Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA mcgmSA$Aib 1999 LÁUGARDAGUR 17. APRIL BLAÐ B ALÞJÓÐLEGT STIGAMÓT I SVIGI Hermann og Eiður Smári ekki til Möltu GUÐJÓN Þórðarson lands- liðsþjálfari í knattspyrnu þurfti í gær að gera tvær breytingar á landsliðshópi sínum sem mætir Möltu í vináttulandsleik ytra síðar í þessum mánuði. Félög Eiðs Smára Guðjohnsens, Bolton, og Hermanns Hreiðarsson- ar, Brentford, óskuðu eftir því að leikmennirnir þyrftu ekki að leika leikina og var orðið við því. f stað þeirra valdi Guðjón Helga Kolviðs- son, Mainz, og Heiðar Helguson, framherja hjá Lilleström. Morgunblaðið/Golli KRISTINN Björnsson á ferðinni á Skíðamóti íslands á ísafirði. Hann varð sigurvegari í sinni sfðustu svigkeppni á árinu - í Noregi. Kristinn vann o Ole Furuseth í Ál Björgvin Björgvinsson náði sínum besta árangri í svigi KRISTINN Björnsson náði sér vel á skrið í svigbrekkunni í Ál í Noregi í gær, þar sem hann náði bestum tíma og skaut norska skíðakappanum Ole Christian Furuseth ref fyrir rass; hann varð að sætta sig við annað sætið. Furuseth varð annar í svigi á Ólympíuleikunum í Nagano. Þessi árangur Kristins, sem náði sér ekki á strik í svigkeppninni í heimsbikarkeppninni, styrkir stöðu hans fyrir næsta vetur. Haukur Bjarnason, þjálfari Krist- ins, sagði að árangurinn væri móralskur sigur fyrir Kristin, enda var þetta hans síðasta svigkeppni fyrir sumaræfingar. Kristinn mun taka þátt í tveimur stórsvigskeppn- um í Noregi um helgina. Þá var það merkilegt við árang- ur Kristins, að hann var að prófa ný skíði, sem eru 1,75 m löng. Hann var áður með skíði sem voru 1,98 m löng, sem hann var ekki ánægður með, en þar áður var hann á skíðum sem voru 1,95 m löng. Kristinn fékk tímann 48,64 sek. í fyrri ferð, 48,51 sek. í seinni ferð - samtals 1.37,05 mín., en Furu- seth fékk tímann 1.37,75 sek. - 49,19 og 48,56. Þriðji varð Svíinn Charlie Bergendahl með 1.38,55 mín. Björgvin stóð sig vel Dalvíkingurinn efnilegi Björgvin Björgvinsson náði sínum besta ár- angri í svigi og fékk 26,63 alþjóð- leg stig fyrir sjöunda sæti í mót- inu, sem var 12,45 stig að styrk. Hann fór fyrri ferðina á 50,88 sek. og seinni á 50,73 sek., samtals 1.41,61 mín. Kristinn Björnsson mun verða við æfingar á jöklum.í Noregi í Atli til æfinga hjá Örgryte ATLI Þórarinsson, 18 ára knattspyrnumaður hjá KA, fer utan til æfinga með aðalliði Ör- gryte í Svíþjóð í eina viku, síð- ar í þessum mánuði. Er þetta fyrsta skrefið í samstarfi þess- ara tveggja félaga, að sögn Jóns Péturs Róbertssonar, starfsmanns knattspyrnudeild- arKA. „Við erum komnir í samstarf við Örgryte um flest það sem tengist knattspyrnu og fyrsta skrefið í því er að þeir buðu okkur að senda efnilegan knattspyrnumann til æfinga hjá félaginu í eina viku og við ákváðum að senda Atla, enda framtíðarmaður á ferð og auk þess unglingalandsliðsmaður," sagði Jón Pétur. Þegar kemur fram á sumarið stendur til að senda fleiri efni- lega knattspyrnumenn félags- ins til æfinga hjá Örgryte. „Eg reikna með því að Kjartan Þór- arinsson fari út í viku í júlí og einnig leikmaður úr þriðja flokki." Jón sagði ennfremur að þessar heimsóknir væru aðeins fyrsti liðurinn í þessu samstarfi sem félögin væru nýbúin að taka upp. Einnig stæði til að þjálfarar og stjórnarmenn fé- lagsins hefðu tök á því að kynna sér starfsemi félagsins og læra af því sem sænska fé- lagið væri að gera. Þess má geta að Brynjar Björn Gunnarsson landsliðs- maður leikur með Örgryte. Létt hjá Bæjurum BAYERN Miinchen átti ekki í vandræðum með Frankfurt á Ólympíulkeikvanginum í Munchen ígærkvöldi fyrir framan 46 þús. áhorfendur. Bæjarar uuuu 3:1 með mörk- um Hasan Saiihamidzic, Alexander Zickler og Thom- as Strunz, en Jan Age Fjor- toft skoraði fyrir gestina. Hansa Rostock tryggði sér þrjú dýrmæt stig í fallbar- áttu með því að leggja Ka- iserslautern heima, 2:1. HANDKNATTLEIKUR: MEISTARARIMMA AFTURELDINGAR OG FH / B3,B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.