Morgunblaðið - 28.03.1999, Page 48

Morgunblaðið - 28.03.1999, Page 48
SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk Hvemig geturðu spilað við hund? Þetta er ekki hundur... þetta er svarti Jói, hinn frægi fljótabátafjárhættuspilari.... HA! l'LL BET HE(5 NEVER EVEN 5EEN A RlVER BOAT! Ha! Ég skal veðja að hann hefur ekki einu sinni séð fljótabát! Hvað raeð straumfallabát? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Guð, hjálpaðu okkur! Frá Ástþóri Magnússyni: FLUGTAK B-52 sprengjuvéla frá Fairford herflugvellinum í Bret- landi til loftárása á Júgóslavíu minnti á myndir úr seinni heims- styrjöldinni. Nokkru síðar slökkn- uðu öll ljós í Pristina, höfuðborg Kosovo, er raforkuver voru sprengd í loft upp af NATO. Um leið hvarf vonin um frið hjá tugum þúsunda óbreyttra borgara sem eru á ver- gangi vegna ástandsins. Eins og undanfarna mánuði, hef- ur stærsta hernaðarveldi heims nær einhliða tekið ákvörðun um sprengjuárásir, án þess að leita fyrst stuðnings hins alþjóðlega sam- félags í gegnum öryggisráð Samein- uðu þjóðanna. Með þessu háttarlagi er verið að tendra ófriðarbál sem á eftir að breiðast um heimsbyggðina á komandi árum. Allt logar fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem nær daglega eru gerðar loftárásir á Iraka, og nú fær Mið-Evrópa sinn skammt. Rússar hafa hótað að hætta samstarfí við NATO, og víst er að Kínverjar munu einnig hugsa sitt. Bandaríkjamenn sýna ótrúlegt ábyrgðarleysi á alþjóðavettvangi. Með fordæmi sínu eru þeir að gefa öðrum þjóðum, sumum hverjum sem stýrt er af einræðisherrum, skýr skilaboð um að hundsa megi hið alþjóðlega samfélag sem kemur saman hjá Sameinuðu þjóðunum, og þeir sem hafí hernaðarmáttinn geti notað hann að eigin vild. Hvað er langt í það að Kína vilji sýna hver stýrir Asíu? Taiwan situr í miðju hafsvæðinu sem um fara all- ir olíu- og hráefnisflutningar til Japans, helsta bandamanns Banda- ríkjanna í Asíu. Ef Kína fer að for- dæmi Bandaríkjanna og notar hern- aðarmátt sinn án samþykkis Sa- meinuðu þjóðanna til að innlima Ta- iwan aftur undir kínverska stjóm, munu Bandaríkin hervæðast gegn Kína samkvæmt samþykktum bandaríska þingsins. Hvar munu Rússar standa í slíkri stöðu? Hvor- um megin munu múslimsku ríkin verða? Ekki er ólíklegt að þessi ríki muni sameinast gegn bandarískum yfirráðum og þar með erum við komin á bólakaf inn í þriðju heims- styrjöldina þar sem hvor beinir að hinum tugum þúsunda kjamaodda sem geta útrýmt öllu lífí á jörðinni margsinnis. Vandamálin í Júgóslavíu og írak hafa verið augljós ámm saman. Hinsvegar hefur lítið sem ekkert verið gert til að finna raunverulegar leiðir til friðar. Aðgerðir hafa ein- kennst af yfirborðskenndum hroka Vesturlanda. Margra ára viðskipta- bönn sem hvað mest hafa bitnað á almennum borgumm hafa enn auk- ið á vandann og vanþróun þessara þjóðfélaga. Þeir einstaklingar og samtök, sem hafa reynt að benda á vitleysuna og haldið uppi andófi í þeim tilgangi að fá blindu kettling- ana, sem stjóma NATO-löndunum, til að sjá að sér, hafa svo sannarlega fengið vindinn á móti frá stjórnvöld- um, sem hafa reynt að grafa undan mótmælendum með allskyns undir- róðri. Það mátti sjá slíkt undirróðurs- starf á íslandi í hnotskurn um síð- ustu jól þegar utanríkisráðuneytið notaði sambönd sín og áhrif til að stöðva Flugleiðaþotu í flugtaks- stöðu, færa til baka að flugstöð og afferma 5 tonn af jólagjöfum og hjálpargögnum ætluð stríðshrjáð- um börnum í neyð. Sendandinn, Friður 2000, voru lýst óábyrg sam- tök í fjölmiðlum og þeim bent á að snúa sér til „ábyrgra" samtaka á Islandi og þar tilnefnd Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Sú stofnun hefur átt í viðræðum um pakka- flutningana við Frið 2000 í þrjá mánuði og eftir allan þennan tíma ekki enn „getað“ staðfest mögu- leika á flutningi og dreifingu pakk- anna. Þannig tókst utanríkisráðu- neytinu að tefja sendinguna um fleiri mánuði. Hins vegar með að- stoð aðildarfélaga Friðar 2000 er- lendis, og alfarið án aðstoðar hinn- ar íslensku hjálparstofnunar, er jólasendingin loks komin á leiðar- enda og verður hjálpargögnunum dreift í Baghdad um páskana. Því miður hafa nær 20.000 börn látist á þessum þremur mánuðum í Irak úr vannæringu, lyfjaskorti og hvít- blæði, sem bandarískar sprengjur úðaðar úraníum hafa valdið undir stuðningsyfirlýsingum íslenskra stjórnvalda. Hin blinda þjóð norðursins mun nokk fá sýn er styrjaldarástandið breiðist um jörðina og mannfólkið á Islandi og fiskamir í sjónum fá snert á hvítblæðinu. Þangað til situr græðgin og afskiptaleysið í fyrir- rúmi. Guð hjálpi okkur. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðai: 2000. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.