Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 33 ERLENT Stórar kosmngar en lítill kosningaáhugi London. Morgunblaðið. ÞRJATIU milljónir Breta ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til sveit- arstjórna og heimastjórna. Bretland verður ekki samt eftir þessar kosn- ingar, því Walesbúar og Skotar kjósa nú fyrsta sinni til héraðsþinga og fá sínar heimastjórnir, en nú eru þrjár aldir síðan skozkt þing sat síð- ast í Edinborg. Þá ber þessar kosn- ingar upp á mitt kjörtímabil ríkis- stjórnarinnar og munu úrslit þeirra segja sitt um stöðu stjómarinnar og þá um leið stjómarandstöðunnar, en leiðtogi Ihaldsflokksins, William Hague, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir hremmingar og storma- sama innanflokkskróníku. Helzta áhyggjuefni stjórnmálamannanna er, að lítill áhugi kjósenda komi fram í dræmri kjörsókn, einkum á Englandi, þar sem kjörsókn í fyrra var um 29%, og því lögðust þeir allir á eina sveif í gær til þess að fá sem flesta í kjörklefana. Vegvísir fyrir kosningar til Evrópuþings Verkamannaflokkurinn hefur beitt ríkisstjórninni fyrir kosninga- baráttu sína og Tony Blaii' verið óspar á að hvetja fólk til að kjósa frambjóðendur flokksins, því sam- vinna sveitarstjórna, heimastjórna og ríkisstjórnar sé nauðsynlega svo ríkisstjórnin fái áfram stjórnað landinu til góðæris. Forystumenn Verkamannaflokksins em viðbúnir því að tapa fulltrúum frá yfirburða- sigri flokksins 1995, en árangur flokksins mun eftir sem áður verða skoðaður í Ijósi þess, að kjósendur felli nú dóm yfir ríkisstjórninni, þeg- ar kjörtímabil hennar er hálfnað. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verka- mannaflokksins, hvatti kjósend- ur í gær til að neyta atkvæðis- réttar síns í kosningunum í dag. Sjálfur stendur forsætisráðherrann mjög sterkt, bæði sem forystumaður heima fyrir og leiðtogi þjóðarinnar í stríðinu í Júgóslavíu. William Hague, formaður Ihalds- flokksins, hefur á kosningaferðalög- um sínum lagt áherzlu á breytt yfír- bragð íhaldsflokksins og þau mál- efni, sem hæst ber á hverjum stað, en lítt talað á landsvísu. Þingmenn íhaldsflokksins virðast nú hafa slíðr- að sverðin, í bili a.m.k., en enginn vafi er á því, að þótt Blair eigi mikið undh' árangiá síns flokks í kosning- unum, þá hangir pólitískt líf William Hague á þeim bláþræði, sem kjós- WILLIAM Hague, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, vonast til að úrslit kosninganna styrki stöðu hans, en Hague er sagður afar valtur í sessi. endur hafa í hendi sér í dag. Loks má líta á þessar kosningar, sem nokkurs konar vegvísi fyi-ir flokkana til kosninganna til Evrópu- þingsins, sem haldnar verða að rök- sum mánuði liðnum. Af þeim sveitarstjórnum, sem nú verður kosið til, ræður Verka- mannaflokkurinn ferðinni í 152, Frjálslyndir demókratar stjórna 37 og íhaldsmenn hafa meirihluta í 12. I síðustu kosningum töpuðu íhalds- menn um 2000 fulltrúum og Verka- mannaflokkurinn, sem vann annað eins, fékk 6070 fulltrúa, en í heildina er kosið um 13000 sveitarstjórnar- sæti. Erfitt er að spá um úrslitin; íhaldsmenn ættu þrátt fyrir allt að geta unnið eina 1000 fulltrúa, hafi þingmennirnir ekki komið flokknum alveg út úr húsi hjá kjósendum, en bjartsýnustu menn tala um allt að 1400 fulltrúa þeim til handa. Tap Verkamannaflokksins gæti þá orðið einhver svipaður fjöldi, eða ívíð minni, því menn reikna heldur ekki með að Frjálslyndum demókrötum haldist á öllum sínum sveitar- stjórnamönnum. Ekkert annað virðist í spilunum í Wales en að Verkamannaflokkurinn geti unnið meirihluta á heimastjórn- arþinginu þar, þótt þjóðernissinnar hafi stöðugt verið að sækja í sig veðrið og það svo, að í síðustu skoð- anakönnun var Verkamannaflokkur- inn fyrsta sinni undir 50% atkvæða, fékk 47%, en stefnir samt í 34 af 60 þingsætum. Afskipti flokksforyst- unnar í London af vali forystumanns flokksins í Wales fóru mjög fyi-ir brjóstið á mörgum og kann svo að fara, að Alun Michael, sem flokks- forystan í London kom á toppinn, nái ekki sæti á heimastjórnarþing- inu og verði þá ekki fyrsti ráðherra Wales, heldur verði annar kosinn til þess. Þingsæti á heimastjómarþingi Wales eru 60 talsins; fjöratíu þing- menn eru kjörnir í einmennings- kjördæmum og 20 af flokkslistum í hlutfallskosningu. Plaid Cymra, þjóðernisflokki Wales, er nú spáð 26% atkvæða og 13 þingsætum, Ihaldsmönnum 7 þingsætum og Frjálslyndum demókrötum 6. Welska Þingið verður mun valdam- inna en það skozka, mun t.d. ekki hafa löggjafarvald og ekki geta lagt á skatta, en það mun skera úr um, hvernig þeim 814 milljörðum króna, sem ríkisstjórnin leggur til, verður varið í Wales. I Skotlandi stefnir allt í sam- steypustjóm Verkamannaflokks og Frjálslyndra demókrata, sem yrði fyrsta stjórn slík og gæfi Bretum forsmekkinn að því samstarfi þess- ara tveggja flokka, sem Tony Blair ber svo mjög fyrir brjósti. Umræður um tilbúna stjórn flokkanna, þar sem Fijálslyndir fengju tvo ráðherra og forseta þingsins hefur borið hátt síðustu daga, en flokkarnir bera af sér að nokkurt samkomulag sé til og Frjálslyndir demóki-atar segjast ekki útiloka neinn samstarfsmögu- leika fyrirfram. Verkamannaflokkur- inn lét sig dreyma um meirihluta á tímabili, en nú virðist hann úr sög- unni. A skozka heimastjómarþing- inu sitja 129 þingmenn og hefur hlut- ur Verkamannaflokksins minnkað stöðugt síðustu daga, meðan þjóð- ernissinnum hefur vaxið fiskur um hi-ygg. Nú er Verkamannaflokknum spáð 58 þingmönnum, Skozka þjóð- emisflokknum 40, Ihaldsflokknum 17 og frjálslyndum 12. Kjósendur fá tvo kjörseðla Tvöfeldni kosninganna í Wales og Skotlandi gerir þær meira spenn- andi en ella, þar sem kjósendur fá tvo kjörseðla og geta því kosið tvö- falt, frambjóðendur eins flokks og lista annars. Verkamannaflokkurinn hefur mjög hvatt kjósendur sína til þess að kjósa flokkinn á báðum seðl- unum, en ekki hleypa þjóðemissinn- um á þing inn um bakdyrnar með því að kjósa þá á öðram. Forvitni- legt verður að sjá, hvernig til tekst með þessa blönduðu kosningu og þess má geta, að í leiðara The Times í gær era Skotar hvattir til þess að kjósa Verkamannaflokkinn og íhaldsflokkinn, þar sem sú blanda þjóni sambandi Englands og Skotlands bezt. Meðal þeirra sex milljón kjósenda brezkra, sem ekki kjósa í dag, eru íbúar London, en borgarstjórnar- kosningar verða hér á næsta ári. Skotar kjósa sér þing í dag í fyrsta skipti í næstum þrjú hundruð ár Verkamannaflokkurinn verð- ur að sýna fram á árangur ALICE Brown, prófessor í stjórn- málafræði við Edinborgarháskóla, segist í samtali við Morgunblaðið reikna með því að vígsluhátíð heima- stjórnarþingsins nýja, en Skotar kjósa fulltrúa sína á þingið í dag, verði öllu líflegi'i en kosningabarátta sú sem stjórnmálaflokkarnir hafa háð undanfarnar vikur. Fyrirfram hefði mátt gera ráð fyrir að kosningabaráttan yrði spennandi, í ljósi þess að annar stærstu stjórnmálaflokkanna hefur sjálfstæði Skotlands á stefnuskrá sinni, en Brown bendir á að ekki séu nema tvö ár liðin síðan þingkosning- ar fóru fram í Bretlandi, og þá um haustið fór síðan fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um hvort setja skyldi á laggirnar skoska heimastjórn. „Almenningur í Skotlandi hefur því tekist á við þessi málefni oftar en einu sinni á síðustu árum, í raun má segja að kosningabaráttan hafi haf- ist fyrir tveimur árum og því er að- dragandinn að þessum kosningum afar langur,“ sagði Brown. „Skota einfaldlega langar nú til að klára málið, fá að gi'eiða sitt atkvæði og að stjórnmálamennirnir bretti síðan upp ermar og hefjist handa.“ Kosið eftir nýju fyrirkomulagi Brown bendir reyndar á að um- talsverð tíðindi felist í þeirri stað- reynd að Skotar kjósa nú eftir nýju kosningakerfí sem segja má að sé blanda hinnar hefðbundnu bresku einmenningskjördæmakosningar og hlutfallskosningakerfis, líku því sem íslendingar eru vanir. Kjósendur hafa tvö atkvæði, það fyrra nýtist Kosningarnar sem fram fara í Skotlandi í dag marka þáttaskil. Alice Brown, prófessor í stjórnmálafræði við E dinborgarháskóla, segist í samtali við Davið Loga Sigurðsson bíða þess spennt að hefjast handa við að rýna í niðurstöðurnar. við val á þeim sjötíu og þremur þingmönnum sem valdir eru eftir einmenningskjördæmafyrirkomu- laginu, en hið seinna ræður úrslitum um úr hvaða stjórnmálaflokki þrjá- tíu og sex jöfnunarþingmenn koma. „Þessar kosningar, og ekki síst þetta nýja kjördæmafyrirkomulag, munu breyta öllu pólitísku landslagi í Skotlandi, hafa áhrif á starf og stefnu stjórnmálaflokkanna," segir Brown og lætur þess getið að Há- skólinn í Edinborg muni standa fyr- ir umfangsmiklum rannsóknum á kosningahegðun almennings. Jafn- framt viðurkennir Brown að hún bíði þess spennt að geta hafist handa við að rýna í niðurstöðurnar. „Eg held að vísu að menn séu sammála um að Verkamannaflokk- urinn verði stærsti flokkurinn á þingi en spurningin er sú hvort hann fái nægilegt fylgi til að stjórna einn síns liðs. Flestir reikna reyndar með að við taki samsteypustjórn Verka- mannaflokks og frjálslyndra demókrata, mörgum kjósendum Verkamannaflokksins finnst það jafnvel ákjósanlegt. Þeir vilja að Verkamannaflokkurinn þurfi að hlusta á rök hinna flokkanna, taka upp á sína arma sum þeirra mála sem aðrir setja á oddinn." Sjálfri finnst Brown ósennilegt að Verkamannaflokkurinn fái hreinan meirihluta í kosningunum, hlutfalls- kosningafyi'irkomulagið komi ein- faldlega í veg fýrir það. „Svona vildi stjórn Verkamannaflokksins hafa það og ástæðan var sú, hreint út sagt, að flokkurinn vildi tryggja að SNP [Skoski þjóðarflokkurinn] yrði ekki fær um að vinna hreinan meiri- hluta.“ Brown segir nokkra óvissu ríkja um hversu mikið fylgi SNP nær að tryggja sér. Umtalsvert fylgi SNP segir Brown ekki endilega skýi-ast af æstri sjálfstæðisþrá Skota heldur því að kjósendur vilji halda ákveðnu valdajafnvægi. Um leið sé stuðning- ur við SNP afleiðing af þeirri stað- reynd að Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í tvö ár, og auð- vitað séu menn ekki sáttir við öll hans verk. „SNP hefur reynt að staðsetja sig vinstra megin við Verkamannaflokk- inn og því fengið dálítið af þessu óá- nægjufylgi til sín. Eftir því sem nær dregur kosningunum hefur fylgi SNP hins vegar farið dvínandi. Þetta hefur gerst af því að stríðið í Júgóslavíu hefur ýtt kosningabar- áttunni af forsíðum dagblaðanna, og af því að SNP hefur lýst sig mótfall- inn fyrh'ætluðum skattalækkunum stjórnvalda í London," segir Brown. „Hér er auðvitað líka um víðtæk- ari spurningu að ræða, nefnilega hver er hæfur til að stýra þessu landi. Og ég held að staðreyndin sé sú að eftir því sem nær hefur dregið kosningunum þá hafi fólk komist að þeirri niðurstöðu að þótt það sé ekki endilega sátt við öll verk Verka- mannaflokksins þá séu leiðtogar hans nú samt sem áður nokkuð hæf- ir í sínu starfi." Sjálfstæði áfram á dagskrá? Brown er þó á þeirri skoðun að forysta SNP hafi tekið rétta ákvörð- un þegar hún kaus að byggja kosn- ingabaráttu sína ekki alfarið á sjálf- stæðiskröfunni. „Það er nefnilega þannig að það era ekki þessar kosn- ingar sem skipta máli fyrir SNP, heldur þær næstu. í raun mætti halda því fram að það sé ekki æski- legt fyrir flokkinn að vinna í þessum kosningum," segir Brown. Hún seg- ir að takist SNP hins vegar að tryggja sér fjörutíu þingsæti eða fleiri megi nota það sem grundvöll að frekari sigrum. Hitt er ekki sjálfgefið að krafan um sjálfstæði muni tröllríða allri stjórnmálaumræðu í Skotlandi þar til á endanum SNP fær sínu fram- gengt. „Fæstir flokkanna vilja sífellt vera að spyrja þessarar stjórnar- skrárlegu spurningar. Flestir era þeir á þeirri skoðun að það myndi hafa skaðleg áhrif á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika." Hins vegar er að mati Brown ekki útilokað að fólk fái aukinn áhuga á sjálfstæði á nýjan leik skili aukin sjálfstjórn Skotum litlum úrbótum. „Þess vegna liggur alveg ljóst fyrir að fari Verkamannaflokkurinn með forystu í heimastjórn, eins og allt út- lit er fyrir, mun flokkurinn verða að standa sig. Hann mun verða að ná árangri, ella mun fólk vera reiðubúið að velta á ný fyrir sér möguleikan- um á sjálfstæði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.