Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Verndarsjóður villtra laxastofna vill að Árbæjarstífla verði rifín og raforkuframleiðslu hætt Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson ORRI Vigfússon við Skorarhylsfoss, sem var einn tignarlegasti fossinn í Elliðaánum. Undanfama áratugi, eftir virkjun ánna, hefur hann oft verið klöppin ein. Nú streymir Skorarhylsfoss á ný, eftir að aðrennslispipa virkjunarinnar fór í sundur um miðjan desember sl. ELLIÐAARNAR VERÐI BYGGÐAR Vlsrndarsjóður villtra laxa- stofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF), er alþjóðleg stofnun með höf- uðstöðvar í Reykjavík, sem rekinn er fyrir framlög frá stofnunum, samtökum og einstaklingum í lönd- um beggja vegna Atlantshafsins. Sjóðurinn hóf starfsemi 1989 og starfrækir deildir í mörgum lönd- um og á samstarf við skylda aðila víða. Meginmarkmið NASF er að vernda villtan lax með því að kaupa upp alla löglega kvóta og veiðileyfí í hafinu. Undanfarin sjö ár hefur sjóðurinn keypt upp um 95% af öll- um úthafsveiðikvótum, reynt að gera samninga um strandveiði- kvóta og keypt nánast allar neta- lagnir við ísland upp. Arið 1995 kom upp kýlaveiki í laxi í Elliðaánum. Af því tilefni setti NASF á laggirnar Elliðaárnefnd. „Við höfum unnið að skýrslum um áhrif virkjana og fleiri atriða á nátt- úrulega laxastofna, leitað umsagn- ar samstarfsaðila NASF víða um lönd og rætt við borgaryfirvöld," segir Orri Vigfússon. „Við höfum lagt að borgarstjóra að raforku- framleiðslu í Elliðaánum verði hætt og lagt fram ýmis gögn máli okkar til stuðnings." Upprunalegi stofninn í hættu í niðurstöðum NASF, sem lagð- ar hafa verið fyrir borgarstjóra, eru tíunduð helstu rök sjóðsins fyrir nauðsynlegum aðgerðum í Elliðaár- UPPANY Verndarsjóður villtra laxastofna vill að raforkuframleiðslu við -—-----------------------7----- Elliðaárnar verði hætt, Arbæj- arstífla verði rifín og árnar verði byggðar upp á ný sem lax- veiðiár, þar sem gætt verði hófsemi við nýtingu. Ragn- hildur Sverrisdóttir kynnti sér sjónarmið sjóðsins sem lögð hafa verið fyrir borgarstjóra og ræddi við stjórnarformann sjóðsins, Orra Vigfússon. dal. Þar segir, að upprunalegi laxa- stofninn í Elliðaánum sé í hættu. „Honum hefur hnignað mjög síð- astliðin 10 ár, hefur e.t.v. verið að hraka allar götur frá 1921. Undan- farin ár hefur fundist umtalsverður fjöldi flökkufiska og hafbeitarlaxa í ánum. Óvíst er hvað lifir af upp- runalegum stofni og hvað af núver- andi stofni er náttúruaðlagaður." Þá segir að vísindalegar athug- anir sýni að villta laxastofninum stafi fyrst og fremst hætta af bú- svæðamissi, dauða seiða sem drep- ast í hverflum rafstöðvarinnar eða dagi uppi í þurrum farvegi árinnar, ofan og neðan Árbæjarstíflu, meðal annars vegna þarfa raforkuversins á rennslisbreytingum í dægur- sveiflum. Þá sé sýnt að botndýralíf árinnar fari þverrandi. Rannsóknir á erfðamengi laxins í Elliðaám hafa ekki verið gerðar, en NASF bendir á að umtalsverðu magni seiða úr klak- og eldisstöðv- um hafi verið sleppt í árnar undan- farin 70 ár. „Innstreymi af hafbeit- arfiski og kvíafiski er hættulegt og ekki er ólíklegt að miklar slepping- ar hafi haft langvarandi áhrif á seiðastofninn og breytt lífsferli ein- staklinganna. Búsvæði einstakra laxa-fjölskyldna eru fastmótuð og breytingar valda tjóni. Þá kann klaktími að hafa raskast, en það mun taka mörg ár að rannsaka slík áhrif.“ NASF segir að endurheimt bú- svæða skili bestum árangri fyrir náttúrulega stofninn, en búsvæða- tap sé mest vegna tilkomu Árbæj- arstíflu, Elliðavatnsstíflu og far- vegsbreytinga við Gvendarbrunna. „Þannig væri einfaldasta aðgerðin til að endurreisa hag ánna að hætta raforkuframleiðslunni, fjarlægja Árbæjarstíflu og veita árvatninu í sinn upprunalega farveg, endur- heimta búsvæði við Kirkjuhólma- tjörn og Suðurá og byrja fram- kvæmdir til að koma í veg fyrir að skolp og affall af götum og bfla- stæðum renni í árnar.“ Vaxandi búseta og umsvif við El- liðaár breytir vistkerfi ánna í sí- auknum mæli og mun í framtíðinni, að mati NASF, hafa aukin skaðleg áhrif á viðkvæman laxastofn ánna verði ekki haldið rétt á málum. Varðandi rennsli ánna segir NASF að samfelldar rennslismæl- ingar fyrir virkjun hafi ekki fund- ist en mælingar frá 1925-1995 sýni að breytingar hafi alltaf verið tíð- ar, svo og langtímabreytingar. „Sérfræðingar benda á að slíkt misrennsli geti þegar til lengdar lætur haft skaðleg áhrif á aðlögun- artíma stofna, klaktíma o.fl. sem tekið geti mörg ár að rannsaka. Athyglisvert er að fylgjast með rannsóknum svipaðs eðlis sem nú standa yfir í Kanada, Noregi og Skotlandi." NASF segir að vísindalegar mælingar á öðrum umhverfisspill- andi þáttum virðist, a.m.k. á þeim tíma sem þær voru gerðar, ekki leiða í Ijós umtalsverðan skaða, að því undanskildu að seiði úr klak- og eldisstöðvum hafi verið sleppt í árn- ar. Óhöpp, slys og óæskilegir at- burðir kunni að hafa átt sér stað, en árstraumurinn og sjávarföll á ósa- svæði séu tiltölulega fljót að deyfa einkenni þeirra og áhrif. Tjón geti því hafa orðið án þess að það hafi komið fram við athuganir. Þar er vísað til þess, að vatn er innan við tvo tíma að berast ofan frá Elliða- vatni niður í ósa og sjávarfalla-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.