Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Um vegamál á Austurlandi ALKUNNA er að þá verður gleði manna stærst þegar sér í áfangastað. Meira að segja vekur stundin þegar staðnæmst er við áfangastað oftast ekki eins mikla ánægju. Til þessa er ■— vitnað vegna þess að í augsýn er afar mikil- vægur árangur í vega- málum á Austurlandi. Eins og kortið, sem birtist með þessari grein, ber með sér verða einungis 18 km vega allt frá Skeiðarár- sandi með Fjörðum upp á Jökuldal án bundins slitlags að næsta ári liðnu. Þessi árangur kemur m.a. til af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tveggja milljarða króna viðbótai-fé til vegamála. Þegar svo litið er til þess að vegaáætlun verður endur- skoðuð á næsta ári og enn bætist þá , ‘ í pottinn má ætla að unnt verði að taka fyrir stærstan hluta þeirra vegakafla sem eftir eru á þessari leið, auk 5 km kafia á Sandvíkur- heiði sem ekki er merktur á kort- inu. Kortið, sem hér fylgir með, skýrir þetta allt nánar. Þær ákvai’ðanir, sem teknar hafa verið í byggðamálum, byggjast m.a. á skipulögðum aðgerðum í vegasam- göngum. I 13. tölulið nýinar þingsá- lyktunar um byggðamál segir: „Gert verði átak í uppbyggingu i, vega í þeim landshlutum þar sem samgöngur eru ófullnægjandi (jað- arsvæði) svo að þær verði I sam- ræmi við nútíma þarfir.“ Þetta er •afar mikilvægt fyrir Austurland. Á Alþingi náðist fram góður meirihluti fyrir af- greiðslu jarðgangatil- lögunnar eftir að henni var breytt í samgöngu- nefnd. Tillagan var þannig víðtækari þar sem nú var kveðið á um að heildaráætlun yrði gerð um jarðgöng. Sú áætlun lægi fyrir við reglulega endurskoðun vegáætlunar sem fram fer á næsta ári og verð- ur væntanlega afgreidd frá Alþingi um þetta leyti. Þær áherslur, sem sérstaklega eiga við um okkar jarðgöng, það er að segja arð- semi, stytting vegleiða og stækkun atvinnu- og þjónustu- svæðis, eru bundin í ályktuninni og vísa því veginn þegar til ákvörðunar kemur um röð þessara mikilvægu verkefna. En það sem skiptir hér Jarðgöng Ég treysti því, segir Arnbjörg Sveinsdóttir, að Austfírðingar standi saman um jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. mestu máli er áherslubreyting um j ar ðgangafr amkvæmdir. Við afgreiðslu tillögunnar um langtímaáætlun í vegagerð, sem samþykkt var á Alþingi fyrir einu ári, var í nefndaráliti sérstaklega tekið fram að áform um jarðganga- Arnbjörg Sveinsdóttir gerð væri slegið á frest og til slíkra áforma eða framkvæmda kæmi ekki nema fyrir lægi ákvörðun stjórn- valda. Með afgreiðslu jarðgangatil- lögunnar hefur þessum áformum verið vikið til hliðar. Þess í stað er nú hafínn undirbúningur að áætlun um gerð jarðganga í tengslum við endurskoðun vegáætlunar á næsta ári. Mér þykir vert að færa formanni og varaformanni samgöngunefndar, þeim Einari K. Guðfínnssyni og Magnúsi Stefánssyni, þakkir fyrir þeirra góða hlut að þeirri niður- stöðu sem fékkst á afgreiðslu tillög- unnar. En það er eðlilegt að getið sé hér hlutar félaga míns, Egils Jóns- sonar, í að finna þessu mikilvæga máli framgang á Alþingi. Þetta mál er í fremstu röð þeirra mörgu góðu mála sem hann hefur unnið að á tuttugu ára þingferli fyrir Austur- land og Austfirðingar þekkja mæta vel. En það var fleira sem vannst við flutning tillögunnar um jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Eins og vera ber var tillag- an send til umsagnar, m.a. sveitar- stjórna á Austurlandi. Það vakti at- hygli hversu mikil eindrægni um stuðing við tillöguna kom fram í af- stöðu sveitarstjórnanna þar. Fyrir fjórum árum, að því er ég hygg, var okkur þingmönnum kjör- dæmisins falið af samtökum sveitar- stjórna á Austurlandi að gera til- lögu um framkvæmdaröð jarðganga hér eystra. Ekkert svar hefur enn verið afgreitt. Þegar sveitarstjórn- armenn eru hins vegar nú spurðir um afstöðu til þessara jarðganga þá eru svör þeirra yfirleitt afar já- kvæð, að ekki sé fastar að orði kveð- ið. Eg skil þessa mikilvægu afstöðu sveitarstjórnarmanna því að ég starfaði á þeim vettvangi um margra ára skeið. Eg hef því kynnst mæta vel þeirri eindrægni og sam- heldni sem einkennir starf þessara samtaka. í þessu máli hafa samtök sveitarstjórnarmanna á Austurlandi mikið verk að vinna og eins gott að sú afstaða sem fram kom í umsögn- um þeirra styrkist við frekari um- ræðu um málið. Með tilliti til reynslu minnar á þessum vettvangi trúi ég að svo muni verða. Það er auðvitað jafnan svo að þegar kosningar fara fram er flest það sem handfesti er í, hvort heldur sem er til góðs eða þess sem verra er, dregið fram í dagsljósið. Gerð jarðganga á Austurlandi, eins og það mál horfír nú við, er gott inn- legg í stjórnmálaumræðuna á Aust- urlandi. En þótt ætla megi að jarð- göng hér verði efst í jarðgangaröð- inni þegar upp verður staðið þarf það ekki að vera sjálfgefið því þar mun eindrægni Austfirðinga og samstaða ráða úrslitum. Af þessarí ástæðu hef ég ekki beitt þessu máli fyrír mig í kosning- unum af sama þunga og ætla mætti, jafnvinsælt og það er, þótt ég gerí mér hins vegar ljóst að til þess verður horft þegar metinn verður framgangur málsins á Alþingi, hvernig þeim reiddi af í kosningum sem af eindrægni hafa stutt þetta mál og barist fyrir framgangi þess. Ég treysti því hins vegar að Áust- firðingar standi saman um þetta stærsta hagsmunamál Austurlands um þessar mundir, gerð jai'ðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðai'. Höfundur cr alþingismaður og skip- ar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks á Austfjörðum. ÞAÐ hefur verið von margra, ekki síst hinna öldruðu, að með auk- inni menntun og al- mennri velsæld þjóðar- innar mætti vænta aukins skilnings lög- gjafans, ráðamanna og alls almennings á mál- um ellilífeyrisþega, tekju- og félagslega. Að fólk þurfi ekki að kvíða því að starfsdegi ljúki. En sú von hefur ekki ræst eins og flest- ir þekkja. Nú, þegar kosningar nálgast, á ári aldraðra, hafa menn dustað rykið af umræðunni um þessi málefni enn á ný - en nú er full þörf á að málefnin séu krufín og rædd í fullri alvöru og séð til þess að tekjur aldraðra nái . 1 nauðþurftum, að staða og réttur ellilífeyrisþega sé ekki bara kosn- ingamál, loforðaflaumur eins og oft- ast hefur reynst. Það er fyllsta þörf á að rifja upp hver staða aldraðra er nú og íhuga hver staða þeirra kann að verða í nánustu framtíð ef áfram heldur sem horf- ir. Sú stefna stjórn- valda, löggjafans og annarra ráðamanna, að greina sem skýrast aldursskiptingu fólks, að sérhólfa hvert ald- urskeið, frá sandkassa til sérstofnana (elli- heimila), er röng. Sú stefna hefur leitt til þess að aldraðir og málefni þeirra hafa að stórum hluta gleymst. Hætt er að líta á þá sem einstaklinga með þarfir og langanir og þeir hafa lent utan- garðs í þjóðfélaginu. Fjöldi aldraðra hefur ekki búið við þau kjör að geta á starfstíð sinni byggt sig það vel upp að eigin hagur, eigna- og tekju- lega, endist þeim til æviloka. Fjöldi fólks bjó alla sína starfstíð við lág- markskjör, eignalítill eða eignalaus, og eyðir nú elliárunum við þröngan kost. Þeim löggjöf sem nú er ætlað að tryggja afkomu, aðbúnað og fé- lagslegan rétt aldraðs fólks er mjög ábótavant og krefst víðtækrar end- urskoðunar. Hún sæmir ekki þjóð- ríki sem situr á bekk með velferðar- ríkjum, þjóð sem er í hópi þeirra c Qi *■* ns c i 5 5 Súreínisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi tekjuhæstu í heiminum. Allir vita að ellilífeyrir er til vansæmdar, og hvað sem líður nýlegi'i leiðréttingu á kjörum ellilífeyrisþega, með hlið- sjón af leiðréttingum á kjönim flestra starfstétta, er staðreyndin sú að ellilífeyrir hefur rýmað meira en laun annarra stétta. Og kjörin ná ekki lægstu launum - sem ófag- lærðu launafólki eru skömmtuð, og þó eru langt undir nauðþurftar- mörkum. Það er reyndar þjóðar- skömm að ófaglært launafólk skuli ekki eiga neina talsmenn stéttar sinnar innan neinna launþegasam- taka og í höfuðstöðvum þeirra. Gætu ASÍ og önnur stéttarfélög sem gæta hagsmuna láglaunafólks ekki ljáð þessu fólki stuðning sinn til þess að þoka laununum upp, að- eins yfír nauðþurftarmörkin, sporin þurfa ekki að vera stór - áfangi þó. Ef horft er undir borðið er augljós skyldleiki á milli launa ófaglærðs launafólks og aldraðra og bótum ör- yrkja. Allir þessir þjóðfélagshópar eiga það sameiginlegt að standa ut- angarðs í okkar þjóðfélagi. Það er vitað mál að margt gamalt fólk lítur með kvíða til næsta dags. Það er nánast gleymt, er hornreka í því þjóðfélagi sem eftirstríðsárin hafa mótað. Þó erum við að böggl- ast við að telja okkur í hópi velferð- arríkja. Sparifé þessa fólks liggur vaxtalaus á bankabókum en arður- inn hefur hafnað í verslunarhöllum og fógrum og rúmgóðum íbúðarhús- um braskara og embættismanna. Misréttið og ranglætið hefur bitnað harðast á því fólki sem með vinnu og spamaði skóp það „velferðar- n"ki“ sem við státum af í dag. Þeir sem vel búa og hátt lifa hafa litlu að miðla öðrum og telja jafnvel eftir það sem nú er skammtað til elli- og sjúkramála. Um langt árabil hafa ellilífeyris- þegar mátt heyja harða baráttu fyr- ir rétti sínum til að lifa mannsæm- andi lífi. Margir hafa hreinlega gef- ist upp í baráttu sinni við kerfíð og þá menn sem þar ráða húsum. Tryggingakerfið er frumskógur reglna, undanbragða og undan- þágna, lítt ratanlegur almenningi án tilsagnar löglærðra manna. Það hvarflar stundum að manni sú hugs- un hvort viljandi sé reynt að leyna fólk því hver réttur þess er í stjórn- kerfínu og að ókunnugleiki sé nýtt- ur þangað til eftir réttindum er gengið með kostnaðarsömum mála- rekstri. Réttleysi margi’a aldraðra Velferð Þeirri löggjöf sem nú er ætlað að tryggja afkomu, aðbúnað og félagslegan rétt aldraðs fólks, segir Garðar Víborg, er mjög ábótavant. þjóðfélagsþegna er staðreynd og óverjandi í nútíma þjóðríki, í þjóðfé- lagi allsnægta. Það getur ekki talist eðlilegt að sá aldni sé troðinn undir og vanmetinn og síst af öllu að lög- gjafarvaldið gangi þar fram fyrir skjöldu. Hinir öldnu hafa lokið löngu dagsverki og hafa rétt til að lifa við sömu kjör og allur þorri fólks í sama þjóðfélagi. Gildandi löggjöf þjónar illa þeim ellilífeyrisþegum sem vegna fátækt- ar og heilsuleysis geta ekki nýtt sér það félagslega starf sem hið opin- bera veitir og margir einstaklingar og frjáls félagasamtök hafa byggt upp og standa fyrir af fórnfýsi og hjálpsemi. Þetta vita forystumenn stjórnmálaflokkanna og frambjóð- endur þeirra þegar til kosninga er gengið, þeii' hafa nýtt sér vanmat löggjafans á þörfum ellilífeyrisþega sjálfum sér til framdráttar í kosn- ingum, eins og alþjóð veit. Fram- bjóðendur vita sem er að ellilífeyris- þegar hafa jú kosningarétt og geta ráðið að nokkru gengi flokka og fra- mjóðenda í kosningum. Með hlið- sjón af gildandi ellilöggjöf virkar hjáróma’ þessi umhyggja í garð elli- lífeyrisþega sem fram kemur í stefnumálum flokkanna rétt fyiár kosningar. Það mætti jafnvel ætla að þeir ættu enga sök á hvernig komið er málum aldraðra. Nú fyrir kosningar greinir flokkana ekki ýkja mikið á um hverra umbóta er þörf. Nú skortir ekki viljann, áhug- ann, orðaflauminn og loforðin. Hitt þykjumst við þekkja af reynslunni - að loforðin gleymast, fjúka út í vind- inn, endurbæturnar bíða næstu kosninga. - Enn höldum við þó í vonina. Nú er svo komið að aldraðir verða að hefja sókn til réttarbóta og krefjast mannsæmandi kjara og að- búnaðar, heima og á stofnunum. Það verður að knýja stjórnmála- flokkana til að standa við gefín lof- orð. Það verður að knýja löggjafann til að meta aldraða að jöfnu við aðra þegna þjóðfélagsins. Velgengni og hagsæld þjóðarinnar leyfir ekki að stór hópur fólks liggi utangarðs. Það verður að vinna að betri lífs- kjörum aldraðra, auknum réttar- bótum og með samstöðu verja þau réttindi sem þegar hafa náðst. Það verður að spyi'na við fótum ef á réttindi og lífskjör aldraðra er gengið. Þótt nú þegar séu til mörg félög sem vinna að okkar málefnum er enn margt ógert sem þau hafa vakið máls á. Með góðri samstöðu tekst ef til vill að fylla upp í eyður og bæta þær vanrækslur löggjafans sem blasa við öllum sem kynna sér málefni og réttarstöðu aldraðs fólks. Höfundur er fyrrverandi fulltrúi hjá Verðlagsstofnun. HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Yfir 1.400 notendur :<l KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisfhroun I tilefni árs aldraðra Garðar Víborg Heldur þd að C-vítamm sé rióg ? NATEN -ernóg I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.