Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 57
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 57 FOLK I FRETTUM , i i i i i -\ sigurmn ÞAÐ var mögnuð stemmning og mikil spenna þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn í Reykjavík áttust við í úrslitum spurningakeppninnar Gettu betur í Valsheimilinu á föstudagskvöld. Bæði liðin voru sigurviss fyrir keppnina og stóðu sig vel en M.R. hafði betur og sigraði með 26 stig- um gegn 24 stigum M.H. I verð- laun fengu sigurliðið, þjálfari þess og liðsstjóri vikuferð til Bareelona með Ferðaskrifstofu stúdenta auk bókmenntaverðlauna en bæði liðin fengu fyrstu þrjú bindi fslenskrar bókmenntasögu. Auk þess fengu öll nemendafélög þeirra skóla sem tóku þátt í átta liða úrslitum iMac tölvu frá Aco. Mikil vinna dómara Það er ekki síst dómari keppn- innar sem gerir hana spennandi. Að þessu sinni gegndi Illugi Jök- ulsson því embætti og með hnyttn- um og vel útfærðum spurningum hans var keppnin líflegri en oft áð- ur. „Ég er algerlega eins og undin tuska og barinn hundur og annað eftir því eftir þessa lokaviðureign," sagði Illugi sem taldi að spennu- falls gæti orðið vart hjá sér hvað af hverju. „Þetta er miklu meiri vinna en ég hélt og ég hef reynt að kanna hverja spurningu í bak og fyrir áð- ur en henni er varpað fram en samt er ég aldrei viss um nokkurn einasta hlut. Það var um 40 mínút- um fyrir þessa úrslitakeppni sem síðustu spurningunni var hagrætt örlítið svo að ekkert færi nú á milli mála." Það hefur ef til vill viljað MR-ingum til happs enda réðust úrslitin á lokamínútunum. Sigur sjöunda árið í röð Liðsmenn sigurHðsins, þeir Hjalti Snær Erhngsson, Sverrir Guðmundsson og Arnar Þór Stef- ánsson, höfðu tekið lífinu með ró á keppnisdaginn og voru afslappaðir rétt fyrir keppnina og að henni lok- inni voru þeir í sjöunda himni. „Mér líður mjög vel, hefur aldrei hðið betur," sagði Hjalti og brosti sínu blíðasta með fullt fang blóma. „Petta er sætasti sigurinn, stærsti salurinn og besta stemmn- ingin hingað tO að mínu mati," sagði Sverrir og Arnar bætti við að þetta hefði verið glæsilegur árang- ur. „Við þökkum sigurinn miklum æfingum, góðum þjálfurum og traustum aðstandendum," hélt hann áfram. „Það hefur verið talað um H-in þrjú: Hæfnin, heppnin og hefðin en það virðist vera hún sem skapar sigurinn," sögðu Sverrir og Hjalti einum rómi og Arnar var sammála og bætti við: „Við viljum þakka M.H. fyrir drengilega keppni en minnum þau á að það þýðir ekkert að kæra núna." -Hvernig ætlið þið að fagna sigrinum? „Við erum á leið í útgáfuteiti hjá skóla- blaðinu okkar á L.A. Café og síðan verður haldið heim til mín býst ég við," sagði Sverrir. „Og þar verður dansað og sungið fram á rauða nótt," sögðu félagarnir hlæjandi að lokum og tilhlökkunin skein úr augunum á þeim. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞEIR Hjalti, Sverrir og Arnar voru að vonum ánægðir með sigurinn. FULLT var út úr dyrum í Valsheimil- inu og hvöttu stuðnings- menn sitt lið til dáða. ISfíiallv Cá? SÍMI 5200 200 - OPIÐ MÁNUD. TIL FÖSTUD. KL 9-18. LAUGARD. KL. 10 - 14 FMAFENI7 (D RAÐGREIÐSLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.