Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 4
 Boðorðin fjögur hjá FH-ingum; hraði, úthald, reynsla og barátta Ákveðnir að hætla með sigurbros á vör Þrír hjá UMFA léku með FH ÞRÍR leikmenn Afturelding- ar þekkja vel til í herbúðum FH, þar sem þeir hafa allir leikið með FH-liðinu og tveir þeirra urðu Islands- meistarar með FH 1992 á Selfossi. Markvörðuriim Bergsveinn Bergsveinsson og Sigurður Sveinsson, hornamaður. Þriðji leikmað- urinn er Alexei Trúfan. Mikil spenna er fyrir úr- slitarimmunni - fyrsta viðureignin fer fram að Varmá á sunnudagskvöld kl. 20.30. Það er ljóst að uppselt verður á leikinn. Forsala hefst kl. 18 að Varmá. „ÞAÐ er ekkert leyndamál að við höldum að Varmá til að fagna sigri. Við vitum að til að ná alla leið verðum við að leggja Aftur- eldingu að velli á Varmá og það er stefnan hjá okkur,“ sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH-liðsins, sem náði ótrúlegum árangri með því að leggja bæði Stjörnuna og Fram að velli í oddaleik á útivelli. Okkur hefur gengið ágætlega, það er góð stemmning í hópn- um og liðsheildin er mjög sterk. Það má segja að uPPgfighr okkar Steinarsson hafi byrjað um jolin skrifar þegar við komum saman til að ræða málin og að rífa okkur upp úr lægð sem við vorum í. Það voru ákveðin vandamál hjá okkur sem við þurft- um að leysa, sem við og gerðum og eftir það höfum við verið að gera góða hluti,“ sagði Kristján. Hvaða vandamál voru það? „Eg vil ekki ræða um það - þau eru leyst og við höldum umræð- unni innan hópsins. Við tókum á öllum okkar málum.“ Voru það vandamál í sambandi við leikkeríi liðsins? „Nei, það hefur gengið vel í sam- bandi við útfærslu á vamar- og sóknarleik. Það var hugarfarið sem við urðum að breyta. Síðan hefur okkur gengið vel, það er rífandi gangur hjá okkur og stemmning." Fæ kærkomna hvíld Eins og segir þá er árangur FH- liðsins mjög góður, sérstaklega þegar að er gáð að margir af lykil- mönnum liðsins leggja skóna á hilluna. Margir halda því fram að FH-ingar eigi eftir að springa á limminu - þeir þoli ekki marga leiki til viðbótar. Hvað segir Krist- ján um þær vangaveltur? „Eg er ekki sammála. Það hefur sýnt sig að við lékum best í oddaleikjunum gegn Stjörnunni og Fram - vorum þá betri og uppskárum eftir því. Það er okkar heppni að við eigum góðan hóp leikmanna sem geta skipst á þegar hentar. Að sjálf- sögðu eru þeir notaðir mest, sem hafa mest þrekið. Eg er elstur og þyngstur, leik aðeins í vöm. Þannig fæ ég kærkomna hvíld á milli.“ Það er vitað að það tekur meiri toll að leika á skapinu, heldur en úthaldinu. Á það við FH-liðið í þeirri baráttu sem er framundan? „Nei, skapið er að sjálfsögðu í góðu lagi - úthaldið einnig. Það sést best á því að við leikum fram- liggjandi varnarleik, sem kostar mikla vinnu og úthald. Stemmn- ingin skemmir ekki fyrir, við að komum upp á toppinn á réttum tíma.“ Verðum að stöðva langskyttur Þið fenguð átján mörk á ykkur úr langskotum í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni, síðan tólf og eftir það urðu mörkin með langskotum ekki fleiri en fimm í leik. Eruð þið tilbúnir að gera hvaða skyttu sem er óvirka? „Markmiðið okkar er að stöðva langskyttur andstæðinganna. Við verðum að gera það, því að okkur skortir hæð til að leyfa mótherjum okkar að leika lausum hala. Eg er hæsti leikmaðurinn, flestir eru undir einn og níutíu, allt niður í einn áttatíu og fímm metra. Við verðum því að nýta það sem við höfum - öll okkar sterkustu vopn, sem eru boðorðin fjögur í herbúð- um okkar; hraði - úthald - reynsla og barátta." Hafa fengið drauminn uppfylltan Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að flestir telja leikmenn Aftureldingar sigurstranglegri, þar sem þeir eiga rétt á fleiri heimaleikjum - oddaleiknum af fimm, ef um hreinan úrslitaleik verður að ræða. Eftir gott gengi FH-inga, eru margir af þeim byrj- aðir að tvístíga - eru ekki tilbúnir að halda fast í sitt. Þá sérstaklega eftir að ljóst var að leikstjórandinn Gintaras er meiddur. Hvað segir Kristján þegar úrslitarimman er að hefjast? „Ég skil þá vel sem hafa spáð Afureldingu meistaratitli. Ég veit að við vorum óskamótherjar Stjörnunnar í átta liða úrslitunum. Framarar vildu fá okkur í undan- úrslitum og Aftureldingarmenn vildu mæta okkur í úrslitum. Draumurinn hefur ræst hjá þeim öllum. Við erum ekki að spá of mikið í spilin, heldur tökumst við á við hverja þraut. Það er eitt sem ég get lofað öllum - það er spennandi viðureignum. Við erum nokkrir sem hafa fagnað mörgum sigrum með FH, skilað mörgum bikurum að Kaplakrika. Við erum ákveðnir að hætta með sigurbros á vör - við gömlu mennirnir, innan gæsalappa, nærumst best á þeim stundum sem við eigum framund- an,“ sagði Kristján. Dundee Dundee SKOSKA úrvalsdeildarliðið Dundee synjaði í gær boði nágranna sinna í Dundee United um að sá síðarnefndi kaupi hinn og sameini félögin í eitt. Dundee hefur átt um nokkurt skeið í fjárhagserfiðleikum og tilboð Dundee United hljóðaði upp á um 230 milljón- ir króna fyrir hlut bræðranna Peters og James Mair, en þeir eru aðal for- svarsmenn Dundee. íslenski lands- liðsmaðurinn Sigurður Jónsson leikur með Dundee United, en bæði lið eru í fallhættu í skosku úrvalsdeildinni. „Við höfum ekki áhuga á að gera nokkuð það sem kann að má nafn Dundee af lista yfir skosk knatt- spyrnulið,“ sagði í yfirlýsingu írá fé- hafnar United laginu. Fyrir tveimur mánuðum komu fram í'réttir um að félögin væru að huga að sameiningu og olli það mikilli óánægju meðal stuðnings- manna þess. Líkur bentu til þess í síðasta mán- uði að Dundee hefði rétt úr fjár- hagskútnum er það gerði samning við ensk-ítalska kaupsýslumanninn Giovanni di Stefano um kaup á 38% hlut í félaginu fyrir um 150 milljónir króna. Þessi viðskipti gengu hins veg- ar til baka á dögunum í framhaldi af átökunum í Júgóslavíu, en di Stefano er einnig varaforseti júgóslavneska liðsins Obilic, sem ÍBV lék við í Evr- ópukeppninni á síðasta ári. FH vörnin styrktist með hverri raun úrslitakeppninni, fékk á sig færri og færri mörk úr langskotum Stjarnan skoraði 35 mörk úr langskotum Fram skoraði 13 mörk úr langskotum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, mætir sínum gömlu félögum. Bergsveinn hefur varið vel í úrslitakeppninni. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.