Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fjörutíu og þrír fórust af völdum skýstrókanna í Bandaríkjunum HEILU borgarh verfiri jöfnuðust við jörðu í skýstrókunum. tryggir góðan veiðitúr Abu veiðistangirnar eru framleiddar að mestu úr grafít blöndu og trefjagleri, í mörgum stærðum og gerðum. Þær þola mikil átök því styrkur þeirra og sveigjanleiki er einstakur. Abu veiðistangirnar fást í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins. mbu Garcia for life.. Upplýsinqasími Vciðimannsins GRÆN LÍNA Veiðimaðurinn 111 ?'! -T -T r BJÖRGUNARMAÐUR kannar rústir gistihúss í einu af úthverfum Oklahoma-borgar eftir skýstrókana í fyrradag. Tjónið nem- ur allt að milljarði dala Oklahoma. Reuters. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að tjónið af völdum skýstrókanna í Oklahoma og Kansas í fyrradag gæti numið allt að milljarði dala, andvirði 73 millj- arða króna. Að minnsta kosti 43 fórust í náttúruhamförunum, að sögn bandarískra yfirvalda. Embættismenn sögðu að 38 hefðu beðið bana í Oklahoma-borg og 669 slasast af völdum hamfar- anna. Fimm manns fórust í bæn- um Wichita í Kansas. 1.500 íbúðar- hús gereyðilögðust í Oklahoma- borg á 30 km löngu og 800 m breiðu belti. Þetta er þó ekki mesta tjón sem orðið hefur af völdum skýstróka í Oklahoma-ríki, sem hefur verið kallað „Skýstrókasund Bandaríkj- anna“. Skýstrókarnir í fyrradag voru hins vegar hinir öflugustu sem gengið hafa yfir ríkið í mörg ár. Veðurfræðingar áætluðu að vindhraði nokkurra skýstrókanna hefði verið um 400-480 km á klukkustund. Frank Keating, ríkisstjóri Okla- homa, kynnti sér eyðilegginguna í úthverfum Oklahoma-borgar og í nokkrum bæjum sem skýstrókarn- ir jöfnuðu nær algjörlega við jörðu, að sögn aðstoðarmanna hans. íbúar bæjanna Mulhall og Bridge Creek fetuðu sig gætilega yfír rústir skóla, útimarkaða og húsa í leit að einhverju sem hægt væri að bjarga. Lögreglumenn og þjóðvarðliðar framfylgdu útgöngu- banni í úthverfum Oklahoma-borg- ar í fyrrinótt til að koma í veg fyrir hugsanlegar giipdeildir. Embættismenn sögðust óttast að íbúar hamfarasvæðanna kynnu að fara sér að voða með því leita að því sem eftir er af eigum þeirra í rústunum innan um rafmagnslínur og gasleiðslur sem hrundu í óveðr- Björgunarsveitarmenn héldu í gær áfram að kemba í gegn um rústimar og að sögn embættis- manna var ekki útilokað að fleiri fyndust látnir í þeim. Gjafir streyma til hjálparstofnana Rafmagnslaust var enn á stóram svæðum í úthverfum Oklahoma- borgar í gær. Fólk sem missti heimili sín í hamförunum safnaðist saman í skýlum Rauða krossins og gjafir frá öðrum Oklahomabúum streymdu til hjálparstofnana eftir að sjónvarpsstöðvar í Oklahoma höfðu hvatt íbúana til að gefa mat- væli og önnur hjálpargögn. Við- brögðin voru svo góð að starfs- menn hjálparstofnana sögðust hafa orðið agndofa. Keating ríkisstjóri sagði að eyði- leggingin af völdum skýstrókanna minnti sig á sprengjutilræðið í Oklahoma-borg 19. apríl 1995 sem varð 168 manns að bana. Hann bætti þó við að auðveldara væri að sætta sig við náttúruhamfarir en ódæðisverk tilræðismannanna fyr- ir fjórum árum. Fulltrúar tryggingafélaga reyna nú að meta tjónið. Samkvæmt upp- lýsingum frá einu stærsta trygg- ingafélagi Oklahoma-borgar, State Farm, má búast við að um 26.000 húseigendur fari fram á skaðabæt- ur sem gætu samtals numið yfir 100 milljónum dala, þ.e. yfir 7 millj- örðum króna, og skaðabætur fyrir eyðilagðar bifreiðar gæti numið 48 milljónum dollara, eða um 3,5 millj- örðum króna. Að viðbættu þeim skaða sem varð af völdum skýsti’ókanna víðs vegar um Oklahoma-ríki og Kansas gizka embættismenn á að heildar- tjónið gæti numið allt að einum milljarði dala, andvirði 73 milljarða króna. Súdanstjórn krefst bóta Khartoum. Reuters. STJÓRNVÖLD í Súdan sögðu í gær, að þau vonuðu, að Banda- ríkjastjórn bætti þann skaða, sem hún olli á síðasta ári er bandarísk- ar herflugvélar sprengdu upp lyfjaverksmiðju í landinu. Banda- ríýamenn hafa í raun viðurkennt, að þeim hafi orðið á mistök. Bandaríkjamenn töldu fyrst, að um væri að ræða efnaverksmiðju í ríkiseigu en viðurkenndu fljótlega, að hún væri í eigu Salah Idris, kaupsýslumanns í Saudi-Arabíu. Þau héldu því þó fram, að hann væri í vitorði með hryðjuverka- mönnum og frystu eignir hans í Bandaríkjunum, rúmlega 1,7 milljarða ísl. kr. Nú hefur sú ákvörðun verið afturkölluð og er litið á það sem óbeina viðurkenn- ingu á því, að árásin hafi verið ástæðulaus og verksmiðjan lyfja- verksmiðja en ekki efnaverk- smiðja. Ahern enn í vanda HART var sótt að Bertie Ahern, forsætisráðherra Ir- lands, á þingi í gær en Ahem neyddist í íyiTakvöld til að biðja Mary Hamey, aðstoðar- forsætisráðherra og leiðtoga Framsækna lýðræðisflokks- ins, samstarfsflokks Fianna Fáil-flokks Aherns, afsökunar á því að hafa ekki skýrt frá af- skiptum sínum af nýlegu dómsmáli. Stjómarandstaðan reyndi í gær að nýta sér vand- ræðaganginn enda vora sam- skipti stjómarflokkanna sögð afar erfið, þótt fréttaskýrend- ur teldu að Ahem hefði með afsökun sinni afstýrt hugsan- legum stjórnarslitum. Verkfall í Færeyjum? VERKFALL vofir nú yfir enn á ný í Færeyjum og gæti verkfallið haft áhrif á alla vömflutninga, flugsamgöngur og sjávarútveg ef því verður. Opinberii' staifsmenn efndu til tuttugu og þriggja daga verkfalls í mars og nú stefnir allt í að frjálsu verkalýðsfé- lögin hefji einnig verkfall en þau hafa gert kröfu um kaup- hækkun upp á fimmtán danskar krónur á tímann næstu tvö árin. Samtök vinnu- veitenda vilja hins vegar ein- ungis sættast á launahækkun upp á eina og hálfa danska krónu. Lögmenn Oealans barðir? LÖGFRÆÐINGAR Kúrda- leiðtogans Abdullahs Öcalans hótuðu í gær að hætta afskipt- um af máli Öcalans bæti tyrk- nesk stjómvöld ekki aðstæður þeirra, og skjólstæðings þeirra, en Ócalan er í haldi á fangaeyju í Marmarahafi. Staðhæfa lögmennirnir að lögreglumenn hafi veitt þeim áverka eftir að Öcalan kom fyrir rétt í Ankara á fostudag og segjast aldrei hafa orðið fyrir jafn mikilli niðurlæg- ingu. Aukinn þrýstingur á Mordeehai AUKINN þrýstingur var í gær á Yitzhak Mordechai, frambjóðanda Miðflokksins í ísrael, að draga sig í hlé og iýsa yfir stuðningi við Ehud Barak, leiðtoga Verkamanna- flokksins, til að auka lík- Mordechai urnar á því að Barak tækist að bera sigurorð af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels og leiðtoga Likud- bandalagsins, í þingkosning- um sem fara fram 17. maí. Fylgi Mordechais hefur und- anfarnar vikur fallið úr tólf prósentum í fimm til sjö, ef marka má skoðanakannanir. Mordechai, sem er fyrrver- andi hershöfðingi og vamar- málaráðherra Netanyahus, sagðist hins vegar ekki ætla að gefa baráttu sína upp á bátinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.