Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rauði krossinn tekur á gegn ofbeldi Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, og Júlfus Valdimarsson, frambjóðandi Húmanistaflokksins, horfa á Sigríði Önnu Þdrðardóttur alþingismann þrykkja handfar sitt í fagurbláum lit sem lið í átaki Rauða krossins gegn ofbeldi. „Ofbeldi er blettur á samfélaginu“ FULLTRÚAR allra stjórnmála- flokkanna tóku sér frí úr kosninga- baráttunni til að leggja Rauða kross- inum lið, er samtökin kynntu átak sitt gegn ofbeldi, sem þau ásamt nor- rænu systurfélögunum munu hefja laugardaginn 8. maí, á alþjóðadegi Rauða krossins. Hinn tóknræni hluti átaksins felst í að þi-ykkja haridfar sitt á dúk og það gerðu stjórnmálamennirnir efth’ vangaveltur um val viðeigandi lita. Átakinu er ætlað að efla með ýmsum hætti vitund fólks, einkum ungs fólks, um ofbeldi og afleiðingar þess. Þetta verður meðal annars gert með því að gera ítarlega samantekt á of- beldi á Islandi. Verkefnið er unnið í samstarfí við ýmsar stofnanir og samtök. „Ofbeldi er blettur á samfélag- inu,“ sagði Anna Þrúður Þorkels- dóttir, formaður Rauða krossins, er hún kynnti átakið. Það á rætur að rekja tO tilefnislausrar skotárásar á ungan mann í Osló, sem síðan lést af sárum sínum. Ái’ásin vakti upp hreyfíngu gegn ofbeldi, „Stop volden“, sem á íslensku kallast „Gegn ofbeldi". Á kjördag munu sjálfboðaliðar Rauða krossins bjóða fólki að þrykkja handfar sitt á léreftsdúka og skrifa nafn sitt við. Efnt verður til tónleika, ofbeldislausrar helgi og umræðufunda, gefnir út upplýsinga- bæklingar og reynt að efla samvinnu aðila, séro vinna að foi’vörnum. _ I kynningu á átakinu sagði Sigrún Ámadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, að við undirbúning þess hefði komið í ljós að ýmsar rannsókn- ir hefðu verið gerðar um ofbeldi, en ekki lægju fyrir samanteknar upplýs- ingar. Því hefði verið ákveðið að láta annars vegar safna slíkum upplýsing- um saman og hins vegar láta vinna úr rannsóknum á ofbeldi og unglingum. Sigirón benti á að samkvæmt rann- sóknum Helga Gunnlaugssonar af- brotafræðings hefðu áhyggjur al- mennings af ofbeldi vaxið verulega á árunum 1989-1994 og um leið hefði umr-æðan um þetta aukist, þótt tölur frá Rannsóknarlögreglu ríkisins bentu ekki til mikillar fjölgunar. En áhyggjurnar beinast ekki að- eins að vaxandi tíðni, heldur að því að áverkar séu alvarlegri og tilefnis- Iausari en áður og ofbeldi spretti oft- ar upp milli ókunnugra en áður. Strákar verða oftar fyrir ofbeldi en stelpur og kýlingar og hálstak em algengari en áður. Átakið aðeins upphafíð I samtali við Morgunblaðið sagði Sigi'ún að átakið nú væri aðeins upp- hafíð. Þegar rannsóknir lægju fyrir yrði reynt að setja raunhæf og mæl- anleg markmið. Þeir aðilar sem Rauði krossinn vinnur með gegn of- beldi eru lögreglan, umboðsmaður barna og starfshópur um átak gegn ofbeldi á ungum stúlkum og konum. Auk þess kemur Rauði krossinn að meðferð fyrir ofbeldishneigða karla. Um er að ræða meðferð, sem slíkum mönnum stendur til boða, og sagði Sigi’ún að eftirspurn hefði ver- ið mun meiri en búist var við. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið og kai’lanefnd Jafni’éttisráðs. Kaupmannahafnarfarþegar Flugleiða lentu í töfum Röskun vegna útúrdúrs með varahjól NOKKRIR farþegar Flugleiða á leið til Kaupmannahafnar á dögunum urðu fyrir nokkurra tíma töf þegar vélin var látin hafa viðkomu í Glas- gow á leið sinni frá Islandi til að koma þangað varahjóli fyrir þotu Flugleiða sem þar hafði sprungið á. Margrét Hauksdóttir, deildarstjóri hjá upplýsingadeild Flugleiða, segir að þessi leið hafí verið valin þar sem hún hafði minnsta röskun í fór með sér og kvaðst harma þau óþægindi sem röskunin hefði valdið. Þota Flugleiða, sem fara átti frá Keflavík kl. 13.35 mánudaginn 26. apríl, lagði af stað 50 mínútum á eftir áætlun og hafði viðkomu í Glasgow með vaj-ahjólið. Lenti hún í Kaup- mannahöfn kl. 22, nærri tveimur tímum eftir áætlaðan komutíma. í Glasgow fengu nokkrir farþeganna sem voru á leið til Amsterdam, Frankfurt og Manchester að skipta um vél. Farþegi sem hafði samband við Morgunblaðið var ásamt tveimui’ öðrum á leið til Genfar vegna fundar sem þar átti að hefjast kl. 10 á þriðjudagsmorgni. Þar sem ekkert flug fékkst frá Kaupmannahöfn svo seint á mánudagskvöld var þeim komið fyrir á flugvallarhóteli þar sem þeim fannst lítið til um viður- værið. I býtið morguninn eftir fengu þau flug til Zurieh og síðan Genfar þar sem lent var rúmlega 11, klukku- stund eftir að fundur skyldi hefjast. Honum hafði hins vegar verið frestað til kl. 12. Ekki varahjól í þotum Margrét Hauksdóttir sagði að í vélinni sem sprakk á í Glasgow hefðu verið fjölmargir farþegar á leið til Is- lands og stór hópur þeirra hefði átt bókað far með þotum Flugleiða til Bandaríkjanna síðdegis þennan mánudag. Hefði verið ákveðið að nýta Kaupmannahafnarvélina til að flytja varahjólið þar sem mun lengri tíma hefði tekið að útvega varahjól eftir öðrum leiðum og það hvorki finnanlegt í Glasgow né London. Þessi leið hefði haft minnsta röskun í för með sér fyrir farþegana þótt hún hefði einnig komið niðui’ á farþegum tO Kaupmannahafnar og áfram. Hún kvaðst harma þau óþægindi sem far- þegar hefðu orðið fyrir og vona að tekist hefði að leysa úr málum allra. Þotur eru yfírleitt ekki með vara- hjól meðferðis, enda sjaldgæft að á þeím springi. Hvert hjól vegur kringum 100 kg. Reykjavík A fímmta þúsund hafa kosið Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum sem fengust síðdegis á kjörstað í gær, en þá höfðu alls 3.900 manns greitt þar atkvæði, auk þess sem borist höfðu á sjöunda hundrað aðsend atkvæði. Er þetta svipaður fjöldi þremur dögum fyrir kjördag og á sama tíma fyrir borgarstjórn- arkosningarnar síðastliðið vor. Utankjörfundaratkvæðagreiðsl- an hófst 13. mars og fer hún fram í Hafnarbúðum við Tryggvagötu. Skv. upplýsingum sem feng- ust á kjörstað í gær hefur þeim fjölgað verulega á síðustu dög- um sem koma til að neyta at- kvæðisréttar síns utan kjörfund- ar og var búist við 800 og 900 manns á kjörstað í gær, en hann er opinn milli kl. 10 og 22. Islendingur fellir grábjörn ISLENSKUR sportveiðhnaður, Ás- geir Heiðar, varð nýverið fyrsti ís- Iendingurinn, samkvæmt bókum Veiðimálastofnunar Alaska, til að fella hinn risavaxna grábjörn (Grizzly Bear), en Ásgeir var að veiðum ásamt norskum vini sfnum á smáeyjunni Sit.kalidek, skammt undan Kodiak Island, sem er drjúg- stór eyja með 11.000 íbúum undan ströndum Alaska. Þeir félagar voru að veiðum í hálfan mánuð og felldu sinn björn- inn hvor. Björn Ásgeirs var felldur á tólfta degi með einu 375 H&H skoti af 125 metra færi. Hann var þriggja metra karldýr og „þótti mjög stór“, eins og Ásgeir komst að orði. Ásgeir sagði það alls ekki hættu- laust að vera í námunda við um- rædda grábirni, sem ein af svoköll- uðu Kodiak-afbrigði. Á hveiju ári slösuðu birnir eða dræpu tíu manns ÁSGEIR Heiðar á kofaveröndinni með feldinn af skepnunni. Má glöggt greina hvílíkt ferlfki þar var á ferðinni. heimilisbankinn www.bi.is jr —— u ..| r - ' V a rettri sLóo ókeypis aðgangur til ársins 2000 mánaða S k í m a (§) BÚNAÐARBANKINN internettenging fylgir Trau banki að jafnaði á Kodiak-eyju og venju- lega væru tuttugu birnir drepnir þar í sjálfsvöm árlega. „Þarna eru 11.000 íbúar og 3.600 bimir. Samt em strangar friðunarreglur í gangi, þannig em kvendýr helst ekki skot- in og alls ekki kvendýr með húna. Lögð er áhersla á að gömlu karl- dýrin séu veidd því þau éta húnana. Það má því eiginlega segja að það sé stofninum til framdráttar að veiða þessi dýr,“ sagði Ásgeir. Erfíð veiðiferð Ásgeir sagði þetta eina erfiðustu veiðiferð sem hann hefði nokkm sinni tekið þátt í. Það var varla byrjað að vora á eyjunni þar sem þeir félagarnir gistu í tvær vikur í litlum viðarkofa sem þeir kyntu með eldivið. „Þama er mikið um birni og menn fóru ekki út að pissa nema gráir fyrir járnum. Þama fór- um við í leiðindaveðri á milli fjarða á litlum báti, klifraðum síðan bratta að útsýnisstöðum þar sein við biðum yfirleitt, í 10 til 14 klukkustundir með sjónauka á lofti. Þegar sást til bjarna reyndum við að komast í færi, en oftast voru ])á á ferðinni kvendýr með húna. Ég var í öllum þeim hlýju fötum sem ég á til og það dugði varla. Þetta var gríðar- lega skemmtileg reynsla, en samt er nóg að gera svona einu sinni á lífs- Ieiðinni," sagði Ásgeir Heiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.