Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Fötlun og kraftaverk Við kyssum alltafá bágtið, einsfljótt og auðið er efbarnið okkar meiðirsig. Eða erþað ekki? Efbágtið ersýnilegt kyssir kerfið líka en ekki strax effótlun sést ekki utan á barninu. Osýnileg fbtlun eða illa sjáanleg getur verið erfíð viðfangs af mörgum ástæð- um. Ein er sú að enn þann dag í dag virðast margir ekki taka úrskurð sér- fræðinga trúanlegan, að minnsta kosti ekki þegar barn á í hlut; er til dæmis ofvirkt, mis- þroska eða með athyglisbrest. Jafnvel allt þetta. Allir kenna í brjósti um barn sem fær krabbamein, er blint eða þroskaheft - skiljanlega. Einnig börn sem eru líkamlega fótluð. Þjóðfélagið vill hjálpa þeim og það er auðvitað vel, þó eflaust megi VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson gera betur en í dag. En ég hef ástæðu til að ætla að áður- nefndar ósýnilegar fatlanir séu æði oft afgreiddar sem óþægð og lélegu uppeldi iðulega kennt um. Mér er hins vegar trúað fyrir því, sem foreldri, af sér- fræðingum, að ofvirkni, mis- þroski og athyglisbrestur hafi ekkert að gera með lélegt upp- eldi. Þetta eru sjúkdómar og ástæður þeirra geta verið líf- fræðilegar og í mörgum tilfell- um hafa þeir gengið í erfðir. Ofvirk börn eru ekki endilega sífellt klifrandi upp um veggi, eins og margir virðast halda. Ofvirknin getur lýst sér með ýmsum hætti, misþroski einnig. Og greind barnanna er ekki endilega minni en hjá öðrum þó þau séu það sem kallað er mis- þroska. Alls ekki. Þau eiga bara erfiðara með að stjórna ákveðn- um aðgerðum. Þegar öllu er á botninn hvolft er best að kom- ast að því fyrr en síðar hvort eitthvað sé að og þá hvað. Barn- inu líður betur þegar foreldr- arnir hafa fengið að vita það, því þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir því hvernig nákvæm- lega er hægt að hjálpa barninu. Og um leið og líðan þess batnar er sömu sögu að segja af for- eldrunum. Svartur blettur á ís- lenska velferðarkerfinu er að vísu fyrir hendi, margfrægir biðlistar, og börn kynnast þeim ekki síður en fullorðnir. Engum dettur þó í hug að láta barn bíða mánuðum saman eftir meðferð ef það fótbrotnar. Hugmynda- flug heilbrigðiskerfisins er held- ur ekki svo mikið að því hug- kvæmist að láta barn bíða lengi eftir meðferð ef það fær krabbamein. En barn með ósýnilega fötlun má hins vegar bíða. Nokkrar vikur eða mánuði getur tekið að komast að hjá sérfræðilækni á þessu sviði, til að fá úr því skorið hvort grunur foreldra sé á rökum reistur eð- ur ei. Greini læknirinn barnið þannig að það þurfi frekari hjálp getur bið eftir að komast í viðtal á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans (BUGL) tekið nokkra mánuði, jafnvel hátt í ár. Enginn mánnlegur máttur skal fá mig til að trúa því að ekki sé slæmt fyrir barn að bíða svo lengi þegar því líður jafn illa og raunin getur verið. Þetta er viðkvæmur aldur og því fyrr sem hægt er að grípa í taumana því betra. En peninga skortir í velferðarþjóðfélaginu til að hægt sé að sinna börnun- um eins og þarf. Við reynum alltaf að kyssa á bágtið, eins fljótt og auðið er ef barnið okkar meiðir sig. Eða er það ekki? Ef bágtið er sýnilegt kyssir kerfið líka en ekki strax ef fótlunin sést ekki utan á barninu. Mér hefur einnig opnast sú sýn að foreldrar barna með ósýnilega fötlun þurfa helst að hafa yfirnáttúrulega hæfileika; þurfa helst að láta sér detta í hug fyrirbæri eins og stuðn- ingsfjölskyldur og umönnunar- bætur. Og örugglega er eitt- hvað fleira til. Upplýsingum um ýmiskonar aðstoð sem stendur til boða er líklega ekki beinlínis haldið leyndum, en synd væri að segja að þeim væri haldið að fólki. Kannski það yrði þjóðfé- laginu of dýrt! Ég þykist hafa skynjað að fólk á erfitt með að taka trúan- legt hve mörg börn eru sögð of- virk eða misþroska núorðið. Ástandið hafi ekki verið svona þegar það var ungt; þetta sé eitthvað sem sérfræðingar dagsins hafi fundið upp! Hug- tökin voru auðvitað ekki notuð þegar mamma var ung, hvað þá þegar amma var ung, af þeirri einföldu ástæðu að þá voru þau ekki til. En þá hefur líklega ver- ið talsvert um óþekktarorma, jafnvel heimskingja sem gekk illa í námi og alls kyns lið sem afgreitt var sem einhvers konar aumingjar. Þá var lítið eða ekk- ert gert til að hjálpa þeim börn- um, vegna þess að læknavísind- in bjuggu ekki yfir allri þeirri þekkingu sem fyrir hendi er í dag. Þá var talað um óþekkt og sfemt uppeldi og fólk vissi ekki betur. Nú veit fólk hins vegar betur. Það kostar vissulega peninga að hjálpa umræddum börnum en að spara krónuna nú er í raun ávísun á mun meiri fjárút- lát síðar meir. Börn með slíka ósýnilega fötlun hafa ekki óskað sér þess að vera eins og raun ber vitni, ekki frekar en börn með aðra sjúkdóma. Meiri hætta er hins vegar á því að þau en önnur börn lendi í vandræð- um á unglingsárum; leiðist út í neyslu eiturlyfja og þar fram eftir götunum. Tiltölulega stutt er síðan farið var að aðstoða of- virk börn og misþroska hér á landi, og sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi, og fær hjálp, er mun betur stödd með tilliti til unglings- og fullorðinsára, en sú næsta þar á undan. Þetta er hægt að fullyrða vegna saman- burðarrannsókna erlendis. Kraftaverk gerast ekki oft á íslandi, en mér hefur sýnst að þeirra sé helst að vænta á svo sem eins og fjögurra ára fresti. Að minnsta kosti í orði. Tæp fjögur ár eru liðin frá síðustu kraftaverkatíð og því stutt í þá næstu. Gott ef hún er ekki um það bil að hefjast. Af því tilefni leyfi ég mér að segja við þá sem nú eru um það bil að klæðast framboðsflíkunum fínu: munið eftir smáfuglunum. VISINDASAMSTARF ATLANTSHAFS- BANDALAGSINS A ÞESSU ári er þess minnst að hálf öld er liðin frá stofnun Atl- antshafsbandalagsins. Á síðasta ári voru 40 ár frá því að visindasam- starf hófst innan bandalagsins með formlegum hætti. I þessari grein verður stuttlega greint frá sögu vísindasamstarfs- ins, hvernig það fer fram og hinni nýju stefnu sem það hefur tekið á síðustu árum. Aðdragandi Á árinu 1956 þegar kalda stríðið stóð sem hæst var ut- anrflcisráðherrum Kanada, Noregs og Italíu, Lester Pearson, Halvard Lange og Gaetano Martino, falið að gera tillögur til ráðherraráðs Atl- antshafsbandalagsins um aukna samvinnu bandalagsríkjanna á öðr- um sviðum en hinu hernaðarlega. Þessi nefnd gerði tillögur um aukið pólitískt samráð og samstarf á sviði menningarmála. I skýrslu sinni lögðu ráðherrarnir höfuðáherslu á mikilvægi samvinnu á sviði vísinda og tækni. Þeir gerðu sér glögga grein fyrir því hve sterk tengsl eru á milli efnahagslegs og hernaðar- legs styrks ríkja annars vegar og stöðu vísinda og tækni innan þeirra hins vegar. Þremenningarnir lögðu til að NATO kæmi á fót vísindanefnd, ráðgefandi nefnd vísindamanna frá aðildarríkjum sem fengi það verk- efni að móta tillögur um vísindalegt samstarf og hvernig væri vænleg- ast að efla vísindi með bandalags- þjóðunum. Það varð síst til að tefja framgang málsins að í október árið 1957 skutu Sovétmenn Sputnik á braut um jörðu. Samþykkt var af leiðtogum bandalagsríkjanna að fara að tillögum þremenninganna og kom vísindanefnd Atlantshafs- bandalagsins fyrst saman í París í mars 1958. íslendingar tóku þátt í vísindasamstarfinu því sem næst frá byrjun og var fyrsti fulltrúi ís- lendinga í vísindanefndinni Snorri Hallgrímsson prófessor. Markmið og leiðir Það var aldrei tilgangur með vís- indaáætlun NATO að efla hernað- arrannsóknir með beinum hætti. Frá byrjun var ákveðið að beina vísindasamstarfinu fyrst og fremst að grunnrannsóknum, einkum í raunvísindum, þótt engin grein vís- inda hafi nokkru sinni verið útilok- uð. Stjórnmálamenn og vísinda- menn voru á þessum árum meðvit- aðir um að stórstígar framfarir á sviði tækni eiga oftast rætur að rekja til grunnrannsókna sem ekki eru gerðar í þeim tilgangi að leysa brýn aðkallandi vandamál heldur til þess að afla aukins skilnings á lög- málum náttúrunnar. Viðhorfið var að fjárfesting í grunnrannsóknum væri langtímafjárfesting sem myndi auka styrk bandalagsríkj- anna þegar til lengri tíma væri litið. Vísindasamstarfinu var í upphafi beint í þrjá farvegi og hefur sú skipan að miklu leyti haldist óbreytt. I fyrsta lagi var ákveðið að verja verulegum hluta þess fjár- magns sem til ráðstöfunar var tÖ að styrkja vísindamenn í aðildarríkj- unum til framhaldsnáms, þjálfunar eða rannsókna í öðrum aðildarríkj- um. Akveðið var að hvert ríki fyrir sig ráðstafaði þessum styrkjum þar sem þörfin væri brýnust, enda var þörfin og er breytileg frá einu ríki til annars. Styrkirnir voru þó fyrst og fremst ætlaðir ungum vísinda- mönnum. Þetta eru hinir svokölluðu vís- indastyrkir Atlants- hafsbandalagsins sem auglýstir eru árlega í íslenskum dagblöðum. Um þessar mundir er þeim úthlutað af Rann- sóknaráði íslands hér- lendis. Hlutur Islend- inga í þessum styrkj- um er um 4 milljónir kr. á ári. Þórður Til að efla menntun Jónsson og þjálfun ungra vís- indamanna var ákveðið að styrkja sumarskólahald þar sem kynntar væru nýjustu rannsókna- niðurstöður á afmörkuðum sviðum vísinda. Sumarskólarnir (sem kall- ast Advanced Study Institutes á ensku) eiga sér nú langa hefð og hafa unnið sér sess sem mikilsverð viðbót við háskólamenntun á ýms- um sviðum, einkum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Nokkrir slíkir skólar hafa verið haldnir á ís- landi og einn bætist við á Akureyri næsta sumar þar sem fjallað verður um nýjustu rannsóknir í kennilegri öreindafræði. Fyrirlestrarnir sem haldnir eru á sumarskólunum eru jafnan gefnir út á bók og skipar sú ritröð veglegan sess í raunvísind- um, enda fjallað um efni sem ekki eru aðgengileg í kennslubókum. Að auki hefur vísindanefndin styrkt stutta vinnufundi hópa vísinda- manna, en þó ekki í miklum mæli. Um þessar mundir eru árlega haldnar um 150 ráðstefnur og skól- ar á vegum NATO. Þriðji farvegur vísindasamstarfs- ins eru styrkir ætlaðir til að styrkja rannsóknasamvinnu milli tveggja eða þriggja rannsóknahópa í mis- munandi löndum. Þetta eru svo- nefndir rannsóknasamvinnustyrkir sem standa einkum straum af ferðakostnaði milli landa. Um 600 styrkir af þessu tagi eru veittir á hverju ári. Vísindanefnd NATO styrkir ekki beinan kostnað við rannsóknir svo sem laun og tæki heldur einungis kostnað við að efla tengsl milli vís- indamanna í ríkjum bandalagsins. Styrkveitingar hafa frá upphafi verið bundnar því skilyrði að rann- sóknaniðurstöður yrðu gerðar opin- berar og öllum aðgengilegar. Þátt- taka í ráðstefnum og sumarskólum hefur verið heimil vísindamönnum af öllum þjóðernum þótt styrkveit- ingar hafi lengst af takmarkast við þegna NATO-ríkjanna. Sá andi sem ríkt hefur í vísindasamstarfinu er því talsvert ólíkur því sem e.t.v. mætti búast við innan vébanda hernaðarbandalags. Á síðustu árum hefur bandalagið einnig styrkt samskipti og samvinnu við vísinda- menn í fyrrverandi aðildarríkjum Varsjárbandalagsins eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Skipulag Kostnaður við vísindaáætlunina nam um einni milljón bandaríkja- dala fyrsta árið á verðlagi þess tíma. Framlög til samstarfsins uxu hratt í byrjun en hafa nú um skeið verið u.þ.b. tveir milljarðar ís- lenskra króna á ári. íslendingar leggja af mörkum ákveðið hlutfall af þessum kostnaði á sama hátt og þeir taka þátt í öðrum borgaraleg- um útgjöldum Atlantshafsbanda- lagsins. Um þessar mundir taka ár- lega um 13.000 manns þátt í vís- indasamstarfinu og heildarfjöldi þátttakenda frá upphafi er á þriðja hundrað þúsund. Verulegur hluti raunvísindamanna í NATO-ríkjun- um hefur komið að vísindasam- starfi bandalagsins á einn eða ann- an hátt. Vísindasamstarfinu er stýrt af nefnd sem er skipuð einurn fulltrúa frá hverju bandalagsríki. Úthlutun styrkja fer fram í ráðgjafarnefnd- um sem í sitja vísindamenn frá bandalagsríkjunum og eru þeir valdir á faglegum grundvelli ein- vörðungu. Dagleg umsjón vísinda- samstarfsins fer fram í höfuðstöðv- um Atlantshafsbandalagsins í Brussel undir stjórn eins af aðstoð- arframkvæmdastjórum bandalags- ins. Á vísindaskrifstofunni starfa Á síðustu árum hefur bandalagið einnig styrkt samskipti og samvinnu við vísinda- menn, segir Þórður Jónsson, í fyrrverandi aðildarríkjum Varsjár- bandalagsins eins og nánar verður vikið að hér á eftir. rúmlega tíu manns. Þar er skrif- fínnsku og stjórnunarkostnaði mjög í hóf stillt miðað við það sem tíðkast í höfuðborg Evrópu. Fleiri verkefhi Meginstefnan í styrkveitingum vísindanefndarinnar hefur verið að leita eftir frumkvæði frá vísinda- samfélaginu. Aðalskilyrði fyrir styrkveitingum hefur verið fagleg hæfni umsækjenda og vísindalegt ágæti þeirra verkefna sem þeir vinna að. Um árabil reyndi nefndin þó að greina svið sem æskilegt væri að leggja tímabundna áherslu á í rannsóknum og tekið var frá fjár- magn til styrkja á ákveðnum rann- sóknasviðum. Sem dæmi má nefna örsmæðartækni sem m.a. er notuð við tölvusmíð, efnafræði sameinda- hópa og hnattrænar loftslagsbreyt- ingar. Undanfarin ár hefur verið horfið frá því að skilgreina ný áherslusvið, einkum vegna fjár- skorts sem hlotist hefur af auknum fjölda þátttökuríkja í vísindasam- starfinu. Arið 1979 var hleypt af stokkun- um sérstakri áætlun á vegum vís- indanefndarinnar til að efla tækni- væðingu og hagnýtar rannsóknir í fyrirtækjum og stofnunum í Grikk- landi, Portúgal og Tyrklandi þar sem atvinnulíf var skemmra á veg komið en í öðrum aðildarríkum bandalagsins. Fyrir þessu voru einnig pólitískar ástæður þar sem lýðræði stóð víða á brauðfótum í Suður-Evrópu á þessum tíma. Áætlunin nefhdist vísindi í þágu stöðugleika og rann hún sitt skeið á enda fyrir tveimur árum. Nýjar áherslur Eftir fall Berlínarmúrsins og hrun Sovétríkjanna breyttust póli- tísk viðhorf í ríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Gagnrýni kom fram á vísindasamstarfið og það var ekki talið þjóna markmiðum bandalags- ins nema að takmörkuðu leyti. Bent var á að vísindasamstarf Evr- ópubandalagsríkjanna skaraðist að hluta til við vísindaáætlun NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.