Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ > 66 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 UMRÆÐAN Breyttar lífsvenjur aldraðra í MÍNUM huga er góð öldrunar- þjónusta vitnisburður um þjóðfélag sem ber umhyggju og virðingu fyrir öllum þegnum sínum. Við vitum að öldruðum íslending- um fjölgar á komandi árum og þá sérstaklega háöldruðum. Þessi vit- neskja kallar á önnur sjónarmið en við höfum stjórnast af hingað til. Það má svo spyrja sig hvort þörf sé á að tengja skilgreininguna „það að verða aldraður" svo sterkt við hin „lög- giltu“ 67 ár og hvort ekki sé nauð- synlegt að hafa eftirlaunaaldur sveigjanlegri. Sérstaða íslensks samfélags Sérstaða íslensks samfélags er óvenju sterk fjölskyldubönd og mikil samskipti innan fjölskyldna. Al- gengt er í dag, að fjölskyldur sam- anstandi af fjórum kynslóðum en sjaldgæft er að stórfjölskyldur búi í dag undir sama þaki, sem var hins- vegar algengt hér áður fyrr. Staða hins aldraða innan fjölskyldunnar hefur því breyst mikið á síðustu ára- tugum. Eitt hefur þó ekki tekið neinum sérstökum breytingum en það er til- fínningalífið eða persónuleiki aldr- aðs og heilsuhrausts fólks. Það mun áfram láta sig varða velferð bama sinna, barnabarna og annarra í fjöl- skyldunni og að sjálfsögðu bera aðr- ir í fjölskyldunni hag og framtíð þess aldraða fyrir brjósti. Það er því eðlilegt, að mál tengd öldruðum og fjölskyldumál séu ekki aðskilin. Sú hugmynd kviknar hvort einmitt þessi sterku bönd geti ekki nýst okkur enn betur, til að mæta eða styðja við þjónustu sem veitt er inni á hjúkrunar- heimilunum. A síðustu árum hafa eldri borgarar bundist samtökum sem hafa verið að vinna að hags- munum aldraðra. Þrátt fyrir að umfjöllun um fjármálalega afkomu hafi borið hæst er Ijóst að samtakamáttur þeirra hefur líka skilað miklum árangri í fé- lagsstarfi aldraðra. Aldraðir ættu því ekki að vanmeta krafta sína til þess að fjölga úrræð- um fyrir sjúkt gamalt fólk. Breytt viðhorf aldraðra Flestir aldraðir munu að öllum lík- indum búa í mörg ár við þokkalega heilsu á eigin heimili og nýta sér þá valkosti sem í boði eru innan öldrun- arþjónustunnar. Hér er um að ræða fólk með töluvert önnur lífsviðhorf í dag en fyrir 20 árum, enda tækifær- in önnur, það er almennt betur upp- lýst, hefur aflað sér meiri menntunar og hefur margt hvert siglt um heimsins höfi Meginviðfangsefni hjúkrunar- heimila er sólarhringshjúkrun og umönnun einstaklings sem þarfnast tiltekinnar þjónustu á lokaskeiði lífs síns. Kjai-ni hjúkrunai-innar er um- hyggja fyrir heimilismanninum og einn þýðingarmesti þátturinn í starfi hjúkrunarfólks að hafa samskipti við aðstand- endur. Hjúkrun aldraðra byggist á fagþekkingu, víðsýni og sveigjanleika starfsfólks. Þegar ein- staklingur flyst á hjúkr- unarheimili tekim starfsfólk heimilisins yf- ir hluta af þeirri umönn- un sem áður var í hönd- um aðstandenda. A síðustu árum hefur markvisst verið stefnt að því að einstaklingar komi seinna inn á hjúkrunarheimilin, þeir eru því veikari meðan á dvöl þeirra stendur inni á heimilinu en áður var. Stuttur legutími á bráðasjúkrahúsum kallar á gott aðgengi að öldrunardeildum en ekki síður að hjúkrunarheimilum sem sinna flóknum og fjölbreyttum sjúkdómum nútímans. Að fara á hjúkrunarheimili Hverjir eru það, sem búa inni á hjúkrunarheimilum og hvers vegna? Þar eru samankomnir aldraðir ein- staklingar sem þarfnast sólarhrings- hjúkrunar, þeir eru of lasburða til að geta búið á heimilum sínum, þrátt fyrir hjálp frá félagsþjónustu eða heimahjúkrun og eru það sjúkir að þeir geta ekki búið í þjónustuhús- næði. Þegar hinn aldraði flyst inn á hjúkrunarheimilið er honum tryggð búseta þar til æviloka, kjósi hann það. Umönnun Hjúkrun aldraðra byggist á fagþekkingu, segir Birna Kr. Svavarsdóttir, og víð- sýni og sveigjanleika starfsfólks. Hvernig svörum við þessum spurningum? - Hvemig er staðið að heimilisskipt- unum þegar aldraður einstakling- ur flytur á hjúkrunarheimili? -Er hann hafður með í ráðum frá upphafi ef hann er fær um það? - Er honum gefinn kostur á að hafna, velja'eða skoða framtíðar- heimili sitt? -Getur hann valið herbergisstærð, t.d. fengið einbýlisherbergi, ákveð- ið hvemig gluggatjöld hann vill eða fengið lykil að herbergi sínu? - Er fai'ið yfir fjármál, svo sem dval- arkostnað vegna búsetu hans á heimilinu? - Ef væntanlegui’ heimilismaður er ófær um að taka þátt í undirbún- ingi að flutningi vegna sjúkleika, er þá farið yfir áðurnefnda þætti með aðstandendum hans? - Hvernig er tekið á móti heimilis- manninum þegar hann flyst inn á heimilið? -Fær hann tíma og aðstoð, til að undirbúa og koma sér fyrir á nýja Birna Kr. Svavarsdóttir heimilinu? - Er farið með hann um heimilið og hann kynntur fyrir starfsfólki og öðmm íbúum? - Er útskýrð og kynnt fyrir honum starfsemin og sú þjónusta sem honum býðst? - Fara hjúkrunarfræðingar og lækn- ir yfir sjúkdómsástand og horfur með heimilismanninum og að- standendum þar sem meðferð og hjúkmn er kynnt og ákveðin fram í tímann? - Er grafist fyrir um óskir hans um væntanlega þjónustu og vera á heimilinu? - Er honum boðinn sá möguleiki að aðstandendur hans komi að um- önnun inni á heimilinu ef- þau og hann óskar? - Getur hann haldið fyrri lífsstíl um vöku eða svefntíma, t.d. horft á kvikmyndir fram eftir nóttu eða þarf hann að gangast undir heima- vistarreglm-? - Hefur hann tök á að taka þátt í að útbúa matseðil vikunnar, t.d. hvort hann vilji heitu máltíðina um há- degið eða á kvöldin? Hlustum á gamla fólkið Heimilisfólk á hjúkranarheimilum er nægjusamur og þögull hópur þar sem fæstir gera miklar kröfur um þjónustuna. Nauðsynlegt er að breyting verði hér á þannig að sjón- armið þeirra séu ljós og tekið sé meira mið af þeim við skipulagningu og framkvæmd á þeirri þjónustu sem veitt er inni á heimilunum. En það hefur verið hlutverk okkar stjórnenda og starfsmanna að móta starfsemi hjúkranarheimila og vera talsmenn þeirra sem þar dvelja. Höfundur er hjúkrunarforstjóri á Eir og skipar 6. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Mcó einu handtaki býróu tii boró í mióaftursaninu. Einnig fáanlegt meó kæliboxi. „i lugsætisboró“ fyrir yngi i farþega i aftursæti. Mikió farangursrými sem hægt er aó stækka enn meira. Á. Auðvelt er aó taka aftursætin úr, eitt, tvÖ eóa öll þrjú. Þau eru ótrúlega létt. Fjarstýró hljómtæki meó geisíaspilara, stjórnaó úr stýri. Renault Mégane var valinn öruggasti bíll ársins í sínum flokki í Evrópu 1998. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Sðludeild 575 1220 AÍItpettafénuhtí M&me Scénic 4 loftpúóar: bílstjóri, farþegi í framsæti og hlióarpúóar. Tvö hólf í gólfi fyrir framan aftursæti. Aukabúnaður á mynd: Álfclgui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.