Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 21 í MIÐBORG Minneapolis ber skýjakljúfa við næturhimininn. í HÚSINU sínu teiknuðu Öm og Maddý stórt, op- ið íverueldhús, enda komu þau aftur út 1972 með fjögur böm og tíu málverk - ekkert annað. ugu ameríska vini í tveggja vikna ferð kringum landið, sem ferða- skrifstofan Landnáma skipulagði. Það var góð ferð og dásamlegt veð- ur, segja þau. Nú sé miklu algeng- ara að heyra íslensku talaða í Minn- eapolis, enda er þarna stærsta verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, Mall of America. Áður segjast þau hafa gefíð sig fram ef einhver talaði íslensku, en ekki lengur. „En það er miklu fleira hingað að sækja en innkaup. I borginni er mikil menn- ingarstarfsemi, stór góð söfn (sem undirrituð tekur undir), þrjátíu leikhús starfa svo og hljómleikasal- ir, fjölbreytt tónlist, náttúrufegurð mikil, vötn og skógar.“ Þau ætla semsagt að vera þarna áfram? „Hér hefur okkur alltaf liðið vel. Þetta land hefur verið gott við okkur. Hér búa börnin okkar fjögur með sínar fjölskyldur og þrjú barnabörn. Elsta dóttirin og henn- ar maður búa í Fargo í Norður-Da- kota og öll hin í úthverfum Minnea- polis. Hér eigum við heima.“ Þau Örn og Margréti mun því í framtíðinni að fínna á Arnarhóli á Nordic Circle. lungnaflutninga, segir Örn dásam- legt að sjá hve framfarirnar verða sífellt meiri og aðrir hafa tekið við. Ekki ætluðu þau Örn og Maddý þó alltaf að ílendast erlendis. Árið 1970 fluttu þau heim. Örn tók þá héraðsskyldu sína í fjóra mánuði á Húsavík og vann á Landakotsspít- ala í Reykjavík. Þau segja að þetta hafi að mörgu leyti verið dásamleg- ur tími fyrir þau og sérstaklega fyr- ir börnin að kynnast íslandi. Þá leit út fyrir að teknar yrðu upp á Is- landi skurðlækningar í hans fagi. En svo varð ekki og eftir tvö og hálft ár fóru þau til baka og hann tók aftur upp hjartaskurðlækning- ar í Minneapolis. Ég spyr hvort hann hafí farið vonsvikinn yfír að ekki var hægt að nýta hann heima. Hann neitar því, segir að sú hugsun að ísland skuldi öllu sínu námsfólki störf yið þeirra hæfi sé fjarri sér. Þarfir Islands og þjóðarinnar í heild komi fyrst og einstaklingarnir á eftir. Ef ekki þótti ástæða til, sem hann gagnrýn- ir ekki, þá var ekki tilefni til að hann yrði þar áfram. Á Islandi hafi þeir góða hjartaskurðlækna og þurfi ekkert á honum að halda. Hann hafi í rauninni gert landinu meira gagn með því að vera í Amer- íku. Þau hjónin eru sammála um það að gott tækifæri sé íyrir Is- lending erlendis að geta lagt þjóð sinni til sem ólaunaður ræðismaður á erlendri grundu. Kynning á Leifi heppna Stóra viðfangsefnið, sem sýnilega tekur hug Arnar, er hátíðarárið 2000 og það kynningarátak sem áformað er um Leif Emksson og landafundina. Örn segir mér að undirbúningur sé að komast í fullan gang í Minnesota í samvinnu við nefndina heima, en fulltrúi hennar var þar nýlega á ferð. Á þessu svæði í Bandaríkjunum er einna mest af fólki af norrænum ættum. Fyrstu íslensku vesturfar- arnir komu á þetta svæði í hópferð 1876. Flestir settust að í Minneota, auk þess sem íslenskir námsmenn hafa löngum sótt til hins þekkta Minnesotaháskóla og gera enn. Á stríðsárunum var þar mikill fjöldi Islendinga, fjörutíu þegar mest var, og mikið af læknum í framhalds- námi. Um árabil hefm- verið sam- vinna milli Minnesota-háskóla og Háskóla Islands gegnum svonefnd- an Valdemars Björnssonar-styrk. Segir Öm að liðlega 200 manns, sem lokið hafi námi þar, hafí vegnað vel pg stofnað Minnesotaklúbb heima á Islandi. í Minneapolis var fyrir þremur árum stofnað Islensk-amer- íska félagið og hefur Margrét verið varaformaður þess. Kannski má mai’ka fjöldann, sem á einhvern hátt er tengdur íslandi, af því að fyrir dyrum stóð 200 manna þorrablót næsta laugardag með aðfluttum mat frá íslandi. En fyrir því stóðu John Magnússon og Jana kona hans. „Síðan Flugleiðir hófu beint flug hingað oft í viku er það hreinasta líflína fyrir okkur. Maður getur þá bara sest hér upp í flugvél og flogið beint heim og það gemm við oft,“ segja þau hjón. „Allir Ameríkanar sem við hittum hrósa mjög þjón- ustu Flugleiða.“ Síðastliðið sumar fóm þau hjónin til Islands með tutt- Námskeiðið hefst 12. apríl og stendur yfir í 10 vikur. Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-20:00. Námskeiðið kostar kr. 82.000. Hvað er kemit? Dagbókarfærslur Laun Launaútreikningar, skilagreinar, og launafærslur. Virðisaukaskattur Útreikningur á virðisaukaskatti og meðferð hans í bókhaldi. Afskriftir Afskriftir samkvæmt íslenskum skattalögum. Lokafærslur Útreikningur kostnaðarverðs seldra vara o.fl. Bókhald 2 Námskeiðið hefst 13. apríl og stendur yfir í 10 vikur. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17.00-20.00. Námsskeiðið kostar kr. 82.000. Hvað er kennt? Tölvubókhald Tölvunotkun í bókhaldi. Dagbókarfærslur í bókhaldsforriti. Laun Meðferð launaútreikninga í tölvubókhaldi. Bókhaldslög / Tekju- og eignaskattur Útreikningar og færslur þeirra í bókhaldi. Uppgjörsvinna Milliuppgjör og ársuppgjör. Afskriftir og afstemmingar. Gerð ársreikninga VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 ■ Framtíðin ■ 108 Reykjavík Sími: 588 5810 • Bréfasími: 588 5822
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.