Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 B 7, IÞROTTIR Detroit - Philadelphia.............96:100 Miami - Charlotte ................100:93 Houston - LA Celippers...........110:84 Portland - Denver...............110:012 Sacramento - Phoenix............111:110 STAÐAN: AUSTURDEILD Atlantshafríðill: • Miami....................32 16 66,7 • Orlando...................32 17 65,3 • Philadelphia...............27 21 56,3 New York...................25 23 52,1 Boston......................19 29 39,6 Washington .................17 31 35,4 New Jersey .................15 33 31,3 Miðriðill: • Indiana...................32 17 65,3 • Atlanta...................30 18 62,5 • Detroit ...................28 20 58,3 • Milwaukee ................27 21 56,3 Charlotte ...................24 24 50,0 Cleveland...................22 26 45,8 Toronto.....................22 26 45,8 Chicago.....................13 35 27,1 VESTURDEILD Miðvesturdeild: • Utah.....................36 13 73,5 • San Antonio...............35 13 72,9 • Houston ..................29 19 60,4 • Minnesota.................25 23 52,1 Dallas ......................19 29 39,6 Denver .....................14 34 29,2 Vancouver...................8 40 16,7 Kyrrahafsdeild: ¦ Portland ..................35 13 72,9 • LA Lakers................29 19 60,4 • Phoenix...................26 23 53,1 Sacramento .................25 23 52,1 Seattle......................23 25 47,9 Golden State.................20 28 41,7 LA Clippers.................9 39 18,8 ¦ Deildameistari. • Tryggt sæti í úrslitum. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN San Antonio á siglingu SAN Antonio Spurs kemur inn í úrslitakeppnina á miklu skriði eftir gott gengi undanfarnar vikur. Liðið hefur unnið 29 af síð- ustu 34 leikjum og vann tvo stórleiki um helgina. Baráttan um efstu sætin í Vestur- d deildinni hefur verið hörð und- anfarnar vikur eftir að San Antonio fór að setja strik í reikninginn. Utah og Portland virtust lengst af ætla að ein- angra toppsastin, en lið San Antonio hefur vaxið stöðugt allt keppnistímabilið og sigur í tveimur síðustu leikjunum í vikunni mun tryggja þeim deildarmeistara- titilinn. Á laugardag kom Portland í heim- Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Ingi Þór þjálfar KR Ingi Þór Steinþórsson verður að öllum líkinduni næsti þjálfari meistaraflokks karla í kðrfuknattleik. Biíist er við að kðrfuknatt- leiksdeiidin geri samning við Inga Þór, sem var aðstoðarþjáifari meistaraflokks síðasta vetur, til tveggja ára, en hann hefur jafn- framt þjálfað yngri flokka hjá KR um árabil. Danski landsliðsmaðurinn Jesper Sðrensen, sem lék með KR í síðustu umferðum íslandsmótsins síðasta vetur, verður liklega áfram hjá félaginu, en það er ekki frágengið. Ef af yrði kæmi Emelie Ramberg, unnusta hans, sem er í 21 árs landsliði Dana einnig til landsins og léki með KR. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 sókn í Alamo-höllina í San Antonio og í hörkuleik jafnaði Damon Stou- damire leikinn á síðustu sekúndu með þriggja stiga skoti fyrir gestina. Heimamenn létu það ekki á sig fá og sigruðu með öryggi í framlenging- unni, 98:90. Á sunnudag fékk Spurs síðan Utah Jazz í heimsókn og í öðr- um hörkuleik hafði heimaliðið sigur í lokin, 84:78, í leik þar sem Utah hafði forystuna lengst af. Spurs vann leikinn örugglega og tryggði sér þar með þrettánda heimasigur sinn í röð. Tim Duncan var allt í öllu hjá Spurs. Hann skoraði 26 stig og tók 14 frá- köst. Karl Malone skoraði 24 stig fyrir Utah. Þessir tveir leikmenn eru taldir líklegastir til að verða kosnir leikmenn ársins í deildinni. San Antonio hefur nú unnið síð- ustu sjö leiki sína gegn toppliðunum í Vesturdeildinni og virðist vera á toppnum á réttum tíma. Aðdáendur liðsins geta verið bjartsýnir á gengi liðsins í úrslitakeppninni. Portland vann Denver á útivelli á sunnudag, 110:102, og er því með jafnmörg töp og Utah og San Ant- onio. Síðustu tveir leikir þessara þriggja liða munu skera úr um hvort þessara liða vinnur deildar- keppnina. Snilldarieg kænska færði Ferrari sigur MICHAEL Schumacher var fagnað sem þjóðhetju á ítalíu eftir að hann hafði ekið Ferrari-bíl sínum til sigurs í San Marínó- kappakstrinum á sunnudag. Allt gekk honum í hag í keppninni og snilldarleg keppniskænska stjórnenda Ferrari-liðsins færði liðinu fyrsta sigurinn í þessu móti frá 1983 eða í 16 ár. Til að kóróna góðan árangur á heimavelli jók Ferrari forystu sína í stigakeppni bílsmiða og ökuþórar liðsins skipa nú tvö efstu sæt- in í stigakeppni ökuþóra. Finninn Mika Hákkinen hafði góða forystu er hann lenti of ut- arlega í beygju í upphafi 17. hrings Og^^gggB af 62 með þeim afleið- Ágúst ingum að hann hafn- Ásgeirsson aði á vegg og stór- skrifar skemmdi McLaren-bíl sinn. Hafði hann ekið af miklu kappi og kenndi sjálfum sér um mistökin. Við forystuhlutverkinu tók félagi hans David Coulthard en með snjallri keppnisáætlun náði Schumacher af honum forystu og hélt henni alla leið í mark. í stað þess að stoppa einungis einu sinni eins og Coulthard tók Schumacher lítið bensín í fyrra stoppi sínu og þar sem bíllinn var því talsveret léttari en hjá Coult- hard gat hann ekið mun hraðar og unnið nógu gott forskot til að bæta örlitlu bensíni við seint í keppninni. Að því hléi loknu skaust hann út skammt fyrir framan Coulthard sem átti aldrei möguleika eftir það þó að bilið minnkaði á lokahringjunum; hugsanlega af því að Schumacher varð að fara hægar og spara tak- markað eldsneyti sitt. Sigur Schumachers í Imolabraut- inni var einkar kærkominn fyrir Ferrari því síðast fagnaði ökuþór liðsins þar sigri árið 1983, eða fyrir 16 árum. Coulthard hélt því reyndar fram að sigur hefði verið hafður af honum með því að hægfara ökuþórar hefðu sýnt óbilgirni og ekki vikið er hann dró þá uppi. Vegna þessa lagði hann fram formlega kvörtun við keppnis- stjórann Charlie Whiting í lok kappakstursins. „Ég er ánægður með að vinna nokkur stig en ósáttur að því leyti að ég hafði bíl til að vinna í dag," sagði Coulthard. „Það er mjög erfitt að komast fram úr bílum í þessari braut og ókuþórar voru einstaklega ósam- vinnuþýðir. Ég tafðist fyrir aftan Pedro Diniz [Sauber]. Hann er mjög viðkunnanlegur náungi en ég undr- ast samt akstur hans. Síðan tafðist ég fyrir aftan Benetton-bíl [Fisichella] og síðan Prost-bíl [Pan- is]. Eg tapaði um tveimur sekúndum á hring fjóra hringi í röð. Ég held að væn sekt myndi auðvelda þeim að skerpa hugann varðandi það atriði að víkja," sagði Coulthard, sem lauk sinni fyrstu keppni á árinu. Brasilíski ökuþórinn hjá Stewart- liðinu komst á verðlaunapall með því að standast atlögu frá Bretan- um Damon Hill á Jordan-bíl. Með því sýnir hann hversu Stewart-bíln- um hefúr farið fram frá í fyrra og er við það að geta keppt við þá bestu. Barrichello tileinkaði þriðja sætið félaga sínum Ayrton Senna sem fórst í þessu móti fyrir fimm árum. Á blaðamannafundi eftir keppnina sagði Barrichello að í þessari braut hefði hann umfram allt viljað kom- ast á pall. Vegna vinskapar þeirra Senna, en báðir voru frá Brasilíu, væri frammistaðan í dag sér ein- staklega mikilvæg. Senna beið bana í Imola-brautinni 1994 er hann var í forystu í San Marínó- kappakstrinum. Sömu helgi mun- aði ekki og miklu að Barrichello missti sjálfur lífið er hann klessti bifreið sinni 1 upphafi beina kafl- ans, á sama stað og Mika Hakkinen ók út af í dag. Með glæsilegum sigri slnum tók Schumacher forystu í stigakeppni ökuþóra af félaga sínum Eddie Ir- vine og jók forskot Ferrari í stiga- keppni bílsmiða. Ólíkt því sem átti sér stað í fyrra hefur Ferrari haft forystu bæði í keppni bílsmiða og ökuþóra frá fyrsta móti. Sehumacher hefur hlotið 16 stig, Ir- vine er með 12, og með 10 stig eru Mika Hákkinen og Heinz-Harald Frentzen hjá Jordan. Eftir aðeins þrjú mót hafa 12 öku- þórar hlotið stig en fyrir utan fram- angreinda ökuþóra skiptast stigin þannig: Ralf Schumacher, Williams 7, David Coulthard, McLaren 6, Ru- bens Barrichello, Stewart 6, Gi- ancarlo Fisichella, Benetton 5, Damon Hill, Jordan 3, Pedro de la Rosa, Arrows 1, Olivier Panis, Prost 1, Jean Alesi, Sauber 1. Athyglisvert er að níu lið af 11 sem þátt taka í Formúlu-1 eru þegar komin með stig en aðeins tæpur fimmtungur móta ársins er búinn. Ferrari hefur 28 stig, McL- aren 16, Jordan 13, Williams 7, Stewart 6, Benetton 5 og Arrows, Prost og Sauber eru með eitt stig hvert. Sacramento vann mikilvægan sig- ur gegn Phoenix á sunnudag, 111:100, og gerði það að verkum að Seattle mun sjálfsagt ekki komast í úrshtakeppnina að þessu sinni. Mik- il óeining er innan liðs Seattle og er ástandið svo slæmt að bæði Vyn Ba- ker og Gary Payton gætu beðið um að vera skipt til annarra liða í sum- ar. Aðeins hjá Los Angeles Lakers er liðsandinn jafn slæmur eða verri. Þar á bæ gætu orðið enn meiri um- skipti í sumar ef marka má fréttir af óeiningu meðal leikmanna. Þessi tvö lið mættust á sunnudag í Seattle og hafði Lakers betur, 91:84. Shaquille O'Neal gerði 34 stig fyrir Lakers. Hann hefur reynt sitt besta að halda liðinu á floti en meira þarf til. í Austurdeildinni hefur Indiana átt erfitt undanfarið, en liðið vann þó New York Knicks létt á sunnu- dag. Pacers vann leik liðanna, 94:71. „Strákarnir virðast vera að skilja hvað þarf til þess að vinna erfiðu leikina. Ef við náum að halda einbeitingu okkar í úrslitakeppn- inni þá líst mér vel á möguleika þar," sagði Larry Bird, þjálfari Indiana, í leikslok. Miami og Orlando berjast enn við Indiana um toppsætið í Austurdeild- inni. Miami vann mikilvægan leik gegn Charlotte, 100:93. Charlotte og New York berjast um síðast sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeild- inni. San Antonio, Utah, Portland, Los Angeles Lakers, Houston, Phoenix og Minnesota eru í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni og Sacramento er líklegt til að fylgja þeim eftir. í Austurdeildinni eru Miami, Orlando, Indiana, Atlanta, Detroit, Phila- delphia og Milwaukee örugg og New York ætti að tryggja sér síðasta sætið. Síðustu leikirnir í vikunni skera síðan úr um hvaða lið keppa saman í fyrstu umferðinni. Rúnar leikmaður mánað- aríns RtJNAR Kristi nssou, lands- liðsmaður í knattspymu sem leikur með Lilleström, var um helgina útnefndur besti leik- maður aprílmánaðar í norsku 1. deiidinni. Að kjörinu stóðu Norska ríkissjónvarpið, NRK, og norska knattspyrnusam- bandið. „Það er mjog ánægju- legt að fá þessa viðurkenn- ingu fyrir fyrsta mánuð deildakeppninnar," sagði Rúnar við Morgunblaðið. í sama kjöri var Lilleström Út- nefnt lið inánaðarins og þjálf- ari nýliðanna, Odd Grenland, þjálfari mánaðarins. Rúnar fékk verðlaunin af- hent fyrir leik liðsins gegn Stabæk á sunnudaginn. ílann fékk 5 þúsund kronur norskar (ðO þúsund ísl. kr.) auk verðlaunagrips. Hann ákveð að láta peningana renna til barnadeildar Sentral sjúkrahússins í Ósló. „Þeim sem hljóta þessi verð- laun er uppálagt að gefa þessa peninga til góðgerðar- mála. Þar sem við í Lilléstrðm liöi'uin haft mikið samstarf við barnadeild spítalans ákvað ég að láta peningana renna þangað," „Það kemur alltaf eitt barn af barnadeildinni á heimaleiki okkar í boði félagsins. Það fær að vera með liðinu inni í búningskiefa fyrir og eftir leik og fær að taka þátt í þessu með okkur. Auk þess leysum við börniu út með gjöfum, húfum og peysum eða einhverju tengdu félag- inu. Þetta hefur mælst vel fyrir og ímynd félagsins verð- ur betri ut á við," sagði Rún- ar. Hann sagði að stuðnings- khibbur félagsins framleiddi gosdrykk til fjáröflunar og færi ákveðin prósenta af seld- um dryklqum til barnadeildar spítalans í Ósló. MORGUNHANI fær 20% afslátt af ^iggSjg^ viðskiptum milli Laugavegi 36 J^ <J Q„ JJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.