Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 C 5 VIÐSKIPTI ' Það er Ijóst að á þessum dogum töpuðu íslensk fyrirtæki hund- ruðum milljóna króna. Voru fjár- málastjórar þeirra heimskir eða óheppnir? í þetta svo eftir þegar dollarinn sigldi í hina áttina fyrir áramótin niður að 110 jenum. Þá komu undarlega hraustleg ummæli Sakakibara (al- mennt kallaður hr. Jen), aðstoðarfjár- málaráðherra, um jenið. Aftur stóð- ust gjaldeyriskaupmenn ekki mátið og dollar veiktist niður fyrir mikil- vægt viðnám í 109 jenum. Þá greip Japansbanki inní, keypti dollara í stórum stíl og hann snarhækkaði þegar spámennirnir forðuðu sér hver um annan þveran út úr gildrunni. Þannig tókst seðlabankamönnum tvívegis í fyrra að reka spákaup- menn eins og rollur í rétt og rýja þá svo inn að skinni! Nú virðist svo sem stóru seðlabankarnir séu sáttir við dollarann í kringum 120 jen og jafn- vel heldur hærri. (Það liggur þó auð- vitað ekki fyrir nein skýr stefna eins og við beygjuskilin 1985 og 1995.) Það virðist líka endurspegla mikinn styrkleika í bandarísku efnahagslífi en langvarandi stöðnun og samdrátt í Japan. Margir stórir áhættusjóðir (hedge funds) urðu fyrir gífurlegum töpum í fjármálaumrótinu í haust. T.d. er talið að Soros hafi tapað þremur milljörðum dala í Rússlandi. Þeir eru því ekki líklegir til árása í bili og skynsamlegast virðist að taka mið af því sem seðlabankarnir vilja. Hvert stefnir kronan? Meðfylgjandi er graf yfir þróun gengisvísitölunnar frá því að fjár- magnsflutningar urðu endanlega frjálsir í ársbyrjun 1995. Það sést vel að þegar viðskipti á millibankamark- aði hófust þá jukust sveiflurnar gríð- arlega. Það ber auðvitað að athuga að þegar gengisvísitalan hækkar, þá er krónan sjálf að veikjast! Með hvorki meira né minna en fimm prósentustiga vaxtamun gagn- vart gengiskörfunni og millimarkmið Seðlabanka íslands um stöðugt gengi í hafurtaskinu er afar freist- andi að taka erlend lán fremur en innlend. Samt er krónan að veikjast og er talið að það sé vegna kaupa seðlabankans á gjaldeyri og ummæla stjórnenda hans um að þeir vilji ekki sjá krónuna styrkjast of mikið. En sá sem t.d. velur innlent 12 mánaða lán fremur en erlent er í raun að spá því að gengisvísitalan hækki úr 114,3 upp í 120 á því tímabili. Þetta þykir sérfræðingum íslandsbanka ólíkleg þróun og er full ástæða til að taka undir það álit. Nýjar tölur um minnkandi vöruskiptahalla ættu líka að öðru óbreyttu að draga úr þrýst- ingi til lækkunar krónunnar. Það var mat Yngva Harðarsonar, hagfræð- ings og ritstjóra Gjaldeyrismála, sl. mánudag. Daginn eftir bentu Gjald- eyrismál þó á að skýr leitni væri til lækkunnar krónunnar og búast mætti við áframhaldandi þróun í þá átt. Þarna er á ferð mjög marktækur aðili sem hefur um árabil gefið út daglegt álit á gjaldeyrismarkaði og leggur mikla áherslu á tæknigrein- ingu. Niðurstaðan virðist mér vera sú að tæknigreining bendi til lækk- unar en grundvallarstaðreyndir (fundamentals) til hækkunar krónu. Hljóta samt ekki grundvallaratriðin alltaf að sigra á endanum? Verðbólguvaktin Það sem Seðlabanki íslands vill síst af öllu er verðbólga. Hann getur því ekki leyft krónunni að veikjast verulega, þar sem lækkandi gengi hlyti að skila sér út í verðlagið. A síð- asta ári voru skilyrði hér afar hag- stæð, bullandi hagvöxtur hér á landi, en Asíukreppan og erfiðleikar víða um heim leiddi til lægra verðs á inn- flutningsvörum. Við fluttum því inn nokkra verðhjöðnun, sem vó að stór- um hluta upp á móti innlendum kostnaðarhækkunum. Á þessu ári verður ekki um neinn slíkan happ- drættisvinning að ræða og eru olíu- verðshækkanir skýrasta teiknið um það. Styrking krónunnar myndi draga úr verðbólguþrýstingi en setja samkeppnisiðnaðinn í ennþá verri stöðu en áður. Seðlabankanum verð- ur því mikill vandi á höndum næstu mánuði. Varist svindiara! Erlendis frá berast oft fréttir um svindlara sem spila á vonir fólks um skjótfenginn gróða. Það væri mjög skrítið ef slíkir menn væru ekki líka á ferðinni hér á landi. Erlendis er vinsæl og sígild aðferð svindlara að setja á stofn hlutafélög með háleitum markmiðum, selja almenningi hluta- fé en hverfa síðan undir yfirborð jarðar með peningana. Þetta hefur verið 1 gangi í nokkur hundruð ár. íslenska svindlarastéttin hlýtur að fara að stunda þetta, ef hún er ekki þegar komin af stað. Það er a.m.k. fyllsta ástæða að gæta ýtrustu varúðar ef boðinn er hlutur til sölu í óskráðum fyrirtækj- um sem eru með háleit markmið, en geta ekki sýnt neinn teljandi árang- ur. Hagsmunum hins almenna fjár- festis, sem vill vera með í nýsköpun, er örugglega best borgið með því að láta það duga að kaupa bréf viður- kenndra sjóða eða skráðra fyrir- tækja sem sérhæfa sig í áhættufjár- festingum. Þar eru ýmsir ágætir kostir í boði hér. Munið líka að það er skilyrði fyrir því að vera góður svindlari að koma vel fyrir, vera með glæsilegan loforðabækling og eiga skjót svör við öllum spurningum! Þannig gerast kaupin á eyrinni í dag. Höfundur er héraðsdómslögmaður og löggiltur verðbréfasali. Hann rekur eigið fjárfestingafyrirtæki. Minni erlend verðbréfakau p • HREINT fjárútstreymi vegna er- lendra verðbréfakaupa fyrstu þrjá mánuði ársins nam 3,5 milljörðum króna, samanborið við 3,9 millj- arða í fyrra, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum frá Seðlabanka íslands. Eru þessar tölur ekki í samræmi við þróunina undanfarin ár því milli áranna 1997 og 1998 jukust erlend verðbréfakaup ís- lenskra aðila um 4,3 milljarða samkvæmt endurskoðuðum tölum bankans. Samkvæmt Morgunfréttum Við- skiptastofu Islandsbanka í gær kemur þessi lækkun nokkuð á óvart því fremur hafði verið búist við að erlend verðbréfakaup ykjust á árinu. Engu að síður hef- ur gengi krónunnar verið að veikj- ast og er skýringin einkum sú að Seðlabankinn hefur verið að auka gjaldeyrisforðann, auk þess sem stjórnendur bankans hafa lýst því yfir að ekki sé æskilegt að krónan styrkist, að því er fram kemur í morgunfréttum í gær. FRAIVILEGÐ er tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Starfsfólk myndar tekjur meö V lINIIMU sinni. ¦ ¦ NEl HOGUN (e. networkarchitecture) errökleg skipan tölvunets og reglur um notkun þess. I nethögun felst RAÐGJOF (úttektá öryggismálum, þarfa- M ¦ greining og áætlanagerð), HONNUN víðnets og nærnets, UPPSETNING netsins með m ____ viðurkenndum búnaði og loks PJONUS lA (viðhald, eftirlit með álagi og árásarprófanir). Nethögun eykur VI N NU FRAM LAG starfsfólks og þar með framlegð þess. NETHÖGUN FÆST HJÁ EJS. EJS hf. vínnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi + EJS hf. / 563 3000 / www.ejs.is / Grensásvegi 10 / 108 Reykjavlk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.