Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MINNINGAR + Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir, MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Vesturvangi 24, Hafnarfirði, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans ( miðvikudaginn 24. mars, veröur jarðsungin frá Víöistaöakirkju þriðjudaginn 30. mars kl. 13.30. Birgir Örn Gestsson, Kristjana Ósk Birgisdóttir, Eyrún Ösp Birgísdóttir, Sigurður Freyr Birgisson, Magnea Dís Birgisdóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Sigurður Garðar Gunnarsson. í Eiginmaður minn og faðir okkar, DANÍEL PÁLMASON, Gnúpufelli, Eyjafjarðarsveit, er lést föstudaginn 19. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. - Ingibjörg Bjarnadóttir, Anna Rósa, Þórlaug, Friðfinnur Knútur, Svanhildur, Friðjón Ásgeir og fjölskyldur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, IÐUNN E. S. GEIRDAL, Engihjalla 19, Kópavogi, sem lést mánudaginn 22. mars sl., verður jarðsungin frá Hjallakirkju, Kópavogi, þriðju- daginn 30. mars kl. 13.30. Steinar Geirdal, Vigdís Erlingsdóttir, Elvar Geirdal, Edda Pálsdóttir, Marella Geirdal, Ari E. Jónsson, Margrét Geirdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 30. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði, eða líknarstofnanir. Þorgerður Jörundsdóttir, Guðbjartur Sturluson, Hildigunnur Sigvaldadóttir, Þorfinna Stefánsdóttir, Ólafur Vtglundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI BIRGIR JÚLÍUSSON, Skipholti 53, er lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 21. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 31. mars kl. 13.30. Marta Þuríður Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðar Árnason, Reynir Árnason, Brynjar Árnason. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR HJARTARDÓTTUR verður heild- verslunin Forval lokuð, e.h. á morgun, mánudaginn 29. mars. JOHANN SALBERG GUÐMUNDSSON + Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 4. sept- ember 1912. Hann lézt á Landspítalan- um 19. marz síðast- iiðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Bergsteins- son, kaupmaður og útgerðarmaður í Flatey á Breiða- firði, f. 1. febr. 1878, d. 30. maí 1941, og kona hans, Guðrún Jónína Eyj- ólfsdóttir, f. 17. febr. 1887, d. 24. marz 1989. Jóhann Salberg var fimmti í röð tíu systkina, átta komust upp, og eru fjögur þeirra á lífi, þau Olafur, Sigur- borg, Regína og Erla. Hinn 8. júní 1940 kvæntist Jó- hann Salberg eftirlifandi eigin- konu sinni, Sesselíu Helgu Jóns- dóttur, f. 7. ágúst 1916 f Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón H. ísleifsson verk- fræðingur, f. 29. ágúst 1880, d. 31. maí 1954 og eiginkona hans, Jóhanna Pálmadóttir húsfreyja, f. 5. nóv. 1893, d. 3. des. 1980. Börn Jóhanns Salbergs og Sesselíu Helgu eru: 1) Jón Hall- ur, f. 1. des. 1940, kennari, eiginkona hans er Björk Guð- jónsdóttir, f. 25. ág. 1941, deildarsfj. geðd. Lsp., búsett í Reykja- vík. 2) Guðmundur Bergsteinn, f. 4. febr. 1942, læknir, eigin- kona hans er Jósefína Friðriksdóttir, f. 5. maí 1942, kennari, búsett á Selfossi, og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 3) Sig- urður Helgi, f. 20. júní 1948, aðalbókari, eiginkona hans er Anna Karls- dóttir, f. 11. okt. 1947, húsmóðir, búsett í Reykjavík, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Eyjólfur Örn, f. 26. sept. 1954, kerfisfræðingur, eiginkona hans er Pauline Pearce, f. 4. nóv. 1949, lögmannsritari, búsett í Englandi. Jóhann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932 með I. einkunn, cand. juris frá Háskóla íslands 31. mai 1938 með I. einkunn. Jóhann Salberg var settur sýslumaður í Stranda- sýslu frá 10. júlí 1938, skipaður sýslumaður þar 1. nóv. 1941. Hann dvaldist í Reykjavík vegna Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs böm kallaðir verða. (Matt 5., 9. v.) Hægt líður nótt við dauðans dyr, dauðinn á hvítum vængjum kyr, bíður að slitni böndin gjörð, bundin fæðing á þessa jörð. Hér er minningin hrein og þýð, er hjartað geymir alla tíð. Aldrei skal gleymast ástvin kær, þótt okkar tíma sé hann flær. Gott er að syrgja góðan mann, göfgina eftir skilur hann, hún verður síðar huggun trú, hjartanu þó að blæði nú. Mannasættir hann mikill var, mildi í tignum svip hann bar, gáfur, þekking og göfga sál, gætni og lag að sætta mál. Þeim er á jörðu flytur frið fagnandi Drottinn tekur við. Þannig Guðs loforð ljúfast er, sem ljós í manna hjörtu ber. Öll skal nú þakka árin blíð, allt sem gladdi á fyrri tíð. Liðinnar ævi stutt er stund, stefnum vér öll á Drottins fúnd. Ástvinur sárt er syrgður hér, sorg hjá minningum fógrum er. Guð er sá einn sem gepum ár, græðir mannanna djúpu sár. Páskamorgunn í sólarsýn, sjálfur upprisinn Drottinn skín. Hann er sigraði dauðans dá, dauðanum alla kallar frá. Rósa B. Blöndals. Tengdafaðir minn, Jóhann Sal- berg Guðmundsson, er látinn. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á björtum morgni hækkandi sólar. Hann er í huga mér maður birtu og hlýju, og sú vinátta, sem við bundumst, þegar ég kom ung stelpa inn í íjölskylduna, hefur styrkst og dýpkað í áranna rás. Eg lít á hann sem einn besta mann, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. ... glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bapa. (Ur Hávamálum) Snarpri baráttu við illvígan sjúk- dóm er lokið. Vissulega var ævi- kvöldið komið, en þó var langt frá því, að Jóhann ætlaði að láta undan síga. Hann var lítt bugaður af Elli kerlingu, hugsun hans skörp og skýr, lífsviljinn mikill og hann átti eftir að gera svo margt. En kallið kom, og því verða allir að hlýða að lokum. Jóhann fæddist og ólst upp í perlu eyjanna á Breiðafirði, Flatey. Að honum stóðu sterkir stofnar breiðfirskra bænda og sjósóknara, sem um aldir höfðu sótt föng í gjöf- ular matarkistur eyjanna. Móðir hans, Jónína Eyjólfsdóttir, var úr þessum jarðvegi sprottin, hún var mjög hneigð til tónlistar, keypti sér ung orgel og lærði á það og var kennari í eyjunum um hríð. Faðir Jóhanns, Guðmundur Bergsteins- son, kom ungur vestur í eyjar með móður sinni, Kristínu, sem var hálf- systir Jóns Sveinssonar rithöfund- ar, Nonna, og dóttir sr. Guðmundar Bjarnasonar, prests á Borg á Mýr- um. Guðmundur hugðist stunda sjó- mennsku, en vegna slyss gat ekki af því orðið og hann hóf verslunar- rekstur í Flatey. Þau Jónína og Guðmundur felldu hugi saman, og urðu þau hjón miklir máttarstólpar í atvinnu- og menningarlífi við Breiðafjörð. Umsvif Guðmundar í útgerð og verslun jukust, og stund- aði fjölskyldan einnig búskap. Jónína var lífið og sálin í tónlistarlífi í eyjunum og var organisti í Flat- eyjarkirkju í áratugi. Guðmundur reisti glæsilegt hús í upphafi bú- skapar þeirra, Asgarð við Grýluvog (1907), sem enn er í eigu stórfjöl- skyldunnar og sælureitur hennar. Þau eignuðust tíu böm, og komust átta þeirra til fullorðinsára. í þessu umhverfi iðandi mannlífs Breiðafjarðareyjanna á fyrstu ára- tugum aldarinnar ólst systkinahóp- urinn í Ásgarði upp. Heimilið var mannmargt og húsráðendur þekktir fyrir gestrisni og höfðingsskap og áttu einnig margir, sem minna máttu sín, vísa stoð þeirra hjóna. Síðan syrti að í atvinnumálum, og gjaldþrot blasti við fjölskyldunni og upp úr 1930 fór fólki að fækka í eyj- unum. Jóhann var bráðgjör, námsmaður góður og augljóst, að hann gengi menntaveginn. Eins og margir ung- lingar síns tíma braust hann til mennta, vann fyrir sér að hluta með kennslu á vetram, en var heima og vann hjá foreldrum sínum á sumrin við ýmis störf til sjós og lands. Hann valdi sér lögfræði að ævi- starfi, en vist er, að margs konar nám hefði hentað honum, svo fjöl- hæfur sem hann var. Hann var mjög góður íslenskumaður, talaði og skrifaði einstaklega fallegt mál. Sömuleiðis var hann mjög vel máli farinn á dönsku, ensku, frönsku og þýsku og mikill latínumaður. Lög- fræðin, sem hann valdi ungur að ár- um, varð ævistarf hans í rúmlega hálfa öld. Hún var einnig helsta veikinda frá sept. 1941 til sept. 1943 og starfaði þá jafnframt í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu frá sept. 1942 til sept. 1943, er hann sneri til fyrri starfa. Hann var skipaður bæjarfógeti á Sauðárkróki og sýslumaður í Skagafjarðarsýslu frá 1. jan. 1958, veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir 1. nóv. 1982. Jóhann Salberg fékk leyfi til málflutnings við Hæstarétt 28. des. 1983 og stundaði málflutn- ingsstörf allt til dauðadags. Jó- hann Salberg gegndi ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum sam- hliða embættisstörfum. Hann sat í yfirkjörstjórn Norður- landsumdæmis vestra frá 4. des. 1959 til 1. nóv. 1982, for- maður frá 9. maí 1972. Hann var formaður stjómar Sjúkra- húss Skagfírðinga 1958-1982, formaður fræðsluráðs Skaga- Ijarðarsýslu 1958-1974, í fræðsluráði Norðurlandsum- dæmis vestra 1974-1982. Hann sat í stjórn Kaupfélags Skag- firðinga 1961-1982, varafor- maður sljómar 1973-1978 og formaður 1978-1982. Hann var formaður Branavarna Skaga- íjarðar 1972-1982. Jóhann Sal- berg var gerður að heiðursfé- Iaga í Sýslumannafélagi íslands 24.nóv. 1982. títför Jóhanns Salbergs Guð- mundssonar fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánu- daginn 29. marz, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. áhugamál hans alla tíð, hann lifði og hrærðist í faginu og fylgdist mjög vel með öllu, sem að því laut. Hann varð sýslumaður í Stranda- sýslu strax að loknu lögfræðiprófi og með honum norður til Hólmavík- ur fluttist eiginkona hans, Sesselía Helga Jónsdóttir. Þar urðu árin rúm tuttugu, og á þeim tíma fædd- ust synir þeirra fjórir. Þau undu sér ákaflega vel á Ströndum, og margar skemmtilegar sögur höfum við í fjölskyldunni heyrt sagðar þaðan. Jóhann var skipaður sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauð- árkróki, og hófst þá síðara skeið embættisferils hans. Þar urðu annir meiri í stærra héraði, og mörg fé- lags- og trúnaðarstörf hlóðust á hann. Jóhann var alla tíð maður fólksins; til hans leituðu ekki síst þeir, sem halloka fóru í tilverunni, og vildi hann allra vanda leysa. Víst er, að hann stundaði sálgæslu og fé- lagsráðgjöf við skrifborðið sitt, ekki síður en lögfræðina, og eyddi hann þar ómældum tíma utan hins hefð- bundna skrifstofutíma. Hann hafði einlægan áhuga á fólkinu í kringum sig og hinum mannlegu þáttum til- verannar. I rúma tvo áratugi bjuggu Helga og Jóhann á Sauðárkróki, og minn- ist ég margra góðra stunda á fallega heimilinu þeirra þar. Ógleymanleg- ar eru mér sýslufundarveislur, sem ég fékk stundum að sitja, þar sem menn fóru á kostum í ræðum og kveðskap. Margir sýslunefndar- menn urðu miklir vinir þeirra hjóna sem og margir Skagfirðingar aðrir. Að starfsævi lokinni fluttust þau suður, og þar hélt Jóhann áfram lögmannsstörfum allt fram í andlát- ið. Hann var afar fær lögfræðingur, undirbjó og flutti mál af mikilli festu og kostgæfni og naut virðing- ar kollega sinna. Alla tíð var Jóhann Salberg glæsilegur á velli og yfir honum mikil reisn, en jafnframt geislaði af honum prúðmennska og hlýja. Kæri tengdapabbi. Að leiðarlok- um þakka ég samfylgdina. Ég mun sakna hlýja, þétta handtaksins, samræðna um menn og málefni, ferðanna vestur í Flatey, en fyrst og fremst þeirrar umhyggju og vænt- umþykju, sem þú sýndir okkur öll- um í fjölskyldunni. Hvíl þú í friði. Jósefína Friðriksdóttir. Jóhann Salberg var einn af síð- ustu Flateyingunum frá fyrri hluta þessarar aldar, sem enn era á lífi og gátu skýrt frá mannlífinu þar eins og það var þegar Flatey var í veru-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.