Morgunblaðið - 05.05.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 05.05.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 19 Einar Váídimar Ólafsson ' “ Vesturlandi Þórunn Magnúsdóttir Vestfjörðum Kolbeinn Friðbjamarson Norðurlandi vestra Málmfríður Sigurðardóttir Norðurlandi eystra Sigfinnur Karlsson Austurlandi Sigurður Björgvinsson Suðurlandi Höskuldur Skarphéðinsson Reykjanesi Páll Bergþórsson Reykjavík Ólöf Ríkharðsdóttir Reykjavík a efri árum Við sem undirritum þetta ávarp til kjósenda í landinu eigum það sameiginlegt að vera komin á efri ár og skipa sæti neðst á framboðslistum fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í alþingiskosningunum 8. maí 1999. Þó að við ætlum okkur ekki að ná kosningu til Alþingis viljum við láta til okkar heyra um lífssýn okkar og óskir um framtíð íslensku þjóðarinnar. Löng ævi hefur kennt okkur að samfélaginu beri að tryggja frelsi, réttlæti og friðsamlega sambúð einstaklinga og þjóðfélagshópa. Undirstaða þess er að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda sem ekki verða af honum tekin, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Við teljum að mikið vanti á að þjóð okkar standi við þá mikilvægu yfirlýsingu. Ýmsir minnihlutahópar, þar á meðal öryrkjar og margt eldra fólk, eru rangindum beittir. En þegar litið er lengra fram í tímann beinist athygli okkar sérstaklega að hagsmunum yngstu þjóðfélagsþegnanna, fæddra og ófæddra. Ef þroski þeirra og virðing fær notið sín hlýtur það smátt og smátt að leiða til meira öryggis og hamingju allra landsmanna. Við teljum að stefhuyfirlýsing sú sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur kynnt alþjóð sé mjög í anda þessarar lífssýnar okkar. Skilyrði þess að hvért barn njóti virðingar og réttinda er sem jöfnust tekjuskipting foreldranna og jafnrétti þeirra til atvinnu, menntunar og lífsgæða hvar sem er á landinu. Þau markmið nást með félagshyggju en ekki með markaðshyggju. Það er líka í þágu framtíðarinnar að vernda íslenska náttúru og hafha erlendu forræði yfir auðlindum lands og sjávar, en nýta þær skynsamlega. Enn eitt skilyrði fyrir velferð nýrra kynslóða er að friður og gagnkvæm virðing ríki í samskiptum þjóða. Okkur ber því að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu, taka virkan þátt í ffiðar- og framfara- samtökum þjóðanna en hafna handleiðslu hernaðarbandalaga og dvöl erlends hers á íslandi. Þessum mikilvægu málum teljum við að sé vel komið til skila í stefnuyfirlýsingunni sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett fram. Við sem eldri erum hvetjum alla landsmenn til að kynna sér þessa stefnu og veita gott brautargengi þeirri vösku sveit sem skipar efstu sætin á ff amboðslistum flokksins. Jón Böðvarsson Reykjavík Margrét Guðnadóttir Reykjavík VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð Helgi Seljan Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.