Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Landbúnaðarstefna í öngstræti GÓÐUR vilji er ekki nóg. Það efast fáir um góðan vilja þeirra sem ráðið hafa ferðinni í ís- lenskri landbúnaðar- pólitík undanfarna ára- tugi. Það er hins vegar ekki nóg að hafa góðan vilja eða kjark og þor til að takast á við verkefn- in, - menn þurfa að hafa getu til að ljúka þeim verkefnum sem þeir taka að sér. Ongstræti Islenskur landbúnað- ur er í öngstræti og rat- ar ekki út úr því. Þeir sem visa þar til vegar eiga bara gömul kort af heimi sem ekki er lengur tU. Þessi heimur - sem var - kallaði á nauðsyn þess að hið opinbera kæmi bændum til aðstoðar og skipulegði t.d. ræktun túna, heilbrigðiseftirlit, flutninga, úivinnslu og afurðasölu. Jafnframt tryggðu yfirvöld bændum lágmarksverð fyrir afurðir og í land- inu var aðeins eitt verð fyrir hverja tegund framleiðsluvara í smásölu- verslunum. Þessi tími er liðinn. Engin þörf er lengur á að hið opinbera hafi af- skipti af málum bænda. Með meiri menntun, bættum samgöngum og betri tækni við framleiðslu geta bændur séð um alla hluti sjálflr. Matvörumarkaðurinn hefur breyst, nýjar vörur keppa við hefðbundnar landbúnaðai’vörur. En á sama tíma og bændur reyna að laga sig að breyttum aðstæðum skiptir hið op- inbera sér af flestum hlutum sem bændum við koma. Með stöðugri íhlutun tefur hið opinbera fyrir framförum í búrekstri og heftir bændur svo þeir verða seint samkeppnishæfir á fjálsum markaði. Lítið þróunarstarf I dag eru framleidd- ar á Islandi margar tegundir kjötvara þ.á m. kindakjöt. Sauð- fjárbændur hafa átt í erfíðleikum með að selja afurðir sínar, - lambakjöt hefur misst hina góðu markaðs- stöðu sem það hafði og svínakjöt og alifugla- kjöt er orðið algengara á borðum íslendinga. Til að aðstoða bændur við kindakjötsfram- leiðsluna fá bændur svokallaðar beingreiðslur frá ríkinu. Vissulega er það vel meint að styrkja bændur með þessum hætti, en með því að binda styrkina kindakjötsfram- leiðslu eingöngu tekst engum bónda að breyta sínum búskaparháttum og hefja jöfnum höndum annars konar framleiðslu. Það er því sáralítið þró- unarstarf í gangi eða nýsköpun hjá sauðfjárbændum og á sama tíma siglir kindakjötsframleiðslan í strand því verð á kindakjöti í smá- sölu er hærra en verð á svínakjöti og alifuglakjöti. Enginn mjólkuriðnaður? Mjólkuriðnaðurinn á íslandi er í raun ríkisrekinn búskapur. Sama verð, sem að stærstum hluta er ákveðið af hinu opinbera, er á flest- um framleiðsluvörum mjólkuriðnað- arins í smásöluverslunum. Ákveðinn heildarkvóti mjólkur er í landinu og gengur mjólkurkvóti kaupum og söl- um milli bænda. Þróunin er sú, að framleiðslan færist á sífellt færri hendur og framleiðslusvæðið verður sífellt minna. Að lokum má búast við að öll mjólk verði framleidd í einu héraði á landinu. Hvenær sem er getum við átt von á því að frjáls inn- flutningur á mjólk og mjólkurafurð- um verði heimilaður til landsins. Þá getur svo farið að íslenskur mjókur- iðnaður hrynji til grunna. Það er auðvelt að ímynda sér að ekki þurfi nema lífdaga tveggja ríkisstjórna þar til ákveðið verði að hefja frjáls- an innflutning mjólkurafurða. Nýjar hugmymlir Til að komast út úr þessu öng- stræti þurfum við nýja leiðsögn og ný kort. Það er varla hægt að gera ráð fyrir því að þeir sem ráðið hafa ferðinni í landstjórninni bjargi mál- um landbúnaðarins úr því sem kom- Búskapur Engin þörf er lengur á, segir Kjartan Eggerts- son, að hið opinbera hafi afskipti af málum bænda. ið er. Frambjóðendur Frjálslynda flokksins greina vandann á annan hátt en aðrir stjórnmálaflokkar og lausnir flokksins eru því aðrar en gömlu flokkanna. Helstu áhersluatriði: • I gegnum tíðina hafa bændur þurft að hlíta því að af fram- leiðslutekjum þeiiTa hafa verið tekin gjöld til hinna ýmsu sjóða og stofnana lanbúnaðarins. Það er sagt að þeir eigi þessar stofnanir, en í raun eiga þeir formlega ekk- ert í þeim og þeir hafa enga papp- íra upp á það. Menn eru varla búnir að gleyma hvernig fyrirtæki kaupfélaganna og SIS nánast guf- uðu upp og urðu að engu. Hvar var hlutur bænda þá? Frjálslyndi flokkurinn vill að fyr- irtækjum landbúnaðarins verði breytt í hlutafélög og bændum, nú- verandi og fyiTverandi, verði veitt hlutabréf í þessum sömu fyrirtækj- um miðað við það tillag sem af þeim var tekið til rekstrar og uppbygg- ingar fyrirtækjanna. Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða sem kæmu bændum afar vel. • Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu verði afnumið og bændum gefið frelsi í framleiðslunni. Mjólkur- framleiðendur fái að taka á mál- um sjálfir án opinberra afskipta. A þann hátt fengju bændur að þróa búskaparhætti sem myndu standast samkeppni erlendis frá. • Beingi-eiðslum til sauðfjárbænda verði breytt. Bændum verði veitt- ir styrkir til undii’búnings og til- rauna með nýja búskaparhætti. • 011 afurðasölumál verði í höndum bænda sjálfra og á þeirra ábyrgð. Bændur eru sjálfir bestu smiðir sinnar gæfu. • Gríðarlegir möguleikar eru fólgnfr í nýtingu jarðvarma til gróður- húsaræktunar og hvers konar ræktunar á jörðum sem hafa verið endurbættar með skjólbeltum. Nauðsynlegt er að knýja fram verðlækkun á raforku til lýsingar í gróðurhúsum. I þessum efnum þarf engi-a vitna við, aðeins nennu til að taka ákvarðanir. • Mikil framtíð er í lífrænni ræktun á Islandi. Uppbygging lífrænnar ræktunar í heiminum er svo hröð að talið er að hún vaxi um 15% ár Kjartan Eggertsson hvert. Nauðsynlegt er að marka stefnu til stuðnings framkvæmd- um og þróunarstarfi á sviði líf- rænnai- ræktunar. Islendingar gætu t.d. fetað í fótspor danskra stjórnvalda sem beinlínis hafa tekið pólitíska ákvörðun um að Danir taki forystu í framleiðslu heilsumatvæla. • Markmiðið er að landbúnaður sjái ekki aðeins Islendingum fyrir matvælum heldur verði útflutn- ingur landbúnaðarvara tekjulind fyiár þjóðina. Til að svo megi verða þarf að skapa bændum um- hverfi þar sem þeir fá notið at- orku sinnar, kunnáttu og útsjón- arsemi án miðstýringar opinberra aðila. Eins og staðan er í dag fjárfestir enginn í heimilisrekstri eða í land- búnaði í sveitum landsins, nema hann eigi þar fyiir ættboga eða megi eiga von á aifi í formi kvóta af ein- hvers konar tagi. Spá Þjóðhagsstofn- unar um fólksfækkun á landsbyggð- inni undirstrikar þetta ástand, en þar segir að landsbyggðarfólki fækki um 8.000 á næstu fimm árum og mest í aldursflokkunum sem eru að stofna heimili og hefja búskap. A síð- ustu tímum stöðugs gengis íslensku krónunnar og lítillar verðbólgu hafa flestir landsmenn nú lært hvernig best er að varðveita fjármuni sína og þeir vita að það er mikil áhætta fólg- in í þvi fyrir bændur að eiga allar sínar fjárfestingar í búskapnum, því eins og staðan er í dag veit enginn hverju hann má eiga von á af hálfu þeirra sem öllu stjórna þar. Veðhæfi bændabýla hefur verulega minnkað eins og bankar og sparisjóðir geta staðfest. Frjálslyndi flokkurinn telur að létta verði af landbúnaði hinu lamandi miðstýringar- og haftakerfí, sem hefir riðið atvinnugreininm á slig undanfarna áratugi, - byggða- röskunin er bein afleiðing af þessu. Höfundur er í 2. sæti á lista Frjáls- lynda flokksins á Vesturlandi. Kosningaréttur táninga AF HVERJU hafa réttindi táninga til sjálfsákvarðanatöku á Islandi verið skert verulega með hækkun sjálfræðisaldurs, úr sextán ára upp í átján ára, án þess að nokkuð kæmi að ráði í staðinn? Hví er það normið í samfélagi okkar að tán- ingar geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um formlegt líf sitt og tilveru. Eru táningar það heimskir og óþroskaðir (andlega) að forræði þeirra verður að vera í höndum foreldra og ríkis? Það getur vel verið að táningar séu óþroskaðir, enda stútfullir af hormónum sem þau, (og ég í denn), þurfa að takast á við en eitt er víst að táningar eru ekki heimskir. Ef þeir eru óþroskað- ir andlega getum við að nokkru leyti okkur sjálfum um kennt. Úr þessu má bæta með útvíkkun kosninga- réttar handa öllum þeim er náð hafa þrettán ára aldri. Þegar krafa um útvíkkun kosn- ingaréttar hefur verið hávær hafa þeir, er vilja takmarka hann veru- lega, réttlætt skoðun sína á því, að þeir er fái þá kosningarétt hafi ekki þroska til að taka upplýsta ákvörðun í þágu samfélagsins þar sem við- komandi einstaklingar séu illa upp- lýstir (eins og sagt var um verkamannastétt- ina) eða séu háðir öðr- um fjárhagslega, eins og þegar kvenfólk barðist fyrir kosninga; rétti sér til handa. í viðkomandi tilvikum voru það yffrleitt þeir er höfðu kosningarétt sem höfðu aðgang að menntun, eins og karl- ar, eða voru efnameiri í þjóðfélaginu. Augljóst er að táningar eru í flestum tilvikum háðir foreldrum sínum efna- lega sem og um hverja aðra geðþóttaákvörðun sem bitnar á bömum og táningum. Þótt táningar séu háðir forráðamönnum sínum (foreldrum og ríki) þýðir það ekki að þeir geti ei Kosningar Þótt að táningar séu háðir forráðamönnum sínum telur Sólver Hafsteinn Hafsteinsson það ekki þýða, að þeir geti ekki tekið sjálf- stæða ákvörðun um ^ Ferðatöskubönd með nafninu þínu! gögn Ármúla 17a - sími 588 1980 J) hag sinn og samfélagsins. tekið sjálfstæða ákvörðun um hag sinn og samfélagsins. í þá er aðhyllast endalausa for- ræðishyggju nenni ég ekki að eyða miklu púðri þar sem sömu aðilar réttlæta yfirleitt kúgun táninga og barna á því, að þeim beri að veita forræði í þeirra eigin þágu. Þessi skrif mín era ekki í anda forræðis fyrir einn né neinn heldur sjálfsá- kvörðunarréttar fyiár sérhvern ein- stakling, í eigin þágu í anda þroska- lýðræðis. Þátttaka í pólitískri ákvarðanatöku er þroskandi fyi’ir hvern einstakling fyrir sig. Útilokun frá þessum þroska hefur heftandi áhrif á einstaklinginn og samfélagið í heild. Þátttaka í því að kjósa yfir sig vald, sem kjósandinn síðar sér kannski eftir, er þroskandi. Því á að útvíkka kosningaréttinn til allra tán- inga, ekki bara fyrir þá sem eru þegar átján og nítján ára. En þá er sagt með sömu rökum og notuð vora gegn kvenfólki: „Þið eru háð öðrum og hafíð því ekkert með kosningarétt að gera!“ Við ykk- ur sem þetta segja svara ég: „Þið forráðamenn (foreldrar og ríki) eruð ástæðan fyrir því að þau venjast því að hugsa ekki fyrir sig og samfélag- ið í heild. Þið forráðamenn erað óþroskandi og heftandi þáttur i þroska táninga ykkar og barna, þið eruð því þröngsýn á velferð afkom- enda ykkar, vald ykkar ber því að takmarka og veita frekar börnum ykkar til afnota." Rök ykkar á móti kosningarétti handa táningum er nítjándualdar- hugsunarháttur og því minni ég á að tuttugasta og fyrsta öldin vaknar brátt. Öllum táningum á að veita fullan kosningarétt á við „fullorðna", þar með stuðlum við frekar að auknu lýðræði og þroska afkomenda okkar. Ykkur forráðamönnum ber að hugsa um andlegan þroska barna ykkar og vera ekki takmarkandi þáttur í þroskaferli þeirra. Þetta er áskoran um aukin mannréttindi og lýðræði. Þeir sem enn eru á móti fullum kosningarétti handa táning- um vorkenni ég verulega vegna skammsýni, en spyr að lokum: „Ótt- ist þið að þau kjósi ekki eins og þið sjálf?“ P.s. Þessi skoðun er ekki skoðun Z-lista (anarkista á Islandi) í heild né þeirra einstaklinga sem hann skipa. Ég einn er ábyrgur fyrir minni eigin skoðun. Eins og hver annar einstaklingur á listanum er ábyrgur fyrir skoðunum sínum og verkum. Höfundur er 13. nmður d lista nnar- kista á fslandi. Að vilja og þora 8. maí HVERNIG er þetta með ykkur; Islands Hrafnistumenn? Og ykkur, aldraðir og ör- yrkjar, sem smáðir eru í fátækt og örbirgð? Og einnig ykkur, þér unga Island, sem burðist með vaxandi skuldir og sligandi jaðarskatta myrkranna á milli? Hversu lengi ætlið þið að umbera smán órétt- lætis og ófrelsis við upphaf nýrrar aldar? Vitið þið ekki, að við búum í einu ríkasta landi heims? I landi, þar sem gnægðir auðlind- anna gætu tryggt öllum íbúum mannsæmandi afkomu. I landi, þar sem menn hafa svo oft og fjálglega talað um sjálfstæði hins frjálsa einstaklings. Og að stétt skuli vera með stétt. Þar sem hins minnsta bróður skyldi ávallt gætt. Þar sem menningin hefur verið al- mennings og almenningur menning- in. Þar sem ástúð og umhyggja skyldi koma í stað ætternisstapa ell- innar. Sjáið þið ekki hvað hefur gerst? Að vísu hefur byltingin verið lævís og lipur. En þið hljótið að sjá, að það er af sem áður var. Og þið hafið skynjað hið nýja Island. Landið þeirra frísku, sem hafa og eiga. Is- land Hólmsteinskunnar. Þar sem einungis fáum útvöldum skal treyst til að eiga þjóðarauðinn. Þar sem sumir snæða prósentubúðing með kaffinu á lokuðum morgunverðar- fundum. Aðrir neyðast atvinnulausir til að yfirgefa verðlítil heimili sín og stefna á malbikið. Og enn aðrir til að stilla sér upp í jólaröðina fyrir fram- an útidyrnar á hjálparstofnunum. Allt þetta, þrátt fyrir „mesta góðæri sögunnar“. Hið nýja ísland er tveggja þjóða land. Stétt með stétt er löngu gleymt. Erlendar skuldir skulu greiddar niður með barnabótum og elli- og örorkulífeyri al- mennings. Bókfærður söluhagnaður af eign- um ríkisins notaður í púkk undir rekstrar- halla á ríkissjóði. Felu- litir skulu á allt. Sólskin myrkur og myrkur sól- skin. Útvaldir kvótaþegar hafa lagt peningaleiðsl- ur sínar úr auðlind landsmanna yfir í versl- anahallir höfuðborgar- innar og erlenda bankareikninga. Og eft- ir þessum leiðslum mun renna til þurrðar. Þá verður kallað á gamalkunna gengis- fellingu. Og stjórnvöld munu í auð- mýkt biðja almenning um að borga kvótaævintýrið. Gera upp. Kosningar Rísum gegn ósóman- um, segir Gunnar I. Gunnarsson, og sýnum viljann í verki í kjör- klefanum. Hvers vegna rísið þið ekki upp gegn þessu? Ekki vil ég trúa því, að þýlyndi sé um að kenna. Það sæmfr auðvitað ekki nútíma íslendingi að láta misbjóða réttlætiskennd sinni til lengdar með þessum hætti! Rís- um því upp gegn ósómanum og sýn- um vilja okkar í verki í kjörklefan- um, þann 8. maí! Ég veit, að viljinn er til staðar. Þetta er því aðeins spurning um þor! Höfundur er varaforni. Frjálslynda flokksins og er í 2. sæti á lista hans i Rcykjavik. Gunnar Ingi Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.