Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FINNST ykkur þetta ekki vera hreint ógeð? Svona eru þessar gærur alltaf að gera! Arekstur tefur um- ferðina ÞRIGGJA bfla árekstur varð á Kringlumýrarbraut á sjötta tíman- um á fostudaginn. Myndaðist mikil biðröð bfla á meðan lögreglan var að greiða úr málunum, enda er umferð alla jafna geysimikil á þessum tíma. Engin slys urðu á fólki. { HMj 2 Morgunblaðið/Golli Magnari: 2 x 100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing • Þriggja diska spilari • Hátalarar þrískiptir: 100W -17 sm bassi • Power Bass RDS Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spllari • Hátalarar þríkiptir: 100W - 16 sm bassi • Power Bass Þegar hljónteekl sklpta náll Lágmúla 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Starfshæfni og kröfur á 21. öld Breytt starfs- umhverfí NYLEGA hélt Hansína B. Ein- arsdóttir - fyrir- lestur um starfshæfni á 21. öld. I fyrirlestrinum kom fram að vinnumark- aðurinn gerir nú talsvert aðrar kröfur til starfs- manna framtíðarinnar heldur en hefur þekkst. Þannig verður t.d. ríkari áhersla lögð á sveigjan- leika í starfi, símenntun, hópvinnu og að kjör manna verði metin eftir öðrum þáttum heldur hingað til hefur þekkst. Þetta málefni er forvitni- legt fyrir flesta, ekki síst þá sem hafa verið á vinnumarkaðinum nokkurn tíma. Hansína B. Einarsdóttir var spurð af hverju sveigjanleiki yrði svo mikilvægur á vinnumarkaðinum á 21. öldinni. „Fyiir því eru margar ástæð- ur. Viðskiptaumhverfi fyrirtækja er að breytast, verkefni fyrir- tækjanna breytast að sama skapi sem þýðir að fastmótaðar stöður í fyrirtækjum framtíðarinnar verða að öllum líkindum ekki til. Hver starfsmaður má eiga von á því að glíma við áður óþekkt verkefni við áður óþekktar að- stæður.“ -Hvers vegna sýnist þróunin verða íþessa átt? „Fyrst og fremst vegna þess að þau fyrirtæki sem hafa náð ár- angri á síðustu árum eru svoköll- uð þekkingarfyrirtæki. Þessi fyr- irtæki eru háð því að starfsmenn- irnir sjálfír séu að skapa þekk- ingu sem tekur mið af tvennu a.m.k., annars vegar því sem markaðurinn segir og vill og hins vegar því sem starfsfólk fyrir- tækjanna sér að hægt er að nota og selja. Dæmi um svona fyrir- tæki eru þekkingarfyrirtæki sem ekki voru til fyrir tuttugu árum en eru gríðarlega öflug nú, eins og t.d. Microsoft, OZ, íslensk erfðagi-eining og Flaga. Það má fara enn nær í svona dæmum þar sem þekking og hugvit skapa gríðariega fjármuni, þá getum við horft á öll hugbúnaðarfyrir- tækin, auglýsingaiðnaðinn, hönn- un og síðast en ekki síst menn- ingu og listir. Fyrirtæki eða greinar þar sem þekking, sam- starf og sveigjanleiki eru greini- lega lykilþættir. Þegar ég segi að sveigjanleikinn skipti gríðarlegu máli þá á ég fyrst og fremst við að það að fyrirtæki hafi á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem eru fljótir að bregðast við breytingum, koma auga á mögu- leika á markaði og hafa þekk- ingu, og aðstöðu til að bregðast við og nota ný tækifæri." - Hvers vegna --------------- verður meiri þörf á sí- menntun en nú er? „Fyrst og fremst vegna þess, eins og ég hef komið inn á, að störfin eru að breyt- ast, innihald starfs er líka að breytast, það þarf að þjálfa fólk í allt öðrum þáttum, svo sem eins og samstarfi, sveigjanleika, upplýsingaleikni, sjálfstæði í vinnubrögðum og þannig mætti lengi telja. Að sama skapi þarf líka að þjálfa stjórnendur bæði hvað varðar viðhoif og vinnubrögð. Þannig má gera ráð fyrir því að mennt- un eða það að afla sér nýrrar Hansína B. Einarsdóttir ►Hansína B. Einarsdóttir er fædd 1957 í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla 1981 og cand. mag. gráðu í félagsfræðum frá háskólanum í Ósló 1986. Cand. polyt. gráðu frá sama háskóla Iauk hún árið 1990 í afbrotafræði og sama ár lauk hún námi í stjórnun frá sama skóla. Hún starfaði við rannsóknarverkefni tengd afbrotafræði fram til árs- ins 1993 en eftir það hefur hún eingöngu starfað við stjórnun og starfsþróunarmálefni og rekið fyrirtækið Skref fyrir skref. Hansfna á fjórtán ára gamlan son, Einar Margeir Kristinsson. þekkingar verði ævistarf. Gróf- lega má segja að hjá hverjum starfsmanni á vinnumarkaði framtíðarinnar úreldist þekking um einhvern ákveðinn hluta á hverjum degi. Dæmi um slíkt eru t.d. öll fyrirtæki sem eru að vinna með upplýsingar. Það koma nýjar upplýsingar, nýjar rannsóknir, nýjar niðurstöður á hverjum degi, slíkt kallar á nýjar aðferðir, nýjar nálganir, jafnvel ný viðhorf. Bara það að kunna að leita að upplýsingum, nota upp- lýsingarnar í eigin þágu og þágu umhverfisins kostar þjálfun og tfma. Símenntun er að vissu leyti erfiðari í framkvæmd fyrir þá sem ekki hafa átt kost á mikilli skólagöngu heldur en fyrir þá sem vanir eru að tileinka sér nýja þekkingu og gera sér grein fyrir mikilvægi símenntunar.“ - Eftir hverju telur þú að kjör manna verði metin á vinnumark- aði 21. aldar? „Kjör eru flókið hugtak en þær hefðbundnu leiðir sem við höfum þekkt í gegnum beina kjarasamninga, þar sem kaup og kjör hafa verið ákveðin eftir föst- um þáttum eins og menntun, _________ starfsreynslu og starfsaldri, eru að breytast. Breyting- amar eru fyrst og fremst í þá veruna að nú er verið að skoða meira hæfni einstak- linga út frá þáttum eins og frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleika, ábyrgð, hæfni til að tileinka sér breytingar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er mjög flókin aðferð og almennt hefur íslenskur vinnumarkaður ekki mikla reynslu í því að nota slík matskerfi. Með öðrum orðum verða kjör starfsmanna metin út frá miklu fleiri þáttum heldur en hingað til hefur þekkst.“ Störfin eru að breytast, innihald starfs er líka að breytast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.