Morgunblaðið - 10.04.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 10.04.1999, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Raunhæft markmið að sleppa Keikó Charles Vinick, framkvæmdastjóri Ocean Futures-stofnunarinnar, sem hefur umsjón með háhyrningnum Keikó, segir að Keikó sé mjög hraustur og hafí lagað sig vel að nýjum aðstæðum. I samtali við Grím Gíslason, fréttaritara í Vestmannaeyjum, segir hann að það sé raunhæft markmið að sleppa hvalnum. FREE Willy Keikó-stofnunin og Jean Michel Cousteau-stofnunin hafa nú verið sameinaðar í nýrri stofnun sem ber nafnið Ocean Fut- ures. Þessi nýja stofnun mun hafa umsjón með Keikó, sjá um þjálfun hans og standa straum af kostnaði við háhyminginn. Charles Vinick, framkvæmdastjóri Ocean Futures, var á ferð í Eyjum um páskana þar sem hann fylgdist með Keikó og ræddi við starfsmennina sem ann- ast Keikó í kví hans í Klettsvíkinni í Eyjum. Charles sagði í samtali við Morg- unblaðið að helstu ástæður fyrir sameiningu stofnananna tveggja hefðu verið að þeir sem hafi staðið að þeim hafi talið að með samein- ingunni myndaðist mun sterkari stofnun sem gæfi aukna möguleika þegar horft væri til framtíðar. Hún myndi ekki bara beina sjónum sín- um að þessum eina hval, Keikó, heldur væri hann fyrst og fremst táknmynd fyrir helsta viðfangsefni stofnunarinnar, hafið og lífríki þess. „Fólk um allan heim þekkir Keikó og einnig Cousteau og tengir þessi nöfn við hafið. Það er styrk- Ieiki okkar f þessu starfí,“ segir Charles. Hann segir að Ocean Fut- ures-stofnunin muni fyrst og fremst beina kröftum sínum að fimm sviðum: hafinu og ástandi hafsins, sjávarspendýrum, kóral- rifjum, lífríkinu við strendur víðs- vegar um heim með tilliti til meng- unar og fiskveiðum og nýtingu fiskistofna. Keikó hraustur og aðlagast náttúrunni vel „Ocean Futures á að vera tákn fyrir hafið og velferð hafsins þannig að hagsmunir Islendinga og stofn- unarinnar fara vel saman,“ segir Charles. Charles segir að vel hafi gengið með Keikó síðan hann var fluttur í kvína í Klettsvíkinni síðasta haust. Meginmarkmiðið sem sett hafi ver- ið í haust hafi verið að komast klakklaust í gegnum veturinn. Veð- ur hafi oft verið erfið og talsverður tími hafi farið í að bæta sjókvína og aðlagast aðstæðum í Eyjum svo minni tími hafi gefist til að þjálfa Keikó. Mikið hafi verið lagt upp úr að fylgjast með heilsufari og líðan Keikós og hegðunarmynstri hans eftir að hann kom í náttúruleg heimkynni. Allar rannsóknir, blóð- sýni og annað, sýni að Keikó sé mjög hraustur og hafi aðlagað sig vel nýjum aðstæðum. Það þurfi þó að vinna í vaxandi mæli að endur- hæfingu og þjálfun hans. Hann sé t.d. mjög forvitinn og þurfi að fylgj- ast með öllu sem gerist og því hegð- unarmynstri þurfi að breyta. Hann segir að nú þegar vorar verði megináhersla lögð á þjálfun Keikós með það að markmiði að hægt verði að sleppa honum laus- um og sú þjálfun verði meginvið- fangsefni næstu mánaða. „Eg hef fulla trú á að í framtíðinni verði hægt að sleppa Keikó frjálsum og hann geti spjarað sig. Hann sýnir nú þegar talsverð merki þess að hann sé að færast nær uppruna sín- um. Hann hefur orðið minni sam- skipti við fólkið sem annast hann og er meira og lengur í kafi en áður. Það er eins og hann sé orðinn meira í eigin hugarheimi. Hann hefur haft mikinn áhuga á að skoða þá sem komið hafa að skoða hann og um leið og bátur hefur nálgast kvína hefur hann rekið hausinn upp og fylgst lengi með. Um páskana var ítölsk sjón- varpsstöð með beina útsendingu frá kvinni og þegar bátarnir komu að henni rak hann hausinn aðeins upp úr skamma stund en kafaði svo aft- ur og sýndi þessu umstangi engan áhuga. Þetta er merld um jákvæða breytingu á hegðunarmynstri hans. Keikó er tilvalinn einstaklingur til að takast á við það erfiða verk- efni að aðlagast aftur náttúrulegum heimkynnum eftir langa fjarveru frá þeim. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Hann hefur stað- ið af sér ferðalög frá Islandi til Kanada, þaðan til Mexíkó, síðan til Oregon og svo aftur til Islands. Á þessu tímabili hefur heilsa hans sveiflast upp og niður og aðbúnaður verið misjafn. Hann hefur þó staðið þetta allt af sér og er í dag heilbrigður. Það eitt segir okkur að Keikó er sterkur og getur tekist á við erfið verkefni. Síðan hann kom í kvína í Klettsvík hefur ekkert komið fram sem segir að ekká verði hægt að sleppa hon- um og enginn vafi er á að það er markmið okkar. Það er því raun- hæfur möguleiki að Keikó verði aft- ur frjáls í hafinu," segir Charles. Lifandi laxi sleppt í kví Keikós Eitt af því sem unnið hefur verið að undanfarið varðandi þjálfun Keikós er að sleppa lifandi laxi í kvína hjá honum svo hann geti veitt sér til matar. Charles segir að þetta hafi þó verið ýmsum vandkvæðum háð því illa hafi gengið að koma lax- inum sprækum í kvína. Laxinn hafi verið fluttur til Eyja í tönkum og hafi hann virst hálfslappur og vank- aður þegar honum hefur verið sleppt í kvína. Árangur af þessu hafi því ekki verið eins og vænst var. Þótt erfitt sé að fylgjast með atferli Keikós neðansjávar sé vitað að hann hefur veitt eitthvað af þessum laxi og étið en eitthvað af laxinum hafi sloppið úr kvínni. Hann segir því ekki ákveðið hvort áfram verði reynt að flytja lifandi lax til Eyja til að sleppa í kvína. Það þurfi að meta stöðuna í ljósi reynslunnar áður en áfram verður haldið með það. Skoðunarferðir að kvínni og ferðamiðstöð opnuð Charles segir að eitt þeirra nýju verkefna sem nú bíði sé að skipu- leggja ferðir ferðamanna að kvínni. Ákveðið hafi verið að gefa ferða- mönnum kost á að sjá Keikó í kvínni og verði þessar skoðunar- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson CHARLES Vinick, framkvæmdastjóri Ocean Futures. ferðir í samvinnu við PH Víking sem mun sjá um að ferja ferða- mennina út að kvínni. Reiknað sé með að báturinn sigli að kvínni í 25 til 30 metra fjarlægð og þaðan gef- ist ferðamönnum færi á að sjá hann. Samhliða því að þessar ferðir hefjist verði sett upp miðstöð í Fé- lagsheimilinu við Heiðarveg þar sem saga Keikós verði rakin í máli og myndum og ýmsar upplýsingar verði til staðar fyrir ferðamenn. Þá verður einnig sýnd þar heimildar- kvikmynd um Keikó. Þessi miðstöð verði sett upp í samvinnu við bæjaryfirvöld og sé nú unnið að endurbótum á Félags- heimilinu með það fyrir augum að koma þar fyrir þessari ferðamið- stöð. Auk þess segir hann að víðs- vegar í bænum muni ferðamenn geta keypt sér minjagripi sem tengjast Keikó. „Það má því segja að það sé þrennt sem við erum að vinna að núna varðandi Keikó. I fyrsta lagi er það vinnan við hvalinn sjálfan. I öðru lagi er það fræðsla til almenn- ings og í þriðja lagi er það svo að skipuleggja ferðaþjónustuna sem tengjast mun Keikó,“ segir Charles. Góður fjárhagslegur bakgrunnur Charles segir að fjárhagslegur bakgrunnur Ocean Futures sé góð- ur. Oflugir aðilar standi á bak við stofnunina og fjármagn. til Keikó- verkefnisins sé tryggt. Warner Bros kvikmyndafyrirtækið, Huma- ne Society-stofnunin og Craig McCaw hafi látið fjármagn til Keikó-verkefnisins af hendi rakna og séu bakhjarlar nýju stofnunar- innar. McCaw sé t.d. formaður stjómar Ocean Futures og Jean Michel Cousteau sé forseti stofnun- arinnar. Stofnunin sé því með mjög sterka bakhjarla og segist hann þess vegna ekki hafa áhyggjur af fjárhagslegri framtíð. Aðspurður segir Charles að Oce- an Futures hafi enga skoðun á þeirri ákvörðun Alþingis Islendinga að hefja hvalveiðar á ný. „Það er ekki okkar mál að hafa skoðun á því. Við erum hér vegna Keikós og vinnum að rannsóknum á honum í samstarfi við Háskóla Islands og Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyj- um. Við teljum að hver þjóð eða þjóðflokkur eigi að ákveða sjálfur stefnu í sínum málum án þess að við blöndum okkur í það. Stefna Ocean Futures er að fást við sjálf- bæra þróun og líta verður á sér- hvert málefni í samhengi við sjálf- bæra þróun. Hvorki McCaw, Cousteau eða ég erum hlynntir hvalveiðum, en þrátt fyrir það er það ekki okkar að þvinga þeim skoðunum upp á aðra eða að þvinga þá til einhverra til- tekinna aðgerða. Við erum hér til að vinna að velferð Keikós og sú vinna á ekki og má ekki blandast pólitík á nokkurn hátt,“ sagði Charles. Island hefur skapað sér nafn varðandi sjálfbærar veiðar „Við viljum gera allt til að vemda hafið og þegar ég tala um verndun hafsins geng ég út frá sjálfbærri þróun. Island hefur skapað sér nafn á alþjóða vettvangi varðandi stjórn- un fiskveiða og verndun fiskistofna með sjálfbærar veiðar að markmiði. F ólk um allan heim getur þvi horft til Islendinga, lært af fiskveiðum þeirra og umgengni við fiskistofn- ana. Það er því vel við hæfi að Ocean Futures og Keikó séu hér á Islandi þegar við reynum að teygja okkur til fólks um allan heim og koma á framfæri skilaboðum um bætta um- gengni við haflð. Bætt umgengni við hafið skiptir okkur öll máli og ljóst er að það er Islendingum gríðarlega mikið hagsmunamál að vel sé geng- ið um hafið og auðlindir þess,“ segir Charles Vinick að lokum. / X5^ Lcksins hafa allir Isiartdingar jafna ntigulaika á því að eignast hágæða filvu mefi 5 ára ábyrgfi Tílboð 1 Intel P-ll Celeron A 400 Mhz / 17" hágæða 100 Mhz skjár 8,4 GB UDMA diskur / 64 Mb. SD-RAM / 40 hraða geisladrif ATI Range II + AGP skjákort /100 riða 3D / 32 bita hljóðkort 56K módem / 3 mánuöir ókeypis á Internetinu / innbyggöur faxbúnaður og símsvari / hátalarar / mús, disklingadrif og lyklaborö / Windows 98 uppsett, geisladiskur fylgir. 108.800,- Tflboð 2 Intel P-ll Celeron A 400 Mhz /17' hágæða 100 Mhz skjár / 8,4 GB UDMA diskur 64 Mb minni/40 hraða geisladrif / Woodoo II alvöru skjáhraðall 12+4 MB / ATI Range II + AGP skjákort 100 Mhz 3D / SB Live! Value hljóðkort / Fjórir Surround hátalarar og bassabox, allt frá Creative / Öflugur 3D leikjapakki: G Police, Incoming, Actual Soccer 2, Ultimate Race Pro / 56K módem / 3 mánuðir ókeypis á Internetinu / innbyggður faxbúnaður og slmsvari / mús, disklingadrif og lyklaborð / Windows 98 uppsett, geisladiskur fylgir. (Dtatunb l 1 d

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.