Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 BÆNASTUND var haldin áður en ráðist var í uppgröft líkanna á Svalbarða strax og það yrði veikinnar vart. Sívefja sig því næst hlýjum ullar- teppum og forðast allan súg. Síðan átti sjúklingurinn að drekka tvo til fjóra potta af soðnu vatni á dag og hafa það eins heitt og þolanlegt var ef sjúklingnum þyngdi fyrir brjósti. Þvo átti höfuð sjúklinga úr volgu vatni ef þeir fengu mikinn höfuðverk og skola hálsinn upp úr ediksblöndu í tólf atrennum ef hálsbólga sótti að. Ekki máttu menn klæðast fyrr en á öðrum degi eftir að þeir voru orðnir hitalausir og ekki fara út fyrr en á fjórða degi. Því miður dugðu þessi ráð skammt í flestum tilvikum. Hvernig ungu mennirnir sjö sem til stóð að grafa upp úr frostinu í kirkjugarðinum á Svalbarða smit- uðust og hvaða ráðum var beitt til þess að reyna að halda í þeim lífinu veit enginn núna. Sumir þeirra áttíi ung börn, aðeins ein fjölskylda neitaði rannsóknarleiðangrinum um leyfi til þess að grafa lík hins látna upp. Aður en þær aðgerðir hófust fóru eins og fyrr sagði fram ratsjármælingar. Pótt leiðangurs- menn vildu ekki neina fjölmiðla- menn á staðnum meðan þær mæl- ingar færu fram lét Elín Hirst það ekki aftra sér. „Ég var svo áköf að komast til Svalbarða og hafði svo mikið að gera við undirbúninginn að ég vissi varla hvað langt ég væri að fara. Ég vissi að ég yrði fyrst að fljúga til Tromsö og hélt að Sval- barði væri þar ekki langt frá. Ég varð því mjög hissa þegar ég kvöldið áður en ég lagði af stað fór inn í herbergi til eldri sonar míns til þess að skoða landakortahnött sem hann á. Eg fann fljótt Tromsö og sá að mjög langt flug var þang- að frá Osló, enda er Noregur af- skaplega langt land. Síðan fór ég að leita að Svalbarða og fylgdi leið- inni með fingrinum og ætlaði aldrei að finna staðinn. Loks sá ég að leiðin þangað var ekki styttri en leiðin milli Osló og Tromsö," segir Elín. Hún komst fyrir harðfylgi til Svalbarða en ekki var hægt að segja að koma hennar þangað væri leiðangursmönnum mikið gleðiefni. „Þeir voru mjög fúlir þegar við mættum á staðinn, við Þorvarður Björgúlfsson kvikmyndatökumað- ur sem með mér var. En við létum það ekki á okkur fá, við höfðum tal- að við sýslumanninn og prestinn og reyndum eftir bestu getu að fylgj- ast með því sem fram fór og koma því á mynd. Þess má geta að alla myndvinnslu hefur Friðgeir Ax- fjörð annast," bætir EMn við. Kappleíkurinn um frosnu sýnin Ratsjármælingar vísindamann- anna staðfestu jarðrask tvo metra ofan í jörðu og þannig mátti ætla að kisturnar væru grafnar í sífrer- anum. „Þetta var mikilvægt því ekki var ljóst fyrirfram hvort menn við þessar aðstæður hefðu farið eftir venjubundnum greftrunarsið- um. Svo virðist sem notað hafi ver- ið dýnamít til þess að sprengja upp frosinn jarðveginn - þetta voru ELÍN og Þorvarður með einum leiðangursmanna, sem þarna er klæddur búningi til að forðast smithættu við uppgröftinn. auðvitað námamenn sem kunnu til slíkra verka. I fyrri mynd minni, sem sýnd var í fyrra, sagði ég frá þessum aðgerðum öllum og hvað vísindasamfélagið væri að hugsa í þessu sambandi. Þegar ljóst varð að farinn yrði leiðangur til að grafa í ágúst 1998 ákvað ég að fara með og búa til aðra mynd sem meira væri helguð spænsku veikinni á er- lendri grund. Ekki er þó öll sagan sögð. Þannig var að aðrir aðilar voru á höttunum eftir sýnum úr frosnum líkum fórnarlamba spænsku veikinnar. Vitað var um kirkjugarð í bænum Brevik í Alaska, þar sem grafin voru lík nokkurra þeirra sem létust úr spænsku veikinni. Jeffrey nokkur Taubenburger hafði fyrir tilviljun fundið parafínsýni, þurrkuð sýni, úr bandarískum hermönnum sem dáið höfðu úr spænsku veikinni. Hann fékk „blod pá tanden", menn eru þegar komnir vitneskju um gerð 30 til 50% af þessari veiru, hann skrifaði um þetta grein í vís- indatímarit. Sænskur læknir, Jo- han Hultin, skrifaði Taubenburger í framhaldi af því og sagði honum að hann hefði verið í Alaska 1951 og krukkað í lík eskimóa sem dóu úr spænsku veikinni til þess að taka sýni úr þeim vegna doktors- ritgerðar sinnar. Þessi lík voru í sífrera. En sýnin voru ónýt þegar heim kom. Nú bauðst sænski lækn- irinn til þess að skreppa viku seinna til Alaska til þess að ná í ný sýni. Þessu vatt fram meðan mínir menn á Svalbarða voru að vinna að sínu verkefni, þarna fór sem sagt fram mikið kapphlaup og auðvitað hélt ég með Svalbarðamönnunum, sem voru í seinni ferð minni til Svalbarða mér mjög vinveittir - ekki síst Kristy Duncan sem var leiðangursstjóri. Hún kennir landafræði með tilliti til útbreiðslu sjúkdóma og er prófessor við tvo háskóla í Kanada. Auk hennar voru í leiðangrinum merkir vísindamenn úr aðskiljanlegum vísindagreinum. Viðstaddir yppgröft leiðangursins voru líka fjölmargir blaða- og fréttamenn - ætli við höfum ekki verið um 70 talsins. Sett var tjald yfir grafstæðin. Jarðvegurinn var fjarlægður mjög skipulega, hvert snitti merkt til að hægt væri að setja allt á sinn stað á eftir. Menn voru í sérstökum einangrunarbúningum til að forðast smit og jarðvinnuna annaðist fyrirtæki á Bretlandi sem sérhæfir sig í að grafa upp lík og hefur verið starfandi frá ár- inu 1850. Svo hófst uppgröturinn. Ekki voru þeir komnir nema á um 30 sentimetra dýpi þegar heyrðist smella í fyrsta kistu- lokinu. Þetta var þó nokkru fyrir ofan hinn frosna jarðveg og því augljóst að líkin í kist- unum væru löngu rotn- uð. Eigi að síður voru kisturnar opnaðar og úr líkamsleifunum í þeim, svo og fatnaði, voru tekin ýmis sýni sem enn er verið að rannasaka. Auðvitað voru þessi málalok mikil vonbrigði fyrir þá sem stóðu að leiðangrinum. Ég hef lesið bók um lík manna sem varðveist hafa í frosnum jarðvegi og séð myndir af þeim og það er rétt eins og fólkið hafi lagt sig aðeins til svefns. Líkin í kistunum á Svalbarða hefðu getað verið þannig ef grafararnir hefðu sett kisturnar niður á venjubundna dýpt. Mælingarnar sýndu að jarð- raskið var fyrir hendi í því dýpi en enginn veit af hverju þeir grófu kisturnar ekki dýpra - kannski hafa þeir verið hræddir við smit eða verið veikir, hver veit? Spænska veikín liklega smitast með fuglum Umræddur leiðangur var 300 milljóna króna dæmi, en hann var að mestu styrktur af lyfjafyrirtæk- inu Hoffman La Roche sem íslensk erfðagreining er í tengslum við. Þar sem leiðangurinn á Svalbarða var svo endasleppur sem raun bar vitni ákvað ég að fara til London til þess að ljúka við myndina. Það gerði ég mánuði eftir að leiðangrin- um lauk og þá fékk ég miklu betri svör en ég hafði fengið áður. Vís- indamennirnir tóku m.a. 25 lífsýni og svo margvísleg sýni úr fatnaði. ÞÓRA Marta Stef- ánsdóttir, föður- amma Elínar Hirst, fékk spænsku veik- ina 16 ára gömul og frásagnir hennar kveiktu áhuga Elínar, sem nú hefur gert tvær heimildamyndir um spænsku veikina. Þeim tókst að ná sýni úr heila, en prófessor- inn hafði mikinn áhuga á því. Veiru- fræðingar telja mjög mikilvægt að komast að því hvernig veiran var sem olli spænsku veikinni. Menn telja að spænska veikin hafi orsakast af mjög óvenjulegri veiru. Það hefur komið fram að óvenjulega mikill vökvi safnaðist í lungu þeirra sem fengu þessa veiki og gerði þeim svo erfitt fyrir um andardrátt. Vitað er að asíuinflúensan 1957 og 1968 barst frá svínum en af rann- sóknum sínum telur Taubenburger að spænska veikin hafi borist með fuglum, kannski öndum. Hann segir um rannsóknirnar: „Það er enn löng leið fyrir höndum - það sem þegar hefur gerst er aðeins upphafið á sögunni." Elín Hirst er fædd í Reykjavík árið 1960 og er menntuð í fjöl- miðlafræði en hefur „með aldrin- um", eins og hún orðar það, fengið æ meiri áhuga á sagnfræði. „Eink- um hef ég áhuga á tímabilinu frá miðri nítjándu öld og fram að seinna stríði. Þá var svo margt í deiglunni og allt að breytast svo ört," segir hún. Menningarsjóður útvarpsstöðva hefur styrkt gerð beggja mynda Elínar um spænsku veikina. Eg spurði hana hvor myndin hefði komið meira við hana tilfinningalega. „Sú fyrri tvímæla- laust. Eg auglýsti þá eftir fólki sem mundi þessa tíma og hafði misst ættingja sína í spænsku veikinni. I samtölum við það fólk sem gaf sig fram fann ég hve ást- vinamissir gengur nærri fólki og fyrnist seint - hjá sumum fyrnist sársaukinn aldrei. Menn læra að- eins að lifa með honum." En skyldi leiðangursfólkið ekki hafa tekið nærri sér að raska grafró hinna sjö námamanna sem létust svo ungir að árum á Svalbarða, þar sem menn eru enn í dag aðeins bú- settir skamman tíma til þess að vinna sér inn peninga, en þar er 15% skattahlutfall fyrir íbúana. „Eg fann ekki fyrir neinu óþægi- legu í sambandi við þetta, en Kri- sty Duncan leiðangursstjóra leið illa, það vissi ég. Það var haldin bænastund áður en uppgröfturinn hófst. En vissulega hlýtur að vera erfitt andlega að standa fyrir því að raska grafró manna, jafnvel þótt það sé gert í vísindalegum til- gangi." Að lokum spurði ég Elínu hvernig henni hefði komið lífið á Svalbarða fyrir sjónir. „Það er allt þarna sem er í venjulegum vest- rænum samfélögum, svo sem verslunarkjarni, veitingahús og þess konar. En það er hins vegar eitt mjög sérkennilegt þarna. Fólk er stranglega áminnt um að fara aldrei út fyrir bæjarkjarnann nema hafa með sér riffil. Ef fjöl- skyldur fara í ferð út fyrir byggð- ina er undantekningarlaust riffill með í farangrinum. Rifflar voru líka í hillum á hótelum og átti fólk að taka þá með sér ef það taldi þörf á. fsbirnir ganga þarna í flokkum og rifflarnir eru til að verjast árásum þeirra. Eigi að síð- ur er alltaf eitthvað um að þeir ráðist á fólk. Sjálf hætti ég mér ekki neitt út fyrir hina rúmlega þúsund manna byggð þarna í hin- um norska hluta Svalbarða. Ég kom ekki í rússneska hlutann." Svalbarða er haldið í byggð vegna hernaðarlegs mikilvægis staðarins og til þess beitt ýmsum ívilnunum eins og fyrr kom fram. Það er sérkennilegt að vera með þessum aðgerðum vísindamanna og upprifjun á sögunni kallaður aftur til ársins 1918. Það er stórt ár í sögu íslánds, sem þá varð full- valda ríki eftir mikla baráttu. Þeim sigri gátu landsmenn lítt fagnað sem skyldi, það var fámennur og niðurlútur hópur sem kom saman við Stjórnarráðið og dró íslenska fánann að húni og hlustaði á ræðu þar sem sjálfstæði landsins var til- kynnt. „Einkennileg var sú tilvilj- un, að margra alda hörmungar- saga skyldi innsigluð með fimbul- vetri, hafís, eldgosi og drepsótt," segir Arni Óla. Einkennileg er líka sú tilviljun að vísindarannsóknir á veiru þeirri sem olli spænsku veik- inni skyldu einmitt komast á há- stig þegar Elín Hirst var komin á fullt skrið við að safna efni og gera mynd um spænsku veikina á ís- landi. Og hún ætlar ekki að láta staðar numið við seinni myndina um spænsku veikina, sem frum- sýnd verður um páskana og menn ættu ekki að láta framhjá sér fara. Elín ætlar næst að ráðast í að afla gagna og gera mynd um flugslysið mikla sem varð á Sri Lanka fyrir röskum tuttugu árum, en þá fórst vél frá Flugleiðum í aðflugi og lét- ust margir, þar á meðal fólk úr ís- lenskri áhöfn vélarinnar. Þegar saman fer óvenjulegt og í hæsta máta dramatískt efni, reynsla fréttamannsins og brennandi áhugi á sagnfræði má ætla að út- koman verði allrar athygli verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.