Morgunblaðið - 06.05.1999, Side 1

Morgunblaðið - 06.05.1999, Side 1
100. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Söguleg sátt um A-Tímor New York. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Portúgals og Indónesíu undirrituðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York í gærkvöldi sögu- legan samning sem gæti orðið til þess að Austur-Tímor fengi sjálf- stæði. Samningurinn snýst um þau áform að efna til atkvæðagreiðslu meðal hinna 800.000 íbúa Austur- Tímor 8. ágúst nk. um hvort portú- galska nýlendan fyrrverandi eigi að fá víðtæka sjálfstjórn innan Indónesíu. Þarlend stjómvöld hafa sagt að verði sjálfstjómartillögunni hafnað - eins og flestir búast við - geti Austur-Tímor fengið sjálfstæði. Þetta loforð gaf Jusuf Habibie Indónesíuforseti í janúar sl., og kúventi þar með þeirri stefnu sem Indónesíustjóm hafði framfylgt allt frá því Austur-Tímor var innlimað í Indónesíu með hervaldi árið 1976. Samningurinn er afrakstur samningaviðræðna á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem hafa staðið með hléum í 15 ár. I samningnum er kveðið á um tilhögun atkvæða- greiðslunnar og ýmsar ráðstafanir til að afstýra blóðugum átökum milli sjálfstæðissinna og stuðnings- manna Indónesíustjómar. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sem ásamt ráðherrunum, Jaime Gama frá Portúgal og Ali Alatas frá Indónesíu, undimtaði samninginn sem vitundarvottur. Ottast átök „Eg hvet alla aðila og pólitískar fylkingar á Austur-Tímor til að láta vera með öllu að reyna að grípa til ofbeldis og að vinna með Samein- uðu þjóðunum að því að sinna sínu mikilvæga verki,“ sagði Annan. 600 eftirlitsmenn á vegum SÞ munu samkvæmt samkomulaginu fylgjast með framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar, auk nokkur hundruð óvopn- aðra lögreglumanna. Ottast er að vopnaðir hópar Austur-Tímorbúa, sem vilja að landsvæðið tilheyri Indónesíu, reyni að hindra að atkvæðagreiðsl- an fari fram með eðlilegum hætti. Aniceto Guterres Lopes, lög- Reuters NÁMSMENN í Dili, höfuðstað Austur-Tímor, hrópa slagorð til stuðnings sjálfstæði þessarar fyrrverandi nýlendu Portúgals, sem var innlimuð af Indónesíu árið 1976. fræðingur og framkvæmdastjóri mannréttindahreyfingar á Tímor, sakaði í gær stjóm Indónesíu um að hafa séð þessum hópum fyrir vopnum og fjármagni. Hann áætl- aði að 18.000 manns hefðu flúið heimabæi sína vegna árása banda- manna Indónesíustjómar. Vesturveldin og Rússland sögð nálgast pólitíska lausn Kosovo-deilunnar EÞ staðfest- ir útnefn- ingu Prodis Strassborg. Reuters, Daily Telegraph. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær með yfirgnæfandi meiri- hluta útnefningu Romanos Prod- is, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í embætti forseta fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins (ESB). Atkvæði féllu þannig, að 392 Evrópuþingmenn lýstu stuðningi við Prodi en 72 höfnuðu honum. 41 sat hjá. Leiðtogar ESB höfðu á fundi í Berlín í lok marz ákveðið samhljóða að útnefna Prodi eftirmann Jacques Santers, eftir að öll fram- kvæmda- Stjómin Sagði Romano af sér í kjölfar Prodl skýrslu óháðra sérfræðinga um misferli og svik innan hennar. Staðfesting þingsins á útnefii- ingu Prodis er aðeins fyrsta skrefið í átt að skipun nýrrar framkvæmdastjómai-. Leiðtogar þingflokka á Evrópuþinginu (EÞ) urðu í síðustu viku ásáttír um að afgreiðsla þingsins á fomlegri staðfestingu nýskip- aðrar framkvæmdastjómar gæti í fyrsta lagi faiið fram um miðj- an september, eftir 10 daga þingyfirheyrslur yfir þeim 19 einstaklingum sem ríkisstjómir aðildarríkjanna munu þá hafa til- neíht í framkvæmdastjómina, auk forsetans Prodis. Þessi tíma- áætlun er háð því að ríkisstjóm- irnar 15 hafi - í samráði við Prodi - lokið við að velja þá sem eiga að skipa næstu fram- kvæmdastjóm íyrir 21. júlí, þeg- ar nýkjörið Evrópuþing kemur saman í fyrsta sinn eftir kosning- ar í júrú. Bandaríkjaforseti segir loftárásir verða hertar Spangdahlem, Röm. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hét því í gær að enn yrði hert á loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu. Slæm veðurskilyrði vora í gærkvöldi ekki látin hamla árásunum og sprengjum varpað á skotmörk víðs vegar um Júgóslavíu. Samtímis tóku drættir að skýrast í hugsanlegu sam- komulagi Vesturveldanna og Rússlands um hvemig hægt sé að ná pólitískri lausn á Kosovo-deilunni. Öllum að óvörum heimilaði stjórn- in í Belgrad Ibrahim Rugova, póli- tískum leiðtoga Kosovo-Albana, að fara tO Rómar, í þeim yfirlýsta til- gangi að fá ítalska ráðamenn til að hjálpa til við að miðla málum í deil- Kosið í Skotlandi Stefnir í tap SNP Edinborg. Reuters. ALLAR líkur eru á því að Verkamannaflokkurinn vinni sigur í kosningum til nýs þings Skotlands, sem fram fara í dag. Skoðanakönnun, sem birt var í The Scotsman í gær, sýndi að Verkamannaflokknum mun lík- lega takast nokkuð sannfærandi að halda höfuðandstæðingi sín- um, Skoska þjóðarflokknum (SNP), frá völdum. Flokkurinn fengi skv. könnuninni u.þ.b. 42% atkvæða, SNP um 30%, íhaldsmenn 14% og frjálslyndir demókratar 12%. í dag fara líka fram sveitar- stjórnarkosningar í Bretlandi og Wales-búar kjósa sitt eigið heimastj ómarþing. ■ Sjá umfjöllun á bls. 33 Rugova hittir ráðamenn í Róm Rugova, sem var í stofufangelsi í Belgi-ad, hitti þegar í gær Massimo D’Alema, forsætisráðherra Italíu, og utanríkisráðherrann Lamberto Dini. Tveir bandarískir hermenn fórast í fyrrinótt er Apache-hérþyrla þeirra hrapaði við æfingar í Albaníu. Þeir voru fyrstu liðsmenn Banda- ríkjahers sem létu lífið í herfór NATO gegn Júgóslavíu frá því hún hófst fyrir sex vikum. Önnur Apaehe-þyrla hrapaði fyrir rúmri viku, en áhöfnin bjargaðist. Það gerðist ennfremur í gær, að stjórnvöld í Makedóníu lokuðu aðal- landamærastöðinni við Kosovo. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna grunar að farið sé að vísa flóttamönnum til baka inn í Kosovo. Makedóníustjórn hafði áður varað við því að hún kynni að grípa til þess ráðs að loka landamærunum, ef al- þjóðasamfélagið léti ekki meiri hjálp Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti snæddi með hermönnum í gærkvöldi í bandarísku herstöðinni við Ramstein í Þýzkalandi. Þar hitti Clinton hermennina þrjá, sem losnuðu úr haldi Serba fyrr í vikunni. af hendi vegna þeirra 200.000 flótta- manna sem þegar era í landinu. Samtímis því að fréttist af lokun landamæranna fjölgaði frásögnum flóttamanna, sem nýkomnir era yfir landamærin, af voðaverkum serb- neskra vígamanna í Kosovo. „Við munum halda þessari herför áfram. Við munum herða á henni og ekki unna okkur hvíldar fyrr en markmiðunum er náð,“ sagði Clinton í ávarpi sem hann flutti á herflug- vellinum við Spangdahlem í Þýzka- landi, þar sem hann stappaði stálinu í bandaríska herflugmenn. Utanríkisráðherrar átta stærstu iðnríkja heims - G-8 hópsins svokall- aða, en í honum era Bandaríkin, Kanada, Þýzkaland, Bretland, Frakkland, ítalia, Japan og Rúss- land - koma saman til fundar um pólitíska lausn Kosovo-deilunnar við Bonn í Þýzkalandi í dag. Þetta er fyrsti fundur hópsins frá því herfor NATO hófst 24. marz sl. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, sem fer með for- mennsku í G-8 í ár, tjáði þýzka þinginu að vesturveldin og Rúss- land hefðu nálgast það mikið í af- stöðu sinni til þess hvemig fara skyldi að við að ná pólitískri lausn deilunnar, að vænta mætti að fúnd- urinn yrði árangursríkur. ■ Karlar skotnir/32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.