Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Talsverðar breytingar hafa orðið á íslenskum verktakamarkaði og tengjast breytingarnar fyrst og fremst íslenskum aðal- verktökum hf. sem lagað hafa starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Þannig hafa ÍAV eignast meirihluta í Ármannsfelli hf. og undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að íAV kaupi öll hlutabréf í Álftárósi ehf. Hallur Þorsteinsson kynnti sér málið. UMROT AISLENSKUM VERKTAKAMARKAÐI SAMKVÆMT upplýsing- um frá Jóni Sveinssyni, stjórnarformanni ís- lenskra aðalverktaka hf., hafði framkvæmdastjóri Álftáróss ehf. og eigandi félagsins nýverið samband við stjórnarfor- mann og forstjóra ÍAV og óskaði eftir kynningarviðræðum um sam- starf eða sameiningu og í framhaldi af því fóru fram kynningarviðræður milli aðila og að þeim loknum skipt- ust þeir á hugmyndum um mögu- legt samstarf og/eða samruna fyrir- tækjanna, en að sögn Jóns þótti strax ljóst að nokkrir fletir væru á mögulegu samstarfi eða samruna. Til þess að Ijúka þeim viðræðum sem voru í burðarliðnum þótti ljóst að það þyrftu að koma fleiri aðilar að málinu og að yiðræðurnar tækju nokkrar vikur. Á þeim tímapunkti, þann 15. apríl síðastliðinn, ákváðu þessir aðilar því að gefa út fréttatil- kynningu og tilkynna Verðbréfa- þingi íslands og Samkeppnisstofnun sérstaklega um fyrirhugaðar viðræð- ur. Jafnframt var ákveðið að leita álits Samkeppnisstofnunar á mögu- legri yfirtöku ÍAV á Álftárósi ehf. Stefnt er að því að viðræðum og samningum aðila ljúki fyrir 15. maí næstkomandi, en að sögn Jóns Sveinssonar er markmiðið með fyr- irhugaðri yfirtóku ÍAV á Álftárósi ehf. að tryggja ÍAV þátttöku á íbúð- arbyggingamarkaði höfuðborgar- svæðisins og renna stoðum undir þá starfsemi sem ÍAV stundar í dag. Miklar breytingar á síðastliðnu ári íslenskir aðalverktakar hf. voru stofnaðir 31. maí 1997 með yfirtöku ákveðinna eigna og skuldbindinga, ásamt öllum verksamningum Is- lenskra aðalverktaka sf., sem þá höfðu starfað sem verktakar á varn- arsvæðum hérlendis allt frá árinu 1954. Á því ári tók félagið við aðal- verktöku fyrir varnarliðið af banda- rísku fyrirtæki og varð samningsað- ili við varnarliðið, og árið 1957 tóku fslenskir aðalverktakar sf. einnig yfir verkefni sem Sameinaðir verk- takar höfðu unnið sem undirverk- takar allt frá árinu 1951. Eignarað- ilar ÍAV sf. urðu þá Sameinaðir verktakar hf. með 50% hlut, ís- lenska ríkið með 25% hlut og Reg- inn hf. með 25% hlut. íslenskir aðalverktakar hf Heildartekjur 1998: 3,98 milijarðar kr. Eignarhlutur í öðrum byggingafyrirtækjum 55,7% Ármannsfell hf. (Velta 1998:1.301 m.kr.) 100% Álftárós hf. (Velta 1998:1.315 m.kr.) 100% Verkafl hf. (Verktakastarfsemi) 100% ísafl ehf. (Jarðvinnuverktaka) 99% Nesafl hf. (Jarðefnavinnsla og jarðvinnuverktaka) 91% Nesvíkur ehf. (Vikurvinnsla) 80% Landsafl hf. (Fasteignarekstur og eignaumsýslá 80% Skafl hf. (Fasteignarekstur og eignaumsýsla) Helstu keppinautar Armannsfells hf. og Alftáróss ehf. á íslenskum byggingamarkaði eru. f Arnarfell ÁHÁ-byggingar BYGG * Byrgi Eykt fFjarðarmót ^^ Fossvirki |HÍ Húsvirki Hörður Jónsson I ístak Járnbending Mótás SS-byggir Sveinbjörn Sigurðsson Viðar auk margra smærri fyrirtækja og byggingameistara. Þá bjóða flestir af stærstu verktökum á Norðurlöndum í öll stærri verkefni á íslandi. Þessi eignarhlutföll giltu til árs- ins 1990 en þá gerðu eigendur með sér samkomulag um að hlutur rfkis- ins ykist í 52% en hlutur Sa- meinaðra verktaka hf. yrði 32% og Regins hf. 16%. Þau eignarhlutföll héldust óbreytt til ársins 1997 er hið nýja fyrirtæki íslenskir aðal- verktakar hf. var stofnað, en í fram- haldi af því var eignarhlut Sa- meinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverktökum hf. dreift til ein- stakra hluthafa Sameinaðra verk- taka hf. í hlutfalli við hlutafjáreign hvers og eins. Miklar breytingar urðu á rekstri og starfsemi íslenskra aðalverk- taka hf. á síðastliðnu ári, en 30. október síð- astliðinn var félagið skráð á Vaxtar- lista Verðbréfaþings íslands. Sölu- útboð hlutafjár fór svo fram í des- ember og eftir þá sölu var bein og óbein eignaraðild ríkisins komin niður fyrir 50%. Þann 15. apríl síð- astliðinn var hlutur íslenska ríkisins í ÍAV 39,89%, en næststærsti hlut- hafinn var Skafl hf. með 5,86% og þriðji stærsti hluthafi var Kaldbak- ur ehf. með 5,15% hlut. Alls voru hluthafar í félaginu þá 743 talsins. Kortið sem einfaldar allan rekstur á bílnum þínum ¦ *vsyr>p Mánaðarlegur reikningur og yfirlit Oruggt kostnaðareftirlit Allur bilakostnaður á einn Afsláttur hjá um 60 fyrirtækjum Þú færð upplýsingar um Olískortið f síma: 51S 1241 BB Fyrr á þessu ári eignuðust ís- lenskir aðalverktakar hf. meirihluta í verktakafyrirtækinu Armannsfelli hf., eða 55,7%. Þá keypti félagið um 35% eignarhlut í Ármannsfelli, en fyrir átti félagið 20% hlut í fyrir- tækinu. Þar með voru ÍAV orðnir meirihlutaeigandi í Byggingarfélag- inu Úlfarsfelli hf. sem stofnað var á síðasta ári til að þróa byggingar- verkefni, og þá fyrst og fremst á landi Blikastaða í Mosfellsbæ sem félagið hafði keypt, en þar er gert ráð fyrir umfangsmikilli íbúða- og þjónustubyggð í framtíðinni. Islenskir aðalverktakar eiga nú hlut í eftirtöldum bygg- ingafyrirtækjum sem starfa á íslenskum byggingamarkaði, auk eignarhlutans í Ár- mannsfelli hf.: Verkafh hf. (100% - verktakastarfsemi), ísafli ehf. (100% - jarðvinnuverktaka), Nesafli hf. (99% - jarðefnavinnsla og jarð- vinnuverktaka) og Nesvikri ehf. ^91% - vikurvinnsla). Einnig eiga IAV 80% hlut í Landsafli hf. og Skafli hf. sem annast fasteigna- rekstur og eignaumsýslu. Heildar- tekjur í AV á síðasta ári námu 3.980 milljónum króna, Armannsfells hf. 1.300 milljónum króna og Álftáróss ehf. 1.300 milljónum króna. Samtals námu heildartekjur þessara fyrir- tækja því 6.580 milljónum króna. Samdráttur á Keflavíkurflugvelli Innan við helmingur af tekjum ÍAV á síðasta ári var vegna verk- efna á varnarsvæðum, en á undan- fórnum misserum hafa verkefni inn- an varnarsvæða á Keflavíkurflug- velli dregist saman, auk þess sem öll stærri verkefni sem framkvæmd eru á Keflavíkurflugvelli í dag fyrir NATO og Bandaríkjaher eru boðin út á alþjóða markaði. Þar með geta öll íslensk verktakafyrirtæki sem uppfylla skilyrði verkkaupa, boðið í og framkvæmt verk á Keflavíkur- flugvelli. Stærsta einstaka verkefn- ið á Keflavíkurflugvelli er í dag unn- ið af ístaki hf., en ekki þeim verk- tökum sem hafa í gegnum tíðina unnið fyrir NATO og varnarliðið. Með þetta í huga er að sögn Jóns Sveinssonar ljóst að ÍAV þarf að sinna verkefnum í verktöku á al- mennum verktakamarkaði á íslandi svo og innan varnarsvæða, ætli ÍAV 9 Innan við helm- ingur af tekjum íAV á síðasta ári var vegna verk- efna á varnar- svæðum.í 9 Aætlað að byggingamarkað- urinn á íslandi velti árlega 60-80 milljörð- um króna.í Morgunblaöið/RAX Flestir af stærstu verktökum á Norðurlöndum taka orðið þátt í út- boðum á öllum stærri verkefnum á Islandi, einir sér eða í samstarfi við innlenda aðila. sér að starfa á íslenskum verktaka- markaði til framtíðar. Jón segir að sú stefna sem mörkuð var með kaupunum á meirihluta í Armannsfelli hf. á sínum tíma hafi verið að kaupa hlut í starfandi fyrirtæki í stað þess að byggja upp eigin starfsemi og nýta þannig þá þekkingu og reynslu sem starfandi fyrirtæki hefur í stað þess að byggja frekar upp Verkafl hf. sem hefur tekið þátt í útboðum og til- boðsgerð á almennum verktaka- markaði. Markmið ÍAV með kaup- um á meirihluta hlutabréfa í Ár- mannsfelli hf. var því að auka þátt- töku íAV á almennum bygginga- og verktakamarkaði á íslandi og taka til endurskoðunar áform ÍAV um frekari uppbyggingu Verkafls hf. sem alhliða innlends' verktakafyrir- tækis í eigu í AV. „Til þess að fyrirtæki á verktaka- markaði á íslandi geti staðið af sér þær sveiflur sem verða á innlendum verktakamarkaði, þarf slíkt fyrir- tæki jafnframt að vera nægjanlega sterkt verk- og tæknilega til að geta tekið þátt í verkefnum á erlendri grund. Með því móti að mynda hóp verktakafyrirtækja, með eigna- tengslum, eins og að framan er lýst, skapast því einnig sóknarfæri fyrir innlenda tækni- og iðnaðarmenn er- lendis. Bygginga- og verktaka- markaður á íslandi verður ekki metinn nema sem ein heild. Þessa fullyrðingu má m.a. rökstyðja með því að skoða hvernig verkefni fyrirtæki á inn- lendum verktakamarkaði hafa tekið að sé á undanförnum árum. Al- mennt má segja að fyrirtæki á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.