Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 79 BREF TIL BLAÐSINS Stríð er ekki lausn Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur: HINIR hörmulegu atburðir sem gerðust þegar tveir ungir nemar í skóla í Bandaríkjunum drápu 15 manns og særðu 25, ganga nærri hjarta hverrar manneskju. Djúp samúð streymir til þeirra foreldra og annarra aðstand- enda sem nú eiga um sárt að binda vegna þessa. En þessi sama samúð og sorg streymir Sigrún Þorsteinsdóttir einnig til þeirra sem líða ómældar þjáningar í Kosovo vegna loftárása Bandaríkjamanna þar. Það snart mig undarlega þegar Clinton Banda- ríkjaforseti kom fram fyrir heims- pressuna og sagði að það væri ekki hægt að skilja hvað drægi menn til slíks óhæfuverknaðar, en að ljóst væri að það þyrfti að kenna ungum Bandaríkjamönnum að tjá reiði sína með orðum til þess að þeir gripu ekki til vopna. Slæmar fyrirmyndir Ég varð agndofa. Clinton hefur nýlega ákveðið að fara með stríð á hendur annarrar þjóðar, vegna þess að hann og þeir sem ráða með hon- um voru ekki tilbúnir til þess að fara samningaleiðina. Eftir einhverjar „samningatilraunir", sem höfðu heldur mikinn hótunarblæ á sér, miðað við fréttir, ákváðu þeir að gera loftárásir frekar en standa lengur í samningaviðræðum. Það fer fyrir Clinton eins og mörgum að hann skilur ekki að til þess að framkvæma svona hörmungarverknað eins og ungu mennirir tveir þarf fólk að hafa fyrirmynd. Hvernig fyrirmynd skyldi Clinton vera fyrir ungt fólk, ekki einungis í Bandaríkjunum held- ur um allan heim? Ég er ekki viss um að hún sé góð. Sægreifar og kvótadrottningar Frá Guðmundi Bergssyni: NÚ DAGLEGA koma fram fram- bjóðendur og segja fólki að það verði algjör sátt um kvótann en auðvitað þarf að kjósa þá fyrst. Hvort þeim verður trúað veit ég ekki því sumir af þessum mönnum komu fram fyrir síðustu kosningar og sögðu að fólk yrði í fyrirrúmi á kjörtímabilinu og allir vita hvernig það fór. Fáir lentu í fremsta rúmi en flestir aftur í skut og aldraðir og öryrkjar settir í hosíló. Allir vita að það var enginn sáttatónn í þeim á Alþingi. Sverri að kenna Allir vita að þetta tal um sátt er Sverri að kenna, hann hóf máls á þessu, talandi um kvótabrask, gjafakvóta, sægreifa og kvóta- drottningar. Leiðindakarl, þessi Sverrir, að láta svona að ergja fólk. Sannleikurinn er sá að kvótabrask er ein sú versta plága sem yfir þjóðina hefur gengið á þessari öld. Nú er svo komið að nokkrir menn eiga stóran hluta af fiskinum í sjón- um. Þeir hafa keypt skip með kvóta af landsbyggðinni og þegar fiskurinn fór þá var enga atvinnu að hafa. Fólk fer frá eigum sínum og suður í leit að vinnu. Það er ekki svo vel að þeir veiði sjálfir fiskinn, þeir selja fiskinn í sjónum þeim sem engan kvóta eiga en vilja bjarga sér. Ein skömmin býður annai-ri heim, ef menn kaupa fisk- inn í sjónum á uppsprengdu verði verður að koma með góðan fisk að landi til að fá upp í kostnaðinn. Það þýðir ekki að koma með morkur til að stórtapa og sem telur fullt í kvóta og þá er bara eitt ráð, að henda honum í sjóinn. Það þýðir að það er veitt og drepið miklu meira af fiski en veiðiskýrslur sýna. Hvað gera svo stjórnvöld til að leysa vandann hjá því fólki sem misst hefur vinnuna þegar kvótinn var seldur í burt? Þeir duttu niður á ódýra og góða hugmynd, þeir stækkuðu kjördæmin til að mæta fólksflóttanum en um leið og kjör- dæmin úti á landi voru stækkuð þá var Reykjavík minnkuð, henni á að skipta í tvennt. Það á að vera tví- býli í Reykjavík. (Mér er sagt að það sé tvíbýli á Lómatjörn.) Framsóknarmennskan ríður ekki við einteyming Það má búast við að þjóðin búi við sama ástand áfram þrátt íyrir allt sameiningabramboltið. Eini staðurinn sem gæti orðið breyting á cru Vestfirðir. Þeir láta ekki stjórna sér úr Reykjavík. Það gæti því svo farið að þeir höfnuðu sæ- greifunum og kvótadrottningunum sem hafa tekið þátt í að rústa at- vinnulífið á Vestfjörðum og kysu þess í stað þann mann sem barist hefur fyrir lagfæringu á kvótakerf- inu og var því ekki hæstur á listan- um. Kannski verða sögulegar kosn- ingar á Vestfjörðum í næsta mán- uði. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Oryrkjar - Samfylkingin Frá Guðjóni Sigurðssyni: HELSTA kosningamál Samfylking- arinnar eru fjölskyldumál (og hvaða flokkur er nú ekki með þau á stefnu- skrá sinni) og ber þá hæst bág kjör öryrkja og aldraðra. Ég sem öryrki (sem mér finnst vont orð) er ekki hrifinn af því að í hvert sinn sem ein- hver frá Samfylkingunni er að tala komi hann inn á mál öryrkja, hvað við eigum nú bágt og erfitt. Vissu- lega þarf að. gera breytingar á bótum okkar en ég held að það þurfi að taka fyrst og fremst almannatrygginga- löggjöfina í gegn frá A til Ö því mað- ur skilur á stundum ekkert í henni. En með því að minna mig á það líf sem ég hef þurft að lifa sem öryrki á hverjum degi dregur frekar mátt úr Skömm Islands í framhaldi af fyrrgreindu hefur það nú gerst í fyrsta sinn að við ís- lendingar förum með ófrið á hendur annarrar þjóðar og það þrátt fyrir að við séum ekki með her hér á landi. Þetta gerist vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki haft döngun í sér til þess að sjá til þess fyrir löngu að við getum staðið fyrir utan öll hernaðai-bandalög„ Því er haldið fram að þetta sé gert í nafni friðar og til þess að tryggja öryggi lands- ins. Ég er á hinn bóginn viss um að þetta eins og flest allt hernaðai’brölt er vegna gróða- og valdafíknar. ís- lenskir ráðamenn hafa séð ofsjónum yfir þeim krónum sem hafa komið í gegnum vei-u hersins hér. Nú eru þessar krónur orðnai’ of dýru verði keyptar. Það hefði verið hægt að skapa því fólki sem hefur atvinnu hjá hernum störf, ef þeh’ hefðu haft vilja til þess. Nató verði lagt niður Við Húmanistar viljum að sem að- ildarþjóð að Nató, komi ísland með tillögu um að Nató verði lagt niður. Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir sem líta á stríð sem lausn á vandamálum, milli þjóða og þjóðarbrota, geta þá staðið fyrir sínum stríðum sjálfir án þess að við séum hækja fyrir þá. Stríð mun aldrei leysa neinn vanda, en skapa endalaus vandamál, þján- ingar og hatur sem ógerlegt er að vita fyrir hvai’ brýst út næst. SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, í fyrsta sæti á lista Húmanistaflokks- ins á Suðurlandi. Rala í gegnum Rörið? Frá Sverri Heiðari Júiíussvni: í SKESSUHORNI, vikublaði á Vesturlandi, hafa sjálfstæðismenn á Vesturlandi upp á síðkastið verið að slá sér upp með þeirri stefnu- mótun að flytja beri Rala upp á Hvanneyri í Borgarfírði. Hér er á ferðinni skynsamlegt mál að mati margra (meðal annars undirritaðs) sem er líklegt til að afla atkvæða, því fylgja myndu mörg ársverk. En hver er skoðun ykkar sjálfstæðis- manna í Reykjavík? Fara skoðanir ykkar saman við skoðanir félaga ykkar á Vesturlandi, þegar þeir tala um að flytja frá ykkur Rala? Það hlýtur eiginlega að vera því þið eruð jú í sama flokki og hafið ekki andmælt áformunum! Má ekki ör- ugglega reikna með samstilltu átaki ykkar í þessa veru á næsta kjörtímabili, ef þið náið fylgi til að komast í stjóm? Ég vil taka það fram að í ljósi markmiða ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar, um flutning stofnana út á land, þá finnst mér það fáránlegt hve lítill gaumur hefur verið gefinn að mögulegum flutningi ákveðinna deilda Rala af mölinni. Ekki nóg með að í þeirri framkvæmd væri fólgin rakin byggðastefna í sam- ræmi við stefnu stjórnvalda, heldur myndi flutningurinn styrkja til muna þá starfsemi sem fyrir er við Bændaskólann á Hvanneyri, bráð- um Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík jafn mikinn kjark og fé- lagar þeirra á Vesturlandi til að vinna í anda eigin ríkisstjómar og flytja störf út á land? Ég tel nauð- synlegt að fá þetta mál dregið fram í umræðuna beggja vegna Hval- fjai’ðarganga (Rörsins) og vænti svars á síðum blaðsins innan skamms. Skyldu önnur framboð hafa jafnmikinn kjark og sjálfstæð- ismenn á Vesturlandi til að tjá sig um hvað skal gera í málefnum Rala? Sjáum hvað setur. SVERRIR HEIÐAR JÚLÍUSSON, Hvanneyri. Ókeypis í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma551 1012. Orator, félag laganema mér en hitt. Það hlýtur að vera svo og ég trúi því að góður efnahagur hjá ríkinu og áframhaldandi stöðug- leiki verði til þess að við verðum næstir (öryrkjar) sama hverjir verða í stjórn. _ Að lokum til Samfylkingai’innai’. Ég veit og það þarf ekki að minna mig á það daglega og stundum oft á dag að ég er öryrki. Ég reyni að lifa samkvæmt því og sjá björtu hliðarn- ar í Iífinu. En þær brotna ansi oft þegar auglýsing frá Samfylkingunni kemur, því þar er sagt við mig: Guð- jón, þú átt bágt og ef þú kýst ekki okkur fer versnandi fyrir þér. Ég hafna þessu alfarið. GUÐJÓN SIGURÐSSON, Hátúni 10A, 105 Reykjavík. ^mbl l.is LLTAt= TITTH\/y\£J A/Ý/ / TILBOÐ á meðan birgðir endast HEFÐBUNDNAR FERÐATOSKUR MEÐ HJOLUM Stærð: 65-70-75-80 cm Almennt verð: Kr. 2.500 - 3.000 - 3.500 - 4.000 Okkar verð: Kr. 998 - 998 - 998 - 998 Litir: Blár, svartur og grænn BAKPOKI Stærð: 25x45x40 cm Almennt verð: Kr. 2.900 Okkar verð: Kr. 998 Litur: Dökkgrænn, blár og vínrauður SUND- EÐA INNKAUPATASKA Stærð: 17x45x30 cm Almennt verð: Kr. 1.200 Okkar verð: Kr. 598 Litur: Dökkbrúnn og dökkblár FLUGTASKA Stærð: 60x38x20 cm Almennt verð: Kr. 2.500 Okkar verð: Kr. 998 Litir: Blár, svartur og grænn BAKPOKI MEÐ VATNSBRÚSA Stærð: 30x14x35 cm Almennt verð: Kr. 1.200 Okkar verð: Kr. 698 Litur: Rauður/- svartur, blár/svartur, og vínrauöur/- svartur BAKPOKI MEÐ VATNSBRÚSA Stærð: 45x45x20 cm Almennt verð: Kr. 2.500 Okkar verð: Kr. 998 Litur: Vínrauður, blár, brúnn og grænn BARNA-BAKPOKI Stærð: 35x30x20 cm Almennt verö: Kr. 990 Okkar verð: Kr. 498 Litur: Svartur/- blár, svartur/- rauður Einstakt á íslandi! Öll verd í okkar búðum frá kr. 198 til 998 búðin Laugavegi 118, sími 511 4141 Kringlunni, sími 588 1010 Keflavík, sími 421 1736
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.