Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 29 Aðeins ein ung- lingadeild er fyrir erfiðustu tilfellin en unglingur getur þurft á vistun að halda, jafnvel árum saman, og þá á meðferðarheimili en ekki lokaðri deild. Svoleiðis heimili eru einfald- lega ekki til.“ um í tengslum við spítala þar sem hjúkrunarfólk og læknar væru í sömu byggingu. Önnur vandkvæði eru einnig í sambandi við unglingana og það er að erfiðir geðsjúkdómar koma stundum í Ijós í byrjun unglingsára. Hér höfum við aðeins eina unglinga- deild fyrir erfiðustu tilfellin, en ung- lingur sem fær geðsjúkdóm á þessu skeiði getur þurft að á vistun að halda, jafnvel árum saman, og þá á meðferðarheimili en ekki lokaðri deild. Svoleiðis heimili eru einfald- lega ekki til.“ - Ef slík deild yrði stofnuð er til nægilega margt fagfóik sem gæti sinnt henni? „Það ætti ekki að vera vandamál að ráða það til starfa, þvi heimili af þessu tagi gerir ekki sömu kröfur til viðveru hjúkrunarfólks eða lækna og lokuð deild, en það er í þessum greinum sem skortur er á fólki. Hins vegar eru til nokkuð mörg meðferðarheimili á vegum Barna- verndarstofu, en þau eru eingöngu ætluð börnum og unglingum, sem eru í alvarlegum hegðunai'vanda, vímuefnaneyslu eða afbrotum. Þessi unglingar sem ég er að tala um eiga litla samleið með þeim. Við verðum samt stundum að notast við þessi heimili og eigum mjög gott sam- starf við Barnaverndarstofu. Þeir gera sér þó fulla grein fyrir vandan- um eins og við.“ - Er börnum og unglingum með geðtruflanir hættara en öðrum við að ánetjast fíkniefnum? Við vitum mjög margt um helstu áhættuþætti sem verða til þess að börn og unglingar þróa með sér vanda sem gerir þau líklegri til að ánetjast fíkniefnum. Þessir áhættu- þættir eru fjölmargir, s.s. geðrænir og félagslegir. Ei-fið skapgerð með minnkaðri aðlögunarhæfni er áhættuþáttur. Hegðunarerfiðleikar svo sem athyglisbrestur með of- virkni, þar sem um er að ræða frá- vik í heilastarfsemi varðandi úr- vinnslu upplýsinga og viðbrögð við áreitum, íylgir oft mótþróahegðun, andfélagsleg hegðun og árásargirni, einkum ef þessir þættir hafa fengið að þróast án þess að gripið sé inn í. Þegar þetta hefur bæst við erum við komin með hóp sem er með mun meiri áhættu varðandi vímuefna- neyslu en aðrir." - Margir, þar á meðal erlendir sérfræðingar, hafa bent á að barna- og unglingageðdeild þyrfti að vera með eigið forræði en ekki vera und- ir yfirstjórn fullorðinsgeðdeildar Landspítalans. Er það mál komið eitthvað á skrið? „Nei, og meðan málin standa þannig er það eðlilegri þróun deild- arinnar fjötur um fót. Meðan við er- um ein skor innan geðsviðs Land- spítalans erum við ekki okkar eigin málsvari innan kerfisins heldur tal- ar í raun önnur sérgrein okkar máli. í þessu tilviki sérgrein, sem tengist okkur bara óbeint að frátaldri sam- eiginlegri bráðaþjónustu um kvöld og helgar.“ Barnaspítali og heildstæð þjónusta „Barnalæknar og fleiri hafa bent á að þeir sem veita þjónustu við lík- amlegum vanda barna- og unglinga og þeir sem veita þjónustu við geð- rænum vanda þurfi að vinna saman. Mörkin þarna á milli eru ekki alltaf skýr og aðferðir beggja geta nýst sama sjúklingnum. Þess vegna er eðlilegt áð þjónustan miði út frá þörfum sjúklinganna og aðstand- enda þeirra. Þá held ég að enginn vafi sé á því að þjónustunni væri best fyrir komið þannig að hún væri nátengd annarri sjúki-ahússþjón- ustu. Ef menn eru að tala um bamaspítala, þar sem veitt er heild- stæð þjónusta íyrir börn og ung- linga í heilsufarsvanda þá er ekki spurning að þessi þjónusta á að vera þar inni. Barnaspítali Hringsins hefur lengi búið við þröngan kost og allir era sammála um að mjög brýnt sé að leysa úr þeim vanda. Gallinn er sá, að barnaspítali Landspítalans eins og hann er hugsaður núna er fýrst og fremst hannaður til að leysa þann vanda. Ég og fleiri hafa gagnrýnt að honum skuli ekki vera ætlað að vera heildstæð, sérhæfð spítalaþjónusta þar sem kæmi inn í þjónusta barna- og unglingageð- deilda og starfsemi Greiningar- stöðvarinnar. Nú þegar sameiningarferli stóru spítalanna virðist vera í fullum gangi þyrfti sömuleiðis að huga að þörfum barnadeildarinnar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi. Hins vegar er ekki rétt að stöðva bygg- ingu barnaspítala nú nema að tryggt sé að reistur verði annar heildstæður barnaspítali í staðinn." - Ef tekin yrði sú stefna að gera BUGL sjálfstæða einingu, hverju myndi það breyta fyrir skjólstæð- ingana? „Það yrði auðveldara fyrir okkur að stjórna þessari starfsemi og þróa hana eftir þörfum þeirra sem leita eftir þjónustunni, því við vitum hvar skórinn kreppir. Við þyrftum ekki að vera í innbyrðis samkeppni um úrræði við fullorðinsgeðdeildir, sem láta sínar þarfir ganga fyrir. Einnig er ei'fiðara að fá bamageðlækna til starfa við þessar aðstæður. Sem dæmi um hversu þungt stjórnkerfið er, þá höfum við verið með eftirsótt og faglega sterk úr- ræði eins og foreldraþjálfunarnám- skeið. Stundum hefur þurft að halda þau utan hefðbundins vinnutíma og það hefur reynst nokkuð þungt í framkvæmd." - Kjarninn er sá, að ef þið verðið sjálfstæð eining getið þið meira skipt kostnaðinum niður á það sem þið sjáið að er brýnast hverju sinni?" „Já, það er alveg rétt.“ Engar markvissar framtíðaráætlanir Ólafur tók við stöðu yfirlæknis BUGL í júlí 1997 eftir að fyirverandi yfirlæknir sagði upp störfum, þar sem hann taldi sér ekki siðferðilega stætt á að fara fyrir starfseminni undir þeim kringumstæðum sem þá réðu. Olafur segir að fátt hafi breyst á þessum tíma, nema að BUGL hafi styrkt stöðu sína með rannsóknum og að afköstin hafi aukist. Hann bætir þó við, að til að gæta fullrar sanngirni megi nefna að stjórnvöld hafi frá 1996 veitt ein- hverjar aukafjárveitingar og tíma- bundið hafi verið ráðið í viðbótar- stöður". „Stjórnvöld hafa verið hikandi að stíga slu-efið til fulls að setja í gang markvissar úrbætur, sem geti skil- að uppbyggingu í þjónustunni á næstu árum. Markmiðið, sem sett er fram í drögum um langtímaáætl- un í heilbrigðisþjónustu um að geð- heilbrigðisþjónusta geti þjónað 2% barna á næstu árum, bendir þó til að ráðamönnum sé alvara um að breytinga sé þörf,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson. tiiHöa JjiJj'iIU UUJj jiílUJJ Ú UÚÚUJJJ iUJÚJUJJJ Utvarpsmagr MARANTZ CD MARANTZ SR39 anari ÍD38 Geislaspilari 2 frábærir Títan hátalarar frá Paradigm Pottþétt hljómgæðiT <» HLJOMSYN HLJÓUTÆKI T H E I U A B I 0 YQEISLADISKAR Ármúla 38 - Sími 588-5010 UM 80 manns mættu á stofnfund Foreldrafélags geðsjúkra barna síðastliðinn miðvikudag. Foreldramir segja að vandi geðsjúkra barna sé eitt risastórt vandamál. STERK SAMAN GETUM VIÐ FLUTT FJÖLL Morgunblaðið/Þorkell JENNÝ Steingrímsdóttir segir að mikill stuðningur hafi komið fram á stofnfundi foreldrafélagsins. RÚMLEGA 80 manns mættu á stofnfund Foreldrafélags geð- sjúkra barna síðast- liðinn miðvikudag, sem var umfram væntingar undirbún- ingsnefndar. Jenný Steingrímsdóttir, sem var í undirbún- ingshópnum, lýsti yf- ir mikilli ánægju með fundinn og sagði menn bjart- sýna á framhaldið. „Við fengum mikl- ar stuðningsyfirlýs- ingar hjá fulítrúum þeirra samtaka sem töluðu og Thoraren- sen Lyf gáfu félaginu tölvu og prentara. Davíð A. Gunnarsson ráðuneytissljóri skýrði frá því að stefnt yrði að aukningu á geðheilbrigð- isþjónustu barna á næstu ár- um. Stjórnvöld lofa fjár- magni inn í málaflokkinn og það er mikii og stór gleði- frétt fyrir okkur.“ Jenný segir að vandi geð- sjúkra barna sé risavaxinn og í raun sé ekki hægt að selja fingur á eitthvert eitt atriði, sem sé brýnna en önn- ur. „Markmið félagsins er að beijast fyrir því að börn, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fái þá þjónustu og þau mannréttindi, sem þeim ber. Þetta er stækkun á deild, fleiri innlagnapláss, bráða- þjónusta, eftirfylgd og skóla- mál.“ Á fundinum var myndaður vinnuhópur, sem væntanlega mun mynda stjórn á næstu vikum. „Innan félagsins er fjöldi fólks sem hefur alla burði til að gera góða hluti. Við fengum einnig mikinn stuðning frá SÁA, Um- hyggju, Geðhjálp og Heimili og skóla, þannig að það eru margir góðir og sterkir sem standa á bak við okkur. Saman getum við flutt fjöll.“ Skólamálin brýn Fyrsta verkefni félagsins verður að knýja á um breyt- ingar í skólamálum og kveðst Jenný vera bjartsýn á að þær inuni ganga eftir. Arthur Morthens hafi verið á fundinum fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur og hann hafi óskað eftir góðu samstarfi við for- eldrafélagið. Dalbrautarskóli er sérskóli fyrir geðsjúk börn, en Jenný segir að hann sé einungis greiningaskóli fyrir börn sem liggja inni. Hann sé ekki liugsaður sem skóli fyrir þau börn sem þurfa í áraraðir á sérúrræðum að halda. Því sé brýnt að fá nýtt skólahús- næði fyrir þau 20-30 börn sem árlega eru í hvað mest aðkallandi þörf. „Þessi börn eru oft á tíðum svo ör, að þeim lendir saman við önnur börn í kennslustofuimi og úti á skólavelli. Kennarar og starfsfólk í venjulegum skóla eiga erfítt með að skilja þetta, þannig að börnin lenda oft upp á kant við aðra allt lífið og eru alls staðar á skjön.“ Stofna þarf samstarfshóp Jenný tekur fram að það flæki málin og seinki öllum ákvarðanatökum, að málefni geðsjúkra barna séu í hönd- um þriggja ráðuneyta auk skólakerfisins, sem sé undir stjórn borgarinnar. „Draumur okkar er að þessir aðilar myndi einhvern hóp sem verði stefnumark- andi og vinni skipulega sam- an, þannig að þeir hætti að henda þessu epli á milli sín. Það eru allir orðnir leiðir á því.“ sunnudag DIVING Rui Horta FLAT SPACE MOVING Rui Horta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.