Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 42

Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 42
42 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DANIEL PALMASON + Daníel Pálma- son fæddist á - Gnúpufelli í Eyja- íjarðarsveit 21. júní árið 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkra- f húsinu á Akureyri 19. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Pálmi Jónas Þórðarson, f. 1886, d. 1956, bóndi á Gnúpufelli, og Anna Rósa Einarsdóttir Torlacíus, f. 1872, d. 1948. Foreldrar Pálma voru Guð- laug Jónasdóttir og Þórður Daníelsson, hjón í Gnúpufelli. Foreldrar Onnu Rósu voru Þuríður Friðfinnsdóttir frá Seljahlíð og Einar Hallgrímsson Torlacíus frá Hrafnagili. Daníel átti fimm hálfsystkini. Eldri var sammæðra, Pálína Jónsdóttir sem lést í barnæsku og yngri samfeðra systkinin Sigríður Jónína sem lifír bróður sinn og Þórður, Þorsteinn og Birgir sem allir eru látnir. Móðir þeirra, stjúpmóðir Daníels, var Auður Þorsteinsdóttir frá Ytra-Dals- gerði, f. 1892, d. 1944. Daníel ólst upp í Gnúpufelli hjá ömmu —e sinni og afa og föður og stjúp- móður. Hann lauk prófi frá Al- Ef ég mætti yrkja, yrkja vild’ eg jðrð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngva seiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður blessun skaparans. (BjamiÁsg.) Daníel Pálmason tengdafaðir minn lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 19. mars síðastliðinn. Tuttugu og eitt ár er liðið síðan við hittumst í fyrsta sinn og man ég vel að ég kveið þessum íundi töluvert þar sem ég átti að hitta tengdafólk mitt í fyrsta skipti. Þegar ég var kynntur fyrir Daníel, tók hann í hönd mína og sagði á sinn hógværa og hlýja hátt: „Komdu sæll og blessaður, Gunnar minn,“ og fann ég strax að ég var CrfiscJrykkjur VsKingohú/ið GAPi-infi Sími 555 4477 >■>>:, . i:.i Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar i samráöi við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða við val á kistu og llkklæðum. - Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö í kirkjugaröi. - Organista, songhópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Llkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. Legstein. - Rutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til iandsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa fslands - Suðurhllð 35 - 105 Reykjavik. Simi 581 3300 - allan sólarhringinn. þýðuskólanum á Eið- um árið 1932 og vann einn vetur á fjórða áratugnum í bygging- arvinnu í Reykjavík. Hann fór að búa með ömmu sinni sem þá var orðin ekkja í Gnúpufelli árið 1935. Árið 1950 kvæntist Daníel Ingibjörgu Bjarnadóttur, f. 1926, frá Lambadal í Dýra- firði. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Gunnjóna Vigfúsdótt- ir, f. 1881, d. 1964, og Bjarni Sigurðsson, f. 1868, d. 1952, hjón á Fjallaskaga í Dýra- firði og síðar í Lambadal. Daníel og Ingibjörg eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Anna Rósa, f. 1950, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, var gift Sævari Erni Sigurðssyni framkvæmdastjóra. Þeirra dætur eru Linda Björk, f. 1973, og Katrín, f. 1981, og dótt- urdóttir Þórunn Björk, f. 1995. 2) Þórlaug, f. 1952, framkvæmda- sfjóri í Bandaríkjunum, gift Þor- steini Ernst Gíslasyni fiugmanni. Sonur hennar er Tómas Stefáns- son, f. 1976. Faðir hans er Stefán Sveinbjörnsson, prentari Reykja- vík. 3) Friðfinnur Knútur, f. 1954, verkfræðingur, Seltjarnarnesi, velkominn í fjölskylduna. Alla tíð síðan kvöddumst við eða heilsuð- umst á þennan máta og alltaf var sama hlýjan og festan í handtaki Daníels. Hann tók alltaf báðum höndum utanum mína. Það var eitt aðaleinkenni hans, hin mikla hlýja og alúð sem hann sýndi samferða- fólki sínu, náttúrunni og búpeningi. Þegar við kynntumst, voru þau hjón enn með tölverðan búrekstur á jörð sinni, Gnúpufelli. Hann byggði upp allan húsakost nema „gamla húsið“ sem byggt var 1930 en skemmdist mildð í eldsvoða árið 1956. Þegar litið er heim að Gnúpu- felli má sjá hve mikill smekkmaður Daníel var. 011 eru húsin í senn, reisuleg og traust, og heildarmynd bæjarhúsanna einstaklega falleg. Það er mér oft umhugsunarefni þegar ég geng um hlaðið hversu gíf- urleg vinna það hefur verið að koma upp öllum þessum húsakosti sem allur er steyptur fyrir árið 1960. Daníel var mjög listfengur og hagur í höndunum og ber uppbygging jarðarinnar þess glöggt merki. Þá UTFARARSTOFA OSWALDS si.Mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTl ÍB • 101 RLYKJAVÍK LÍKKlSTOVlNNUSTÖfÁ EWINDAR ÁRNASONAR kvæntur Örnu Þorvalds, leik- skólakennara. Þeirra börn eru Hilda, f. 1976, og Birkir, f. 1982. 4) Svanhildur, f. 1958, kennari á Akureyri, gift Gunnari Jónssyni framkvæmdasljóra. Þeirra synir eru Daníel, f. 1979, og Sigurður Þorri, f. 1989. 5) Friðjón Asgeir, f. 1967, slökkviliðsmaður og múrari, Reykjavík, kvæntur Heiðrúnu Arnsteinsdóttur kjóla- klæðskera og skrifstofumanni. Dóttir þeirra er Valdís Halla, f. 1996. Daníel var alla tíð bóndi í Gnúpufelli og sinnti auk þess mörgum störfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti og hrepp- stjóri og átti sæti í mörgum nefndum. Þá var hann kennari um nokkurra ára skeið, bæði farkennari á fjórða áratugnum og síðar við barnaskólann í Sól- garði. Einnig vann hann mikið að jarðabótum fyrir Búnaðarfé- lag Saurbæjarhrepps á fjórða og fimmta áratugnum. Hann var alla tíð áhugamaður um skóg- rækt og hin síðari árin þegar skepnubúskapur dróst saman voru kraftarnir notaðir í skóg- ræktina. Utför Daníels fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 29. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30 var skipulag innandyra þannig að allt var gert til þess að auðvelda vinnuna, hvort sem það var í gripa- húsum eða við heimilisstörfin. Bet- ur vinnur vit en strit, var eitt af hin- um mörgu spakmælum sem á lofti voru. Ég hafði ekki verið í sveit á mínum yngri árum og kunni ekkert til verka við þau margvíslegu störf sem vinna þarf til sveita. Strax fyrsta sumarið eftir að ég tengist fjölskyldunni fórum við í heyskap og fór þar Daníel fremstur í flokki og var unun að fylgjast með því hvemig hann vann og stjórnaði vinnunni við heyskapinn. Hann var af þeirri kynnslóð sem fæddist í torfbæ og lifði því alla þá gjörbylt- ingu sem orðin eru á híbýlum og tækni. Hann ólst upp við að öll vinna til sveita var unnnin með ber- um höndum og frumstæðum áhöld- um og upplifði þróunina til dagsins í dag, þar sem mannshöndin kemur vart nálægt hinum ýmsu störfum lengur. A sama tíma eru sveitir landsins að leggjast í eyði. Daníel var umhugað um að þau tæki og áhöld sem keypt væru til að auðvelda búreksturinn væru af bestu fáanlegri gerð, og kynnti hann sér allt sem í boði var á sinn nákvæma og víðsýna hátt áður en ákvörðun var tekin. Eftir að tækin voru síðan komin í hans eigu var passað upp á að fara vel með þau. Hann yfirfór þau og grandskoðaði reglulega, fylgdist með hvort ekki þyrfti að smyrja smurkopp hér og bletta með málingu eða bronsi þar. Þessi natni og ótrúlegi dugnaður skilaði sér vel í endingu tækjanna í Gnúpufelli og má til gamans geta þess að fyrsta dráttarvél Daníels, Farmall árgerð 1944 hefur alla tíð verið gangfær og er enn ef menn vildu nota hana. I þá daga stóð heyskapur í sex til átta vikur. Nú heyja ungu bænd- urnir allt á einni til tveimur vikum. Daníel var bóndi af lífi og sál. Hon- um þótti óendanlega vænt um jörð sína og var alla tíð óþreytandi að hugsa um og hlúa að henni, tína grjót úr túni og uppræta njóla. Hvergi var lófastór blettur vanhirt- ur. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og löngu áður en að skóg- rækt varð eins almenn og er í dag, girti Daníel töluverða spildu af jörð sinni upp í Sölvadal þar sem birki- leifar voru fyrir. I dag er þetta fal- legur gróðurreitur og er kallað að fara upp í „Skógarhólf ‘ þegar farið var til þess að líta eftir reitnum. Á sjötugsafmæli Daníels gáfu börn hans honum tölvert magn trjá- plantna sem settar voru niður í „Hálsinn“ sunnan við bæinn, í hólf sem þau hjón höfðu girt þar. Þetta er nú orðinn myndarlegur reitur, því þessar afmælisplöntur voru ein- ungis upphafið og mikið bæst við síðan, bæði í þetta hólf og önnur í landareigninni. Athygli vakti orðaforði og vönduð og fallega íslenska sem Daníel tal- aði. Hann var mikill málræktarmað- ur og var mjög annt um að börnin töluðu vandað mál. Kona mín segir mér að ósjaldan hafi pabbi hennar leiðrétt þau þegar þau sögðu eitt- hvað vitlaust og þá var það gert þannig að ekki var verið að skamm- ast með hávaða, heldur leiðbeint með þögnum eða með því að sjúga fast upp í nefið og ungviðinu þannig gefið til kynna að rétt væri að yfir- fara setningarnar eða orðin og gera betur næst. Daníel var afar fróður og las mikið bækur um íslenskan fróðleik og ævisögur. Hann þjáðist þó af augnsjúkdómi og oft komu tímabil sem hann gat lítið lesið. Þá hafði hann mikið yndi af Ijóðum og kunni ótrúlegt magn af þeim og átti ISAFOLD ÓLAFSDÓTTIR + Isafold Ólafs- dóttir fæddist í Miðkoti í Þykkva- bæ, Rangárvalla- sýslu, 18. maí 1918. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Þórðar- dóttir frá Jaðri í Þykkvabæ, f. 18. aprfl 1891, d. sum- arið 1965, og Ólafur Friðriksson frá Mið- koti í Þykkvabæ, f. 17. nóv. 1892, d. 22. júní 1978. Systkini Isafoldar eru: 1) Lára, f. 23. nóv. 1915, dó fjögurra mánaða. 2) Þóra, f. 8. jan. 1922, giftist 3. júlí 1962 Ölveri Fann- berg, stýrimanni og bónda frá Bolungarvík, f. 30. aprfl 1924. d. 3. nóv. 1976. Þau eignuðust einn son, Ólaf Fann- berg, starfsmann hjá gatnamála- stjóra, f. 1961. 3) Kristinn, f. 18. aprfl 1923, d. í nóv. 1963, ókvæntur og barn- laus. Isafold dvaldi á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund síðustu fimm æviár- in, en hafði unnið þar í tíu ár áður, eftir að hún fluttist úr Þykkva- bænum. Isafold verður jarðsungin frá Neskirkju á morgun, mánudag- inn 29. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararsljúri Undanfarið rúmt ár hefi ég komið vikulega að Grund og lesið smáveg- is fyrir vistmenn, þá sem viðstaddir kunna að vera í dagstofu þar. Venja mín var að líta inn til roskinnar konu, sem dvalið hafði um skeið á sjúkradeildinni. Hún kom á Grund fyrir fimm árum, en hafði unnið þar allmörg ár á undan. Var því öllum staðháttum kunnug. Grund er griðastaður íýrir þá sem kjósa að til að taka við ef menn rak í vörð- urnar, einnig ef hendingar voru á lofti og menn komu ekki fyrir sig hvaðan þær voru, var auðvelt að spyrja Daníel sem yfirleitt kom með svarið á sinn hógværa og lítilláta hátt. Hann var einstaklega vel að sér í landafræði og náttúrufræði, og engu líkara en hann hefði farið um landið þvert og endilangt og út um allan heim. Ég átti þess kost að fara nokkrar ferðir um landið með hon- um og er ógleymanleg sú mikla þekking og fróðleikur sem hann bjó yfir um þá staði sem við áttum leið um. Alla tíð fylgdist Daníel vel með þjóðmálum og hafði sínar skoðanir á þeim. Ekki fóru skoðanir okkar alltaf saman og ræddum við oft um stjórnmál og sýndist sitt hverjum en ekki skorti Daníel rökin því alltaf lá að baki skoðunum hans, mikil þekking á málefninu sem hann hafði tileinkað sér úr blöðum og útvarpi. Þá voru skoðanimar gjarnan settar fram á þennan sérstaka kímna hátt sem var svo ríkur þáttur í fari hans. Daníel naut mikils trausts sveit- unga sinna og margir leituðu til hans með margvísleg mál og reyndi hann að leysa hvers manns vanda. Hann var strangheiðarlegur og trúr. Þegar ég kynnist honum hafði hann að mestu lagt niður trúnaðar- störf fyiir hreppinn, en hafði bæði gegnt oddvita- og hreppstjórastörf- um. Einnig kenndi hann um nokk- urra ára skeið, bæði sem farkennari á fjórða áratugnum og síðar í Sól- garði. I seinni tíð hefur búskapur að mestu lagst af á nokkrum bæjum í næsta nágrenni Gnúpufells og svo er einnig þar. Þessi staða í íslensk- um landbúnaði á sér eflaust margar skýringar, en ekki var það auðvelt fyrir þennan metnaðarfulla mann sem aldrei sætti sig við hokur að horfa uppá þessa hrömun landbún- aðarins. Ég veit að Daníel átti ekki auðvelt með að horfast í augu við þá staðreynd að enginn varð til að taka við búi á þessari góðu og stóru jörð þar sem forfeðurnir hafa gengið um í heila öld og það var erfitt að halda öllu í horfinu svo ekki yrði skömm að þegar aldurinn færðist yfir. Ég tel það forréttindi mín að hafa kynnist Daníel Pálmasyni og hafa átt hann fyrir tengdafóður. Hann var óvenjulegt valmenni, sem ætíð tók manni fagnandi og var svo ein- staklega þakklátur, þó maður gerði ekki annað en að líta inn. Honum þótti afar vænt um börn sín og var mjög stoltur af þeim, enda þótt eiga rólegt og áhyggjulítið ævi- kvöld. Þegar heilsa og þrek ísafold- ar tók að þverra, kaus hún að setj- ast að á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hér í borg. Var það vel ráðið. Ég, sem þessar línur rita, kynnt- ist Isafold og ættfólki hennar er ég var skólastjóri og kennari í Þykkva- bæ. Þótt ekki sé nema um 15 ára dvöl að ræða á sama staðnum, skil- ur hún býsna mikið eftir. Þar ber að sjálfsögðu kynnin við fólkið hæst. Isafold bjó lengi með foreldrum sínum og var þeim stoð og stytta, ekki síst eftir að elli og krankleiki tóku að gera þeim sporin þung. Ég kom oft að Jaðri á mínum Þykkva- bæjarárum, og naut þar góðra veit- inga og sálufélags þeirra, er þar réðu húsum. Isafold var einhleyp alla ævi og skilur ekki eftir sig niðja. Hún var vel heima í dægurmálum samtímans og persónusögu, enda minnug vel. Við hana hafði ég oft ánægju að ræða. Hún var annars ein af þeim hljóðlátu í landinu og lét ekki mikið yfir sér. Isafold Olafsdóttir skilur eftir sig góðar minningar í hugum samferða- manna sinna. Hún hreykti sér ekki hátt í mannfélagsakrinum, aðrir létu þar meira til sín taka. Öll hverf- um við í gleymskunnar djúp, hvort sem við höfum mikið eða lítið látið til okkar taka á meðan við lifðum hér á jörð. Ég þakka ísafold góða samfylgd um fjóra áratugi. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum skólastjóri í Þykkvabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.