Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 56

Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 Handmálaðir ____________________________ grískir íkonar Söngdísirnar (Heroines) •k'k'A Verð frá kr. 1.990 tíl 25.000 Falleg fermingargjöf Aðsendar greinar á Netinu (D mbl.is _e/777Aí4Ð TJÝTT Kraftmikil tónlistarmynd sem fjallar á dramatískan hátt um frægð, vináttu og mannkosti. Skemmtileg tilbreyting, einkum íyrir yngri kynslóðina. Þveröfugt við kynlíf (The Opposite of Sex) ★★★ Áhugaverð og vel leikin mynd sem byggir á vönduðu handriti, þar sem sjálfsvísandi frásagnarhætti er beitt á einkar hugmyndaríkan máta. í garði góðs og ills (Midnight in the Garden of Good and Evil) ★★% Um margt framúrskarandi kvikmynd sem miðlar töfrum Suðurríkjanna. Líður fyrir gríðarlegt umfang skáld- sögunnar sem hún er byggð á. Á niðurleið (Down Time) ★★'/2 Bresk hasarmynd að bandarískri fyr- irmynd þar sem ferskt sjónarhorn á Hollywoodlummur nýtur sín vel. Mafía ★★'/2 Allar helstu mafíumyndir leikstjóra á borð við Coppola og Scorsese eru teknar fyrir og skopstældar í prýði- legri gamanmynd í vitlausari kantin- um. Koss eða morð (Kiss Or Kill) ★★★ Hefðbundin, en þó ótrúlega nýstárleg, spennandi og skemmtileg þjóðvega- mynd frá Ástralíu sem veitir ómetan- legt mótvægi við einsleita sauðhjörð- ina frá Hollywood. FÓLK í FRÉTTUM Góð myndbönd Fullkomið morð (A Perfect Murder) ★★‘/2 Áferðarfalleg og sæmilega spennandi endurgerð Hitchcock-myndarinnar „Dial M For Murder“. Leikarar góðir en myndin óþarflega löng og gloppótt. Bambi ★★★■/2 Eitt frægasta meistaraverk Disney- fyrirtækisins er afskaplega fallegt og eftirminnilegt þótt boðskapurinn sé gamaldags og um margt úreltur. Hjarta Ijóssins (Lysets Hjerte) ★★★ Fyrsta framlag Grænlendinga til nor- rænnar kvikmyndamenningar er áhrifamikið og tekur á alvarlegum við- fangsefnum af einlægni og festu. Vesalingarnir (Les Misérables)*** Lífleg og kraftmikil aðlögun Bille Aug- ust á klassísku verki Hugos. Liam Neeson og Geoffrey Rush túlka erki- fjendurna Jean Valjean og Javert á ógleymanlegan hátt. Björt og fögur lygi (A Bright and Shining Lie) ★★‘/2 Enn ein Víetnammyndin, óvenju fróð- leg með þokkalegt afþreyingargildi. Malevolance (Mannvonska) ★★★ Ein af þessum sorglega fáu sem kem- ur verulega á óvart, sérstaklega fyrri JENNIFER Lopez geislar af kynþokka í Ut úr sýn. hlutinn. Mynd sem ætti ekki að valda vonbrigðum. Takk fyrir síðast (Since You’ve Been Gone) ★★'/2 Góð stemmning ríkir í þessari hnyttnu bekkjamótsmynd sem vinurinn David Schwimmer leikstýrir hreint ágæt- lega. Af nógu að taka (Have Plenty) ★★★ Andríkt og fyndið byrjandaverk ungs kvikmyndagerðarmanns sem leikstýr- ir, semur, klippir og leikur - og tekst vel tiL Gríma Zorrós (The Mask of Zorro) ★★★ Sígild hetjusaga í glæsilegum búningi sem þó hefur húmor fyrir sjálfri sér. Hopkins, Banderas og Zeta-Jones bera grímu Zorrós með sóma. Állinn (U Na Gi) ★★★ Hæglát mynd japanska leikstjórans Shohei Imamura sem blandar saman kyrrð og ofbeldi, fálæti og ástríðum á athyglisverðan hátt. Keimur af kirsuberi (Ta’m E Guilass) ★★★ Sterk og einföld mynd iranska leik- stjórans Abbas Kiarostami gefur inn- sýn í ytri og innri baráttu ólíkra per- sóna á fjarlægu heimshorni. Þjófurinn / Vor: ★★★ Ljúfsár og heillandi kvikmynd um lít- inn dreng sem finnur langþráða foð- urímynd í manni sem er bæði svika- hrappur og flagari. Úr augsýn (Out of Sight) ★★★ Óvenju afslöppuð en jafnframt þokka- full glæpamynd sem gerð er eftir sögu Elmore Leonard og ber fágað hand- bragð leikstjórans Steven Soderbergh. Guðmundur Ásgeirsson/Heiða Jóhannsdóttir/Ottó Geir Borg Gefðu fermingarbarninu flug með gjafabréfi íslandsflugs. FlugferÓ á einhverja af áfangastöðum íslandsflugs er ávísun á lítið ævintýri. Hringdu í síma 570 8090 eða á skrifstofu íslandsflugs í næsta nágrenni við þig og fáðu nánari upplýsingar. ISLANDSFLUG Bókaðu á netinu garir fleirum fært að fljúga www.islandsflug.is Upplýsingar og bókanir í sfma 570 8090 Kynning ó sundfatnaði í dog fró kl. 1317 Smáratorgi CHRIS TUCKER nyndbandi Jp-03.99j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.