Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 €¦ MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG Áégað gæta bróður míns ? Reglur um aðstoð við þurfandi og bætur til tjónþola vóru, að mati Stefáns Friðbjarnarsonar, til staðar á fyrstu öld kristni í landi okkar. „Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, herar uppfyllt lögmálið." (Páll postuli) Allt það bezta sem einkennir vestræn þjóðfélög rekur rætur til kristinna áhrifa og viðhorfa. Til þess sem felst í orðum Páls postula: „Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Rristi fyrirgefið yður. Fáar þjóðir, ef nokkrar, hafa þó tileinkað sér þennan boðskap að fullu í samskiptum við umheiminn. Sama gildir um mannfólkið. Það éru maðkar í mysunni okkar flestra. Sem bet- ur fer er þó fjölmargt í samfé- lögum einstak- línga og þjóða, í breytni einstak- linga og þjóða, sem ber þess vottinn, að ná- ungakærleikur- inn lifir - og vísar veg. Við getum sem bet- ur fer flest tek- ið undir með Bólu-Hjálmari, sem sagði um sína samtíma- menn: „Guð á margan gim- stein þann sem glóir í mannsorpinu. Horfum lítil- lega til baklands okkar sem þjóðar, til kennileita náunga- kærleikans sem þar er að finna. Sterkar lfkur standa til þess að íslandi hafi verið skipt í hreppa, sveitarfélög, snemma á þjóðveldisöld. Heimildir um hreppa er að finna í Grágás, sem er samheiti nokkurra laga frá þjóðveldisöld. Hrepparnir vóru fyrst og fremst framfærzlu-, samábyrgðar-, samvinnu- og (eftir 1271) dómsagnarsvæði. Einar Laxness segir í íslands sögu sinni að hreppaskiptingin „eigi öðru fremur rætur að rekja til fátækraframfærzlu", en hafi einnig sprottið, „af þörf bænda til samvinnu við smölun (fjall- skil), réttir o.fl., þegar sauðfé fjölgaði". Jón Jónsson Aðils segir í Gullöld íslendinga „að aðalhlut- verk hreppsins hafi verið ómagaframfærzla, og eru ítarleg ákvæði um hana að finna í hin- um fornu íslenzku lögum". Framfærzluskyldan „hefur hald- izt sem eitt af aðalhlutverkum hreppanna fram á þennan dag", segir Jón Aðils, „hitt mun þykja nýstárlegra, að í fornöld voru hrepparnir um leið, hver út af fyrir sig, nokkurs konar inn- byrðis ábyrgðar- eða vátrygg- ingafélóg til að bæta hreppsbú- um skaða þann, er þeir kynnu að verða fyrir á nautpeningi eða húsum". Bændur nutu m.ö.o. ákveðinna trygginga ef bær brann eða búsmali féll. Því hefur verið haldið fram að þessi fornís- lenzku „tryggingaákvæði" hafi verið hin fyrstu sinnar tegundar meðal germanskra þjóða. Það má vissulega greina ábyrgðina á hag náungans í þessum fornu samfélagsreglum um framfærslu þeirra er verr Siglufjarðarkirkja, teikning Arnfinna Björnsdóttir, Abbý. stóðu að vígi í lífinu og bætur til þeirra er urðu fyrir tjóni á eign- um: húsum og búsmala. Þessar reglur þættu trúlega ekki full- nægjandi í dag, en þær vóru vís- ir að þróun og vaxandi samfé- lagsvitund. Tíund er skattur sem lög- leiddur var hér á landi árið 1096. Frumkyöðlar hans vóru Gissur biskup ísleifsson, Sæmundur fróði Sigfússon í Odda og Mark- ús Skeggjason lögsögumaður. Samsvarandi skattur var lög- leiddur áratugum síðar í Noregi. Tíund var hér á landi lögð á eftir efnahag (eignaskattur). Erlendis var tíundin hins vegar tekju- skattur, tíund af tekjum. Allir 16 ára og eldri, konur sem karlar, sem áttu tilteknar eignir, voru skattskyldir. Tíund var skipt í fjóra staði: fjórðungur gekk til bisk- upssetra (bisk- upa), fjórðung- ur til prests- setra (presta), fjórðungur til kirkna og fjórð- ungur til fá- tækra. Tíundin tók sínum breytingum í tímans rás. Lögtaka henn- ar ber þess vottinn að þeg- ar fyrir rúmum 900 árum - á fyrstu öld kristni í landinu - var þjóðin sem heild meðvituð um mikilvægi þess að koma bág- stöddum til hjálpar, meðvituð um mikilvægi samhjálpar í þjóð- félaginu. Seinni tíma löggjöf um félags- og heilbrigðisþjónustu ber sams konar viðhorfum vott. Sem og almannaviðbrögð, þegar neyð ber að dyrum hjá byggðarlögum eða einstaklingum, til dæmis náttúruhamfarir. Enn eigum við þó brekku eftir í þessum efnum. Skrifandi um tíund verður ekki fram hjá því horft að skatt- ar eru ekki beinlínis vinsælasta fyrirbærið í nútímanum. Flestir viðurkenna að vísu nauðsyn skattheimtu, en skoðanir eru skiptar um skattareglur og ráð- stöfun skatttekna. Menn ættu á hinn bóginn að geta verið sam- mála um að vinna að og standa vörð um þá þjóðfélagsgerð og það hagkerfi, sem stuðla að til- urð sem mestra verðmæta í þjóðarbúskapnum til að bera uppi almannavelferð og að rísa kostnaðarlega undir almanna- tryggingum, félagslegri þjón- ustu, heilbrigðiskerfi o.s.frv. Hvarvetna heims um ból má finna einstaklinga og þjóðfélags- hópa sem bera skarðan hlut frá borði. Þeirra hlut þarf að rétta. Það sem þér gerið mínum minnsta bróður það hafið þér og mér gert, sagði hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þau sannindi mega og vera öll- um ofarlega í huga að þegar maðurinn ýtir að lokum úr jarð- lífsvör hefur hann það eitt í farteski sem hann hefur fyrir aðra gert. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður við Morgunblaðið. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Einelti GREINAR sem ég las í Morgunblaðinu nýverið vöktu upp slæmar minn- ingar. Eg hafði svosem alltaf vitað að ég lenti í einelti sem barn, alveg fram á unglingsár, en þó alltaf getað haldið því lok- uðu í „læstum skáp" sálar minnar. Skyndilega var engin leið að loka á þá til- finningu, vegna þess að þegar ég las greinarnar brotnaði ég gersamlega niður. Þetta átti svo sann- arlega við um mig. Eg hafði bara aldrei sett samasemmerki á milli vanlíðunar minnar í dag og þess sem ég upplifði í æsku. Raunar á ég for- eldra sem eru alkóhólist- ar, svo að það gerði hlut- ina ekki betri, bætti að- eins gráu ofan á svart. Ég komst að raun um það að enginn fullorðinn vissi af þessu og ég veit ekki til þess að vinir mínir hafi vitað af þessu. Æsku- vinkonu mína þori ég ekki að spyrja, vegna þess að hún lenti sjálf í þessu og ég veit ekki til þess að hún geri sér sjálf grein fyrir því. Því sem ég lenti í myndu margir sennilega ekkert spá í; „geta krakk- ar ekki tekið stríðni"? I raun er það ekki spurn- ingin um stríðnina heldur þá staðreynd að engum er sífellt strítt nema að við- komandi hafi veikan punkt, oftast fleiri en einn og eigi jafnframt erfitt með að svara fyrir sig. Það eitt er nóg til að skaða sálina á einhvern hátt! En því miður er það sjaldnast stríðnin sem vekur óhug. Hvað gerir manneskja sem lendir í þessu? Margt í raun en fæst af því telst fagurt. Ég sem dæmi reyndi oft frá 11 til 14 ára aldurs að fremja sjálfsmorð, enginn vissi af því og fóik hefur verið að fá áfall er ég hef sagt frá því síðastliðin ár. Ég var á barmi örvænt- ingar, auðvitað finnst manni að barni eigi ekki að líða þannig. Ég var mjög feimin og óframfærin, þybbin, til- eygð og skáeygð, þótt ís- lensk væri. Nóg til að grunnskólaganga mín varð kvöl sem ég vildi eng- an veginn upplifa aftur. Ekki er ég tilbúin að fyrirgefa í augnablikinu. En þeir sem hafa gert öðrum þetta ættu að setj- ast niður og hugsa sín mál! Fórnarlömb eineltis hittast að Túngötu 7, Garðastrætismegin, á hverjum laugai'degi milli kl. 14-16. Svava Kristinsdóttir. Að eiga von á í stað þess að búast við ÉG ER orðin svo leið á því að heyra fréttamenn segja við viðmælandann: ,Áttu von á þessu," þ.e. einhverju sem er á verri veginn. Finnst þetta leið- inlegur fréttaflutningur. Nær væri að spyrja fólk: „Býstu við..." Kannski býst fólk við slæmum atburðum en það vonar það ekki. Orðsending GUÐMUNDUR Rafn Geirdal segir í Morgun- blaðinu þann 24. des. sl.: „Ekki er sannað að hann (Jesús) hafi nokkurn tíma verið til." Þessi ummæli TVIBURARNIR í fyrstu ferð sinni á Tjörnina. eru gjörsamlega út í hött og ekki sæmandi manni sem titlaður er „skóia- stjóri"_og „félagsfræðing- ur". Oteljandi voldugar sannanir eru til fyrir því að Jesús Kristur hafi ver- ið til. Hin miklu og víð- tæku áhrif, sem kenning- ar Jesú Krists hafa haft og hafa enn þann dag í dag, í bókmenntum, list- um, menningu, sigrandi mannlífi og fórnfúsum kærleika - á heilar þjóðir og lönd - má rekja til þess að Jesús Kristur, Guðs sonur, var hér á þessari jörð, gekk um kring og græddi alla sem til hans leituðu. Jesús Kristur er höfundur kristinnar trúar (Heb. 12:2), þess vegna er allt sannkristið fólk, fyrr og síðar, kröftug sönnun fyrir því að Jesús lifir og biður fyrir þeim, sem ganga fram fyrir Guð í bæn og trú (Heb. 7:25). Aðalheimildirnar um Jesúm Krist eru vitanlega í Biblíunni, orði Guðs, vegna þess að hann er Guðs sonur pg einnig Manns sonur. í Biblíunni er sagt frá fæðingu Jesú, starfi hans, kraftaverkum, dauða á krossi fyrir synd- uga menn, upprisu og himnaför. Eftir upprisuna birtist Jesú mörgum og má lesa um það í 1. Korin- tubréfi 15:5-9. Biblían kennir að Jesús hafi sest til hægri handar Guði (Heb. 12:2). Geta má þess að Jósefusi, sagnaritara gyð- inga til forna, farast svo orð um Jesúm frá Nasar- et: „Hann var kennari þeirra manna, sem með- taka sannleikann með vel- þóknun." Bestu kveðjur. Sóley Jónsdóttir, Akureyri. Verð næringar- drykkja LESANDI hafði sam- band við Velvakanda og var hann að velta því fyr- ir sér hvort ekki væri hægt að gera verðkönnun á næringardrykkjum. Segir hann að sér fmnist vanta yfirlit yfir verð á þessari vöru. Víkverji skrifar... TALSMENN ýmissa stofnana koma oft fram í sjónvarpi, og Víkverja finnst þeir þurfa að vanda mál sitt. „Stærðargráðurnar eru all- ar mjög stórar," sagði einn um dag- inn - og átti við, heldur Vfkverji, að allar fjárhæðir í reikningum stofn- unarinnar væru mjög háar. VÍKVERJI á marga góða vini á Akureyri. Sumir þeirra hafa rætt það í auknum mæli undan- gengin ár að réttast væri að sam- eina knattspyrnulið bæjarins, KA og Þór. Það yrði betra og árangurs- ríkara að leika sameinaðir í því augnamiði að ná á toppinn. Meiri líkur væru á því að það tækist en á meðan félögin berðust hvort í sínu lagi, enda hefði gengi þeirra verið vægast sagt afleitt upp á síðkastið. Það sjónarmið hefur heyrst á móti að ekki væri réttlætanlegt að sameina, af þeirri ástæðu að þá fengju færri leikmenn tækifæri með liðunum. Því hefur aftur á móti, af sameiningarsinnum, verið svarað á þann veg að vissulega fengju færri tækifæri í sameinuðu liði - en, vel að merkja, færri að- komumenn, því nokkuð mun hafa verið um þá hin síðari ár, einkum hjáKA. Svo eru þeir líka til sem vilja ein- faldlega ekki sameina lið félaganna, af hugsjónaástæðum. Vilja halda í þann ríg sem verið hefur á milli þeirra síðustu áratugi og sjá rautt þegar minnst er á sameiningu. ÞAÐ gerist ekki oft að íþrótta- maður skipti úr öðru Akureyr- arfélaginu í hitt, en hefur þó stöku sinnum gerst. Ormarr Örlygsson knattspyrnumaður er einn þeirra. Hann er fæddur og uppalinn í KA, lék reyndar í nokkur ár með Fram í Reykjavík - án efa bestu ár sín sem knattspyrnumaður - en gekk svo aftur tÚ liðs við KA þegar hann flutti norður á ný. En ferilinn end- aði hann hjá Þór, þar sem hann lék eitt sumar. Ekki líkaði öllum sú ákvörðun Ormars, og hagyrðingur nokkur norður í landi mælti fyrir munn þeirra óánægðu þegar hann setti saman vísu í tilefni félaga- skiptanna. Henni var nýverið laum- að að Víkverja, sem getur ekki stillt sig um að leyfa lesendum sínum að njóta. Hún mun hafa verið eitthvað á þessa leið: Boðorðin heldur að barnanna sið, svíkur ei mikið meira en við, þú stelur ei meira en gerist og gengur, og getur ei logið nema í því sé fengur, þú girnist ei konur í grannanna ranni, og Guð þinn elskar með sóma og sanni, en maðurinn er breyskur og brestur sem viður, og boðorðið sjötta það sveikstu, því miður, því að fara úr KA og festa sig Þór, það flokkast undir að drýgja hór. ÞVÍ verður eiginlega einnig að lauma að, að síðasti leikur Ormars fyrir Þór varð eftirminni- legur - fyrir flesta aðra en hann, það er að segja. Knettinum var nefnilega spyrnt í höfuð hans af stuttu færi um miðjan síðari hálf- leik, hann lék þó áfram um tíma en augljóst var af framferði hans að Ormarr vissi lítið sem ekkert hvað um var að vera! Honum var því skipt út af fljótlega og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í tvo daga. Og enn þann dag í dag man hann víst ekkert eftir þessum síð- asta leik á ferlinum ... xxx VINUR Víkverja var á heimleið eitt kvöldið, þegar hann sá svartan kött skjótast yfir götuna nokkuð fyrir framan bflinn. Vinur- inn snarhemlaði, þrátt fyrir að hafa aldrei verið sérstaklega hjátrúar- fullur, að sögn. Mundi þó eftir að svartir kettir eru taldir fyrirboði slæmra tíðinda og hann vildi ekki lenda í ógöngum. Ákvað því að leggja lykkju á leið sína; fara ekki áfram veginn sem blessaður köttur- inn hafði hlaupið yfir, heldur snúa við og velja aðra leið að heimili sínu. Hann hugðist því snúa við og bakkaði - beint á næsta vegg! Og segist aldrei munu taka hjátrú al- varlega framar! ÞESSI saga er lfka sönn: Nokkr- ir tólf ára drengir í Reykjavfk voru að tala saman á dögunum og Hallgrím Pétursson bar á góma. Þá sagði einn drengjanna: „Hallgrím- ur Pétursson; er það ekki körfu- boltaþjálfari?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.