Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 32

Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 32
32 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ANDSTÆÐINGAR núver- andi fiskveiðistjórnar- kerfis hafa haft uppi efasemd- ir um, að hugur fylgi máli hjá þeim stjórnmálamönnum, sem fram að þessu hafa varið óbreytt kvótakerfí en lýsa nú yfir vilja til að standa að breytingum á því. Eftir ræðu Halldórs Asgrímssonar, for- manns Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi Fram- sóknarmanna í fyrradag er nánast ómögulegt að halda fram slíkum efasemdum með nokkrum rökum. I ræðu sinni sagði Halldór Asgrímsson m.a.: „Sem for- maður Framsóknarflokksins lýsi ég yfir því að gefnu tilefni og enn einu sinni að við erum tilbúin að vinna að nýrri sátt um sjávarútveginn og erum til í að skoða hvaða tillögu, sem koma kann upp á borðið í því efni. Mér sýnist að afmarkað- ar breytingar á núverandi kerfí séu líklegastar til að skila þjóðinni mestum af- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. rakstri enda hefur það í grundvallaratriðum gefizt vel ... Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn að hafa forystu um að breyta lögum um físk- veiðistjórnun þannig að sátt megi ríkja um þetta grund- vallaratriði íslenzks samfé- lags.“ Hér er skýrt talað og eng- inn þarf að efast um heilindi Halldórs Asgrímssonar þegar hann talar á þennan veg. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins fyrir skömmu flutti Davíð Oddsson, formaður flokksins ræðu, sem vakti þjóðarathygli m.a. og ekki sízt vegna þess, að með þeirri ræðu opnaði hann möguleika á að beina umræðum og aðgerðum í físk- veiðistjórnarmálum í nýjan farveg og taldi einsýnt að horfast yrði í augu við þá óá- nægju, sem ríkir hjá þjóðinni vegna óbreytts kerfis. Fyrir skömmu lagði Sam- fylkingin fram ákveðnar til- lögur um bráðabirgðabreyt- ingar á fiskveiðistjórnarkerf- inu, jafnframt því, sem þessi nýju stjórnmálasamtök lýstu því sem markmiði þeirra að ná fram varanlegri breytingum á nokkrum árum. í ræðu sinni vék Halldór Ásgrímsson sér- staklega að stjórnarandstöð- unni og sagði: „Tillaga stjórn- arandstöðunnar um auðlinda- nefnd, sem ég fyrstur manna í stjórnarliðinu lýsti stuðningi við, var mikilvæg sáttatilraun í sjávarútvegsmálum. Ég bind vonir við að í tillögum nefnd- arinnar megi reisa þjóðarsátt til langrar framtíðar um fisk- veiðistjórnun okkar. Stjórnar- andstaðan, sem flutti tillöguna á heiður skilið fyrir að rétta sáttarhönd yfir flokkssjónar- mið og pólitíska skammtíma- hagsmuni í þessu mikilvæga máli. Þetta á ekki sízt við um Margréti Frímannsdóttur, sem nú er aðaltalsmaður Sam- fylkingarinnar.“ Það er ljóst að þrír megin- flokkar þjóðarinnar, Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Samfylkingin, hafa nú allir lýst því yfir að þeir vilji vinna að því að ná sátt um breytingar á fiskveiðistjórnar- kerfínu og koma til móts við þá miklu óánægju, sem árum saman hefur ríkt meðal al- mennings í landinu með óbreytt kerfí. Þetta er grundvallarbreyt- ing á stöðu málsins á vett- vangi stjórnmálaflokkanna. Menn þurfa ekki annað en horfa til baka til þess að átta sig á því hvers konar breyting er hér á ferð. Þess vegna hafa nú augljóslega skapast póli- tískar forsendur fyrir því að finna málamiðlun, sem allir geta verið sæmilega sáttir við. BREYTINGAR í FISKVEIÐISTJÓRN ÍSLENDINGA- •sögur eru sam- an settar úr margvís- legum flækjum í gömlu samfélagi sem er okkur að sumu leyti framandi og andstæðum í sálarlífi fólks, sem er okkur nákomnara en við höldum í fljótu bragði, svo lítið sem mannskepnan hefur breytzt í gegnum aldimar. Hrafnkatla er einna einföldust þessara sagna, svo einhæft sem efni hennar er. Sýknt og heilagt er verið að fínna samtímafyrirmyndir í þessum sög- um og þá farið logandi ljósi um sam- félag höfundar á þrettándu öld. Hermann Pálsson staðnæmist enn einu sinni við Odd Þórarinsson, bróður Þorvarðs sem Barði Guð- mundsson telur að hafí skrifað Njálu og bróðurson Brands ábóta sem Hermann telur að sé höfundur Hrafnkötlu. En Oddur var fullhugi mikill og að því er virðist e.k. fyrir- mynd Njáluhöfundar í lýsingu á Gunnari Hámundarsyni. En nú á Oddur einnig að vera persóna í heldur nöturlegu og fomlegu sam- félagi Hrafnkels goða, Einars smalamanns, Sáms og þeirra bræðra, Þjóstarssona. Það er að minni hyggju heldur langsóttur samanburður. Oddur er ofnotaður í þessum fræðum. Hitt er þó athygl- isverðara að alltaf er farið í smiðju til Sturlu Þórðarsonar þegar fínna þarf samsvaranir milli söguatburða og samtímans á Sturlungaöld. Það er nú einnig gert þegar reynt er að breyta Hrafnkötlu, þessari ofurein- földu smásögu um máttleysi goð- anna og illsku sem fylgikvilla villu- trúar, í einhvem yfirgengilegan lyk- ilróman um ættarátök á þrettándu öld. Mér er til efs að saga Hrafnkels goða eigi þennan heiður skilinn. Hitt er öllu merkilegra hvemig Hermann Pálsson hefur grafízt fyr- ir um rætur hennar og Grettlu og raunar fleiri rita með því að sýna fram á ótrúlegustu áhrif gamalla latneskra rita á þessi einstæðu lista- verk, en þó einkum latneskar fyrirmyndir í orðskviðum þeirra og spakmælum. Þessar frumlegu athuganir hans era lýsandi kyndill aftur í aldir og beina sjónum að ekki ósvipuðu efni og Einar Pálsson hefur fjallað um í skrifum sínum um táknmál miðalda og áhrif aftan úr fomeskju, en það er önnur saga. Við verðum að líta á þessi •gömlu íslenzku rit fyrst og síðast sem bókmenntaafrek, annars gagnast þau okkur ekki. Það ræður engum úrslitum hvort arfsögur um einstakar persónur era ritstýrðar inní skáldlegt umhverfí sagnanna eða hvort þær era einber tilbúning- ur, sem er raunar harla ólíklegt. Það era listrænu tökin sem máli skipta og sú innsýn inní menningu og samfélag forfeðra okkar sem skipta öllu máli vegna þess við höf- um fengið það hlutverk að rækta þá tungu sem geymir þetta mikilvæga samfélag. Persónumar og umhverfi þeirra lifa sjálfstæðu lífi í verkunum einsog um sé að ræða skáldskap úr veruleikanum, enda mun sú skil- greining sönnu næst. Sterkasta málsvörn Her- •manns Pálssonar lyrir því að Brandur Jónsson hafi skrifað Hrafnkels sögu er samanburður hans á málfari á henni og Alexand- ers sögu og það er rétt hjá Her- manni að rökin fyrir því að Brandur sé höfundur sögunnar eru „svo margvísleg og traust, að óþarft er að draga slíkt í efa“. Það sem ráðið verðui- um höfundinn af sögunni sjálfri kemur ágætlega heim við Brand ábóta, segir Hermann, en ekkert einkenni sögunnar mælir gegn slíku. Þetta er hárrétt og slík rök eru sterk. En sömu rök hníga þá einnig að því að Sturla Þórðar- son hafi skrifað Njálu og einnig fleiri fomar sögur. Rökin hníga öll í þá átt að höfðinginn á Staðarhóli hafi lokið ritun Njáls sögu á hausti ævi sinnar, og þá í Fagurey. Hvorki einkenni sögunnar né neitt annað mælir gegn honum sem höfundi hennar. Þama standa tveir miklir rithöf- undar á sviðinu og athyglin hlýtur að beinast að þeim öðram fremur. Eg vil ekki sízt benda á og •taka undir orð Hermanns Pálssonar í inngangi að Hrafnkels sögu og Freysgyðlinga um kristi- legt siðgæði Brands ábóta og hvernig hann reynir á trylltri og blóðugri öld haturs og hefnda að beita því í þágu sátta og friðar: „Með þeim Böðvari í Bæ og Brandi ábóta var mikil vinátta með mægð- um. Báðir voru þeir friðarsinnar og reyndu að afstýra vandræðum með höfðingjum. Þeir eru saman á Hvít- árbrúarfundi, á fundinum við Ámótavað og á Rauðsgili, þegar rætt er um hefndarráðstafanir eftir víg Odds Þórarinssonar. Eftir meið- ingar Órækju árið 1237 kom Böðvar sættum á með þeim Þorleifi bróður sínum og Órækju, og Böðvar reyndi að sætta þá Sturlu Sighvatsson og Þorleif bróður sinn fyrir Bæjarbar- daga sama ár. Árið 1241 sendi Böðvar mann til Reykholts til að biðja Klængi Ormssyni griða, en Órækja fór þá ekki að því. Þeir Böðvar og Brandur ábóti vora ekki einungis návinir, mágar og sam- starfsmenn um friðarleitanir með valdamönnum, heldur var aðstaða þeirra í þjóðfélaginu að sumu leyti áþekk, því að ættmenn þeirra hvors um sig áttust illdeilum við. Það var ógæfa íslenzku þjóðarinnar, hve lítt slíkir menn sem Brandur og Böðvar máttu sín, og þá hefði Sturlungaöld haft jafnvel enn grimmilegri svip, ef þeirra hefði ekki notið við.“ En því má þá bæta við að allt er þetta tíundað í ritverkum Sturlu Þórðarsonar. M. HELGI spjall Færa má rök að því að kosningarnar í Skotlandi í maí næst- komandi geti skipt ís- lendinga máli því að þær fjalla í aðra röndina um afstöðu Skota til Atl- antshafsbandalagsins og varna- og öryggismála á Atlantshafi. Ástæðan er sú að Skozki þjóðarflokkurinn (SNP), sem hefur lýst því yfir að hann vilji fullt sjálfstæði frá Bretum, hefur jafnframt gefið í skyn að hann muni breyta varnar- stefnunni, jafnvel með úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu. Það liggur þó ekki ljóst fyrir að Salmond, leiðtogi skozki-a þjóðem- issinna og fulltrúi þeirra á brezka þinginu, léti reyna á úrsögn úr Atlantshafsbanda- laginu, ef til þess kæmi, heldur hætta af- skiptum af bandalaginu og einbeita sér ein- göngu að friðargæzlustörfum fyrir Samein- uðu þjóðirnar. Hann er aftur á móti þeirrar skoðunar að Skotar hefðu sterkari áhrif innan ESB, ef þeir væru lausir við Breta og bendir á, að smáríki njóti sín vel í Evr- ópusambandinu, skírskotar þá gjarnan til þess hve efnahagur írlands blómgist í þessu samstarfi og írsk þjóðmenning hafi aldrei verið hærra á hrygginn reist en nú um stundir. Salmond lítur til íra sem íyrir- myndar í sjálfstæðisbaráttu sinni en aðal- keppinautur hans, Donald Dewar, skotlandsmálaráðherra og leiðtogi Verka- mannaflokksins í Skotlandi, hefur lagt höf- uðáherzlu á að það sé Skotum enn mikil- vægara að hafa náið samstarf við Bretland en Evrópusambandið, þótt það sé að sjálf- sögðu einnig harla mikilvægt. Hann hefur lýst því yfii' að sjálfstætt Skotland gæti ekki átt aðild að Evrópusamstarfi af þeirri einföldu ástæðu að það gæti ekki fullnægt skilyrðum Maastricht-samkomulagsins. I kosningunum sé þannig ekki einungis fjall- að um framtíðarskipan Skotlands innan brezka samveldisins, heldur einnig um stöðu þess í heiminum. Það var á stefnuskrá brezka Verka- mannaflokksins í síðustu þingkosningum að Skotar fengju einhvers konar heima- stjóm og nú hafa þeir í þjóðaratkvæða- greiðslu óskað eftir henni. Þeir munu fá sitt eigið löggjafarþing og eigin heima- stjóm eftir næstum þriggja alda leiðsögn fi-á Lundúnum. Ef þjóðernisflokkurinn sigrar í kosningunum er talið líklegast, eins og áður hefur verið tíundað í grein hér í blaðinu, að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um skilnað við Englendinga. Allir aðrir flokkar, þ.e. Verkamannaflokkurinn, Ihaldsflokkurinn og Frjálslyndir, hafa lýst sig andstæða slíkri þróun og munu berjast gegn henni af alefli. En með því að veita Skotum sérstakt löggjafarþing sem tekur ákvörðun um ýmis innanríkismál, þ. á m. skattamál, virðist margt benda til þess að sú ákvörðun Blairs, forsætisráðheira, geti orðið til þess að efla sjálfstæðisþrá Skota, en hún hefur blundað með þeim frá fyrstu tíð, enda eiga Skotar mikla sögu og hafa af mikilli og sérstæðri þjóðmenningu að státa. Það gæti því farið svo að Skotar létu sér ekki nægja litla fingurinn á Blair, heldur krefðust þeir allrar handarinnar. Hitt er svo annað mál að skozkir þjóðemissinnar hafa ekki meirihluta í Skotlandi og brezki Verkamannaflokkurinn virðist enn hafa talsvert meira kjörfylgi en þeir. Svo gæti þó farið að þjóðemissinnum yxi fiskur um hrygg í kosningabaráttunni nú og þá gæti dregið til tíðinda í skozkri sögu. FLUGLEIÐIR eiga mikilla hags- muna að gæta vegna áætlunar- flugs til Glasgow. Það hefur verið að síefl- ast undanfarið og virðist álitlegur þáttur í starfsemi félagsins. Á þetta er nú lögð sér- stök áherzla með stóram auglýsingum í fjölmiðlum í Skotlandi og þá ekki sízt á stórum flettispjöldum sem blasa við al- menningi, bæði í Edinborg og Glasgow. Samstarf Skota og Islendinga er þannig töluvert en mikilvægast hlýtur varnarsam- starfið að vera vegna þess að báðar eru Margvíslegir hagsmunir REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 27. marz þjóðirnar Atlantshafsþjóðir og eiga mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta í þeim efnum. Varnarsamstarf okkar hefur ekki sízt verið í allverulegum tengslum við ör- yggismál S Skotlandi og það er auðvitað hárrétt hjá brezkum ráðherrum þegar þeir benda á að miklir hemaðai'hagsmunir séu í húfi, ef breyt'a þyrfti þeirri hemaðar- og vamaruppbyggingu sem fram hefur farið í Skotlandi á undanförnum áratugum. Varn- ir Bretlandseyja eru ein heild og flóknari en svo að unnt sé að höggva á þann hnút án afdrifaríkra afleiðinga. Allt snertir þetta okkur Islendinga að sjálfsögðu og þá ekki síður sjálfstæðisbar- átta annarrar þjóðar sem er okkur enn ná- komnari, Færeyinga, því að með stöðu sinni innan danska ríkisins hafa þeir tekið sinn þátt í vörnum á Atlantshafi. Þegar þeir nú eru að undirbúa sjálfstæði sitt eða fullveldi hljóta utanríkismál að koma þar við sögu - og þá ekki sízt varnir og örygg- ismál eyjanna. Það er mikið hagsmunamál fyiir okkur Islendinga að vel takist til. Af þeim sökum, ekki sízt, hljótum við að fylgjast rækilega með sjálfstæðisbaráttu þessara tveggja ná- grannaríkja því að segja má, að við eigum einskonar landamæri að þeim, þótt ekki séu þau beinlínis dregin með öðrum hætti en þeim sem 200 mílna lögsaga segir til um. En hafsbotnslögsagan er enn óskýr og óútkljáð og mikilvægt að samningar um hana fari vel úr hendi og þeim Ijúki með þeim hætti sem við gætum vel við unað. NÚ ÞEGAR ER farið að þjarka um hlutdeild Skota í ol- íuvinnslunni undan efnahagslegt ströndum landsins SÍálfstæðÍ °g telJ'a þjóðernis- sinnar að hún eigi að vera allt að 90%. Aðrir telja þetta hina mestu firru, skozkir þjóðernissinnar gætu með engu móti gert kröfur til slíkra tekna af olíu- og gaslindum í Norðursjó og brezka blaðið The Economist hefur haldið því fram að rannsókn sýni að Skotar ættu ekki rétt á nema helmingi þeirra tekna af olíu og gasi sem þeir hafa nefnt, eða 45%. Blaðið efast um að þjóðartekjur Skota myndu hækka þótt til sjálfstæðis yrði stofnað. Það er augljóst að efnahagsmál hafa haft hamlandi áhrif á sjálfstæðisbaráttu bæði Skota og Færeyinga, gagnstætt því sem var uppi á teningnum í sjálfstæðisbaráttu okkar íslendinga. Við efuðumst aldrei um að land- inu yrði betur borgið án tengsla við Dan- rnörku. Margir Skotai' hafa aftur á móti fyr- irvara á slíku og þá ekki færri Færeyingar, eins og kunnugt er. En efiiahagur Islands tók þegar að blómgast eftii' að innlendur ráðherra var skipaður í Reykjavík 1904 og frá þeim tíma hafa orðið stöðugar og miklar framfarir. Má ætla að slík þróun gæti ekki síður orðið í fyrrnefndum löndum því að sjálfstæði eykur mönnum þrek og kjark. Það er aftur á móti tíundað rækilega í Skotlandi að þeir hafi grætt stórlega á sam- bandinu við Breta eins og sjá megi af því að 8,7% af íbúum Bretlands njóti 10,1% skatt- tekna í Skotlandi. Þannig sé Skotland í raun og veru ekki fært um að sjá sjálfu sér far- borða. Þetta telja margir hræðsluáróður og Tony Blair hefur hamrað á því að skoðana- könnun hafi sýnt að einungis forystumenn sex fyrirtækja af hundraði í Skotlandi séu á þeirri skoðun að hagsmunum þeirra yrði betur borgið, ef Skotland yrði sjálfstætt ríki. Skotar hafa löngum talið að á þeim væri níðzt með einum og öðram hætti, þeir væru afskiptir og brezka þingið hefði tiltölulega lítinn áhuga á því sem fram færi í Skotlandi. Um þetta má deila. Á það má benda að margir helztu stjómmálamenn Breta hafa komið frá Skotlandi, bæði fyrr og síðar. Ekki er annað að sjá en svipuð velmegun sé í Skotlandi og Bretlandi að öðru leyti, svo vart hallast þar á. En samt er þessi tilfinn- ing inní skozkri þjóðarsál, ef svo mætti að orði komazt, hún er áreiðanlega sögulegur arfur sem hefur loðað við Skota frá fyrstu Sagan - og óttinn við tíð. Saga þeirra er líka einskonai' áminning um sjálfstæði, svo sérstæð sem hún er og að mörgu leyti frábrugðin enskri sögu fyrr á öldum. Þeir áttu sína konunga, sinn þjóðar- metnað. Eigin tungu sem enn má heyra í sérstökum sjónvarpsþáttum. Eigin tónlist. Og eigin bókmenntir. Örlagasteinninn sem gamlir konungar sátu á, þegar þeir vora krýndir, er til sýnis í Edinborgarkastala, ásamt gömlum konungstáknum sem Skotar líta nánast á sem helga dóma. Örlagasteinn- inn lenti í London, en Bretar skiluðu honum aftur fyrir nokkram áram. Þá var hátíð í Skotlandi. Skotar hafa sýnt nokkurt sjálfstæði í verki, t.a.m. í íþróttum. Nú vill SNP að þeir keppi sem sjálfstæð þjóð í söngvakeppni Evrópu, til að minna á sig eins og tals- mennimir segja. Hvað er brezkt? ■ BOSWELL VAR Skoti og lét dr. John- son hann stundum heyra það. Boswell lét sér vel líka. En Skotar þekkja bakhjarl sinn og arfleifð betur en svo að þeir taki nærri sér, þótt reynt sé að tala niður til þein-a. Þeir eiga sögu og bókmenntir sem bæði Bretar og aðrir hafa ástæðu til að virða og meta. Að vísu eiga Bretar og Skotar mikla sameigin- lega arfleifð vegna þess að tunga þeirra er hin sama og mikið af arfleifðinni skrifað á þessa tungu; enskan hlýtur því að ráða miklu um fi-amtíðina nú þegar reynt er að slíta böndin milli þessara þjóða sem í aug- um útlendinga eru í raun og veru ein þjóð í einu landi. Tungumálið hefur verið hið sama, þingið og konungsveldið, herinn og varnarkerfið. Bent hefur verið á að Breta skorti ýmislegt sem_ í öðrum löndum sé talið til einkenna. í Bretlandi sé engin þjóðkii'kja, svo að dæmi sé tekið, og blöðin séu einatt í eigu útlendinga svo annað dæmi sé nefnt. Bent er á að Bandaríkin eigi stjórnarskrá og eigin fána sem samein- ar öll ríkin. En hvorki brezka konungs- dæmið né brezki fáninn sé sameiningar- tákn allra innan brezka samfélagsins eða - hvað er brezkt? er spurt og mönnum vefst tunga um tönn. Knattspyrna? Nei, ekki einu sinni hún! er svarað. Þegar gengið er gegnum flugstöðina í Glasgow blasa við stórar litmyndir úr sögu Skotlands, það er engin tilviljun við upphaf heimastjórnar. Þar er lögð áherzla á skozka konunga og skozkar drottningar og þá ekki síður skozk skáld eins og Steven- son og Burns sem era orðnir einhvers kon- ar tákngervingar skozkrar arfleifðar. Þar hefði mátt bæta við ýmsum fleiri, t.a.m. Knox og Hume og Valtari Skott, eins og Fjölnismenn kölluðu höfuðsagnaskáld Skota í yfirlitsgrein um bókmenntir, 1839. Og það er hverju orði sannara að Skotland hefur verið í miklu uppáhaldi hjá brezku krúnunni, því að þangað hafa kóngar og drottningar sótt, sér til hvíldar og heilsu- bótar. Brezkir þjóðernissinnar gagmýndu Karl Bretaprins fyrir „að skreppa til Skotlands", þegar Díana fórst í bflslysinu í staðinn fyrir að „vera heima“ á svo alvar- legum tímamótum. Og hvergi leið Viktoríu drottningu betur en í Skotlandi eins og sjá má á dagbókum hennar. I könnun sem gerð var 1997 kom í ljós að 88% enskra unglinga litu svo á að þeir byggju í Englandi, en ekki Bretlandi; 66% einkenndu sig sem Englendinga og aðeins 19% sem Breta. Og 59% töldu að brezka ríkið yi'ði liðið undir lok árið 2017; 49% litu á drottninguna sem Breta, en 17% sem Þjóðverja, Skota, Walesbúa eða íra! Það virðast ekki mikil tilfinningabönd milli þessa unga fólks og brezku krúnunnar. Þannig gæti farið að hún gengi inn í nýja öld á brauðfótum. Allt yrði í óvissu um stöðu Skotlands gagnvart krúnunni, ef landið fengi fullt sjálfstæði og þing þess yrði ekki í Lundúnum, heldur Edinborg. Þá þyrfti mikla stjórnkænsku til að unnt væri að tala um „eina krúnu, tvö þing“. Á það hefur verið bent að enginn brezkur þjóðhöfðingi hafi verið krýndur af kalvínistum eða skozku kirkjunni. Mundi það vera liðið, ef til kæmi? Hvernig færi það saman við þá kenningu kalvínista að Kristur einn sé höfuð kirkjunnar? Allt slíkt væri í óvissu, ef til kæmi. EINS OG FYRR segir má búast við harðri kosningabar- áttu um skipan ingar þeirra skozka þingsins og óvíst hvernig kosn- ingarnar fara 6. maí næstkomandi. Ef litið er á síðustu skoðanakönnun fengi Verka- mannaflokkurinn um 60 þingsæti af 129, SNP um 40, Frjálslyndir í nánd við 20 og íhaldsmenn um 10. Slík niðurstaða kallaði að öllum lfldndum á samsteypustjóm Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demóki'ata sem tækju þá við völdum án þess umróts sem yrði, ef þjóðernissinnum vegnaði betur en nú virðist. Þá yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð landsins, en látið þar við sitja. Þá þyrfti ekki heldur að taka afstöðu til þess, hvemig aðild Skot- ar ættu að Atlantshafsbandalaginu eða hvort þeir gengju úr því og færa eigin leiðir; það þyrfti ekki heldur að hefja neinar um- ræður um skozka ríkið og krúnuna eða hvort Skotar ættu að sækja um aðild að ESB sem sjálfstætt rfld. En Alex Salmond hefur bent á að Skotar mundu að sjálfsögðu sækja um aðild að Evrópusambandinu, ef þeir stofnuðu sjálfstætt rfld, og þá gætu þeir nýtt sér þróunarsjóði þess til umfangs- mikillar uppbyggingar, jafnvel gengið í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og tek- ið upp evrana og yrði þetta allt Skotum til hagsbóta. En margii’ hafa mikla fyrirvara á slíku, eins og fyiT greinfr. Salmond svarar því til að smái'fld eigi að sumu leyti meira erindi við Evrópusambandið en hin stæm og ef vel sé að málum staðið geti smáríld haft mikil áhrif innan ESB. Enginn hinna flokkanna styður hug- myndir skozki'a þjóðernissinna. Dewar, Skotlandsmálaráðherra brezku stjómar- innar, sem talinn er nú um stundir líkleg- asta forsætisráðherraefni skozku heima- stjórnarinnar, blæs á allt þetta sjálfstæðis- tal og vísar því til föðurhúsanna - en þau eru bara að sumu leyti í Verkamanna- flokknum! Hvað sem því líður verður sjálf- stæðisbarátta þjóðemissinna samt sem áð- ur höfuðefni væntanlegra kosninga og allt annað mun áreiðanlega falla í skuggann, t.a.m. mennta- og heilbrigðismál, svo að dæmi séu nefnd. Um þau hefur lítið verið talað. Önnur mál eru fyrirferðarmeiri, t.a.m. yfirráð yfir auðlindum í Norðursjó og skozka hálendinu sem eru að miklu leyti í eigu auðkýfinga, en brezka stjórnin vill jafna þessa eignaraðild milli íbúanna - svo að ekki sé talað um utanríkis- og varnar- málin sem hér hafa verið til umræðu. Enginn skyldi halda að hér sé ekki um mikið tilfinningamál að ræða. Enginn vafi er á því að skozkum þjóðernissinnum er mikið niðri fyrir og barátta þeirra mun halda áfram, hvernig sem til tekst. Enginn skyldi halda að þeir láti sér nægja litlafing- ur Tony Blairs, þeir vilja höndina alla. Það getur háð Verkamannaflokknum að Skotar telji litla ástæðu til að ýta undir brezku ríkisstjórnina í næstu kosningum og hafi því áhuga á að velja eitthvað annað, t.a.m. flokk skozkra þjóðemissinna þó að þeir séu síður en svo allir ánægðir með stefnuski’á hans, hvað þá forystumann þein'a sem virðist ekki njóta þess trausts í Skotlandi sem ætla mætti, enda yfirlýs- ingaglaður og ekki alltaf trúverðugur, finnst mörgum Skotum. Og ef í nauðfrnar rekur má benda á að allir flokkamir, Verka- mannaflokkur, frjálslyndir og íhaldsmenn mundu áreiðanlega taka höndum saman, ef einhver veruleg hætta yrði á því að þjóðem- issinnum tækist ætlunarverk sitt. Kosningarn- ar og afleið- Sjálfstæðis- barátta okk- ar og þeirra þingmenn á danska ÞAÐ ER MIKILL munur á s.jálfstæðis- baráttu Islendinga eða Færeyinga og Skota. Færeyingar og Skotai- hafa átt og brezka þinginu, en VIÐ MÝVATN Morgunblaðið/Snorri Snorrason íslendingar áttu aldrei neina aðild að danska þinginu og gerðu aldrei ncjinar kröfur í þeim efnum. Þeir óskuðu eftir nýrri stjórnarskrá í framhaldi af endur- reisn Alþingis og aldrei var gengið lengra en svo, að Islendingum var skylt að bera upp íslenzk málefni í ríkisráði Danakon- ungs. Ef Uppkastið hefði verið samþykkt 1908 hefði uppburður íslenzkra mála í danska ríkisráðinu fallið brott, en vegna þess að Uppkastið var fellt hélzt sá háttur, þangað til Islendingar fengu fullveldi sitt 1918. Oft hefur verið reynt að mistúlka þessa staðreynd, ekki sízt í kosningabar- áttunni um Uppkastið. Bæði Danir og Færeyingar hafa haft miklu nánara sam- starf við yfirþjóðir sínar en íslendingar höfðu nokkurn tíma. Danskur þingmaður hafði allt að því úrslitavald um örlög danskrar stjórnar vegna setu í danska þinginu og skozkir þingmenn hafa einatt haft örlagarík áhrif á stefnu brezkra stjórnvalda vegna ráðherradóms og setu sinnar á brezka þinginu. Skotar tóku upp enska tungu og Færeyingar hafa leyft mikla notkun danskrar tungu í landi sínu, það hefur jafnvel verið prédikað á dönsku, en slíkt leyfðu Islendingar aldrei né þoldu, enda var íslenzk tunga eitt helzta vopnið í sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar. Af þessu öllu má væntanlega draga mikilvæg- an lærdóm; þann einna helzt að bakhjarl sjálfstæðis okkar er saga okkar og arfleifð og þá ekki sízt tunga okkar, en Jón Sig- urðsson fjallaði sérstaklega um rétt hennar og mikilvægi og gerði sér fulla grein fyrir því, að án hennar hefðu erfiðustu hjallarnir orðið enn erfiðari en raun bar vitni. Það var ekki sízt á forsendum þessarar þjóðmenningar sem við ákváðum að taka þátt í varnar- og öryggissamstarfi Atlants- hafsríkjanna. Og nú er full ástæða fyrir okkur að fylgjast með og huga vel að þeim umbrotum og þeirri pólitísku þróun sem á sér stað í löndum næstu nágranna okkar. Það getur skipt okkur mefra máli en blasir við í fljótu bragði, það gæti raunar skipt sköpum fyrir vamar- og öryggissamstarf á Atlantshafi. Ýmsir munu vafalaust telja það kaldhæðni örlaganna að forseti íslands fari í opinbera heimsókn til Póllands til að fagna stækkun NATO með þarlendum for- seta, sem áður sat í kommúnistastjórn, á sama tíma og Skotar þurfa að gera upp hug sinn um það, hvort þeir eigi áfram að- ild að NATO og varnarsamstarfi á Atlants- hafi. En ekki koma allir dagar í böggli, sagði gamla fólkið. Færa má rök að því að kosning- arnar í Skotlandi í maí næstkom- andi geti skipt Islendinga máli því að þær fjalla í aðra röndina um afstöðu Skota til Atlants- hafsbandalags- ins og varna- og öryggismála á Atlantshafí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.