Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 39 LISTIR Býr hryðjuverka- maður í næsta húsi? Morgunblaðið/Lena Ason LIVIA Millhagen og Ludvig Fahlstedt, Gorki Glaser-Muller, Robin Keller, Niklas Riesbeck Pernilla Göst og Ingela Schale í hlutverkum sínum. prófessorembætti við skólann 1988, byggði upp það sem verið er að þróa og nemendurnir fá að spreyta sig einnig hjá alþjóðlegu leikhúsfólki, gestakennurum eins og Mario Gonzalez frá Conservatoire de Paris, Natalia Zvereva frá Moskvu og Alexa Visarion frá Bukarest - Mario er líka þekktur frá Teatro du Soleil - ' » Bíddu, bíddu - þann endann á : spottanum, segirðu? „Já varkárnin, þessi gagnrýna hugsun, sem listræn krafa og þörf fyrir að vita hvað maðui- er að gera og hvert er verið fara, það er þeirra styrkur, sem í sjálfu sér er bæði plús og mínus.“ Attu þá við að kippt sé í hinn end- ann þegar íslenskir leikarar eiga í hlut? „Ja, manneskjan er nú einu sinni paradox, í styrknum getur verið veikleiki og öfugt. Ég get ekki sagt ég hafi mikla reynslu af að leikstýra íslenskum leikurum en ég hef unnið með þeim og er einn af þeim og styrkur íslenskra leikara er kannski fólginn í að þeir eru óhræddir við að gera of mikið, kasta sér út í djúpu laugina og kanna hvað gerist. Það er þeirra styrkur sem svo skapai- vand- ann að draga að landi, hafa hömlur á hlutunum með því einmitt að kippa í, já hinn endann á spottanum má segja. Ég skal ekki segja um hvort er verra eða betra, þetta eru ólíkar aðferðir sem byggjast á ólíku hugar- fari og báðar hafa sína plúsa og mínusa. Annars er ómögulegt að al- hæfa svona um íslenska leikara og vinnuaðferðir þeirra. Þeir eru ólíkir, eins ólíkir og þeir eru margir. Hver kynslóð hefur sinn skóla, auk þess sem þeir sækja sér menntun um all- an heim.“ Ormstunga og framtíðin Benedikt hefur áður kynnt sig víða í Skandinavíu með leikverkinu Ormstungu, sem raunar var frum- sýnt í sænskum búningi í byrjun Góu sl. á Teater Peró í Stokkhólmi, með Báru Lyngdal í hlutverki Halldóru Geh-hai-ðsdóttur og Stalle Ahrreman í hlutverki Benedikts. Náðirðu að fylgjast með sænsku uppsetningunni á Ormstungu, hjá fyrrverandi leik- stjóra þínum Peter Éngkvist? Ég sá eina æfingu í Stokkhómi og síðan heimsótti Stalle mig hér, kom til Kaupmannahafnar og við unnum saman eina helgi og ég leiddi hann inn í helgustu leyndardómana. Ég hef ekki séð sýninguna því um þær mundir sem hún var frumsýnd kom Róshildur dóttir mín í heiminn ... og svo bættist við uppsetningin í Málmey. Eruð þið Halldóra búin að leika ykkar síðustu sýningu? „Við erum í viðræðum við Stöð 2 um að taka Ormstungu upp fyrir sjónvarp en annars held ég að við leikum kannski í Færeyjum næsta haust. Þeir sem eiga eftir að sjá sýn- inguna heima verða bara að koma þangað.“ Eitthvað fleira framundan? „Ég er að flytja heim, verð heima næsta leikár. Ætla að leika Steindór í Sölku Völku hjá Hafnarfjarðarleik- húsinu." KVIKMYrVIHR Háskðlabfó og Laug- arásbfó „ARLINGTON ROAD“ ★★★ Leikstjóri: Mark Pellington. Handrit: Ehren Kruger. Kvikmyndatökustjóri: Bobby Bukowski. Tónlist: Angelo Bandalamenti. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Tim Robbins, Joan Cusack, Hope Davis, Robert Gossett. HRYÐJUVERKATRYLLAR hafa notið nokkurra vinsælda í Hollywood undanfarin misseri enda hryðjuverk vestra mjög í brennid- epli. Spennumyndin Arlingtonveg- ur eða „Arlington Road“ er einn af þeim og tekst ætlunarverk sitt býsna vel en Sigurjón Sighvatsson er einn af framleiðendum hans. Um er að ræða einskonar Hitchcock- mynd (hvaða spennutryllir er það ekki?) um mann sem fær þá undar- legu hugmynd í kollinn eftir að hann kynnist nágrönnum sínum betur, að þeir séu hryðjuverka- menn. Myndin reiðir sig kannski tals- vert á tilviljanir. Maður þessi er sérfræðingur í amerískum hryðju- verkum og kennir þau við háskóla. Hann missti eiginkonu sína í bar- áttu við meinta hryðjuverkamenn. Nýju nágrannarnir eru kannski hryðjuverkamenn. Handritshöf- undurinn Ehren Kniger gerir lítið til þess að dylja þessar hendingar en notar þær þess í stað til þess að auka á ofsóknarkennd mannsins; ef það er einhver sem þekkt getur hryðjuverkamenn í hverfinu þá er það vissulega hann. Auk þess sem það getur verið að það sé engin til- viljun eftir allt að hann verður fyrir vaíinu. Að öðru leyti byggist myndin á hefðbundum eltingarleik við sann- leikann. Maðurinn grefur upp það sem hann getur um nágranna sinn og í ljós kemur vafasöm fortíð en það sem gerist þrátt fyrir allt, og er einn af kostum myndarinnar, er að maðurinn einangrast smátt og smátt með sínar fáránlegu hug- myndir þar til hann stendur eftir gersamlega einn og yfirgefinn. Jeff Bridges leikur þennan mann og gerir það vel eins og við eigum að venjast. Honum tekst ágætlega að lifa sig inn í aðstæður mannsins og stigmagna ótta hans þar til hann hefur málað sig út í horn. Tim Robbins leikur einnig vel nágrann- ann sem gæti verið að fela eitthvað undir ljúfu og einstaklega ná- grannalegu yfirborðinu. Aðrir leik- arar standa sig einnig með prýði og tónlist Angelos Bandalamentis eyk- ur mjög spennuáhrifin. Myndin byggir mikið á fréttum sem komið hafa frá Bandaríkjunum hin síðari misseri um sprengingar hægri öfgahópa í landinu eða er- lendra aðila á heilu byggingunum og kannski lýsir hún á einhvern hátt því ástandi sem Bandaríkja- menn eru teknir að lifa við og Evr- ópubúar þekkja, að sprengja getur sprungið hvenær sem er og hvar sem er. Þess má geta að lokum að endir- inn er einstaklega djarfur á Hollywoodmælikvarðann og eykur mjög vigt myndarinnar. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.