Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 56
> 56 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Heilbrigðisráð-
herra svíkur
geðsjúka
Heilbrigðisráðherra
skipaði á kjörtímabil-
inu starfshóp sérfræð-
inga og leikmanna með
ósk um að gerð yrði
stefnumótun í málefn-
um geðsjúkra á Is-
landi. Starfshópurinn
lauk störfum og skilaði
mjög vel unninni
skýrslu, þar sem stöðu
þessara mála í dag er
gerð góð skil og lagðar
fram tillögur til úr-
bóta. Skýrslan fór und-
ir stól.
Fullkoniin úttekt,
I skýrslunni eru til-
lögur til úrbóta í forvörnum gegn
geðsjúkdómum og geðlyfjanotkun,
um aukin áhrif sjúklinga á þjónust-
una, um rekstur geðdeilda og úr-
bætur í geðheilbrigðisþjónustu á
heilsugæslunni.
Þá er góð úttekt á málefnum
geðsjúkra barna og unglinga og til-
lögur til úrbóta, sem og í málefnum
Barna- og unglingageðdeildar
(BUGL).
Sérstök úttekt er gerð á geðheil-
brigðismálum aldraðra og tillögur
til úrbóta.
Afengis- og vímuefnamál fá al-
veg sérstaklega góða úttekt, þar
sem m.a. kemur fram að tekjur rík-
isins af áfengissölu árið 1998 voru
áætlaðar 6,75 milljarðar króna, en
á sama tíma var varið 587 milljón-
um króna til áfengismeðferðar eða
8,7% af tekjum áfengissölunnar.
Tillögur eru til stefnumótunar í
forvörnum í áfengis- og vímuefna-
notkun unglinga sem og fullorð-
inna.
Rifjuð er upp skýrsla frá 1996
um sjálfsvíg og ítrek-
aðar tillögur þaðan til
úrbóta, en þeim virðist
lítið hafa verið sinnt.
Bætt er við nýjum til-
lögum.
Gerð er úttekt á
ýmsum tegundum of-
beldis og lagðar til að-
gerðir til að skipu-
leggja þjónustu við
þolendur ofbeldis.
Bent er á þegar fram
komnar tillögur um
áfallahjálp, þær ítrek-
aðar og komið með
fleiri.
Fjallað er um tengsl
geðsjúkdóma og
áfengisfíknar og góð úttekt gerð á
málefnum geðsjúkra fanga. Tillög-
Kosningar
Hér er um mjög mikil-
væga skýrslu að ræða,
segir Sigtryggur Jóns-
son, og því er það
stóralvarlegt mál að
hún hefur ekki fengist
útgefín eða kynnt.
ur að stefnumótun í báðum þessum
málaflokkum koma fram.
Að lokum er rætt um sálfræði-
þjónustu, geðhjúkranarþjónustu,
þjónustu við aðstandendur geð-
sjúkra og kennslu og rannsóknir á
geðheilbrigðissviði. I öllum þessum
málaflokkum er komið með tillögur
til úrbóta og stefnumótunar.
Sigtryggur
Jónsson
Ráðherra sest á skýrsluna -
verkin tala
Hér er um mjög mikilvæga
skýrslu að ræða og því er það
stóralvarlegt mál að hún hefur ekki
fengist útgefin eða kynnt. Hún hef-
ur ekki verið kynnt í heilbrigðis- og
tryggingarnefnd Alþingis. Hún
hefur ekki verið kynnt þingmönn-
um og ráðuneytið hefur ekki hafíð
neinar framhaldsaðgerðir.
Margar tillögur starfshópsins
fjalla um aukið samstarf aðila,
teymisvinnu, aukna fræðslu og
handleiðslu til þeirra, sem vinna
við heilsugæsluna, gerð langtímaá-
ætlana og kannana, breytta nýt-
ingu fjánnuna o.fl., sem ekki eykur
útgjöld ríkisins svo neinu nemi.
Auk þess leggur starfshópurinn
til mikla uppbyggingu Barna- og
unglingageðdeildar, fullorðinsgeð-
deilda o.fl., sem kostar einhverja
milljarða.
Eðlilegt; framhald
Starfshópurinn leggm- til þá for-
gangsröðun að þegar í stað verði
skipaðm- starfshópur um gerð fímm
ára framkvæmdaáætlunar að efl-
ingu BUGL. Komið verði á skipu-
lögðu samstarfí milh BUGL, Barna-
verndarstofu, SAA og vímuefna-
skorar Landspítalans og einnig milli
BUGL og Greiningarstöðvar. Sam-
vinnu komið á milli allra þeirra, sem
koma að þjónustu við fullorðna geð-
sjúka og að mótuð verði stefna í
meðferðarmálum áfengis- og vímu-
efnafíkla.
Þessa vinnu átti ráðherra að setja
strax í gang. Ekkert hefði átt að
hindra slíka grunnvinnu að bráð-
nauðsynlegri heildstæðri stefnu-
mótun í málefnum geðsjúkra, enda
ekki um kostnaðarsamar upphafs-
aðgerðir að ræða.
En ekkert hefur verið sett í gang.
Ekkert hefur verið gert með niður-
stöðumar.
Hvernig eigum við að geta treyst
framsóknarmönnum, sem hegða sér
svona í dag, en segjast ætla að setja
velferðarmál, vímuefnavanda og
fjölskylduna í forgang á morgun?
Höfundur er sálfræðingur og í 2.
sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar -
græns framhoðs í Rcykjaneskjör-
dæmi.
Afturgengin
einokun
EKKI skortir á að
stjórnmálaflokkarnir
stæri sig af að fylgja
frjálsræði í viðskipt-
um. Sjálfstæðisflokk-
urinn gat með sanni
sagt í lok Viðreisnar-
stjórnar, að hann
hefði bylt íslenzkum
viðskiptaháttum úr
haftabúskap og einok-
un til stóraukins
frjálsræðis.
Það kann að vera
að fennt hafi í spor
Framsóknarhafta eft-
irstríðsáranna, þegar
SÍS-herrarnir sátu yf-
ir helmingi alls inn-
flutnings til landsins - og örfáir
heildsalar í Reykjavík yfír hinum.
Þegar engir aðrir komust að og
leyfin gengu kaupum og sölum í
einkavörzlu útvaldra.
Viðskiptafrelsi
Sagan endurtekur sig
því miður að þessu
leyti, segir Sverrir
Hermannsson, og
sækir í sig veðrið.
Þessu oki létti Viðreisnar-
stjórnin af landsmönnum.
En Viðreisnarstjórnin gerði
fleira.
Þegar hún tók við völdum voru
ríkisútgjöld til sjávarútvegs 43%
af ríkisútgjöldum. Þetta skar
stjórnin niður í 3% á tveimur ár-
um. I stað þessara styrkja stórjók
Viðreisn framlög til menntamála,
heilbrigðismála, tryggingamála
og landbúnaðarmála.
En nú er öldin önn-
ur - eða öllu heldur
að nú hefir hin gamla
gengið í garð. Nú nýt-
ur sjávarútvegurinn
óbeinna styrkja frá
því opinbera með
gjafakvótaúthlutun,
sem nemur hundruð-
um milljarða króna.
Sagan endurtekur
sig því miður að
þessu leyti og sækir í
sig veðrið.
Allt stefnir óðfluga
að því að örfáir léns-
herrar einoki íslenzka
sjávarauðlind, án
endurgjalds til raun-
verulegi'a eigenda og með útilok-
un á alla aðra.
Islenzk þjóð lifði langar myrk-
ar aldir undir einokun Danakon-
unga í verzlun og viðskiptum. Það
var svívirðilegasta áþján, sem
þeir máttu þola af konungsvald-
inu.
Þó var það svo, að sú einokun
var um margt líðanlegri en einok-
un fiskimiðanna nú. T.d. urðu
dönsku kaupmennirnir að gjalda
leigugjald fyrir einkaleyfið. Þess
þurfa lénsherrar nútímans ekki.
Ennfremur voru leyfi kaupmanna
bundin við ákveðin svæði, en ein-
okarar nútímans hafa allt landið
undir og miðin. Halda sem sagt
um alla líftaug þjóðarinnar.
Þótt einokunarkerfi nútímans
sé að vonum fullkomnara en hið
eldra kann vel að vera að einvald-
skóngar Danmerkur komist á
spjöld sögunnar við hlið þeirra
þjóðhöfðingja íslenzkra, sem bera
ábyrgð á hinu nýja alíslenzka ein-
okunarkerfi.
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
Sverrir
Hermannsson
Tilraunasamningur við kennara og
málflutningur Reykjavíkurborgar
UMRÆÐA um
tilraunasamning
milli kennarafélag-
anna og Launa-
nefndar sveitarfé-
laga skaut upp koll-
inum fyrir fáeinum
vikum og kom
mörgum á óvart að
slíkar viðræður
væru í gangi á milli
samningsaðila. For-
söguna má rekja til
f þess að í lok júní á
síðasta ári barst
Kennarasambandi
Islands og Hinu ís-
lenska kennarafé-
lagi erindi frá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga með
óskum um að þau tilnefndu aðila í
vinnuhóp um tilraunaverkefni.
Erindið var byggt á bókun
Launanefndar sveitarfélaga sem
samþykkt var á fundi hennar 16.
júní 1998 þess efnis að óskað var
eftir viðræðum við kennarafélögin
um bókun 1 í kjarasamningi með
það í huga að nota samningstím-
ann til að prufukeyra nýjan
vinnutíma í nokkrum skólum og
sveitarfélögum. Vinnuhópi skip-
uðum fulltrúum samningsaðila
yrði falið að útfæra hugmyndir og
hrinda þeim í framkvæmd sem til-
raunaverkefni þannig að reynsla
^ yrði komin á það fyrir næstu
samningagerð. Kennarafélögin
samþykktu að tilnefna fulltrúa í
vinnuhópinn að undangengnum
umræðum í stjórnum og kjara-
nefndum ásamt óformlegum við-
ræðum milli aðila.
Verklok
Samningsaðilar höfðu sett sér
það markmið að ljúka verkinu eigi
síðar en 30. mars, þ.e.a.s. ef aðilar
næðu saman. I febrúar og mars
var unnið sleitulaust og meðal
þess sem lá fyrir í lok mars voru
drög að stefnuyfirlýsingu, drög að
samningsákvæðum um tilrauna-
verkefnið, drög að innihaldi skóla-
samnings og drög að leiðbeining-
um til skóla sem hugsanlega
sæktu um aðild að verkefninu.
Hins vegar átti eftir að útfæra að
verulegu leyti nær alla þætti verk-
efnsins. Þá var gert ráð fyrir því
að fylgst yrði með framkvæmd
samningsins og gerð úttekt að
gildistíma loknum. Samningsaðil-
ar voru sammála um það að kynn-
ingin yrði að vera sameiginleg og
tilgangslaust væri að kynna óút-
færðar hugmyndir án þess að hafa
skýringar og svör á reiðum hönd-
um.
Ekkert
samkomulag
Skömmu eftir páska varð ljóst
að ekki næðist samkomulag milli
aðila um gerð tilraunasamnings og
var kennsluafsláttur meginásteyt-
ingarsteinninn. Launanefnd sveit-
arfélaga taldi afnám alls afsláttar
á kennslu órjúfanlegan hluta til-
raunaverkefnisins. Sú aðgerð hefði
hins vegar það í för með sér að
kennsluskylda kennara (hámarks-
kennsla í dagvinnu) ykist hjá flest-
um kennurum.
Fulltrúai' í Launanefnd sveitar-
félaga og borgarstjórinn í Reykja-
vík hafa dreift plaggi undir heitinu
„Nám á nýrri öld“ og kynnt það
sem tilraunasamning milli Launa-
nefndar sveitarfélaga og kennara-
félaganna. Kennarafélögin hafa
hafnað þessu plaggi og því er
rangt að halda því fram að þarna
sé um samkomulag á milli aðila að
ræða.
Kjaramál
*
Agreiningurinn, segja
þau Eiríkur Jdnsson
og Guðrún Ebba Olafs-
ddttir, snýst fyrst
og fremst um kennslu-
afsláttinn.
Um hvað snýst
ágreiningurinn?
Agreiningurinn snýst fyrst og
fremst um kennsluafsláttinn eða
mismunandi hámarkskennslu í dag-
vinnu. Launanefnd sveitarfélaga
hafnar öllum umræðum um til-
raunaverkefni eða tilraunasamning
nema allir hafi sömu kennsluskyldu,
þ.e.a.s. hún krefst þess að enginn
kenni að jafnaði meira eða minna en
28 kennslustundir á viku m.v. 34
vikur. Þar með er einnig verið að
halda því fram að enginn geti verið í
hlutastarfi í tih-aunaverkefninu.
Kennarafélögin voru tilbúin að gera
tilraunasamning um aðra þætti í
plagginu „Nám á nýrri öld“ með
fyrirvara um nánari útfærslu.
Rangfærslur
I kynningargögnum borgar-
stjóra er ýmist talað um tilrauna-
samning, sem einungis var hugs-
aður í nokkrum skólum á landinu,
og kjarasamning. Tilraunasamn-
ingur er samningur sem hefur
ákveðinn gildistíma og að þeim
tíma loknum tekur „gamli“ kjara-
samningurinn aftur gildi. Kjara-
samning þarf að samþykkja í alls-
herjaratkvæðagreiðslu. Þá er
einnig rétt að benda á að allar
breytingar á vinnutíma eru háðar
samþykki stéttarfélags.
I kynningu á tilboði Launa-
nefndar er fullyrt að bæta eigi líf-
eyri kennara með því að draga úr
aukagreiðslum og kennsluaf-
slætti. Ekki er hægt að lofa bætt-
um lífeyri í tilraunasamningi og
það er því rangt að halda því
fram að í tilraunasamningi sé
gert ráð fyrir launa- og lífeyris-
hækkunum sem færi kennurum
fullt verðmæti kennsluafsláttar.
Mikil blekking felst í því að
segja að í tilboði Launanefndar
sveitarfélaga sé dregið úr
kennsluafslætti. Tilboðið gerir
ráð fyrir því að allur afsláttur
falli niður, þó geti 60 ára gamall
kennari valið á milli 10% afsláttar
á vinnuskyldu (ekki einungis
kennslu) eða hafa fulla vinnu-
skyldu og taka 5% launahækkun.
Það er rangt að halda því fram
að meðalgrunnlaun kennara
hækki úr 123.000 á mánuði í
167.000. Hér er annars vegar ver-
ið að bera saman grunnlauna-
taxta og hins vegar tölu sem inni-
heldur allar aukagreiðslur, svo
sem fyrir heimavinnuyfírvinnu,
frímínútnagæslu, umsjón og
fleira.
Eiríkur cr formuður Kcnnarasam■
bands íslands og Guðrún Ebba
varaformaður.