Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 54
«* 54 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ V Lífríki Elliðaánna VEGNA greinar Stefáns Pálssonar um Elliðaárnar í MBL 7. apríl tel ég rétt að ít- reka eftirfarandi álit sérfræðinga Veiði- málastofnunar „að meta alvarlega fýsilegt sé að raforkuvinnslu liðaánum og rífa þar með Árbæjarstíflu." Þetta virðist nokkuð afdráttarlaust. Þetta er aðeins ein af tugum tilvitnana sérfræðinga sem komið hefur verið á framfæri í ítarlegri samantekt til borgar- yfirvalda. A ársfundi Veiðimálastofnunar, VMST, var vistkerfi Elliðaánna í heild sinni ekki til umræðu, aðeins Orri Vigfússon fjallað um afmarkaða þætti í lífríki ánna sem hentuðu e.t.v. fyrst og fremst raforkusjónar- miðunum. A fundinum komu fram tvær mikil- vægar spumingar. Sú fyrsta varðaði náttúru- lega stofna Elliðaánna samkvæmt greiningu Alþjóða Hafrannsókn- arráðsins, ICES. Vís- indanefnd ráðsins leggur áherslu á að að- eins lax sem á foreldra sem hafa hfað allt sitt líf í náttúrulegu um- hverfi sé náttúrulegur lax. Klaklax úr seiða- stöð, jafnvel af Elliða- árstofni, er sérstaklega tilgreindur sem náttúruaðlagaður lax sam- kvæmt skilgreiningu vísindanefnd- Þessi þrjú atriði endu- spegla áhyggjur manna af því, segir Orri Yigfússon, að náttúru- legur hrygningarstofn Elliðaánna hafí látið umtalsvert á sjá. arinnar. I svari sínu vísaði sérfræð- ingur VMST slíkum forsendum nánast á bug. Þar erum við algjör- lega ósammála og styðjumst við vísindanefnd ICES, sem annar sér- fræðingur Veiðimálastofnunar á reyndar sæti í. Seinni spumingin kom frá Krist- jáni Guðjónssyni formanni Stanga- veiðifélags Reykjavíkur sem gerði alvarlegar athugasemdir við mat á veiðiálagi, en hér áður fyrr vom miklu færri stangir leyfðar í Elliða- ánum. Þá má bæta við þriðju athuga- semdinni, þeirri að Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur nýlega breytt gögnum um laxagöngur í EUiðaán- um fyrir 1985. Fyrri upplýsingar Rafmagnsveitu Reykjavíkur sýna að göngumar vom umtalsvert stærri. Þessi þrjú atriði endur- spegla áhyggjur manna af því að náttúrlegur hrygningarstofn El- liðaánna hafi látið inntalsvert á sjá. Því miður era forsendurnar miklu fleiri og alvarlegri. I botndýra- rannsókn Líffræðistofnunar Há- skólans segir m.a. að botndýrasam- félög Elliðaánna em lengur að ná fyrri fjölbreytileika og að endur- teknar rennslistmflanir leiða því til þess að samfélög botndýra verða mun einsleitari en ella. Niðurstaða mín er sú að taka ekki frekari áhættu og hefur borg- arstjóri til dæmis bent á ódýra orku frá Nesjavöllum. Höfundur er stjómarformaður- NASF - Vemdarsjóðs villtra laxastofna f Atlantshafi. Þeir hæða vorn rétt til að lifa ISLENSKT MAL Þúsund er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, þær þúsundirnar og þau þúsundin. Þetta er einnig til í gerðinni þúshund, og berast þá senn böndin að orðinu hund- rað, eins og okkur hefur líklega granað. Þúsund á sér svipuð frændyrði í fjölda mála, þó ekki grísku og latínu. Asgeir Blöndal Magnússon segir að forliðurinn þús- eigi skylt við þjós = kjöt- flikki og sögnina að þusa tala hratt og mikið. Þús- er sem sagt áhersluforskeyti, og þúsund merkir þá „stóra talan“ eða „fjöl- hundruð". Og Á.B.M. bætir við: „Orðið þúsund sýnist vera sam- eiginlegt Germönum, Böltum og Slövum.“ Þúsund á latínu er mille og þaðan fáum við orðið niilljón. Hundrað er á latínu centrum, og nú fer allt að líkum samkvæmt lögmálunum. Það getur í máli okkar bæði táknað 12 tugi (stórt hundrað, tólfrætt hundrað) og 10 tugi (tírætt hundrað), og svo er jafnan haft á dögum okkar. Hund var algengt forskeyti, haft til áherslu, en sumir hafa ruglað því saman við nafnorðið hundur. Ef maður er hundgam- all, þá hefur hann lifað svo sem hundrað ár, en er ekki „gamall eins og hundur“, enda verða menn að jafnaði eldri. En fyrir áhrif frá orðinu hundur tökum við ekki svo til orða um nána ættingja að þeir séu hundgamÞ ir, heldur til dæmis fjörgamlir. í fomu máli segir frá hundmörg- um mönnum. Þeir hafa sjálfsagt skipt hundraðum, en hundblaut- ur er dregið af hundinum sem liggur oft úti, þótt illa viðri. I lat- ínu heitir hundurinn canis og era þá sömu lögmál að verki og í centrum/hundrað. Til eru þeir málfræðingar sem láta sér þetta ekki nægja og spyrja: Hvers vegna heitir hund- urinn hundur? Einn norskur, mjög hugmyndaríkur, sagði sem svo: Fundur er skylt sögninni að finna-fann-fundum-fundinn. Þar af leiðir, sagði hann, hefur verið til sögnin að hinna sem auðvitað hefur beygst eins og finna og verið skyld orðinu hundur. Hún hefur merkt að veiða, því að hundurinn veiðir: ergo hundur er = veiðidýr, sbr. sögnina að hinna. ★ Fyrir nokkru hrósaði ég Sig- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1000. þáttur valda Júlíussyni þul fyrir að breyta í tilkynningalestri „kirkj- an“ opnar í kirkjan verður opn- uð. Birgir Þórðarson á Önguls- stöðum hefur komið að máli við mig og beðið mig að ítreka þetta efni. Honum leiðist ákaflega hversu oft er ranglega farið með sögnina að opna. Umsjónarmað- ur tekur þessu fúslega. Sögnin að opna er áhrifssögn, það er stýrir falli. Dæmi: Eg opna munninn. Hann opnaði dymar (ekki hurðina). Dymar, tH að mynda, kunna hins vegar ekki að opna neitt, né aðrir dauð- ir hlutir. Hús kunna ekki þá list að opna. En ef við notum mið- mynd í þolmyndarmerkingum, þá getur húsið opnast, eða þá dymar opnast. Og svo verða þessi fyrirbrigði þrásinnis opn- uð. Þá grípum við til þolmyndar, eins og þulurinn, og segjum: Dyrnar verða opnaðar, húsið verður opnað klukkan níu. Hús- ið „opnar“ hins vegar ekki nokkum skapaðan hlut, ekki einu sinni sjálft sig. I Handbók Ara Páls stendur stutt og laggott: „Verslunin er opnuð kl. 9. (Ekki: „Verslunin opnar kl. 9.“) Fólk opnar en staðir era opnaðir.“ Og ekki sakar að bæta við úr Handbókinni: „opnunartími" - Fremur: afgreiðslutími, þjón- ustutími. “ Og Kristinn Hrafns- son á Stöð tvö fær gott prik fyrir að segja afgreiðslutími oftar en einu sinni og það á páskadags- kvöld. ★ Hlymrekur handan kvað: Mælti Jónína Jakobs á Klöpp: Eg er núorðið dáb'tið slöpp það tekur á fætur ogtefstframánætur að taka allan skrattann á löpp. ★ Þessi þáttur er nú orðinn svo langlífur sem sjá má, og er það einkum til marks um ódræpan áhuga íslendinga á máli sínu. Umsjónarmaður hefði aldrei haft hugmyndaflug til þess að sjá svo lengi um þáttinn, ef ekki hefðu komið til bréf, samtöl, símtöl, hvatningar og spurningar, þetta er gleðilegt. Áhuginn er mikill og víða. Þetta vissi Matthías Jo- hannessen skáld, þegar hann bað mig árið 1979 að taka að mér að sjá um vikulegan þátt um ís- lenskt mál í Morgunblaðinu. Blaðið hefur undir núverandi stjóm lengi verið eitt helsta brjóstvígi íslenskrar tungu, og hefur verið gott með okkur Matthíasi allar götur frá við kynntumst nemendur í íslensk- um fræðum við Háskóla íslands. Ég þakka Matthíasi allt það sem að mér snýr varðandi þenn- an þátt og blaðinu fyrir vakandi varðstöðu um mál okkar. Starfsmenn blaðsins, margir hverjir: viðtakendur, setjarar, umbrjótendur og prófarkalesar- ar eiga ekki síður mikið lof skilið. Vandvirkni þessa fólks hefur lengi verið stök. Má heita að ár- um saman hafi prentvillur heyrt til algjörra undantekninga í pistlunum. Eru þó handritin oft vandsett mjög og misjafnlega vel úr garði gerð af hendi umsjónar- manns. Og þá eru það allir, sem hafa haft samband við mig, lífs og liðnir. Margir tryggustu vinir þáttarins eru horfnir. Tryggir vinir þessa þáttar þreyta sína ferð. Ýmist dagar eða náttar. er sú skipan gerð. Lifendum hollvinum þáttarins flyt ég bestu kveðjur og hvet þá til þess að láta ekki af skiptum sínum af þættinum. Hann er ekki dómstóll, þótt auðvitað sé hann litaður meir en lítið af smekk og viðhorfum umsjónar- manns. En hann er þó einkum vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga, og umræðugrund- völlur. Tómlæti gagnvart tungu okkar er verst. Alltaf sjást og heyrast skugga- leg teikn, en góðu fréttimar eru miklu fleiri. Hvert þrekvirkið af öðra er unnið, og umheimurinn hefur tekið eftir því að okkur er ekki sama um arf okkar í máli og menningu. Við höfum vissa sam- úð, og ekkert getur komið ís- lensku máli fýrir kattamef nema við sjálf. ★ Festum oss í minni hvert ferð vorri skal stefnt kynslóð eftir kynslóð yfir krappan sjó tímans: til landnáms hið innra er lífi voru stefnt höndum vorum, geði og hug og tungu. _ (Hannes Pétursson; úr Óði til Islands.) eins og menn MORGUNBLAÐINU laugardaginn 13. marz 1999 var afar sér- kennileg grein eftir framsóknarmanninn Hjálmar Amason und- ir heitinu „Mesta hækkun almanna- trygginga". Við lestur greinarinnar komu í hug mér orð ónefnds verkalýðsforingja: „Ef þú stendur með annan fótinn í ísköldu vatni og hinn fótinn í sjóð- andi heitu vatni þá líð- ur þér ekki vel að með- altali“. Það er nefnilega svo að þótt prósentutölur ,frá Þjóðhagsstofnun og mældar af hlutlægni" séu settar í ramma þá er ekki hægt að draga fram lífið af þeim fáu krónum sem bera uppi prósentumar. Greinarhöfundur til- tekur m.a. stórkostlega hækkun kaupmáttar heimilisuppbótar á yf- irstandandi kjörtímabili, heil 71,4%. Hvað skyldi hann vera að mæla hér? Jú, heildarapphæð óskertrar heimilisuppbótar er í febrúar 1999 13.836 krónur. Það þarf engan snilling til að reikna út hvað þessi „myndarlega" hækkun hefur þýtt í raun. Það er sama hvemig fólk snýr sér í bótakerfinu að heildartekj- umar liggja kringum 65.000 krón- ur. Nánar tiltekið fær ellilífeyris- þegi sem hefur grannlífeyri, fulla telgutryggingu, óskerta heimilis- uppbót og óskerta sérstaka heimil- isuppbót samtals krónur 65.268 og örorkulífeyrisþegi 810 krónum meira. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að lifa af þessum upp- hæðum jafnvel þótt fólk hafi ára- langa þjálfun í að velta hverri krónu. Það skiptir ekld nokkra máli hvort ástandið hefur verið betra eða verra í tíð framsóknarí- halds, krata eða hverra. Upphæð- imar era gróf móðgun við það fólk sem ætlað er að lifa af þeim. Svör ráðherra og annarra stjómarliða við spumingum um hvort þeir myndu treysta sér til að lifa af bót- um almannatrygginga á borð við „Já, ég þyrfti að vísu að skipta um lífsstíl" eða „Já, það er bara að sníða sér stakk eftir vexti“ era van- virðing á rétti launþega almanna- trygginga til að lifa eins og menn. Launin frá Tryggingastofnun ríkis- ins bjóða hvorki upp á einn né ann- an stakk eða lífsstíl heldur hreina eymd. Frá því að Islendingar höfnuðu efnahagslegri viðmiðun í trygg- ingakerfinu hefur verið stagað svo hressilega í það að í dag lítur kerfið út eins og bútasaumsteppi. Al- mannatryggingakerfið er gjörsam- lega ónýtt og þarf gagngerrar end- urskoðunar við. Það er vissulega áhugavert að vita hverjir era ábyrg- ir fyrir vafasömum prósentum og vesæld- arlegum upphæðum í tryggingakerfinu og það er eðlilegt að tals- menn Alþýðuflokks og Framsóknar takist á um hvor flokkurinn beri ábyrgð á meiri skerðingu á lífskjöram öryrkja og aldraðra í samstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn á þess- um áratug. Kjósend- um er einnig hoHt að hafa í huga hvernig flokkar haga sér þégar þeir fá stjómartauma í hendur. Nú þegar líður að kosningum er ekki síður áhugavert að vita hveijir treysta sér tH að stokka kerfið upp og gera það mannsæmandi. Ég ðótakerfið Launin frá Trygginga- stofnun ríkisins, segir Sigríður Stefánsdóttir, bjóða hvorki upp á einn né annan stakk eða lífsstíl heldur hreina eymd. legg til að notendur almannatrygg- inga, sem auðvitað sérhver þegn getur orðið frá einum degi til ann- ars, skoði stefnu Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs í þess- um málaflokki sem öðram. Höfundur er réttarfólagsfræðingur og formaður Vinstri h reyfingarinn - ar - græns framboðs í Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.