Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 1
 'V Umrót á 4 Sagan dæmir hvort Glæfraspil á íslenskum verðið er rétt gjaldeyrismarkaði verktakamarkaði j Verólagntng hiutabréfa hefur verið áberandí Af markaði/4 Fréttaskýring/8 / " ';//Í ' '■ ...' * y í opinberri umræðu á seinustu vikum/10 ERLENT EVRÓPSKAR KAUPHALLIR SAMEINAST 6, INNLENT HLUTAFEí BURNHAM INTERNATIONAL SELPIST UPP 2, Rafræn miðlun og prentverk vaxa hlið við hlið Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf *Fimmtudagur 6. maí 1999 66,6 milljóna króna hagnaður Opinna kerfa hf. samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 1999 samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri •Mikill vöxtur rafrænnar miðlunar mun ekki leiða til samdráttar í prentiðnaði á næstu árum að mati Christophs Riess, framkvæmdastjóra Heidelberg- samsteypunnar í Evrópu. /13 Toppurinn á tilverunni • Guðný Hansdóttir, nýráðin yfirflugfreyja hjá Flugleiðum, er yngsta konan sem gegnir þeirri stöðu frá upphafi, að- eins 32 ára. Guðný hefur nám í markaðs- og rekstrarhagfræði að baki og er einnig sérhæfð í starfs- mannastjórnun. Meðfram náminu vann hún hjá Flugleiðum við ýmis störf, en hóf síðan störf sem flugfreyja hjá félag- inu fyrir sex árum./16 GENGISSKRÁNING Nr. 128 • 6. maí Kr. Kr. Kr. |Ein. kl. 9.15 Kaup Sala Genqi Doliari 73,37000 73,77000 73,46000 Sterlp. 119,58000 120,22000 118,96000 Kan. dollari 50,33000 50,65000 49,80000 Dönsk kr. 10,52900 10,58900 10,53800 Norsk kr. 9,48200 9,53600 9,44200 Sænsk kr. 8,71000 8,76200 8,80000 Finn. mark 13,15500 13,23700 13,17800 Fr. franki 11,92400 11,99820 11,94480 Belg.franki 1,93900 1,95100 1,94230 Sv. franki 48,77000 49,03000 48,72000 Holl. gyllini 35,49310 35,71410 35,55480 pýskt mark 39,99150 40,24050 40,06100 ít. lýra 0,04039 0,04065 0,04047 Austurr. sch. 5,68420 5,71960 5,69410 Port. escudo 0,39020 0,39260 0,39080 Sp. peseti 0,47010 0,47310 0,47100 Jap. jen 0,60610 0,61010 0,61570 (rskt pund 99,31440 99,93280 99,48710 SDR (Sérst.) 99,26000 99,86000 99,58000 ECU, evr.m 78,22000 78,70000 78,35000 Tollgengi fyrir mal er sölugengl 28. apríl. Sjálfvirkur sfmsvari gengisskránlngar er 562 3270 Hagnaður fyrsta árs fiórðungs eykst um Morgunblaðið/Ásdís KERFl hf Frosti Bergsson: Stærsti óvissuþátturinn varðandi afkomu Opinna kerfa samstæðunnar það sem eftir lifir ársins er Tæknival. HAGNAÐUR Opinna kerfa sam- stæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 1999, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri, nam 66,6 milljónum króna, í samanburði við 60,1 millj- ón á fyrsta ársfjórðungi ársins 1998. Hefur hagnaður samstæð- unnar því aukist um 10,8% síðan á sama tíma í fyrra. „Þetta er yfir áætlunum okkar, bæði í veltu og hagnaði fyrir sam- stæðuna, og við erum í sjálfu sér mjög sáttir við þessa niðurstöðu," segir Frosti Bergsson, stjórnar- formaður Opinna kerfa hf. Velta samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins 1999 nemur 829,8 milljónum króna, en var á sama tíma í fyrra 618,3 milljónir króna, og er aukningin því 34,2%. í sam- stæðunni eru, auk Opinna kerfa hf., dótturfélagið Skýrr hf. Rekstrarárangur hlutdeildarfé- laga Opinna kerfa hf. kemur fram í hagnaði samstæðunnar, en þau helstu eru Aco hf., Tæknival hf., Teymi ehf., Grunnur-gagnalausnir ehf., Þróun ehf., Hans Petersen hf. og Hugur hf. Hagnaður móðurfélagsins Op- inna kerfa hf. af reglulegri starf- semi nemur 39,8 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins 1999, en var 25,7 milljónir króna á sama tímabili árið áður, sem er 55% aukning. Veltuaukning móðurfé- lagsins á sama tímabili er 48%. Hluti af rekstrinum eru kaup og sala á hlutabréfum „Það er orðinn hluti af rekstri Opinna kerfa að við kaupum og seljum hlutabréf í öðrum félögum. Við vorum með söluhagnað af sölu hlutabréfa á þessum þremur mán- uðum ársins sem hefur áhrif á hagnaðinn," segir Frosti Bergs- son. „Rekstur dótturfélaga og hlut- deildarfélaga, auk söluhagnaðar af eignum, er að gefa okkur aðeins minni arð en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi," segir Frosti, en hagnaður frá dótt- ur- og hlutdeildarfélögum auk söluhagnaðar nam 26,8 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 1999 á móti 34,4 milljónum króna á sama tíma árið áður. 10,8% Frosti segir að þar muni mestu að nýtt félag hafi verið tekið inn í samstæðuna um seinustu áramót, sem er Tæknival hf. „Þar er unnið hörðum höndum að uppstokkun, og þeirri upp- stokkun er ekki lokið,“ segir Frosti. Varðandi það sem eftir er af ár- inu fyrir samstæðuna segir Frosti að þeir séu mjög bjartsýnir miðað við þau teikn sem þeir telja sig sjá á lofti. „En við teljum þó ekki ástæðu til þess, að svo komnu máli, að breyta hagnaðaráætlun ársins. Við myndum skoða það betur við sex mánaða uppgjör," segir Frosti. I fyrra var hagnaður fyrstu þriggja mánaða 60,1 milljón, en hagnaður ársins 1998 89,3 millj- ónir króna. Frosti Bergsson segir að þessi hlutfallslega mikli hagn- aður fyrstu þrjá mánuði ársins sé tilfallandi og ekki merki um sér- stakt mikilvægi fyrsta ársfjórð- ungs í þeirra rekstri. „Fyrsti og annar ársfjórðungur er oft góður, þriðji fjórðungur er oft slakastur vegna sumarleyfa og annars þess háttar, og svo er fjórði ársfjórð- ungur góður líka,“ segir Frosti Bergsson. VERÐBRÉFASJÓÐIR LANDSBRÉFA - þú velur þann sem gefur þér mest Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum. Yfir tveir milljarðar í öruggum höndum. Nafnávöxtun sl. 10 daga 8,06% Nafnávöxtun sl. 20 daga 8,38% Nafnávöxtun sl. 60 daga 7,84% Láttu lausaféð vinna fyrir þig. Aðeins eitt símtal...nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. LANDSBREF HF. Löggilt ver&réfafyrirtæki. ASIi að Verðbréfaþingi Islands. 535 2001, VEFSÍÐA www.landsbref.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.