Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 26

Morgunblaðið - 16.04.1999, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Atlantshafsbandalagið (NATO) tekur á sig ábyrgð á árás á flóttamenn .yíSlft*' Reuters SADRIEKA Ilasanja, gengur framhjá húsi sínu sem eyðilagðist í loft- árásum á miðvikudag. Talið er að um 64 hafi látið lífið og 20 særst. Flugmaður taldi sig hæfa her- fhitningabfla Segja sökina liggja hjá Slobodan Milosevic Belgrad, Brussel, Washington, Lundúnum. Reuters. The Daily Telegraph. Harmleikur ■ ÁRÁS NATO Á FLÓTTAMENN Serbnesk yfirvöld segja 64 Kosovo-Albana hafa fallið og 31 særst þegar herþotur NATO vörpuðu sprengjum á hóp flóttamanna í Kosovo á miðvikudag. NATO viðurkenndi í gær að fyrir mistök hefði verið gerð árás en gat ekki staðfest tölur Serba. Árásin átti sér stað á Prizren-Dakovicaveginum og ef marka má þá sem lifðu hana af féllu flestar sprengjur milli þorpanna Bistrazin og Zrze. Serbar sögðu aðra árás hafa átt sér stað í þorpinu Meja. SVART- FJALLA- LAND T 10 km KOSOVO >® Pristina Tanjug-fréttastofan júgóstavneska sagii að um tvo hópa flóttafólks hefði verið að ræða og að þeir hefðu verið á leið aftur frá | Albaniu til heimkynna sinna i Kosovo. TALSMENN Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) staðfestu á blaða- mannafundi í Brussel í gær að bandalagið bæri ábyrgð á loftárás- unum sem gerðar voru á bílalest flóttamanna í Kosovo á miðviku- dag þar sem talið er að um 64 hafi látist og 20 slasast. Jamie Shea, talsmaður NATO sagði flugmann- inn á orrustuþotu bandalagsins hafa talið sig vera að gera árás á serbneskar hersveitir og hafi því samkvæmt „bestu vitund sleppt sprengjunni, eins og búast mætti við af þaulreyndum flugmanni frá lýðræðisríki." Shea sagði bandalagið. harma þetta „hörmuiega atvik,“ en sagði það ennfremur ekki muna draga úr loftárásum bandalagsins sem ætlaðar eru að binda endi á þjóð- emishreinsanir Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, á Kosovo- Albönum. Enn eru þó nokkur atriði í tengslum við árásina óljós og virt- ist á máli talsmanna NATO að ekki væri vitað með vissu hvað í raun- inni hefði gerst. A fundinum í gær skýrðu tals- menn NATO frá því að tvær loft- árásir hefðu verið gerðar í Kosovo á miðvikudag; sú fyrri á þjóðveg milli Djakovica og Prizren í suð- austur Kosovo og sú síðari á malar- vegi milii Djakovica og Decani í norðausturhluta héraðsins. I hljóðupptöku af framburði flugmannsins kemur fram, að hann hélt sig vera að sprengja far- artæki serbneskra hersveita. Flugmaðurinn sagðist hafa séð bílalestir flóttamanna skammt frá Prizren og einnig hvar þorp brunnu ekki langt frá þjóðvegin- um sem tengir Prizren, Djakovica og Decani. „Á þessu svæði hafa serbneskar sérsveitir verið að fremja þjóðern- ishreinsanir sl. daga,“ sagði Shea. Taldi sig hæfa hermenn Flugmaðurinn, sem var banda- rískur og flaug F-16 on-ustuvél, sagðist hafa komið auga á farar- tæki sem hann hélt að væri á veg- um serbneskra hersveita á aðal- veginum milli Pizren og Djakovica, en þann veg hefur NATO sagt vera helstu hemaðarsamgönguleið Serba í átökunum í Kosovo. „Ég dró þá ályktun að þetta væru ódæðismennirnir sem hefðu brennt þorpin sem ég hafði séð,“ sagði flugmaðurinn. Flugmaðurinn sagðist hafa flog- ið í tvígang yfir þrjá tveggja og hálfs tonna bíla sem allir voru dökkgrænir að lit, til að fullvissa Varfærnisleg viðbrögð við tillögum Þjóðverja SAMSTAÐAN Bonn, Brussel. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambands- ríkjanna (ESB) létu skýrt í ljós á miðvikudagskvöld að ekki myndi koma til vopnahlés af hálfu Atlants- hafsbandalagsins (NATO) fyrr en Serbar hefðu gengið, án undan- tekninga, að öllum skilyrðunum sem vestræn ríki hafa gert þeim að samþykkja. Sögðu þeir, á óformleg- um leiðtogafundi ESB í Brussel, að loftárásum NATO yrði fram haldið uns Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti hefði gengist við því að hætta öllum hernaðaraðgerðum í Kosovo, drægi vopnaðar sveitir sín- ar út úr héraðinu, leyfði alþjóðlegu gæsluliði að gæta friðar í héraðinu og gerði flóttamönnum kleift að snúa aftur til síns heima. Með yfir- lýsingunni var jafnframt tekið var- færnislega í nýju tillögur þýsku stjórnarinnar, sem nú gegnir for- mennsku í ESB, sem miðuðu að því að komið yrði á tveggja sólarhringa hléi á loftárásum meðan Serbar drægju herlið sitt frá Kosovo. í ávarpi sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands: „Fullljóst er, og ekki dregið í efa, að hernaðarað- gerðum verður haldið áfram að öllu óbreyttu." Þetta orðaval Schröders var talið gefa til kynna að hann væri að gera bandamönnum sínum í NATO ljóst að Þýskalandsstjórn væri ekki „í vafa“ um ágæti hernað- araðgerða, þrátt fyrir friðartillögur Joschka Fischers, utanríkisráð- herra Þýskalands. Schröder sagði að stjórnvöld í Belgrad yrðu að ganga að skilyrðum þeim sem Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, hefði greint frá, sem eru í öll- um aðalatriðum þau sömu og tals- menn NATO hafa haldið fram. Eftir ESB-fundinn átti Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, samtal við Bill Clinton, Bandaríkja- forseta, þar sem Blair fullvissaði Clinton um að alger eining ríkti meðal ESB-ríkja um skilyrðin. Bla- ir, sem fréttaskýrendur telja að hafi augljóslega ekki viljað láta bendla sig við tillögur þýsku stjórn- arinnar, sagði að skilyrði NATO stæðu óhagganleg, ekki yrði við þeim hróflað á neinn hátt. Af um- mælum bandarískra og breskra stjómmálamanna má merkja að friðartillögurnar dugi ekki til skamms tíma en að þær séu þó verðar skoðunar ef hugað sé að við- varandi lausn átakanna á Balkanskaga. Er þá helst litið til þess að gert er ráð fyrir að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna muni liggja til grundvallar alþjóð- legu gæsluliði í Kosovo-héraði. Þá gera tillögurnar ráð fyrir að ESB muni fara með stjórn héraðsins, sem væntanlega yrði gert að nokk- urs konar verndarsvæði. Hafa flest ESB-ríkjanna tekið vel í þessa lausn sem gæti opnað leið fyrir breiða alþjóðlega samstöðu um úr- lausn mála, í stað vestrænnar áður. Afstaða Rússa þykir mýkjast Þrátt fyrir að vestrænum ríkjum þyki nú of snemmt að hrinda tillög- um á borð við þær þýsku í fram- kvæmd, þykir akkur í því að rúss- nesk stjórnvöld hafa litið þær já- kvæðum augum. Viktor Tsjernomýrdín, fyrnim forsætis- ráðherra Rússlands, sem Borís Jeltsín, forseti, hefur skipað sérleg- an fulltrúa rússneskra stjórnvalda í Kosovo-deilunni, sagði í gær að til- lögur þýsku stjórnarinnar gætu skapað grundvöll fyrir friðsamlegri lausn á deilunni. Rússum er mikið í mun að finna pólitíska lausn hið bráðasta en skortir bersýnilega slagkraft til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd þvert á þá póli- tísku samstöðu sem um loftárásir NATO rfidr. Hafa þeir talið að fyrst yrði að koma á vopnahléi áður en samningar hæfust. „Við verðum að sýna þolinmæði og róa taugarnar," sagði Tsjemomýrdín í viðtali við rússneska dagblaðið Kommersant í gær. Fréttaskýrendur telja að skipan Tsjemomýrdíns í stöðu sendimanns Rússa í Kosovo-deilunni sé auðsætt merki um stefnubreytingu af hálfu Borísar Jeltsín, Rússlandsforseta. Tsjernomýrdín nýtur mun meiri virðingar á Vesturlöndum, en Jev- gení Prímakov, núverandi forsætis- ráðherra, og þrátt fyrir háværa and- stöðu Rússa við hernaðaraðgerðir NATO og yfirlýsingagleði stjórn- málaleiðtoga, hefur hann haldið sig til hlés undanfamar vikur. Þá em flestir sammála um að víðtæk reynsla hans af samningagerð geti nýst við lausn á átökunum. Lausn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aukinn pólitískur vilji virðist vera til þess að færa Sameinuðu þjóðirnar að lausn átakanna á Balkanskaga. Átökin, sem á stund- | um hafa verið borin saman við Flóabardaga árið 1991, eru frá- brugðin hernaðaraðgerðunum gegn Irak að því leyti að ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna liggur nú ekki til gmndvallar. Er talið að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem hingað til hafa verið á hliðar- línunni í Kosovo-deilunni, gæti því hugsanlega fundist samstaða um lausn - sem byggðist á lögformlegu | samþykki þeh-ra ríkja sem eiga fast | sæti í öryggisráðinu. Fyrstu friðartillögur eftir að átök bmtust út komu frá Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Annan, sem síðustu tvo daga hefur fundað með leiðtogum ESB og Ja- vier Solana, framkvæmdastjóra NATO, er í nánu sambandi við alla þjóðarleiðtoga sem að málinu koma t og hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé tilbúinn að fara til Belgrad og ræða við Milosevic, um leið og P samningaleiðin virðist gerleg. Kofi Annan þekkir vel til innviða NATO, eftir að hafa gegnt stöðu sérlegs sendimanns Sameinuðu jijóðanna hjá bandalaginu, og býr yfir víð- tækri reynslu af átökum á Balkanskaga en hann var yfirmað- ur friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna þegar átökin í Bosníu stóðu | sem hæst. Sérfræðingar hafa leitt getum að því að ef NATO muni reyna samn- ingaleiðina, verði það Kofi Annan sem verði kallaður til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.