Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 63

Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 63
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI1999 UMRÆÐAN Samfylkingin er fyrir fjölskylduna SAMFYLKINGIN hefur sett fjölskyldu- málin á oddinn í mál- efnaskrá sinni, að koma góðærinu til fólksins og bæta hag fjölskyldu- og bamafólks í landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur vam-ækt fjöl- skylduna á þessu kjör- tímabili. Nú er kominn tími til að breyta um áherslur og setja fjöl- skylduna í öndvegi. Hin heildstæða fjölskyldu- stefna Samfylkingar- innar tekur tillit til ólíkra fjölskyldugerða og hugsar jafnt um ein- staklingana innan fjöl- skyldunnar sem og heildina. Traust fjölskyldulíf Samfylkingin telur að traust og heilbrigt fjölskyldulíf sé einn af homsteinum samfélagsins og við höfum tækin í skatta-, félags- og tryggingamálum til að gera stöðu fjölskyldunnar traustari og betri en nú er. Samfylkingin vill til dæmis lengja fæðingarorlof í tólf mánuði sem for- eldrar skipti með sér og að feður hafi sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða fæðingaroriofs en geti tekið allt að sex mánaða orlof. Fyrirkomulag líkt þessu er við lýði í þeim löndum sem við Islendingar beram okkur oftast saman við. Þar, eins og við geram ráð fyrir í okkar verkefnaskrá, halda foreldrar fullum launum í fæðingar- orlofi og feðumir hafa sinn rétt. Þetta eykur samvera feðra við börn- in sín á fyrsta æviskeiði bamanna og treystir þannig samband þeirra. Við geram okkur grein fyrir því að þetta kostar peninga en þetta er fjárfest- ing sem við teljum að borgi sig er til lengri tíma er litið. Þetta er einnig jafnréttismál sem miðar að því að auka rétt feðra til samvista við börn- in sín. Leiðréttar bamabætur Við í Samfylkingunni viljum bæta stöðu barnafólks enn frekar með því að hækka ótekjutengdar barnabæt- ur og að þær verði færðar inn í stað- greiðslukerfið og komi þannig for: eldram barna til nota jafnt og þétt. í þessa hækkun á ótekjutengdum barnabótum ráðgeram við að setja 1.600 milljónir á kjörtímabilinu og snúa þannig við blaðinu en núver- andi stjómarflokkar hafa lækkað barnabæturnar umtalsvert með auk- inni tekjutengingu. Samfylkingin hefur það einnig á verkefnaskrá Jón Gunnarsson sinni að foreldrum verði gert kleift að nýta ónýttan persónuaflsátt bai’na sinna undir 18 ára aldri. Þetta getur þýtt á hverju ári um 280 þúsund krónur í auknar ráðstöfunar- tekjur fyrir fjölskyldu sem er með eitt bam í framhaldsskóla, það munar um minna. Áfram fjölskyldan! í tíð núverandi ríkis- stjórnar hafa fjölskyld- an og málefni hennar setið á hakanum en nú er kominn tími til að breyta. Fjölskyldan er svo mikilvæg í þjóðfélaginu að við verðum að gera henni kleift að dafna Kosningar Samfylkingin telur, segir Jón Gunnarsson, að traust og' heilbrigt fjölskyldulíf sé einn af hornsteinum samfé- lagsins. og blómstra. Samfylkingin vill búa fjölskyldunum í landinu betri að- stöðu til að sinna sínum verkefnum og skapa fólkinu í landinu gott líf. Höfundur cr framkvæmdastjóri og skipar 6. sæti S-lista Samfyikingar- innar á Reykjanesi. 1969-1999 30 ára reynsla Hleðslugler Speglar o GLERVERKSMIÐJAN Sawverk Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 Jónína Bjartmarz Barnakort Framsóknarflokksins: • 30 þúsund krónur d dri fyrir hvert barn • Skattfrjdls ótekjutengd kjarabót. Kærkomin viðbót við nuverandi barnabætur. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.