Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 26

Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðum skipt í afkomueininKar og aukin áhersla lögð á markmiðsáætlanir MEÐ skiptingu rekstursins upp í sex afkomusvið hyggjast stjórnendur Flugleiða skipta ábyrgð á hverri einingu á hendur fleiri manna. HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garöabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 # Skýrslutæknitélag íslands Verkefnastjórnunarfélags íslands Er þörf á verkefnastjórnun í upplýsingatækni? Ráðstefna, samstarfsverkefni Verkefnastjórnunarfélags íslands og Skýrslutæknifélags íslands, á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 6. maí 1999. 13:00 Innritun ráðstefnugesta. 13:15 Setning ráðstefnunnar. 13:20 Joel Black, aðstoðarframkvæmdastjóri Aladon Ltd. • Lykilatriði verkefnastjórnunar 14:20 Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður, Skeljungi hf. • Verkefnastjórnun við endurskipulagningu tölvu- og upplýsingakerfis Skeljungs hf. 14:50 Kaffihlé. 15:20 Jim Davis, sérfr. i örgjörvamálum Hewlett-Packard • Áhættustjórnun í verkefnum sem spanna yfir mörg ár. 15:50 Símon Þorteifsson, starfsþróunarstjóri Nýherja hf. • Dæmisaga sem byggist á verkefni í stórfyrirtæki í Danmörku. 16:40 Ráðstefnuslit. Þátttökugjöld Félagsmenn í SÍ og/eða VSFÍ kr. 8.800. Utanfélagsmenn kr. 11.800. Fimmti hver maður frá fyrirtæki fær fría þátttöku. Skráning Þátttöku þarf að tilkynna Skýrslutæknifélagi íslands í síðasta lagi 5. maí, sfmi 553 2460, netfang sky@sky.is. Nánari upplýsingar á http://www.sky.is. Móðurfélagið greint í skýrar einingar í DAG taka gildi hjá Flugleiðum skipulagsbreytingar sem miðast að því að skipta fyrirtækinu í afkomu- einingar jafnframt því sem aukin verður áhersla á markmiðsáætlan- ir og aukið vægi upplýsingaþróun- ar og upplýsingatækni í rekstrin- um. „Það sem skiptir mestu í þess- um breytingum er að við erum að greina móðurfélagið í skýrar ein- ingai- og skipta ábyrgð á hverri af- komueiningu niður á fleiri menn,“ segir Einar Sigurðsson, einn fram- kvæmdastjóra Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. Flugleiðum er nú skipt í sex af- komueiningar. Stærsta einingin er millilandafarþegaflug með um 18 milljarða króna veltu, önnur eining er viðhaldsstöðin á Keflavíkurflug- velli en þar er veltan um tveir milljarðar króna og hinar fjórar eru rekstur flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, fraktflugið, Saga Boutique og bílaleigan. Sam- anlögð velta þessara fjögurra ein- inga er yfir fimm milljarðar króna. Sigurður Helgason forstjóri fer með daglega stjórn á stærstu af- komueiningunni, millilandafluginu. Því er skipt í fimm svið sem hvert hefúr sinn framkvæmdastjóra: Steinn Logi Björnsson stýrir markaðs- og sölusviði og ber ábyrgð á gerð og framkvæmd sölu- áætlana á öllum alþjóðlegum mark- aðssvæðum Flugleiða. Guðmundur Pálsson stýrir flug- rekstrarsviði með gerð og fram- kvæmd framleiðsluáætlana fyrir flugreksturinn. Leifur Magnússon stýrir flug- flota- og öryggissviði, ber ábyrgð á gerð flugflotaáætlana og er ábyrgur fyrir eftirliti flugöryggis- mála og eftirliti með viðbragðsá- ætlunum fyrirtækisins vegna 2000 vandans. Einar Sigurðsson stýrir stefnu- mótunar- og stjórnunarsviði og ber ábyrgð á almannatengslum, starfsmannaþjónustu og stefnu- mótunarverkefnum. Hann er einnig ábyrgur fyrir heildar- stefnumótunarferli samstæðunn- ar, starfsmannastefnu og hlut- hafasamskiptum. Halldór Vilhjálmsson stýrir fjár- málasviði og er ábyrgur fyiár dag- legri fjármálastjóm móðurfélags- ins og samstæðunnar allrar, einnig áhættustýringu og innri endur- skoðun. Sjálfstætt uppgjör og rekstur eininganna Guðmundur Pálsson verður yfir- maður einnar afkomueiningarinnai-, viðhaldsstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli, auk þess sem hann ber ábyrgð á flugrekstrarsviði eins og geti var að framan. Viðhaldsstöðin. á að selja þjónustu til millilanda- flugs Flugleiða og annarra flugfé- laga. Þá stýrir Pétur J. Eiríksson fjór- um afkomueiningunum en hann er framkvæmdastjóri viðskiptasviðs. Afkomusviðin fjögur verða öll með sjálfstætt uppgjör og rekstur og eru þau rekstur flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, fraktflugið, rekstur á Saga Boutique og bíla- leigureksturinn. Þá verður sú breyting að upplýs- ingaþróunardeild heyrir nú beint undir forstjóra Flugleiða en hún heyrði áður undir fjármálasvið. Einar Sigurðsson segir það endur- spegla aukið vægi tölvuvæddrar upplýsingaþróunar og upplýsinga- tækni hvarvetna í rekstri félagsins. Hjörtur Þorgilsson forstöðumaður stýrir þeimi deild en tölvudeild sem sér um rekstur vélbúnaðar, samskiptanets og gagnagrunna fyrirtækisins er á fjármálasviði. Ný yfirflugfreyja, Guðný Hans- dóttir, tekur við fyrsta júní. Hún tekur við af Aslaugu Pálsdóttur sem verið hefur yfii-flugfreyja frá 1990 og tekur nú við fyrra starfi sem fyrsta flugfreyja. Guðný hefur stai-fað sem flugfreyja hjá Flug- leiðum í tæp sex ár. Hún hefur lok- ið MBA prófi frá Florída Institute of Technology í starfsmannastjórn- un og rekstrarhagfræði. „Breytingarnar eru gerðar með það fyrir augum að skapa enn skýrari rekstrarsýn á hverju sviði í fyrirtækinu," segir Einar Sigurðs- son ennfremur. „Heildarvelta sam- stæðunnar er um 30 milljarðar króna á þessu ári og það verður .skýrari og meiri ábyrgð á hvern og einn framkvæmdastjóra afkomu- eininga og sviða. Jafnframt leggj- um við meiri áherslu á markmiðin, hverri einingu hafa verið sett ná- kvæmari markmið en áður hefur verið og þau verða notuð til að stýra hverri einingu." Leiðrétt RANGT var farið með í töflu með upplýsingum um veltu á Verðbréfa- þingi íslands er birtist á viðskipta- síðu í gær. Þar kom fram að heild- arvelta á þinginu hafi minnkað um 1.580% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hið rétta er 40,5%. Jafnframt kom fram í yfirfyrir- sögn að um ársfjórðungsveltu væri að ræða en hið rétta er fyrstu fjóra mánuði ársins. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Velta á Verðbréfaþingi íslands 1. jan. til 30. apríl 1998 og 1999 Allar tölur í milljörðum króna 1999 1998 Breyting Allir flokkar: Húsbréf 28,1 27,9 +0,7% Spariskírteini 9,7 24,0 -59,6% Bankavíxlar 6,9 33,2 -79,2% Ríkisvíxlar 7,0 30,7 -77,2% Hlutabréf 10,6 2,5 +324,0% Heildarvelta á þinginu 75,0 126,0 -40,5% Dilbert á Netinu Nú er opið frá kl. 8 til 16. SJ0VA ALMENNAR Kringlunni 5 • Pósthólf 3200 • 123 Reykjavík S 569 2500 www.sjal.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.