Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 6. MAI1999 MORGUNBLAÐIÐ KAUPIN A EYRINNl I GLÆFRASPIL A GJALDEYRISMARKADI AF MARKAÐI Margeir Pétursson IMÖRGUM ársreikningum fyr- irtækja árið 1998 má lesa að gengisþróun gjaldmiðla hafi verið fyrirtækinu óhagstæð og er þetta stundum notað sem afsökun fyrir afkomu sem er undir vænting- um. Fátítt er hins vegar að sjá það í ársreikningum að gengisþróunin hafi verið hagstæð og það skýri góða út- komu ársins að einhverjum hluta. Ég held að skýringin á þessu sé einfaldlega sú að þegar vel gengur þá telji stjórnendurnir að það hljóti að stafa af þeirra snilldarlegu stjórnun. Hins vegar þegar harnar á daln- um, þá er það auðvitað óhagstæðum ytri aðstæðum að kenna. Hégóma- girndin fær menn til að álykta að gróði sé vegna gáfnanna, en töpin af völdum óheppni. Tveir dagar skiptu sköpum Mörgum fjármálastjórum ís- lenskra fyrirtækja hefur tekist að lækka fjármagnskostnað sinn veru- lega á undanförnum árum með því að hagnýta sér hagstæðar aðstæður á íslenskum gjaldeyrismarkaði. ís- lenska krónan hefur verið mjög stöðug og Seðlabankinn skilgreinir með gengisvísitölunni hvernig hún hreyfist með erlendum myntum. Þetta þýðir að aðstæður á íslenskum gjaldeyrismarkaði hafa um nokkurra ára skeið verið hagstæðari en al- mennt gerist erlendis á slíkum mörkuðum. I bönkum og verðbréfa- fyrirtækjum hafa síðan verið þróað- Gengisvísitala íslensku krónunnar frá ársbyrjun 1995 r^\ 19 9 5 19 9 6 19 9 7 19 9 110 S I I '99 * ar menntaðar aðferðir til að lækka vexti á útlánum og jafhframt halda áhættu niðri. Sumir hafa viljað spara sem allra mest í vöxtum og þá verið tilbúnir að auka áhættuna. Vextir japanska jensins hafa verið mjög lágir og því afar freistandi að taka lán í þeirri mynt. Frægt er 500 milljóna jenalán sem Grandi hf. tók hjá Norræna fjárfestingarbankanum sumarið 1995, einmitt þegar jenið var á toppi. Eins og sjá má af grafi yfir samband jens og bandaríkjadals, allar götur frá 1980, sem Ráðgjöf og efnahags- spár ehf. útveguðu, þá var þetta einkar vel heppnuð lántaka hjá Granda hf. og minnti mest á áttunda áratuginn þegar bankastjórar skömmtuðu óverðtryggð lán sem brunnu svo upp í verðbólgunni. Wall Street á Vefnum - fjárfestar meö frumkvæöi Landsbréf hafa nýlega opnað íslendingum beinan aðgang að Wall Street á Vefnum í gegnum Kauphöll Landsbréfa. Sökum mikils áhuga og fyrirspurna efna Landsbréf, í samstarfi við Viðskiptaháskólann í Reykjavík, til námskeiðs um viðskipti á þessum stærsta verðbréfamarkaði heims. Námskeiðið fer fram í húsnæði Viðskiptaháskólans í Reykjavík aö Ofanleiti 2 þann u. maí 1999 frá kl. 16:30 til 20:30. Verð kr. 3.500. Léttur kvöldverður er innifalinn. Dagskrá: Hver hefur þróunin í Vefviöskiptum verið? Þórhildur Jetzek, hagfræðingur og lektor hjá VHR í hverju felst áhættudreifing? Agnar Hansson, stæröfræðingur og framkvæmdastjóri VHR Hvaö er Wall Street og hvernig greini ég fyrirtækin? Ámi Jón Árnason, hagfræðingur og yfirmaður rannsóknarsviðs hjá Landsbréfum Hvernig fjárfesti ég á Vefnum? Starfsmenn Kauphallar Landsbréfa Skráning fer fram hjá ráðgjöfum Landsbréfa í síma 535-2000 og einnig með tölvupósti til starfsmanna Kauphallar Landsbréfa, wallstreet@landsbref.is. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. V viðbkiptahAbkólinn LANDSBRÉFHF. www.landsbref.is Sími 535 8000 Mörgum öðrum íslenskum fjármála- stjórnendum tókst einnig að leika þennan sama leik og mikil tilhneig- ing hefur verið hérlendis til að skulda meira í jenum en því sem nemur hlutfalli jensins í gengisvísi- tölunni. Þetta gskk vel frá ágústmánuði 1995 þangað til í fjármálaumrótinu í haust, þegar jenið styrktist um hvorki meira né minna en 12,5% gagnvart krónunni á aðeins tveimur dögum! Sveiflan var svo snögg og mikil að fáum hefur gefist tími til að stöðva tapið. Það er ljóst að á þess- um dögum töpuðu íslensk fyrirtæki hundruðum milljóna króna. Voru fjármálastjórar þeirra heimskir eða óheppnir? Ég held ekki, margir þeirra voru einfaldlega að tapa því til baka sem þeir höfðu grætt mánuðina á undan. Hlustum á seðla- bankastjórana! Það gilda flókin lögmál á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum þar sem verslað er með stjarnfræðilega háar fjárhæðir á hverjum degi. Veltan fer oftast yfir milljónir milljóna dala á dag. Aðeins örlítið brot af því má rekja til raunverulegra viðskipta, hitt eru fjármagnstilfærslur í öðrum tilgangi, svo sem spákaupmennsku. Ég hef valið að leggja sérstaka áherslu á innbyrðis sveiflur dollars og jens, vegna þess hve margir ís- Gengi japanska jensins gagnvart bandaríkjadal frá 1980, vikulegar tölur I I I I I i i I I ! I 1980 1985 1990 1995 •99 lendingar hafa verið að reyna að hagnýta sér lágu vextina í Japan. Eins og sjá má af grafinu frá 1980- 1999 hefur mest þurft tæplega 300 jen til að kaupa einn dollar, en minnst sumarið 1995 þegar aðeins þurfti rúm 80 jen til þess. Þetta eru gífurlegar sveiflur sem mikill akkur væri í að geta hagnýtt sér. Tvenn mikilvæg beygjuskil má lesa út úr grafinu, 1985 og 1995. Þau má bæði rekja til þess að helstu seðlabanka- stjórar heims hittust og voru sam- mála um það að gengi dollars væri óeðlilega skráð með tilliti til verðlags og efnahagsástands. Þeir voru harð- orðir og létu síðan verkin tala með inngripum á markaðnum. Það hefði því verið hægt að gera það mjög gott á gjaldeyrismarkaði með því að hreyfa sig aðeins þegar allir helstu seðlabankastjórar voru sammála! Það þarf heldur ekki mikla snilld til þess, aðeins þarf að lesa for- síður dagblaða og hlusta á fréttayfir- lit alþjóðlegra sjónvarpsstöðva á nokkurra daga fresti. Spákaupmenn rúnir Spákaupmenn á gjaldeyrismark- aði gera mikið af því að fylgja leitni þangað til viðsnúningur er alveg augljós. Þetta eykur sveiflurnar og veldur því að þær fara út í öfgar. Þetta fer eðlilega í taugarnar á seðlabankastjórum og fjármálaráð- herrum sem vilja halda sem mestum stöðugleika. Þeir þurfa þó að tíma- setja aðgerðir sínar mjög nákvæm- lega til að þær virki. Annars geta þær gert illt verra og leitt til þess að hrunið verður ennþá meira eins og þegar George Soros og aðrir spá- kaupmenn náðu að fella breska pundið árið 1992 þrátt fyrir harðvít- uga varnarbaráttu Englandsbanka. Jafnvel seðlabankar ráða ekki við markaðinn þegar efnahagslegu for- sendurnar eru ekki til staðar. Núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Rubin, er af- ar klókur, enda tekinn beint í starfið úr Goldman Sachs, einum helsta fjárfestingabankanum á Wall Street. Snemma sumars í fyrra stóð dollar í 140 jenum og stefndi upp. Rubin gaf þá í skyn að þetta væri í besta lagi hans vegna og Japanir þyrftu að taka til í sínum ranni áður en þróun- in snerist við. Þetta agn stóðust spá- kaupmenn ekki, þeir bitu á og lögð- ust nú með enn meiri þunga en áður á jenið. Dollarinn styrktist í 145 jen, en þá kom bandaríski seðlabankinn öllum á óvart með inngripum á markaðnum og seldi dollara. Þar sem flestir spámennirnir voru með samskonar gnóttstöður í dollar, gátu fáir keypt meira og hann kolféll. Ru- bin náði þannig að halda stöðugleika, því hann þekkti sitt heimafólk og vissi nákvæmlega hvenær spámenn- irnir höfðu te'ygt sig of langt! Japanskir kollegar Rubins léku Sölu- og þjónustusamskipti Námskeið til að efla samskiptahæfni fólks, sjálfstæð vinnubrögð og auka árangur. Fjallað verður um samskipti í víðu samhengi, en efnið hefur ViðskÍDtalión verið þróað í atvinnulífinu og hentar mjög vel hópum samstarfsfólks (innan sama fyrirtækis). Efhistök: • Mannþelddng - yfirfærð á viðskiptalífið. • Samskiptatækni • Sölutækni - gamlar klisjur frá Ameríku. Hvað er nothæft? • Efling sköpunarmáttar • Skipuleg vinnubrögð - (vinna með gagnagrunn) Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 12.maí, kl. 13:00-18:00. Þátttökugjald er kr. 8.500,- Efþú lendir í viðskiptum við Ijón tekur það ekki afþér augunfyrr en þeim er lokið. - Getum við eftil vill lært eitthvað afmóður náttúru. Aðalfyrirlesari: Haukur Haraldsson framkvæmdastjóri. Haukur hefur haldið sölutækni námskeið, þjónustunámskeið (Fólk í Fyrirrúmi), auk námskeiða um samskipti, stjómun, skipulagningu, stefnumótun, sölu- og markaðsmál. - Hann hefur starfað um árabil með Stjómunarfélagi fslands, TMI (Time Manager Intemational), Knowledge Associates o.fl.. Aðstoðarfyrirlesari: Halldóra Björk Bergmann, náms- og starfsráðgjafi, sálfræðikennari. Halldóra hefur flutt fjölda fyrirlestra um siðfræði og samskipti. B •1—1 § OJ C cá > o Ö ca £ £ £ I kJH^ Mannheimar ehf HumanGlobe Skráning í síma 562 9911 eða 562 9920

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.