming þeirra innan mánaðar frá úthlutun og ljúka greiðslum þegar lóðin er byggingarhæf. Hugsanlega mætti gera kröfu um eigið fé og miða þá við 25-30% af byggingarkostnaði eða miða við 1-2 millj. fyrir hverja íbúð í fjölbýli og 2-3 millj. í raðhúsi sem úthlutunin næði til. Jafnframt mætti kanna gæðamál fyrirtækisins og hvort fyrirtækið hafi mótað og sett sér markmið í gæðamálum vegna hönnunar, fram- kvæmda og reksturs. Kanna mætti með hvaða hætti fyrirtækið sinnti gæðastjórnun. Hvort virkt gæða- kerfi sé fyrir hendi og hvort gæða- kerfið sé undir eftirliti óháðs aðila og loks hver sjái um það eftirlit. Um starfsmannamál segir að kanna mætti hvort um sé að ræða gerviverktaka eða launþega. Nota mætti sömu aðferð og Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar og af- henda með lóðarumsókninni yfirlit yfir lífeyrisgreiðslur starfsmanna þar sem fjöldi þeirra kemur fram og hvort iðgjöld séu í skilum. Loks mætti athuga aðbúnað á vinnu- stöðvum. í lok greinargerðarinnar segir að þó svo að fyrirtæki uppfylli allar þessar kröfur sé ekki öruggt að það standi sig gagnvart kaup- anda, en þetta sé viðleitni borgaryf- irvalda til þess að hafa einhverja stýringu á hvers konar fyrirtæki byggðu upp fasteignir í borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.