Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ■SwíS Morgunblaðið/Ásdís Ferðamenn Aforma fjarkennslu fyr- 3 ir framhaldsskdlanema MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og sveitarstjóm Eyrarsveitar era að ræða um að hefja fjarkennslu á framhaldsskólastigi í Grandarfírði næsta haust, en um tilraunaverkefni yrði að ræða. Að sögn Önnu Bergs- dóttur, skólastjóra Grunnskóla Grandarfjarðar, hefur verið talað um Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Verkmenntaskólann á Akureyri sem tengiskóla. Hún reiknar með því að um 7 manns myndu stunda námið frá Grandar- firði. Anna sagði að ekki yrði um það að ræða að hver og einn nemandi myndi halda utan um sitt nám að öllu leyti sjálfur, heldur yrði námið sótt í grannskólann, þar sem tölvuverið yrði notað. Hún sagði að einn starfs- maður yrði þar til að leiðbeina og halda utan um hópinn. Anna sagði að hingað til hefði fólk þurft að yfirgefa heimabyggðina ef það vildi læra meira, en að nú byðist því að vera heima og stunda námið. Hún benti á að ekki yrði aðeins um möguleika fyrir unglinga að ræða heldur einnig eldra fólk sem hefði áhuga á að fara aftur í skóla. Hún sagði að þeir unglingar sem myndu kjósa að stunda námið frá Grandarfirði myndu líklega sækja félagslifið til Akraness, þannig að þeir myndu ekki einangrast félags- lega. við Tjörnina ÞÓTT enn sé vetur slæðast er- Iendir ferðamenn til íslands og fjölgar þeim sífellt sem vilja skoða landið í vetrarbúningi eins og þessar tvær ágætu konur sem virtu fyrir sér Reykjavíkurfjörn í góðviðri í vikulokin. Fer ferða- mönnum trúiega að fjölga enn eftir því sem vorið nálgast og slást þeir þar í hóp farfuglanna sem eru enn árvissari vorboðar. Ekki eru nema rúmar þijár vikur í sumardaginn fyrsta og má bú- ast við að sqjór og kuldi séu senn á undanhaldi. Vilja færa Elliðaárn- ar í fyrra horf VERNDARSJÓÐUR villtra laxastofna vill að raforkufram- leiðslu við Elliðaámar verði hætt, Árbæjarstífla verði rifin og árnar verði byggðar upp á ný sem laxveiðiár, þar sem gætt verði hófsemi við nýtingu. Sjóðurinn hefur unnið að skýrslum um áhrif virkjana og fleiri atriða á náttúralega laxa- stofna og rætt við borgaryfir- völd, að sögn Orra Vigfússon- ar, stjómarformanns sjóðsins. „Við höfum lagt til við borgar- stjóra að raforkuframleiðslu í Elliðaánum verði hætt og lagt fram ýmis gögn máli okkar til stuðnings." I greinargerð sjóðsins segir að upprunalegi laxastofninn í Elliðaánum sé í hættu. ímynd ánna sé léleg og hún sé óheppi- leg fyrir stefnumótun Reykja- víkurborgar í menningar- og ferðamálum. Hrein og tær á með heilbrigðum laxastofni sé mikilvægur þáttur í hugum borgarbúa og ferðamanna sem koma til dvalar í Reykjavík. Sjóðurinn segir kostnað við rannsóknir, eftirlit og vamar- baráttu þegar umtalsverðan og hann muni á allra næstu áram verða langtum hærri en hugs- anleg aukaútgjöld við orku- kaup annars staðar frá, sem sjóðurinn segir að myndi kosta Reykjavíkurborg 18-20 millj- ónir á ári. ■ Elliðaárnar verði/10 Fyrirhugaðar hval- veiðar Isiendinga Áhrifa farið að gæta í ferða- þjónustu SÖLUMENN íslandsferða erlendis og fulltrúar Ferðamálaráðs í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi era sammála um að fyrir- fD^ugaðar hvalveiðar Islendinga skapi neikvæða landkynningu og geti hadft umtalsverð áhrif á straum ferða- manna til landsins. Jákvæð mynd sem byggð hafi verið upp af íslandi sem náttúraparadís og ævintýraleg- um áfangastað hafi þegar beðið hnekki eftir að Alþingi samþykkti að hefja undirbúning hvalveiða. Mismikið hefm- verið fjallað um samþykktina í erlendum fjölmiðlum pg era áhrifin í réttu hlutfalli við það. I Bandaríkjunum hefur þegar borið á afbókunum ferðafólks og fyrii- fá- einum dögum barst skrifstofu - •^J'erðamálaráðs í Þýskalandi símtal frá hvalaverndunarsamtökum sem hóta skipulögðum áróðfi gegn ís- landi verði hvalveiðar hafnar að "ýju- Svíar virðast hins vegar láta sér áform íslendinga í léttu rúmi liggja og panta íslandsferðir eins og ekk- ert hafi í skorist. I Island/D2 Hugmyndir um að breyta Kísiliðjunni við Mývatn í verksmiðju sem framleiðir kísilduft Viðræður við Allied Efa hafnar að nvju RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að taka upp að nýju viðræður við Allied Efa, sem er að 40% í eigu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- ans hf. og að 60% í eigu bandaríska áhættufjárfestingafyrfrtækisins All- ied Resources Corp., um kaup fyrir- tækisins á 51% hlut ríkisins í Kísil- iðjunni við Mývatn. Ailied Efa ræddi við iðnaðarráðuneytið um slíkar hug- myndir seinasta haust en þeim við- ræðum var slitið í desember að framkvæði ráðuneytisins. Gylfi Arnbjömsson framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans hf., segir að þessar hug- myndir hafi kviknað eftir að Aliied Efa keypti hlut í norska fyrirtækinu Promeks Asa í október sl., sem ræð- ur yfir nýrri tækni við framleiðslu kísildufts. Ailied Efa fer með rneiri- hluta stjórnar í félaginu. Bjartsýnn á framleiðslu „Ég er þokkalega bjartsýnn á að við hefjum framleiðslu á þessu dufti hérlendis við Mývatn, en ég er hins vegar mjög bjartsýnn á að slíkt fyr- irtæki verði staðsett hérlendis. Þar sem til er gufa getur slíkt fyrirtæki starfað. Hugmyndir okkar varðandi Mývatn miða að því að breyta starf- semi Kísiliðjunnar þannig að hún hætti að framleiða kísilgúr og fram- leiði kísilduft þess í stað. Þá myndi hún hætta að nota vatnið sem hrá- efnisuppsprettu en þess í stað myndum við flytja inn kvars, sem er 98% kísill. Við gætum hins vegar nýtt tækin og mannauðinn í Kísiiiðj- unni við duftframleiðslúna," segir Gylfi. Viðræður lágu niðri frá desember þar til fyrir viku að forsvarsmenn Allied Efa höfðu samband við iðnað- arráðherra vegna breyttra að- stæðna og könnuðu áhuga á að við- ræður hæfust að nýju. Niðurstaðan var sú í ríkisstjórn seinasta þriðju- dag að heimila ráðherra að hefja viðræður og á miðvikudag undirrit- uðu aðilar samkomulag þar að lút- andi. „Ég vonast til þess að viðræð- ur hefjist strax eftir helgi og niður- staða liggi fyrir sem fyrst,“ segir Gylfi. Hann kveðst ekki vilja leggja mat á verðmæti Kísiliðjunnar enda bíði hennar að vera lokað. Námuleyfi verksmiðjunnar nær til ársins 2010 en talið er að fyrirtækið hafi hráefni til næstu þriggja ára úr þeim hluta Mývatns sem hún má nýta. 650 þúsund tonn á ári Kísilduft er notað sem fylliefni í m.a. pappír, málningu, tannkrem og hjólbarða. Árleg notkun þess á heimsvísu nemur um 650 þúsund tonnum en þörfin er talin fara hratt vaxandi. Heimsmarkaðsverð á kísil- dufti er afar breytilegt eftir hrein- leika efnisins, en er um þessar mundir á milli 900 dollarar og 7.000 dollarar tonnið. Til samanburðar má geta þess að heimsmarkaðsverð kís- ilgúrs er innan við 400 dollarar. Gylfi kveðst telja aðferð þá sem fyrirtækið hefur yfir að ráða við framleiðsluna hafa lægri framleiðslukostnað fram- yfir aðrar aðferðir sem notaðar era í heiminum. Ailied Resources Corp. er banda- rískt áhættufjárfestingafélag sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vinnsluiðnaði og orkufrekum iðnaði þar sem hægt er að koma við nýrri tækni. Islendingar era hluthafar í þessu fyrirtæki, þar á meðal Eign- arhaldsfélagið Aiþýðubankinn hf. , sem á tæp 5% og situr Gylfi í stjórn þess ásamt t.d. Skúla Þorvaldssyni, tryggingafélög, lífeyrissjóðir og ein- staklingar. Verðmæti Allied Reso- urces Corp. er talið nema á milli 40 og 50 milljónum dollara. Norska fyrirtækið Promeks byggist alfarið á áðumefndri framleiðsluaðferð og hefur aðeins einn starfsmann í vinnu, en verðmæti þess er metið um 10 milljónir dollara. Allied Efa hefur keypt 16% í Promeks og á alls kauprétt að 50,8% í fyrirtækinu. „Stór hluti kostnaðar við þessa framleiðsluaðferð kísildufts sem við eigum er vegna orku, einkum og sér í lagi gufuorku. Kísiliðjan er eina fyrirtækið hérlendis sem nýtir gufu- orku til iðnaðarnota í einhverjum mæli og því er sá kostur álitlegur. Við eigum hins vegar miklar gufu- orkulindir, þó svo að þær hafi ekki verið gerðar nýtanlegar enn sem komið er, en það virðist vera til bóta og má nefna Húsavík, Hveragerði, Reykjanes og Reykjavík í því sam- bandi. Meginhagkvæmni við stað- setningu hérlendis, sem gerir hana arðbærari en annars staðar, er einmitt gufuorkan," segir Gylfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.