Morgunblaðið - 05.05.1999, Síða 78

Morgunblaðið - 05.05.1999, Síða 78
 78 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Smáfólk Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Forsætisráðherra bar ASI röngum sökum Frá Arnari Guðmundssyni: í KOSNINGAVIÐTALI á Stöð 2 fullyrti Davíð Oddsson forsætis- ráðherra að útreikningar Hag- deildar ASÍ á kaupmáttarþróun launa annars vegar og bóta al- mannatrygginga hins vegar væru rangir. Síðan þá hefur Hagdeild ASI sýnt fram á að þessi alvarlega ásökun ráðherrans á ekki við nein rök að styðjast og í fréttum Stöðv- ar 2 sunnudaginn 2. maí staðfesti svo forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, Sigurður Snævarr, að út- reikningar ASÍ hafi verið réttir. Munurinn á tölum ráðherranna í ríkisstjórninni og Hagdeildar ASÍ liggur aðeins í þeim forsendum sem menn gefa sér að sögn for- stöðumannsins. Hér er einmitt kjarni málsins: Hagdeild ASÍ reiknar kaupmátt- araukningu bóta út frá forsendum bótaþegans og sömu forsendum og liggja til grundvallar kaupmáttar- aukningu skv. launavísitölu. Frá sjónarhóli þess sem þarí' að kaupa í matinn íyrir bæturnar sínar skiptii- engu máli hve mikið ein- hver pappírsstærð hefur vaxið ef ríkið hefur verið að klípa krónur af viðkomandi á móti. Sem dæmi má nefna að láglaunabætur voru felld- ar niður árið 1997. Sú niðurfelling er reiknuð inn í þegar kaupmáttur skv. launavísitölu er reiknaður út. Hagdeild ASÍ vill að sú niðurfell- ing sé einnig reiknuð inn í kaup- máttarþróun bóta enda augljóst að frá sjónarhóli bótaþega vantar þessar krónur í budduna og því verður ekkert keypt fyrir þær í dag. Setjum upp sáraeinfalt tilbúið reikningsdæmi: Einstaklingur er með 50.000 krónur á mánuði og fær að auki 24.000 krónur í ein- greiðslu einu sinni á ári. Með ein- faldri ákvörðun er eingreiðslan felld niður og í staðinn hækkar mánaðarleg greiðsla í 53.000 kr. Hversu mikið fær þessi einstak- lingur? A pappírunum má segja að mánaðarlegar greiðslur hafi hækk- að um 3000 kr. og á árinu sé við- komandi því að fá samtals 36.000 kr. hækkun. Þessa tegund útreikn- inga getum við kallað ráðherra- leiðina. Frá sjónarhóli viðkomandi einstaklings skipta pappírstölurn- ar engu máli því á móti 36.000 kr. hækkun mánaðargreiðslnanna á ári vantar skyndilega í budduna 24.000 kr. eingreiðsluna. Útkoman er því að í buddunni verða aðeins eftir 12.000 kr. til viðbótar því sem áður var. Þessa tegund útreikn- inga getum við kallað ASÍ-leiðina. Munurinn er sá að önnur leiðin snýst um fólk, lifandi einstaklinga sem þurfa að sjá sér farborða. Það er leiðinlegur siður í opin- berri umræðu að reyna stöðugt að gera einfalda hluti flókna og há- tæknilega í þeirri von að almenn- ingur og fréttamenn tapi áttum og missi áhugann á því að komast að staðreyndum málsins. Eftir harða deilu forsætisráðhen-a, Þjóðhags- stofnunar og Hagdeildar ASÍ virð- ist frétt Stöðvar 2 2. maí sl. og málflutningur forstöðumanns Þjóðhagsstofnunar, eiga að sann- færa fólk um að það hafi nú allir rétt fyrir sér, þetta sé bara spurn- ing um tæknilegar forsendur. En eftir stendur sú blákalda stað- reynd að forsætisráðherra bar rangar sakir á Hagdeild ASÍ í beinni útsendingu og því aðeins spurning hvort hann sé maður til að biðjast afsökunar á ummælum sínum. ARNAR GUÐMUNDSSON, upplýsingafulltrúi Alþýðusambands Islands. Landbúnaður á Islandi, hvert stefnir? - Spurningar til framboða Frá Sverri Heiðari Júlíussyni: ÉG ER einn af jjeim sem lít ennþá á landbúnað á Islandi sem einn af homsteinum þjóðfélagsins. Mat- vælaframleiðsla er okkur nauðsyn og aðstæður hér á landi góðar til grasræktar og hefðbundins land- búnaðar sé skynsamlega búið að atvinnugreininni. Við vitum flest hver þróunin hefur verið samkvæmt opinberum tölum. Laun bænda í hefðbundn- um búskap hafa lækkað, ár frá ári, og ekki seinna vænna að staldra við, horfa til framtíðar og ákveða hvort við eigum að halda áfram eða hætta! Ég vil að við höldum áfram og sækjum fram á við en ég vil fá að vita hvað þið ætlið ykkur, sem eruð að bjóða ykkur fram á landsvísu. Hver er framtíðarsýn ykkar gagnvart íslenskum land- búnaði? Það er ekki hægt að þegja þunnu hljóði um einn af hornstein- um þjóðarinnar. Svör framboða óskast á síðum blaðsins sem fyrst því mínu atkvæði og sem betur fer, margra annarra verður varið í samræmi við áherslur í málefnum landbúnaðarins. SVERRIR HEIÐAR JÚLÍUSSON búfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þetta var góð mynd... ég var hrifínn af henni... „Drengur og tryggi hund- urinn hans.“ Mér fannst hún fremur raunsæ... Hundurinn var óhóflega tryggur. Ef þú vilt fá teikningar í gær, afhverju þá að hringja á morgun? Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • Hringdu 532 tlringd C 898 433
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.