Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ELÍN á Svalbarða með þeim Kristy Duncan leiðangursstjóra og Þorvarði Björgúlfssyni kvikmyndatökumanni. leitað í líkum Spænska veikin lifír í minningu heimsins. Hún geisaði þegar fólk hafði þegar háð sitt stríð í þeim hildarleik sem fyrri heims- styrjöldin reyndist heimsbyggðinni á ýms- an hátt. A síðustu tímum hafa vísindamenn leitað veirunnar í frosnum líkum fórnar- lamba. Elín Hirst sagði Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá ferð sinni til Svalbarða til að fylgjast með uppgreftri þar, en á föstudaginn langa verður frumsýnd seinni heimildamyndin sem Elín hefur gert um spænsku veikina. Morgunblaðið/Golli Elín Hirst ALLA LEIÐINA vestur í bæ velti ég fyrir mér af hverju Elín Hirst hefði svona mikinn áhuga á spænsku veikinni. Hún er búin að gera tvær kvikmyndir um þessa mögnuðu inflúensu sem drap mun fleira fólk í Evrópu en fyrri heims- styrjöldin gerði - og þótti hún þó sæmilega skæð. Fyrri mynd Elínar var sýnd í fyrra og nú á að frum- sýna mynd númer tvö á föstudag- inn langa. Meðan ég ók meðfram hvítfyssandi og kuldalegum sjón- um norðan megin við Seltjarnar- nesið hugsaði ég um alla þá sem í byrjun vetrar 1918 lágu klæðlitlir í illa kyntum húsum í helfrosti í hinni gömlu Reykjavík og víðar og börðust fyrir lífi sínu. Æði margir töpuðu í baráttunni og létu lífið. Um það vitnar forsíðufrétt í ísafold frá laugardeginum 23. nóvember 1918. Þar er inflúensu-drepsóttin sögðu mannskæðasta pest í sögu höfuðstaðarins. Um 180 manns höfðu þá dáið á hálfum nánuði. Þegar leið fram í vikuna 3. til 10. nóvember 1918 fór uppistandandi íbúum höfuðstaðarins æ fækkandi, á strætum bæjarins voru aðeins ör- fáar hræður á ferli og þá nær ein- ungis roskið fólk. „Einn af þeim leyndardómum sem menn vilja gjarnan fá botn í varðandi spænsku veikina er einmitt sú staðreynd að veikin herjaði mun meira á ungt og frískt fólk en eldra fólk,“ segir Elín Hirst þegar blaða- maður er sestur inn í stofu á heim- ili hennar í hvítan leðursófa. Fyrir framan sófann sem ég sit í er gler- borð á tveimur hæðum. A þeirri neðri standa nokkrir silfurlitir myndarammar - í einum ramman- um er mynd af konunni sem vakti áhuga Elínar Hirst á spænsku veikinni. „Föðuramma mín, Þóra Marta Stefánsdóttir kennari, fékk spænsku veikina sextán ára og hún sagði mér frá þeirri reynslu sinni þegar ég var barn. Hún var einka- barn foreldra sinna og veiktist mjög illa. Hún talaði oft um þessa lífsreynslu sína og foreldra sinna og ég lét mér skiljast að hún hefði verið hræðileg,“ segir Elín. Á glært glerið er hún búin að raða bókum og blöðum sem snerta at- huganir hennar á spænsku veik- inni, svo og myndum sem teknar voru af henni þegar hún fór til Svalbarða til þess að fylgjast með uppgreftri sjö námumanna sem lét- ust þar úr veikinni árið 1918. Þeir voru allir ungir að árum og nú var hald manna að í líkum þeirra, sem talin voru grafin í sífrera, gætu leynst stokkfrosin eintök af veirunni sem olli hinni mögnuðu og banvænu inflúensu. Leiðangurs- menn ætluðu sem sagt að reyna að ná veirunni og rækta hana upp á rannsóknarstofu. „Eg heyrði í út- varpi fjallað um fyrirhugað vís- indaferðalag fólks til Svalbarða þessara erinda og trúði varla eigin eyrum. Ég hafði þá nýtt nær allan minn frítíma til þess að leita upp- lýsinga um spænsku veikina, eink- um þær afleiðingar sem hún hafði á íslandi. En nú datt mér í hug fyrir alvöru að fjalla um þennan vágest á alþjóðlegum grundvelli," segir Elín. Hún lét ekki sitja við orðin tóm, hringdi til sýslumannsins á Sval- barða og fékk upplýsingar um hvenær leiðangursins væri von og fór síðan inn á Netið til þess að leita frekari upplýsinga um leið- angurinn. „Ég fann þær, mér finnst það ævintýri líkast hvað hægt var að finna á Netinu. Það er mikill munur að vera blaðamaður í svona grúski síðan Netið kom. Ég kom mér í samband við leiðangurs- menn en þeir vildu ekkert af mér vita.“ Ætlun leiðangursmanna var að beita fullkomnum tækjum til ratsjármælinga til þess að finna út hvort ekki væri ábyggilegt að kist- ur hinna ógæfusömu námumanna væru grafnar í sífreranum. Allt valt á að svo væri - ella væru líkin rotnuð og engin von til þess að heillegt eintak af veirunni væri að finna í umræddum líkum. Frásögn Elínar er næstum reyfarakennd, rétt eins og verið sé að fylgja sögu- þræði spennusögu sem á rætur í fortíð en getur valdið margs konar háskalegum atburðum í nútíðinni. „Voru menn ekkert hræddir við að leita uppi þessa stórháskalegu veiru? Var ekki hugsanlegt að hún kæmist á kreik á ný og ylli drep- sótt að nýju?“ spurði ég. Lýsingar á afleiðingum spænsku veikinnar árið 1918 gerðu þessa tilhugsun vægast sagt óhugnanlega. I frá- sögn Árna Ola blaðamanns: Versta ár þessarar aldar, er getið um litla mjólkurbúð þar sem þeir sem feril- vist höfðu reyndu að ná í mjólk handa hinum sjúku. Einn morgun- inn hafði búðin enn ekki verið opn- uð og fólkið hímir skjálfandi í vetr- arnæðingnum, sumir sýnilega veik- ir. „Hvað dóu margir í barnaskól- anum í nótt?“ spyr einn viðstaddra. Annar svarar: „Þar dóu hjón í nótt, Þau höfðu verið flutt þangað í gær. En þegar farið var heim til þeirra í morgun, komu menn að gamalli konu, sem sat uppi í rúmi sínu og hélt á kornabarni í fanginu. Gamla konan var dáin og stirðnuð en barnið var lifandi.“ Unga fólkíð hrundl niður Talið var að sunnudaginn 10. nóvember 1918 hefðu 2/3 íbúa Reykjavíkur legið rúmfastir, sumir helsjúkir. Þetta jafngildir því að þá hafi tíu þúsund manns legið í inflú- ensunni, því bæjarbúar voru þá alls um fimmtán þúsund. Illvíg lungna- bólga var fylgifiskur spænsku veik- innar og ekki bætti úr skák að yfir ísland gengu á þessum tíma hræði- legar frosthörkur, vegna heims- styrjaldarinnar var erfitt að fá hvers kyns vörur og atvinnuleysi var óskaplegt þannig að þeir voru harla fáir sem gátu leyft sér að hita upp hjá sér og borða nærandi og góðan mat. Því fór sem fór - æ fleiri dóu. Einkum þeir ungu. Mikill fjöldi barna varð munaðarlaus á þessum tíma. I Isafold laugardaginn 23. nóvem- ber 1918 er krossmörkuð grein um alla þá sem „féllu í valinn“ af völdum inflú- ensunnar. Þar á meðal voru margir þekktir og mætir borgarar. í upptaln- ingu hinna látnu voru til dæmis tvær dætur séra Matthíasar Jochumssonar skálds, þær Elín Laxdal og Herdís. Elín var 35 ára gömul og dó frá eigin- manni og ungri dóttur, líkt var því háttað um fjölmörg önnur fórnarlömb spænsku veildnnar. Sóttkví og lækningatilraunir Vitanlega er harmleikur spænsku veikinnar á Is- landi okkur að mörgu leyti hugleiknari en það sem gerðist í útlöndum. En þegar gluggað er í bókina The Plague of the Spanish Lady eftir Richard Collier má sjá að ástandið var síst betra annars staðar þar sem veikin herjaði. Sumir læknar reyndu af veikum mætti að koma í veg fyrír að fólkið sem þeir höfðu umsjón með smit- aðist. Þannig segir frá hollenska lækninum dr. Gerrit Broekma, sem alla tíð var þekktur fyrir kurteisi og notalega framkomu. En sunnu- dagsmorgun einn árið 1918 lá hann á dyrabjöllunni og þegar hurðin var opnuð sagði hann andstuttur: „Hefur einhver hér fengið inflú- ensu?“ Fröken Cornelia Goedhart, sem opnaði fyrir honum, sagði að svo væri ekki. „Þá farið ekki í heimsókn til neins, hleypið engum inn, og ef ykkur finnst þið vera að veikjast þá fáið ykkur sterkan sjúss.“ Svo flýtti hann sér að næsta húsi með sömu skilaboð. Þannig reyndu læknar víðs vegar að koma í veg fyrir að veikin bærist manna á milli, en oftast án árangurs. I öll- um löndum þar sem spænska veik- in náði fótfestu hrundi fólk niður eftir miklar þjáningar og læknar gátu næsta lítið gert til að hjálpa sjúklingunum. Þórður Sveinsson læknir þróaði aðferð sem mjög var umdeild meðal annarra lækna hér. Hann ráðlagði fólki að setja fæt- urna í eins heitt vatn og það þoldi,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.