Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 35 SKOÐUN og vísindastarf einstakra ríkja væri nú á dögum til muna öílugra en á þeim tíma þegar vísindaáætlun Atlantshafsbandalagsins var hleypt af stokkunum. Þessi gagn- rýni á ekki að öllu leyti við rök að styðjast. Vísindasamstarf Evrópu- bandalagsríkjanna (sem Islending- ar taka þátt í) beinist einkum að hagnýtum verkefnum og engar fjölþjóðlegar stofnanir nema NATO styrkja samvinnu vísinda- manna yfír Atlantshafið. Enn má nefna að styrkjaform vísindanefnd- ar Atlantshafsbandalagsins á sér ekki hliðstæðu hjá öðrum alþjóð- legum stofnunum. Með hliðsjón af breyttum að- stæðum var ákveðið árið 1992 að beita vísindasamstarfinu í þágu nýrra pólitískra markmiða NATO- ríkjanna og hefja vísindasamvinnu við Austur-Evrópuríkin og ríkin sem urðu til við fall Sovétríkjanna. Þessi ríki kallast einu nafni sam- starfsríkin. Afráðið var í byrjun að takmarka samstarfið við tiltekin hagnýt rannsóknarsvið sem gildi hefðu fyrir efnahagslega þróun þessara ríkja, m.a. hátækni og um- hverfísvernd og verkefni sem væru mikilvæg frá pólitísku sjónarmiði svo sem eyðingu efna- og kjarna- vopna. Vísindanefndin hefur haldið fundi árlega með fulltrúum sam- starfsríkjanna til að ræða verkefna- val og fræðast um hvar skórinn kreppir mest í vísindalegu starfi í þessum ríkjum. Styrkjaform hefur verið hið sama og í hinu hefð- bundna samstarfi Atlantshafs- bandalagsríkjanna með þein-i und- antekningu að NATO hefur staðið straum af kostnaði við uppbygg- ingu tölvuneta í mörgum sam- starfsríkjanna. Aðgangur að alnet- inu og veraldarvefnum er nú í mörgum tilvikum orðin forsenda þess að vísindamenn geti unnið starf sitt, haft samskipti við kollega sína og lesið nýjustu vísindagrein- ar. Fyrir tveimur árum var gerð heildarúttekt á vísindastarfi Atl- antshafsbandalagsins af nefnd val- inkunnra sérfræðinga. Meginniður- staðan var að vísindaleg gæði inn- byrðis samstarfs NATO-ríkjanna væru mikil og upphafleg markmið samstarfsins hefðu náðst með ágætum. Nefndin taldi jafnframt afar mikOsvert að efla samstarfið við Austur-Evrópuríkin og ekki væri rétt að takmarka það samstarf við tiltekin hagnýt áherslusvið. Þar sem einungis takmarkað fjármagn er tO umráða og sum NATO-ríkj- anna vilja spara í rekstri banda- lagsins mælti nefndin með því að opna allt vísindasamstarfið fyrir þegnum samstarfsríkjanna án þess þó að draga úr þeim gæðakröfum sem gerðar era tO rannsóknaverk- efna og stjórnenda þeirra. A síðasta ári var ákveðið að fara að mestu að tillögum nefndarinnar. Frá og með árinu í ár verða öll samstarfsverk- efni að hafa þátttakendur frá Aust- ur-Evrópu og NATO-ríkjunum er gert að verja helmingi vísinda- styrkjanna sem úthlutað er í hverju ríki fyrir sig tO að styrkja vísinda- menn frá samstarfsríkjunum. Sumarskólar munu halda áfram sem fyrr, en nú er ætlast til að ákveðið hlutfaO þátttakenda komi frá samstarfsríkjunum. Vísindanefndin hefur á undan- fórnum tveimur áram komið að enn nýjum pólitískum áherslusviðum í stai-fi Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur tekið upp marg- vísleg tvíhliða samskipti við Rúss- land, þar á meðal vísindasamstarf, sem mun hefjast á þessu ári. I fyrstu mun þetta samstarf tak- markast við rannsóknir á eðlisfræði rafgasa, plöntulíftækni og hættu af völdum nátturahamfara og era ráð- stefnur íyrirhugaðar á þessum sviðum á næstunni. Einnig hefur verið hleypt af stokkunum vísinda- samstarfi við nokkur Miðjarðar- hafsríki: Egyptaland, Israel, Jórdaníu, Marokkó, Máritaníu og Túnis, og nokkrar ráðstefnur hafa verið haldnar í samvinnu við vís- indamenn frá þessum ríkjum. Niðuriag I þessum pistli hefur verið greint stuttlega frá sögu, innihaldi og skipulagi vísindasamstarfs Atlants- hafsbandalagsríkjanna. Upphafleg markmið samstarfsins hafa náðst og tvímælalaust eflt samstöðu og samvinnu mOli vísindamanna í vest- rænum ríkjum og miðlað tækni og vísindum til þeirra bandalagsríkja sem skemmra eru á veg komin en önnur. Nú era þáttaskil í þessu samstarfí. í framtíðinni mun það fyrst og fremst beinast að því að efla samvinnu milh vísindamanna í austri og vestri. Ymsar upplýsingar um vísinda- samstarfið má finna á heimasíðu vísindadeildai’ NATO: http://www.- nato.int/science/ Höfundur er fulltrúi Islands í vi's- indanefnd Atiantshafsbandalagsins. - ■ . - 'O-; ■' •" . ..... :,ý ■■ . ■íÆWl YM£Wfh,'' áW W Shirhf ' M Sí ’ÍMWÉ-. ','þ'Y ' ,sr: « £ ^ Lýsingarhönnun & lampobúmður Astro Boby 6.900 kr. Margir litir. Skipholt 37 • 105 RVK • Sími 568 8388 Ásmundur Daníel Bergmann Efni: ÍiiiiBBÍiliÍBiBsiBiBÍIMBiBBiiB Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20. Hefst 8. apríl. Yoga - breyttur lífsstíll 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20. Hefst 7. apríl. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla.af jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tækjasal og opnum jógatímum fylgir meðan á námskeiðinu stendur. * jógaleikfimi (asana) A mataræði og lifsstíll * öndunaræfingar * slökun ★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Y06A# STU D I O Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. Þekking Reynsla Þjónusta Sæng Exclusive Sæng Orion Koddi Exclusive Koddi Orion Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is + 5% stgr. afsláttur Sængur og koddar Sýning á ljósmyndum kanadísku listakonunnar Janieta Eyre. Janieta, sem er fedd í Englandi, hefur vakið mikla athygli síðustu ir fyrir ijósmyndir sínar. Myndir hennar eru sjálfsmyndir; „skáld- skapur, íklæddur búningi raun- veruleikans“ eins og hún orðar það sjálf. Myndirnar vekja fólk til umhugsunar um samband listar og veruleika, ímynd og sjálfs- vitund. Sýningin er samvinna Listasafns fslands og Janeita Eyre. LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvcgi 7 • Sími 562 1000 Opið alia daga nema mánudaga kl. 11 - 17 LANDS SÍMINN LANDSSÍMINN STVRKIR LISTASAFN ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.