Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 75
BRÉF TIL BLAÐSINS
Guðsmenn
á villig'ötum
Hópur ungra, sænskra
þjóðlagaspilara til Islands
Frá höfundum popppassíunnar á
Flateyri:
HERRA biskup, aðrir kirkjunnar
þjónar og landsmenn allir.
I musterinu forðum, guðshúsi
Jerúsalemborgar, gekk Jesús
Kristur berserksgang, umturnaði
og velti borðum, búrum og þrum-
aði enda helgidómurinn meira í lík-
ingu kauphallar en bænahúss.
Honum hefur eflaust ofboðið og
sárnað sú vanvirðing sem þessum
andans reit var sýnd og ætlað hon-
um annað hlutverk og verðugra.
I dag væri litlu að sparka og fá-
um að hrópa að, a.m.k. í guðshús-
um okkar íslendinga sem þrátt
fyrir fjölda sinn og dreifingu gapa
þögul og tóm. Og spyrði frelsarinn
hvers vegna yrði fátt um svör enda
málpípur fagnaðarerindisins ekki
lengur á meðai fólks heldur inni-
lokaðar í launaumslögum.
Æðsti embættismaður kirkjunn-
ar, biskup íslands, átelur í gi-ein-
arkorni vaxandi vægi skemmtana-
gildis við helgiathafnir, borgara-
lega fermingu og óvígða menn í
messuskrúðum. Einnig vígða sem
láta ofangreint viðgangast. Knúnir
til svara, gerum við eftirtaldar at-
hugasemdir og teljum þær öllu
varða.
Gifting, ævilangt hjúskaparheit í
guðs nafni, er eins og biskup segir
réttilega, skrípaleikur, enda oftast
þverbrotið og jafnvel margendur-
tekið. Má þá einu gilda hvort brúð-
hjón komi úr kirkju eða af fjöllum.
Vanvirðingin er vissulega til stað-
ar en hvorki fólgin í stað né stund
heldur skeytingarleysi gagnvart
hjúskaparheitinu sjálfu.
Ferming, borgaraleg eða kirkju-
leg, byggist ekki lengur á þeim
tímamótum að taka við guði og
Jesú kristi heldur PC og Macin-
tosh. Þessi athöfn er ekki lengur
vakning í guði heldur lífsgæðum.
Umræðan um borgaralega eða
kirkjulega fenningu er því mark-
laus, tímaeyðsla, sjálfdauð.
Margumrædd Popppassía þar
sem sóknarbörn léðu kirkjunni
ki-afta sína og fluttu píslarsögu
Krists á nýstárlegan hátt hefur
verið áberandi í fjölmiðlum. Enga
óánægjurödd höfum við heyrt frá
viðstöddum en þó nokkrar frá fjar-
stöddum, biskupi þ.á.m. Telur
hann aðgengi hverra sem er að
guðshúsi óvirðing og ógott að
óvígðir menn stígi skrúðklæddir í
pontu. Að auki frábendir biskup
stéttarbræðrum sínum að láta hafa
sig út í apaspil sem þessi.
I fyi-sta lagi var um söngleik að
ræða en ekki messuhald og skrúð-
inn einungis leikbúningur. I öðru
lagi sjáum við hvergi andstæðu
gagnvart fagnaðarerindinu þótt
skrúðinn hefði verið fenginn að
láni í Vatikaninu og í þriðja lagi
teljum við húsakost þjóðkirkjunn-
ar griðastaði allra sem þangað
leita, ekki bara sjálfkáraðra frels-
ingja. Og í fjórða lagi má æðsti
tnaður kirkjunnar ekki stjórnast af
hleypidómum eða blaðaumfjöllun
því títtnefnt verk var hvorki sprell
né spellvirki heldur áhrifamáttur
sóknarbarna gerður af heiðum hug
og innileik. Þetta sá settur guðs-
maður hér í firði og þótt hann
hljóti aðeins skömm stéttarbræðra
sinna höldum við hinir óvígðu hon-
um veislu í hugum okkar, sér-
hverja stund, þess fullvissir að
honum verði hvergi í kot vísað.
Þjóðkirkjan íslenzka rær nú líf-
róður, hlutverk hennar og áhrifa-
máttur fer dvínandi. Þessi stað-
Súrefiiisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
reynd er augljós og nauðsyn
klerkastéttinni að gera sér hana
ljósa, annars deyi’ hvorutveggja
drottni sínum. Biskup segir kirkj-
una þurfa að ganga nýjum tímum í
mót en giftast þeim ekki, annars
verði hún ekkja. Biskupi yfirsést
þó það augljósa að kirkjan er
löngu orðin ekkja og tími til kom-
inn að finna sér nýjan maka.
Virðuleiki hennar er ekki og hefur
aldrei verið fólginn í gömlum hefð-
um, helgihaldi né alvarleika heldur
traustum boðskap fagnaðarerind-
isins, í honum felst virðuleiki kirkj-
unnar, virðuleiki vigðra, virðuleiki
óvígðra. Boðskapur Biblíunnar er
hreinn, hann er vísdómur, flestum
ofraun en öllum verðugur. Sífellt
karp um umbúðir er sorglegt þeg-
ar þvílíkt innihald er annarsvegar.
Að lokum þetta. I stað bitbeins
ætti þarfaverk það sem unnið var í
Flateyrarkirkju á skírdag að vera
útvörðum þjóðkirkjunnar umhugs-
unarefni, hugsanleg nyt, ekki fyr-
irfram bannfært og fordæmt.
Dómarahlutverkið er ekki okkar
og hefur aldrei verið enda hefur
Almættið í fullkomnun sinni varla
ætlað breyskum sköpunai-verkum
sínum þvílíka þraut. Hinsvegar
gæti rokkmúsík verið honum að
skapi ekki síður en sálmar. Um
það vitum við ekkert...
Lengi lifi íslenzka þjóðkirkjan
og þjónar hennar allir.
Með vinsemd og virðingu,
LÝÐUR ÁRNASON,
ÓLAFUR RAGNARSSON,
Flateyri.
Frá Christina Skött:
HIN LITLA spilarasveit Vikarbyns
kemur í heimsókn til íslands
Suzuki-kennarinn Margaretha
Mattsson, sem búsett er í Orsa, ferð-
aðist milli Stokkhólms og Orsa í
mörg ár. Nokkrir foreldrar í Vikar-
byn höfðu samband við hana og 1993
hóf hún að kenna byrjendahóp á
fiðlu í Réttvík í samvinnu við SKS.
Orðrómur um hæfni hennar breidd-
ist út og margir voru áhugasamir.
Biðlistarnir lengdust fljótt. Þegar
Margaretha hóf að kenna í tónlistar-
skólanum í Réttvík og í Vikarbyn-
skóla gátu fleiri nemendur loks hafið
nám.
Litla spilarasveit Vikarbyn byrjaði
hægt að myndast eftir því sem börn-
in urðu duglegri og byrjuðu að koma
fram. Sveitin hefur nú spilað í 4 ár
og samanstendur af 35 börnum á
aldrinum 8-14 ára.
Öll fá þau einkakennslu auk hóp-
tíma einu sinni í viku. Aðalsmerki
Margarethe er að allir fá að vera
með. Hér er ekki einungis hugsað
um þá sem skara fram úr heldur eru
allir velkomnir og nýir meðlimir eru
fljótir að tileinka sér hið fjölbreytta
prógramm sem sveitin hefur á efnis-
skrá sinni. Vöxturinn er mikill þar
sem Margarethe kennir mörgum
börnum á aldrinum 3-7 ára.
Siljans-byggðin getur talið sig
sæla yfir að hafa fengið slíkan upp-
sprettu innan barnatónlistarinnar.
Sönnun þess var meðal annars tón-
leikar í kirkjunni í Orsa í maí í fyrra.
Þá komu 100 nemendur Mai’garethe
fram á aldrinum 5-15 ára með söng
og spili fyrir fullri kirkju í eina og
hálfa klukkustund. Þar fyrir utan
bauð hún öllum upp á ávaxtasafa og
ís fyrir tónleikana.
Hin litla spilararsveit Vikarbyns
hefrn’ oft komið fram í upphafi Dal-
halla tónleika. Þökk sé Margarethe
fengu þau að koma fram í
Liljevalchs-listasafninu í Stokkhólmi
á síðasta ári. Þau hafa tekið þátt í
mörgum spilaramótum í Malung,
Falun og Bingsjö. Þau spila þrjá
daga í röð þegar maístöngin er reist í
Vestbjörka, Vikarbyn og Röjerásen.
Síðustu tvö ár hafa þau séð um tón-
listina á Jónsmessukvöldi í Jöns-
Andersgárden og er vel tekið. Þar að
auki hafa þau spilað á ýmsum hátíð-
um og ráðstefnum og við brúðkaup.
Smátt og smátt fórum við að hugsa
hvað hægt væri að gera við peningana
sem bömin fengu fyrir að koma fram.
Margarethe stakk upp á að fara í ferð
til íslands. Hún sagði: Ég hef haldið
fiðlunámskeið í Reykjavík tvisvar
sinnum og það er undursamlegt land.
Við getum baðað okkur í heitum pott-
um, farið í reiðtúr á íslenskum hestum
og upplifað hina einstöku náttúru. Ég
skal tala við vini mína þar. Nú var far-
ið í gang að undirbúa jjessa spennandi
ferð. Við fórum til Islands 28. apríl
1999 og verðum í eina viku. Síðan
koma íslensku bömin hingað til Rétt-
víkur næsta sumar.
Það hefur verið mikið að gera við
að fjármagna ferðina. Við höfum sótt
um styrki, selt kökur, haft happ-
drætti og fleira. Mörg félög hafa
styrkt okkur. Eldhugur Margarethe
smitar út frá sér til foreldranna ein
þeir spila með börnunum fyrstu árin.
Það er engin stjóm í hinni litlu spil-
ai’asveit Vikarbyns heldur taka allir
foreldrarnir heilshugar þátt í því
sem þarf að gera. Samstaðan er góð
þegar foreldrar og börn sjá saman
um tónlistarkaffi, basar, binda
kransa eða steypa kerti.
Spilarasveit Réttvíkur bauð bæði
Hinni litlu spilarasveit Vikarbyns og
Hinni litlu spilarasveit Réttvíkur að
taka þátt í jólatónleikum þeirra á
síðasta ári. Það er einmitt þannig
sem það á að vera. Suzuki-aðferðin
er engin hókus pókus aðferð heldur
gengur hún út á að hlusta og herma
eftir. Eir.mitt þannig hefur spil-
aratónlistin gengið mann fram af
manni frá hinum eldri til hinna
yngri. Aldrei hafa börnin verið stolt-
ari heldur en þegar þau fengu að
spila með hinum stóm spiluram. Þar
að auki vora tekjur kvöldsins settar í
ferðasjóðinn.
Hópurinn heldur tónleika í Nor-
ræna húsinu mánudaginn 3. maí kl.
20 ásamt íslenskum fiðlunemendum.
Allir era velkomnir.
CHRISTINA SKÖTT,
Vikarbyen, Svíþjóð.
Kosningafundir í Reykjavík
í dag kl. 17.30 mun
Stc?fanía
Oskarsdóttir
frambjóðandi
flytja erindi í Kosningamiðstöðinni, Skipholti 19.
Miðvikudaginn 5. maí kl. 17.30.
Pétur Blöndal: Einfaldara bóta- og skattkerfi.
Allir velkomnir
ÁRANGU Rf) ’tirALLA
Sími: 562-6353. netfang: x99@xd.is