Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GERÐA ARNLEIF SIGURSTEINSDÓTTIR + Gerða Arnleif * Sigursteins- dóttir fæddist á Fá- skrúðsfirði 21. júlí 1944. Hún lést af slysförum 18. mars síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Foreldrar Gerðu voru hjónin Sigursteinn Guð- jónsson, verkamað- ur, f. 21. janúar 1917, d. 4. septem- ber 1980, og Sigur- björg Marteinsdótt- ir, húsmóðir, f. 7. nóvember 1913, d. 31. október 1988, bæði frá Fáskrúðsfirði. Onnur börn þeirra og systkini Gerðu eru: Rósa, f. 1.7. 1939, verslunarmaður, gift Jóni H. Friðsteinssyni, f. 16.7. 1936, að- alféhirði. Þeirra börn eru: Steinar, f. 23.3. 1956, og Rósa Björk, f. 28.2. 1963. Marteinn Steinar, f. 9.5. 1941, verkstjóri. Sambýliskona hans er Kristín Kristinsdóttir, húsmóðir, f. 9.9. 1937. Börn Marteins frá fyrra hjónabandi eru: Sigurbjörg, f. » 15.4. 1964, Hákon, f. 16.12. 1965, d. 17.6. 1966, og Hákon Björn, f. 6.9. 1968. Börn Krist- ínar frá fyrra hjónabandi eru: Guðbjörg, f. 23.6. 1965, og Kristrún, f. 19.8. 1956. Jóna Lára, f. 27.12. 1946, verslana- Enn stend ég hér og horfi yfir sviðið, svið örlaga sem enginn fær breytt og aðeins Guð með aðstoð góðra manna fær mildað. Ég horfi á systkini mín eitt af öðru buguð af sorg yfir þessu hræðilega slysi. eigandi, gift Reyni Haukssyni, trygg- ingamanni, f. 12.7. 1945. Þeirra börn eru: Sverrir, f. 16.2. 1968, Bogi f. 1.3. 1975, og Þuríður, f. 15.10. 1980. Sonur Jónu er Sigursteinn, f. 16.7. 1964. Guðrún, f. 19.2. 1950, leik- skólastjóri, gift Birni Hauki Pálssyni, stýrimanni, 25.7. 1950, þeirra synir eru: Páll Haukur, f. 21.5. 1981, og Jó- hann Sigursteinn, f. 22.3. 1983. Synir Guðrúnar frá fyrra hjóna- bandi eru: Marteinn Steinar, f. 16.10. 1967, og Björgvin EIís, f. 13.5. 1973, d. 1.2. 1992. Elísa Júl- ía, f. 1.12. 1952, hjúkrunarfræð- ingur, gift Stefáni Þ. Kjartans- syni, forstöðumanni, f. 5.4. 1950. Þeirra synir eru: Kjartan, f. 27.2. 1972, og Sigursteinn, f. 15.9. 1980. Eiginmaður Gerðu er Guð- mundur Bachmann, rafmagns- iðnfræðingur, f. 12.6. 1942. Guð- mundur starfar Iijá Rafmagns- veitum ríkisins í Borgarnesi. For- eldrar hans voru: Geir Bach- mann, bifreiðaeftiriitsmaður, f. 23.9. 1908, d. 27.12. 1987, og Jór- unn Guðmundsdóttir Bachmann, húsmóðir og verslunareigandi, f. Minningarnar streyma fram í huga mér, minningar sem hvílt hafa geymdar í minni mínu standa ljóslif- andi fyrir augum mínum. Ég horfi til elsku frænda minna Geirs, Sigga og Unnars og þín, elsku mágur. Aft- + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, BÖÐVARS EYJÓLFSSONAR, Hliðarvegi 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngu- deildar 11-F, Landspítala. Fyrir hönd aðstandenda, Emilía Böðvarsdóttir, ína Böðvarsdóttir, Ólöf Helgadóttir. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður og afa, VIGFÚSAR RUNÓLFSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Margrét Vigfúsdóttir, Sigbergur Friðriksson, Aðalheiður Sigbergsdóttir, Auður Sigbergsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN Ó. KJARTANSSON, Stangarholti 3, Reykjavík, sem lést mánudaginn 15. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaqinn 30. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Kjartan Þór Kjartansson, Ásta Björk Friðbertsdóttir, Jón Grétar Kjartansson, Guðmundur Kristinsson, Sandra Kjartansdóttir, Halldór Karl Þórisson, Kjartan Ægir Kjartansson. 6.9. 1913, d. 18.8. 1998. Guð- mundur og Gerða bjuggu sér heimili á Þórðargötu 28 í Borg- arnesi. Börn þeirra eru: 1) Geir, f. 23.3. 1973, nemandi í stjórn- málafræði við Háskóla íslands. 2) Sigurður Örn, f. 18.2. 1977, stúdent frá Iðnskólanum f Reykjavík 1998. Sigurður er í tungumálanámi á ítah'u. 3) Unn- ar Þór, f. 4.3. 1980, nemandi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Gerða ólst upp á Fáskrúðs- firði til 12 ára aldurs og flutti þá með foreldrum sinum og systkinum að Laugarnesvegi 108, Reykjavík. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Laugarnesskóla. Síðar hóf hún nám við Ljós- mæðraskóla fslands og lauk þaðan prófi árið 1967. Að námi loknu starfaði hún fyrst á Vöggustofu Thorvaldsensfé- lagsins. Síðan lá leið hennar á Fræðingarheimili Reykjavíkur þar sem hún starfaði sem ljós- móðir þar til hún gifti sig 26. ágúst 1972. Þá flutti hún í Borg- arnes með eiginmanni sínum. Fyrstu árin í Borgarnesi vann Gerða hlutastörf utan heimilis bæði á leikskóla staðarins og á Dvalarheimili aldraðra. Arið 1984 hóf hún störf á Heilsu- gæslustöðinni í Borgarnesi, fyrst í afleysingum en síðan sem fastráðin Ijósmóðir frá 1. febrú- ar 1987. Því starfi gegndi hún til dauðadags. Útför Gerðu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 29. mars og hefst athöfnin klukkan 15. ur koma allar spumingarnar ein af annarri. Hvers vegna? Sorg ykkar, sorg mín er vitnisburður um hve dýrmæt hún systir mín var og er og mun vera í okkar lífi. Ég veit að engin orð og engar gjörðir geta í dag breytt neinu um líðan ykkar, né mína, en tíminn einn fær mildað sársaukann og sorgina. Ég vil beina orðum mínum til ykkar, elsku frændur mínir. Ég þarf ekki að skrifa um hana móður ykkar til að segja frá hvernig manneskja hún var það vita allir sem hana þekktu að hún leyndi ekki mannkostum sín- um né skoðunum fyrir öðrum. En ég get sagt ykkur frá því sem fáir vita og það getur vonandi hjálpað ykkur til að gleðjast og vera stoltir af því að vera synir hennar. Mín fyrsta minning af stóru systur er frá því að móðir okkar var að fæða Ellu „litlu“. Það var kvöld, ég fékk ekki að vera í mínu rúmi inni hjá pabba og mömmu heldur lá ég íyrir ofan Gerðu í hennar rúmi. Ef ég man rétt þá var Jóna í rúminu á móti. Af og til kom læknirinn inn og settist á rúmstokkinn hjá okkur og fékk sér að reykja. Hann þurfti að hvfla sig því fæðingin gekk hægt og var erfið eins og oft áður hjá móður okkar. Að lokum fæddist þó litla systir, 20 merkur, aðeins. Læknir- inn fór og við máttum ekki fara inn til mömmu því hún var svo þreytt og þurfti ró og nýja systirin svaf í rúminu sínu litla inni hjá henni. En Gerða stóðst ekki mátið. Hún varð að fá að sjá barnið og læddist inn og lyfti sænginni ofan af því til að dást að undrinu, en sængin var mettuð af blóði, barninu var að blæða út. Naflastrengurinn hafði verið gljúp- ur og illa tekist að ganga frá honum og Gerða bjargaði lífi yngstu systur sinnar þessa nótt. Fimmtán árum seinna tók hún á móti „ljósubarn- inu“ sínu þegar Matti frændi ykkar fæddist. Hann tengdist móður sinni með eins naflastreng og litla systir hennar hafði gert og sá hún þá til þess að sérstaklega var vakað yfir honum fyrstu nóttina. Eins vel og Gerðu tókst til með þessa fyrstu barnsfæðingu sem nýútskrifuð ljós- móðir 1967 eins hafa öll hennar störf verið. Hvar sem hún var og hvaða verk sem hún var að vinna voru þau eins vel af hendi leyst. En þetta þarf ég ekki að segja ykkur, þið vitið allt um það. En þið vitið ekki um allt sem við systurnar brölluðum þegar hún bjó hjá mér sem var þó yngri en orðin ráðsett frú og móðir en hún var að slá sér upp með pabba ykkar. Ég gleymi ekki i sólríkum surhardegi þegar pabbi ykkar varð þrítugur og Gerða hélt honum veislu í tilefni dagsins á Vesturgötunni og við „litlu systurn- ar“ skemmtum okkur konunglega við að fylgjast með hvað mamma ykkar var ástfangin. Brúðkaups- veislan var haldin heima í Hraun- bænum og síðan lá leið elsku systur minnar í Borgarnes til að búa manni sínum og væntanlegum börnum heimili. Gerða var einmana fyrstu árin í Borgarnesi og saknaði vina sinna í Reykjavík. Smám saman að- lagaðist hún þó staðnum en aldrei festi hún þar samt rætur og hugur hennar var að koma aftur í bæinn ekki síst nú þegar þið eldri bræð- urnir voruð farnir að heiman og fyr- irliggjandi að Unnar kæmi á eftir ykkur til að sinna sínu námi. Vin- átta okkar systra styrktist með hverju ári sem leið. Við deildum gleði yfir börnunum okkar og annarri velgengni í lífinu og einnig sorgum þegar á bjátaði. Velgengni ykkar bræðranna í námi og starfi gaf lífi hennar systur minnar þá fullnægju sem fáir njóta. Enga konu þekki ég sem hefur haft jafn mikla gleði af að sinna heimili sínu og ann- ast um fjölskyldu sína í daglegu amstri eins og hana systur mína. Hún naut hverrar mínútu með ykk- ur drengjunum og manninum sínum og hvergi fannst okkur systkinum hennar betra að koma í heimsókn en til foreldra ykkar. Elsku frændur mínir, hún móðir ykkar hafði mótaða lífsskoðun og hún byggðist á þeirri hugsun og trú að jarðlíf mannsins væri til að þroska hann. Hugsun móður ykkar stjómaðist ekki af hleypidómum eða hillingum. Hún sóttist ekki eftir auði né völdum. Hugsun Gerðu stefndi að því að efla skilning sinn og persónu- legan þroska og við sem þekktum hana best vitum að hún náði þeim markmiðum sínum. Móðir ykkar var hamingjusöm kona. Hamingja henn- ar fólst í gleðinni yfir velgengni ykk- ar og því hve miklum mannkostum þið eruð búnir hver og einn. Ham- ingja hennar fólst einnig í farsælu og ástríku hjónabandi hennar og föður ykkar. Ég veit að hún var til- búin að kveðja þennan heim sín vegna en ekki ykkar sem hún elskaði mest. Við sem eftir lifum sameinumst um það sem móðir ykk- ar er og var okkur og á þann hátt fær lífið haldið tilgangi sínum þrátt fyrir sorgina. Það sem Gerða gaf getur enginn frá ykkur tekið. Guð varðveiti ykkur alla. Guðrún systir. Ég ætla hér að minnast systur minnar með fáeinum orðum. Þegar litið er yfir farinn veg þá minnist ég hennar íyrst og fremst sem hetju hversdagsleikans. Hún var einstak- lega mikil móðir, eiginkona, systir og vinkona. Allt sem Gerða systir mín kom nálægt var unnið af ein- stakri samviskusemi, dugnaði og eljusemi. Hið krefjandi starf ljós- móðurinnar, heimilishaldið og upp- eldi drengjanna þriggja sem skipti hana mestu, enda bera þeir þess sannarlega vitni allir sem einn. Hún var lánsöm í sínu einkalífi, átti góð- an mann og þrjá yndislega drengi sem hún helgaði sig alla i uppvexti þeirra. Nú er það okkur huggun að vita hversu vel hún hefur búið þá undir lífið. Hún Gerða gat verið bráð- skemmtileg. Tilsvör hennar voru engu lík svo mörgum varð fátt um svör. Ég minnist nú ótal ánægju- stunda með þeim Guðmundi. Ekki síst þegar þau heimsóttu okkur í sumarhúsið á Bifröst, eða er við komum til þeirra á Þórðargötuna í Borgarnesi, þar sem þau bjuggu all- an sinn búskap. Gerða, Guðmundur og synirnir festu nýlega kaup á íbúð við Hring- braut hér í Reykjavík. Var það gert til að þeir bræður hefðu athvarf, meðan þeir væru hér í námi. Það var svo seint í janúar sl. að dyrabjöll- unni var hringt hjá mér. Fyrir utan stóð hún systir mín og Guðmundur. Þau voru í bæjarferð, höfðu fengið sér kvöldgöngu og komu við hjá okkur. Bæði voru þau í sólskins- skapi og léku við hvern sinn fingur. Þetta kvöld geymi ég í minningunni en ekld hvarflaði þá að mér að þar sæi ég hana í síðasta sinn. Þegar kvatt er svo snöggt sem hún systir mín gerði eru þeir sem eftir standa gjörsamlega lamaðir. Kona sem er í blóma lífsins og ein- hver sú gætnasta manneskja sem um getur, verður fyrir hörmulegu slysi og er kippt burt á einni svip- stundu. Ollum sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega slyss bið ég Guðs blessunar. Við systurnar höfum átt samleið í rúmlega hálfa öld, sem er dágóður tími. En þegar ég hugsa til baka er það sem eitt andartak. Góður Guð geymi þig, kæra systir. Ég bið al- mættið að umvefja Guðmund og drengina þína. Jóna. Kæri himneski faðir, á stund sem þessari reika hugsanir mínar frá einum stað til annars og ég spyr mig fjölda spurninga sem enginn mann- legur máttur hefur svör við. f þessu blessaða lífsgæðakapphlaupi er ég víst þátttakandi af lífi og sál og svo upptekinn að ég sé rétt fram fyrir tærnar á sjálfum mér. Hringiða dag- legs lífs rífur mann með sér þar sem maður hefur engan tíma til eins eða neins nema jú þess sem er nauðsyn- legt í það og það skiptið. En skyndi- lega fæ ég þá sorglegu frétt að Gerða frænka sé dáin og þá stöðvast tíminn. Allt það sem skipti mig máli er núna svo nauða ómerkilegt, að- eins það eitt að Gerða sé farin frá okkur á hug minn allan. í annað sinn á stuttum tíma er frá okkur tekinn ástvinur með engum fyrirvara. Kæri Guð, fyrst fékkstu Bigga frænda og nú hefur þú fengið Gerðu frænku til þín líka. Gerða frænka. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og Guðmundar. Þið voruð mér alltaf svo góð enda voru ófáar ferðirnar sem ég kom til ykkar í Borgarnes að hitta Geira og strákana. Ég sé mig í anda koma aftur og aftur úr njóla- stríði með Geira inn í miðdegiskaffi til þín. Þú lagðir mikið upp úr vin- áttu okkar frændanna en fjarlægðin og hið daglega amstur færði okkur örlítið meira hvern frá öðrum. En þú mundir alltaf eftir mér. Þú hringdir alltaf í mig og óskaðir mér til ham- ingju með afmælisdaginn og gleði- legra jóla. Þú vildir að fjölskyldur ykkar systkinanna stæðu vel saman og lagðir alltaf þitt besta af mörkum til þess. Þegar Biggi dó þjappaði fjölskyldan sér saman og hélt hver utan um annan og nú, Gerða, þegar þú ert líka farin höldum við hver enn fastar utan um annan. Gerða frænka var alltaf hress og kát og reyndi að sjá alla hluti á sem jákvæðastan hátt. Hún var hrókur alls fagnaðar og í jólaboðum með fjölskyldu sinni leið henni afar vel. Elsku Geir, Siggi og Unnar, við skulum láta óskir elsku móður ykk- ar og kæru frænku minnar verða að veruleika allt til enda veraldar. Kæri Guðmundur, takk fyrir allt það sem þú gafst henni Gerðu frænku minni. Henni leið alltaf vel og var alltaf glöð í fanginu á þér. Elsku besta frænka, takk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér í þessu lífi og ég veit að það kemur að því að við hittumst seinna í kaffi heima hjá ömmu og afa, þar sem ég á eftir að hitta bæði þig og Bigga. Kjartan. Ég fékk fréttirnar í gegnum sím- ann. Ég í Kanada og mamma við hinn endann, á íslandi. Slæmar fréttir. Gerða frænka. Hún hafði tekið á móti mér, þegar ég rembdist við að komast inn í þennan heim og nú er hún dáin. Ég man nú ekki mikið eftir þeirri stund þegar Gerða tók á móti mér, en ég er henni ævin- lega þakklátur fyrir að hafa fært mig hingað, því þessi vist á þessari jörð hefur verið heljarinnar ævin- týri. Alveg eins og líf Gerðu og hennar fjölskyldu, eins og líf okkar allra. Hún átti stóran þátt í því ævintýri þegar ég var að vaxa úr grasi. Heimili Gerðu, Guðmundar og strákanna í Borgarnesinu var í nokkur sumur mitt afdrep frá Mos-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.