Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 B 3 KNATTSPYRNA Þorvaldur hættur hjá Oldham ÞORVALDUR Örlygsson er hættur að leika með enska félag- inu Oldham í 2. deild, en samningur hans við liðið er útrunn- inn. Hann segir ekkert ákveðið hvað hann taki sér fyrir hendur: hvort hann haldi áfram að leika knattspyrnu í Englandi, hætti eða flytji heim. „Ég taldi tímabært að breyta til eftir nokkur ár hjá félag- inu og verð ekki með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess," sagði Þorvaldur, en Oldham er í fallhættu og þarf nauðsyn- lega á stigum að halda í lokabaráttunni. Hann sagðist hafa rætt við nokkur lið í Englandi og í Evrópu og að mál sín ættu að skýrast síðar í mánuðinum. Þorvaldur hefur leikið með Oldham frá 1995, en var áður hjá Stoke og Nottingham Forest í Englandi. Hér á landi hef- ur hann leikið með KA og Fram. Hermann upp í 2. deild Mermann Hreiðarsson og félag- ar hans í Brentford tryggðu sér sæti í 2. deild ensku knatt- spyrnunnar um helgina. Liðið lagði Exeter 3:0 fyrir framan um 10 þús- und áhorfendur á heimavelli sín- urri, Griffin Park. Hermann sagði að liðið væri í 3. sæti en markmiðið væri að vinna deildina. „Við eigum tvo leiki eftir Bolton missti dýrmæt stig EIÐUR Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson voru báðir í liði Bolton sem gerði jafntefli 1:1 við Wolves í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Þeim var báðum skipt út af í síðari hálf- leik. Colin Todd, knattspyrnu- stjóri Bolton, sagði að lið sitt hefði átt að vinna leikinn mið- að við þau færi sem það fékk en hefði verið refsað fyrir mistök sín. Bolton er í 6. sæti deildarinnar fyrir lokaum- ferðina, en Wolves er í 7. sæti og á leik tii góða. Liðin í 3.-6. sæti leika í úrslitakeppni um eitt sæti í úrvalsdeild. Watford gerði jafntefli við Barnsley 2:2 og er í 5. sæti þegar einum leik er óiokið. Jóhann Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Wat- ford. Sunderland hefur tryggt sér sæti í úrvaisdeild, en baráttan um annað sætið stendur á miUi Bradford og Ipswich Town. gegn Swansea og Cambridge, sem er í efsta sæti deildarinnar. Ef við vinnum Swansea mætast Brent- ford og Cambridge í hreinum úr- slitaleik á heimavelli Cambridge um næstu helgi." Hermann sagði að stuðnings- menn liðsins hefðu fagnað ákaft þegar Ijóst var að liðið léki í 2. deild á ný. Áhorfendur hefðu hlaupið inn á völlinn og fagnað leik- mönnum. „Það verður spennandi að leika í 2. deildinni á næsta keppnistímabili. Forráðamenn liðs- ins eru stórhuga og Ijóst að þeir láta ekki staðar numið í uppbygg- ingu þess." i i\ n fn n ŒtAW „ÞAÐ var einstök upplifun að sjá þúsundir stuðningsmanna liðs- ins hlaupa inn á völlinn og fagna sæti í 1. deild að leik loknum," sagði Bjarnólfur Lárusson, leikmaður Walsall, en hann og Sig- urður Ragnar Eyjólfsson voru í liði Walsall sem vann Oldham 3:1 á heimavelli sínum á laugardag. Sigurinn tryggði Walsall 2. sæt- ið í 2. deild ensku knattspyrnunnar þegar tveimur umferðum er ólokið. (jarnólfur og Sigurður Ragnar komu báðir inn á í leiknum og skoraði Sigurður þriðja mark leiks- ins skömmu fyrir leikslok. Bjarn- ólfur sagði að þungu fargi hefði verið létt af stuðningsmönnum sem réðu sér vart fyrir gleði að leik loknum, en um 10 þúsund manns fylgdust með honum á Bescot-leik- vanginum. „Walsall hefur ætíð ver- ið í skugga nágrannaliðanna í Birmingham, Aston Villa, Birming- ham og Wolves. Nú er liðið komið upp í 1. deild í fyrsta skipti í sögu þess og hefur möguleika á að leika gegn Birmingham og Wolves næsta vetur. Við fundum fyrir gríðarlega sterkum viðbrögðum stuðningsmanna liðsins eftir leik- inn og til mín komu rosknir menn sem sögðu að þetta væri besti dag- ur í lífi þeirra." Bjarnólfur sagði að Walsall hefði fengið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu daga. „Liðið var nærri fall- ið í 3. deild síðasta vetur þegar það vann ekki síðustu 19 leikina í deild- inni. Við fengum nýjan knatt- spyrnustjóra í sumar, Ray Gra- ydon, sem hefur unnið frábært starf hjá félaginu og skilað því á fyrsta ári upp í 1. deild," sagði Bjarnólfur. Arangur Graydon hef- ur vakið athygli fjölmiðla í Englandi en á heimasíðu Sky Sport-sjónvarpsstöðvarinnar segir að hann hafi nýtt vel þá fjármuni sem hann hafði undir höndum, keypt leikmenn frá íslandi, Svíþjóð og Króatíu fyrir aðeins 4,3 milljón- ir króna í haust og vetur. Kirsten kvartaði undan Eyjólfi EYJÓLFUR Sverrisson átti mjög góðan leik með Herthu Berlín gegn Leverkusen á útivelli, 2:2. Eyjólfur, sem gætti hins hættu- lega Ulf Kirsten, var valinn í lið vikunnar á sjónvarpsstöðinni SAT1. Kirsten kvartaði mikið við dómara leiksins yfir hörku Eyjólfs og sýndu sjónvarpsstöðvar nokkur atvik þar sem má segja að Eyjólfur hafi teflt á tæpasta vað í baráttu sinni við Kirsten. Þórður Guðjónsson kom Genk á bragðið ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði fyrsta mark Genk í 4:1 sigri á Sint-Truiden um helgina en með sigrinum heldur Genk tveggja stiga forystu í belgísku deildinni þegar þrjár umferðir eru óleiknar. Þórður skoraði mark sitt á 6. mínútu. Lið Genk réð lögum og lofum á leikvellinum og var sigur þess síst of stór. Bjarni, bróðir Þórðar, var einnig í byrjunarliði Genk í þriðja leikn- um í röð. Þriðji bróðirinn, Jóhannes, kom hins vegar ekkert við sögu. Keppinautur Genk um belgíska meistaratitilinn, Club Brugge, vann Charleroi 2:1 á útivelli og hefur 65 stig, en Genk er með 67 stig. Bæði lið hafa leikið 31 leik. Morgunblaðið/Golli Birkir varði vítaspyrnu BUtKIR Kristinsson, markvörður ÍBV [á mynd], varði vítaspyrnu Kjartans Einarssonar undir lok Jfyrri hálfleiks er ÍBV og Breiðablik áttust við í 16-liða úrslitum deilda- bikarkeppninnar um helgina. Með því kom Birkir í veg fyrir að Blikar kæmust yfir í Ieiknum, en marka- laust var í leikhléi. I síðari hálfleik skoruðu Steingrfmur Jóhannesson og Baldur Bragason hvor sitt markið fyrir Eyjamenn, en Kjartan náði að klóra í bakkann fyrir Breiðablik áður en yfir Iauk, það dugði hins vegar skammt og Is- landsmeistararnir komust í 8-liða úrslit keppninnar. Hreinn Hringsson skoraði sigur- mark Þróttar er liðið sló Keflavík úr keppni, 1:0, i leik liðanna í Kefla- vík. Annað 1. deildarlið komst í 8- liða úrslitin með sigri á efstudeild- arliði er Fylkir lagði Fram, 2:1. Hraftikell Helgason og Gunnar Þór Pétursson skoruðu mörk Pylkis, en Höskuldur Þórhallsson kom Fram á blað. Andri Sigþórsson skoraði þrennu er KR vann Grindavík á malarvelli KR-inga í vesturbænum. Varnar- maðurinn Indriði Sigurðsson skor- aði fjórða mark KR-inga. Leiftursmenn eru á góðri sigl- ingu um þessar mundir og þeir burstuðu Skallagrím, 5:0, í Borgar- nesi. Uni Arge og Örlygur Helga- son skorðu tvö mörk hvor fyrir Leiftur og Steinn Gunnarsson var með eitt. Skagamenn komust einnig í næstu umferð er þeir lögðu FH, 3:1, á heimavelli og loks unnu Víkingar samborgara sína í Val, 1:0. Átta liða úrslit hefjast í kvöld er Fylkir og Víkingur mætast á Fylk- isvelli og IR sækir IBV heim á Helgafellsyöll. Báðir leikirnir hefj- ast kl. 19. Á morgun leika Skaga- menn við Þrótt á Akranesi og KR- ingar mæta Leiftri á KR-vellinum. Þeir leikir hefjast ehmig kl. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.