Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 35
-r I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 3§ I I 4 SKOÐUN og vísindastarf einstakra ríkja væri nú á dögum til muna öflugra en á þeim tíma þegar vísindaáætlun Atlantshafsbandalagsins var hleypt af stokkunum. Þessi gagn- rýni á ekM að öllu leyti við rök að styðjast. Vísindasamstarf Evrópu- bandalagsríkjanna (sem fslending- ar taka þátt í) beinist einkum að hagnýtum verkefnum og engar fjölþjóðlegar stofnanir nema NATO styrkja samvinnu vísinda- manna yfir Atlantshafið. Enn má nefna að styrkjaform vísindanefnd- ar Atlantshafsbandalagsins á sér ekki hliðstæðu hjá öðrum alþjóð- legum stofnunum. Með hliðsjón af breyttum að- stæðum var ákveðið árið 1992 að beita vísindasamstarfinu í þágu nýrra pólitískra markmiða NATO- ríkjanna og hefja vísindasamvinnu við Austur-Evrópuríkin og ríkin sem urðu til við fall Sovétríkjanna. Þessi ríki kallast einu nafni sam- starfsríMn. Afráðið var í byrjun að takmarka samstarfið við tiltekin hagnýt rannsóknarsvið sem gildi hefðu fyrir efnahagslega þróun þessara ríkja, m.a. hátækni og um- hverfisvernd og verkefni sem væru mikilvæg frá pólitísku sjónarmiði svo sem eyðingu efna- og kjarna- vopna. Vísindanefndin hefur haldið fundi árlega með fulltrúum sam- starfsríkjanna til að ræða verkefna- val og fræðast um hvar skórinn kreppir mest í vísindalegu starfi í þessum ríkjum. Styrkjaform hefur verið hið sama og í hinu hefð- bundna samstarfi Atlantshafs- bandalagsríkjanna með þeirri und- antekningu að NATO hefur staðið straum af kostnaði við uppbygg- ingu tölvuneta í mörgum sam- starfsríkjanna. Aðgangur að alnet- inu og veraldarvefnum er nú í mörgum tilvikum orðin forsenda þess að vísindamenn geti unnið starf sitt, haft samskipti við kollega sína og lesið nýjustu vísindagrein- ar. Fyrir tveimur árum var gerð heildarúttekt á vísindastarfi Atl- antshafsbandalagsins af nefnd val- inkunnra sérfræðinga. Meginniður- staðan var að vísindaleg gæði inn- byrðis samstarfs NATO-ríkjanna væru mikil og upphafleg markmið samstarfsins hefðu náðst með ágætum. Nefndin taldi jafnframt afar mikilsvert að efla samstarfið við Austur-Evrópuríkin og ekki væri rétt að takmarka það samstarf við tiltekin hagnýt áherslusvið. Þar sem einungis takmarkað fjármagn er til umráða og sum NATO-ríkj- anna vilja spara í rekstri banda- lagsins mælti nefndin með því að opna allt vísindasamstarfið fyrir þegnum samstarfsríkjanna án þess þó að draga úr þeim gæðakröfum sem gerðar eru til rannsóknaverk- efna og stjórnenda þeirra. Á síðasta ári var ákveðið að fara að mestu að tillögum nefndarinnar. Frá og með árinu í ár verða öll samstarfsverk- efni að hafa þátttakendur frá Aust- ur-Evrópu og NATO-ríkjunum er gert að verja helmingi vísinda- styrkjanna sem úthlutað er í hverju ríki fyrir sig til að styrkja vísinda- menn frá samstarfsríkjunum. Sumarskólar munu halda áfram sem fyrr, en nú er ætlast til að ákveðið hlutfall þátttakenda komi frá samstarfsríkjunum. Vísindanefndin hefur á undan- fórnum tveimur árum komið að enn nýjum pólitískum áherslusviðum í starfi Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur tekið upp marg- vísleg tvíhliða samskipti við Rúss- land, þar á meðal vísindasamstarf, sem mun hefjast á þessu ári. I fyrstu mun þetta samstarf tak- markast við rannsóknir á eðlisfræði rafgasa, plöntulíftækni og hættu af völdum nátturuhamfara og eru ráð- stefnur fyrirhugaðar á þessum sviðum á næstunni. Einnig hefur verið hleypt af stokkunum vísinda- samstarfi við nokkur Miðjarðar- hafsríki: Egyptaland, ísrael, Jórdaníu, Marokkó, Máritaníu og Túnis, og nokkrar ráðstefnur hafa verið haldnar í samvinnu við vís- indamenn frá þessum ríkjum. Niðurlag í þessum pistli hefur verið greint stuttlega frá sögu, innihaldi og skipulagi vísindasamstarfs Atlants- hafsbandalagsríkjanna. Upphafleg markmið samstarfsins hafa náðst og tvímælalaust eflt samstöðu og samvinnu milli vísindamanna í vest- rænum ríkjum og miðlað tækni og vísindum til þeirra bandalagsríkja sem skemmra eru á veg komin en önnur. Nú eru þáttaskil í þessu samstarfi. I framtíðinni mun það fyrst og fremst beinast að því að efla samvinnu milli vísindamanna í austri og vestri. Ýmsar upplýsingar um vísinda- samstarfið má finna á heimasíðu vísindadeildar NATO: http://www.- nato.int/science/ Höfundur er fulltrúi Islands í vís- indanefnd Atlantshafsbandalagsins. Skipholt 37 " 105 RVK • Sími 568 8388 HMHðMMSHMMMMRMRUwMHRffiHHMi ffJWwffjBBwwBBWWBWBBWWwWWBSwB Ásmundur Daniel Bergmann Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20. Hefst 8. apríl. Yoga - breyttur lífsstíll 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20. Hefst 7. apríl. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla.af jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tækjasal og opnum jógatímum fylgir meðan á námskeiðinu stendur. Efni: * jógaieikfimi (asana) * mataræði og lífsstíll * öndunaræfingar * slökun * andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. YOGA STUDIO Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. Sænqur og koddar -1 ' JL t' ^ —^ i* -¦ i. ¦ Sæng Exclusive Sæng Orion Koddi Exclusive Koddi Orion J^m^ 5.592,- kr JMW^Tv 7.120,-kr Jjmfrfó 2.320,- kr JU20ör1tF 2.560,- kr + 5% stgr. afsláttur hnn miYArin ^_ \ ^mrn^ ^.^r ~^m* mm— w Æ jmmm Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is 19.03. - 18.04, Sýning á ljósmyndum kanadísku listakonunnar Janieta Eyre. Janieta, sem er fedd í Englandi, hefúr vakið mikla athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sínar. Myndir hennar eru sjálfsmyndir; „skáld- skapur, fldæddur búningi raun- veruleikans" eins og hún orðar það sjálf. Myndirnar vekja fólk tíl umhugsunar um samband listar og veruleika, fmynd og sjálfs- vitund. Sýningin er samvinna Listasafhs fslands og Janeita Eyte. LISTASAFN ÍSLANDS Frlkirkjuvegi 7 * Sími 562 1000 Opið atla daga ncma mánudaga ki. 11 - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.