Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar í Seltjarnarneskirkju í kvöld Morgunblaðið/Halldór Kolbeíns VIERA Manásková organisti við njrja orgelið í Seltjarnarneskirkju. Gestum gefst kostur á að heyra hljóminn í nýja orgelinu á tónleikum í kvöld kl. 20. Lítið orgel og stórt NÝTT kirkjuorgel var vígt í Sel- tjarnarneskirkju síðastliðinn sunnu- dag. Það er nítjánda orgelið sem Björgvin Tómasson smíðar á Is- landi. Orgelið var vígt af organista kirkjunnar, Vieru Manáskovu. Viera Manásková útskrifaðist sem organisti árið 1990 og hefur verið organisti Seltjarnarneskirkju síðan 1994. Hún er frá Tékklandi en frá því í janúar hefur hún verið í árs námsleyfi frá kirkjunni til að stunda nám í háskóla sem kenndur er við tékkneska tónskáldið Leos Janácék í næststærstu borg Tékklands, Brno. Vegna komu nýja orgelsins í kirkjuna hefur hún þó verið meira og minna á Seltjarnarnesi að undir- búa vígslu þess og tónleika sem halda á til heiðurs þess í dag, pálmasunnudag, kl. 20. ,Á efnisskránni eru tvö ólík verk," segir Viera þegar hún er spurð um tónleikana. „Bæði verkin eru messur en annað er rómantískt og ríkt af fantasíu og það er eftir franska tónskáldið Louis Vierne og heitir Messe Solennelle. Það er skrifað fyrir kór og tvö orgel og þegar nýja orgelið kom í húsið datt mér í hug að nú væri tækifærið til að nota bæði orgelin, það gamla og nýja. Við spiluðum hluta af þessu verki fyrir tveimur árum og þá að- eins með gamla orgelinu, því litla. Kórinn og orgelið skipta verkinu á milli sín og stóra orgelið sér um for- spil og millispil en litla orgelið fylgir kórnum og endurtekur þemu frá stóra orgelinu. Tveir organistar spila með okkur því ég sé um að stjórna flutmngnum. Eiginmaður minn, Pavel Manásek, spilar á stóra orgelið og á litla orgelið spilar Lenka Matéova. Seinna verkið heitir Missa Dolorosa. Það er eftir ítalskt tón- skáld, Antonio Caldara, og er skrif- að í barokkstfl fyrir kór, einsöngv- ara og kammersveit. Lítil orgel eru oftast notuð í kammertónlist en vegna þess hvað okkur líkaði vel við hljóminn ákváðum við að nota það stóra. Konsertmeistari verður Szcymon Kuran og einsöngvarar þau Elísabet Eiríksdóttir sópran, Alina Dubik mezzósópran, Snorri Wium tenór og Loftur Erlingsson bassi. Pavel Manásek spilar á orgel- ið qg sjálf mun ég stjórna. Ég valdi efni tónleikanna með það í huga að verið væri að halda hátíð vegna komu nýja orgelsins og þess vegna ættu allir sem starfa að tónlist hér í kirkjunni að vera með. Um leið og gestir tónleikanna hlusta á orgelin og kórinn ættu þeir að fá góða mynd af orgelinu. Kór kirkjunnar er lítill og þess vegna er svo gaman að láta hann flytja óþekkta og sérstaka hluti. Messurnar tvær hafa ekki áður ver- ið fluttar í tónleikaformi á íslandi en það vill oft brenna við að kórar flytji sömu verkin. Þess vegna er spennandi að grafa upp verk sem ekki hafa áður verið flutt hér á landi. Ég mun einmitt nota tímann vel í námsleyfinu til að hlusta á tón- list og sanka að mér nótum að verk- um sem hægt verður að flytja seinna meir. Stóra orgelið er alveg meiriháttar og fyrir mér persónulega eru runnir upp nýir tímar með tilkomu þess. Litla orgelið er lítið, án pedals og með fjórum röddum en stóra orgelið er með pedal og er sautján radda. Nú verður hægt að spila fjölbreytt- ari tónlist í kirkjunni. Ég lærði á stórt orgel og því hef ég ekki fyrr en nú getað notað allt sem ég hef lært. Til að sem flestir geti haldið upp á komu nýja orgelsins í kirkjuna verður aðgangur að tónleikunum ókeypis, þeir eru hátíð fyrir alla," sagði Viera Manásková að lokum. Pípuhöll tónanna í Seltjarnarnes- kirkju bíður eftir gestum sínum. Dido og fjár- sjóður fornbóka- verslunarinnar ERIÆNDAR RKkllt Spennusaga ÁRITUN DAUÐANS „DEATH'S AUTOGRAPH" eftir Marianne MacDonald. HarperPaperbacks 1999. 335 síður. NÝIR spennusagnahöfundar eru sífellt að koma fram og einn af þeim er Marianne MacDonald sem fyrir tveimur árum sendi frá sér sína fyrstu bók, Áritun dauðans eða „Death's Autograph", er kom út í þessum mánuði í vasabroti hjá HarperPaperbacks. Eftir að hafa lesið nokkra af þessum nýju höf- undum, þeir skiptast nokkuð jafnt í karla og konur, verður ekki sagt að spennusagnageirinn hafi auðgast verulega af skrifum þeirra. Enda kannski ekki nema von. Þeir eru, líkt og MacDonald, að þreifa fyrir sér með stíl og söguefhi og persón- ur og eiga kannski eftir að skapa sér sérstöðu og kannski hverfa fyrir fullt og fast; undantekningin er Tam Hoskyns. Það verður fróðlegt að fylgjast með henni í framtíðinni. Hin fágaða breska hefð Þessi fyrsta bók Marianne MacDonald hefur nokkur einkenni leitandi höfundar. Hún er óþarflega löng og fulluppteMn af aðalpersón- unni til þess að frásögnin verði verulega spennandi en sagan er ágætlega skrifuð og það er látlaus húmor í henni og geðþekkt and- rúmsloft hinnar fáguðu bresku spennusagnahefðar. Höfundurinn sækir í hana bæði söguefni sitt og persónur. Þó er MacDonald fædd í Ontario og bjó þar þangað til hún var tvítug. Hún flutti til Bretlands og sótti skóla í Oxford og starfaði lengi við fræði sín áður en hún ákvað að láta gamlan draum rætast og gerast rithöfundur. Líklega er að vænta fleiri bóka frá henni um fornbókasalana og feðginin Dido og Barnabas Hoare. Þau reka af merkilegri leti forn- bókaverslun í London, sem ekki er opin á mánudögum, sáralítið á morgnana, þegar Dido, sem sér um rekstur verslunarinnar, liggur í baði, sáralítið á daginn, því þá er Dido að rannsaka undarlegt mál sem borist hefur inn á borð til henn- ar og eiginlega ekkert þar á milli því brotist hefur verið inn í bóka- búðina og það tekur tímann sinn að koma á röð og reglu á ný. Þeir örfáu viðskiptavinir sem smeygja sér inn þá örskotsstund sem búðin er opin og ekki í rúst, kaupa aldrei neitt. Dido og Barnabas gætu auðveldlega gert sig gjaldþrota á viku miðað við vinnulagið. Fornleg saga En Dido hefur líka margt meira að gera en hanga í búðinni. Gamall kærasti hennar og heldur ólánlegur kemur að máli við hana og vill fá vinnu. Skömmu síðar lætur hann líf- ið. Brotist er inn í fornbókabúðina og Dido og Barnabas koma sér sam- an um að búðin geymi eitthvað sem einhverjum þykir þess virði að myrða fyrir þegar gamall viðskipta- vinur þeirra frá Bandaríkjunum lætur lífið við mjög grunsamlegar kringumstæður. Hvað það er sem búðin geymir er lengi vel fullkomin ráðgáta en Barnabas og Dido kom- ast brátt að hinu sanna. Sagan gerist í nútímanum en þess sér hvergi merki. Hún gæti þess vegna verið frá síðustu öld svo fullkomlega laus er hún við nútíma- tækni og hugsunarhátt. AUt í henni er á einhvern hátt fornlegt og mað- ur hreinlega undrast þegar kemur fyrir bifreið í henni eða farsími. Það er einn af kostum hennar. Einnig er margt gott í sambandi tvíeykisins Dido og Barnabas, einkum hin þrá- láta ofsaleti og sælan í lífsbaráttu sem gerir engar kröfur um inn- komu. Klisjurnar eru einnig fyrir hendi eins og heimiliskötturinn, sem nefndur er Spock eftir geimverunni, ástarsamband við lögreglumann og illmenni sem manni stendur ekki nokkur stuggur af. Sagan er helst til of löng eins og áður sagði og í henni of miklir útúrdúrar til þess að halda manni vakandi við efnið en það eru líka í henni spor eftir höf- und sem óhætt er að fylgjast með í framtíðinni. Arnaldur Indriðason André Prévin, hljómsveitarstjórinn þekkti, semur sína fyrstu óperu ANDRÉ Previn hefur verið gagn- rýndur fyrir að dreifa kröftum sín- um of víða. Hann hefur fyrir löngu unnið sér frægð fyrir píanóleik sinn, sem og fyrir þau verk sem hann hefur samið og ekki síst fyr- ir hljómsveitar- stjórn. En nú hefur Prévin loks tekið skrefið til fulls og samið óperu. Og við- fangsefnið er ekki af lakara taginu, Prévin hefur samið tón- listina við libretto Philips Littells, sem byggt er á hinu sígilda leikriti Bandaríkjamannsins Tennessee Williams Sporvagninn Girnd eða á frummálinu A Streetcar Named Desire. Prévin hefur um langt árabil langað til að semja óperu en vantaði ávallt viðfangsefni sem honum fannst nægilega spennandi. Þegar stjórnendur óperunnar í San Francisco stungu upp á A Streetcar Named Desire ákvað Prévin loks að láta til skarar skríða og afrakstur- inn mátti síðan líta augum þegar óperan var frumflutt í San Francisco í september síðastliðnum. I grein í aprflhefti tímaritsins Gramophone segir að viðtökur Segir sópranröddina í sérstöku uppáhaldi gagnrýnenda hafi verið blendnar, eins og við mátti búast. Gagn- rýnendur á vesturströndinni voru lítið hrifnir af verkinu, bandarísku stórblöðin voru öllu jákvæðari í sín- um dómum og loks voru erlendir fjölmiðlar hinir ánægðustu. Gekk Paolo Isotta, gagnrýnandi Corriere della Sera, svo langt að útnefna Streetcar Named Desire „allra bestu óperu sem samin hefur verið síðasta aldarfjórðung". í það heila voru dómar nægilega góðir til að Prévin hafði þegar uppi áform um að setja óperuna upp á fjöldamörg- um stöðum bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Hefur hlotið fjölda viðurkenninga Prévin er margt til lista lagt og hann hefur hlotið ýmiss konar við- urkenningar fyrir afrek sín á sviði tónlistarinnar. Hann hefur hlotið KBE-orðu bresku krúnunnar og í fyrra fékk hann Kennedy-verðlaun- in fyrir ævistörf í þágu lista og menningar. Jafnframt hefur Prévin fengið alls fjóra Óskara fyrir tón- listarstörf í tengslum við kvikmynd- irnar Irma La Douce, My Fair La- dy, Porgy and Bess og Gigi. Síðast útnefndi tímaritið Musical America hann tónlistarmann ársins. Prévin fæddist Andreas Ludwig Priwin í Berlín í Þýskalandi en hélt snemma til Hollywood og sló í gegn sem djasspíanisti. Seinna sneri hann sér að hljómsveitarstjórn og vinnur reglulega með mörgum sin- fóníuhljómsveitum víðsvegar um heiminn. „Einhvers staðar í þessu viðtali," segir Prévin í samtali við Gramophone, „vil ég að komi fram hversu mjög ég dái Lundúnasinfóní- una. Ég nýt þess mjög að vinna með henni. Samstarf okkar á sér 25 ára sögu, og þessi samvinna snýst ekki bara um tónlistina heldur á ég líka frábær persónuleg samskipti við þetta fólk... ekkert annað í lffi mínu veitir mér sambærilega hamingju." Streetcar Named Desire Prévins er sögð harla evrópsk í anda og margir hafa bent á að sjá megi áhrif Þjóðverjanna Strauss og Bergs. Prévin sagði í viðtölum áður en óperan var frumflutt að hann hefði sérstaklega lagt sig fram um að semja óperuna ekki með bakgrunn sinn í djassi í huga, þrátt fyrir að sagan gerist reyndar í New Orleans í suðurríkjum Bandaríkjanna. En Prévin tekur fram að tónlistarverk sé ekki hægt að semja í tómarúmi. „Eg ætlaði ekki sérstaklega að skrifa óperu með djassívafi en ég ákvað heldur ekki sérstaklega að semja tónlist sem ætti ekkert skylt við djass." Vildi fyrst ekki taka hljómsveit- arstjórnina að sér sjálfur Eftir að San Francisco-óperan hafði stungið upp á verki Tennessee Williams var engin spurning um að Prévin skrifaði sína fyrstu óperu. Verr gekk forystumönnum óper- unnar hins vegar að telja Prévin á að stýra sjálfur hljómsveitinni við flutning óperunnar, enda hefur hann aldrei stýrt óperu áður. „Þrír klukkutímar! Það er fjandi langur tími að standa og stjórna tónlistar- verki, sama af hvaða gerð það er," segir Prévin og dæsir. Hann segir að samning verksins hafi tekið hann tvö ár. „Ég þurfti sífellt að hlaupa frá verkinu til að sinna hljómsveit- arstjórninni." Gramophone segir þessa fyrstu óperu Prévins ekki fullkomna en að honum hafi tekist að uppfylla frum- skyldu óperuhöfundar: að skapa fjölda vel skilgreindra persóna hverri sína sérstöku rödd sem þó fara vel saman í heildstæðu verki. Prévin er þegar farinn að huga að næstu óperu sinni og eins og í Streetcar Named Desire er hann staðráðinn í að leyfa sópran-rödd- inni að njóta sín. Prévin segist sér- staklega hrifinn af söngkonunni Renée Fleming, sem söng hlutverk Blanche í Streetcar Named Desire. „Þegar ég sem tónverk vil ég vita fyrir hvern ég er að semja það," segir Prévin. „Ég kann ekki að semja út í loftið. Ef Renée segði við mig „semdu!" gæti ég hins vegar ekki beðið eftir því að hefjast handa." Hljómsveitarstjórinn þekkti seg- ist einfaldlega heillaður af því að heyra tvær sópransöngkonur syngj- ast á. „Ég losna aldrei undan áhrif- um Richards Strauss."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.